NT - 27.11.1985, Page 1
Starfsfólk Landsvirkjunar:
Getur átt von
á uppsögnum
- samdráttur vegna verkef naskorts
■ Fjöldi manns í byggingar-
deild og verkfræðideild Lands-
virkjunar getur átt von á upp-
sögnum á næstunni. Ástæðan
fyrir þessu er sú að engar nýjar
framkvæmdir eru á döfinni hjá
fyrirtækinu á næstunni.
Jóhann Már Maríusson, að-
stoðarforstjóri Landsvirkjunar
vildi ekki tjá sig um hvaða
áætlanir væru uppi í þessum
málum þegar NT hafði samband
við hann í gær. Sagði hann að á
aðalfundi Landsvirkjunar, sem
haldinn verður á morgun, verði
rekstraráætlun fyrirtækisins
lögð fyrir og í henni sé að finna
tillögur til hagræðingar.
Jóhann sagði að engar nýjar
framkvæmdir væru í sigtinu en
slíkt gæti þó breyst ef einhver
glæta kæmist í stóriðjumálin.
Hann vildi ekki tjá sig um hvort
fækkun mannafla væri ein af
hagræðingartillögunum en NT
hefur áreiðanlegar heimildir
fyrir að svo sé.
Mikið um vinnuslys meðal unglinga:
Er herskylda
lausnin?
■ Vinnuslys á íslandi eru al-
gengust í aldurshópnum 16-20
ára. Á árunum 1970 til 1977
urðu þau 27 talsins, eða 25
prósent af heildarfjölda vinnu-
slysa. Þessi háa tíðni í sama
aldursflokknum, 16-20 ára.
þekkist ekki á öðrum Norður-
löndum.
í skýrslu sem Landlæknis-
embættið hefur nýlega sent frá
sér, um barna-og unglingaslys,
er sagt að líklegasta skýringin sé
sú að í nágrannalöndunum er
nám lengra, og einnig er her-
skylda hjá þessum aldurshóp. I
skýrslunni er þó tekið fram að
málið hafi ekki verið kannað til
hlítar.
Hitáveituæð sprakk í íbúðarhúsi:
Brennheit gufa
fyllti íbúðina
■ Hitaveituæð sprakk við
íbúðarhúsið Nýlendugötu 4 í
gærdag. Slökkvilið var kallað á
vettvang, og lék grunur á að
manneskja væri inni í íbúðinni,
sem var full af brennheitri gufu.
Reykkafarar frá slökkviliðinu
réðust til inngöngu í húsið, og
fuiívissuðu sig um að enginn var
staddur þar. Starfsmaður Hita-
veitu Reykjavíkur brenndist
talsvert á fótum, þégar hann var
að kanna aðstæður. í kjallara
hússins, enda var vatnið sjóð-
heitt.
Talsverðar skemmdir urðu á
húsnæðinu sökum vatns og
gufu, en um fimmtíu sentimetra
vatnslag var á gólfi kjaltarans,
þegar tókst að stöðva lekann.
Það tók slökkviliðið um tvo
klukkutíma að ræsta kjallarann,
og dæla út vatni því sem var í
honum. Húsið við Nýlendugötu
er timburhús með steinkjallara
og nokkuð komið til ára sinna.
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 6
Þarf að grisja bankakerfið?
Bankarnir of smáir
og allt of margir!
- er mat Þórðar Ólafssonar forstöðumanns bankaeftirl itsi ns
■ „Að mínu mati er íslenska
bankakerfið alltof dreift á marg-
ar og litlar einingar til að geta
sinnt stórum viðskiptavinum án
þess að rekstraröryggi bankans
sé stefnt í hættu,“ sagði Þórður
Ólafsson, hjá bankaeftirlitinu
við NT í gær.
Sagði Þórður að það væri
langt því frá að öryggi banka
væri nægilega tryggt með nýju
bankalöggjöfinni og vantaði þar
ákvæði um að banki gæti ekki
lánað einum viðskiptavini nema
ákveðið hlutfall af eiginfjár-
stöðu bankans. Sagði Þórður að
í greinargerð með löggjöfinni
væri tekið fram að bankaráð
setti slíkar reglur og sendi
bankaeftirliti, en það væri mjög
almennt orðað og ákvæðin í
lögunum of væg og til dæmis
vantaði tilfinnanlega ákvæði um
hvert hlutverk bankaeftirlitsins
væri.
Þegar nýja bankalöggjöfin
kom fyrir Alþingi, flutti
Jóhanna Sigurðardóttir breyt-
ingatillögu, þar sem gert var ráð
fyrir ákvæðum um að einum
viðskiptavini bankans yrði ekki
veitt lánafyrirgreiðsla nema að
ákveðnu hlutfalli eiginfjár
bankans. Þessi breytingatillaga
var felld.
í tveim bönkum tíðkast þó
innanhússreglur, sem gera ráð
fyrir að enginn viðskiptavinur
geti farið yfir ákveðið mark.
Það er í Iðnaðarbankanum og
Verslunarbankanum.
NT ræddi við Val Valsson,
bankastjóra Iðnaðarbankans í
gær. Sagði Valur að bankastjór-
ar Iðnaðarbankans hefðu heim-
ild til að veita einum viðskipta-
vini lán sem samsvaraði 2% af
heildarútlánum bankans, væru
lánin á bilinu 2-4% tæki banka-
ráðsformaður ákvörðun þar
um. Fari lánveiting yfir 4% sem
aldrei hefur komið til þau tíu ár
sem þessar reglur hafa verið í
gildi hjá bankanum, tekur
bankaráð ákvörðun þar um.
Tilgangur þessara vinnureglna
er sá að gæta þess að bankinn
taki ekki of mikla áhættu af
viðskiptum við einn aðila, sagði
Valur.
Höskuldur Ólafsson, banka-
stjóri Verslunarbankans, sagði
að svipaðar reglur væru hjá
sínum banka en hann sagðist
ekki geta tilgreint nánar hvernig
þær væru. Sagði hann að þessar
vinnureglur hefðu gilt frá stofn-
un bankans og reynst vel, enda
væri Verslunarbankinn lítill
banki og þyrfti því að fara að
öllum málum með aðgát.
■ Slökkviliðsmenn búast til inngöngu í kjallarann en þar var þá komið hnédjúpt sjóðandi vatn.
NT-mynd Svenir