NT - 27.11.1985, Qupperneq 2
V
■ Gestur Ólafsson framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis Ágætis og viðskiptafræðingur fyrirtækisins
Ólafur Sveinsson t.v.
Nýtt fyrirtæki kaupir
Grænmetisverslunina
■ Nýttfyrirtæki.ÁGÆTItek-
ur til starfa þann 1. desentber
nk. og mun það annast heildsölu
á matjurtum innlendum sem
innfluttum.
Eigendur ÁGÆTIS eru ný-
stofnuð samtök íslenskra mat-
jurtaframleiðenda, SÍM, ogeru
þau opin öllum framleiðendum.
Markmið SÍM er að vinna að
vöruþróun, vöruvöndun, öflun
nýrra markaða, upplýsinga-
miðlun og hverju því máli sem
getur orðið matjurtafram-
leiðendum til hagsbóta.
Liður í þessu starfi er m.a. að
annast sölu og dreifingu á afurð-
um þeirra félagsmanna sem þess
óska.
SÍM hefur leigt eignir Græn-
metisverslunar landbúnaðarins
fyrir starfsemina, en Grænmet-
isverslunin verður lögð niður
samkvæmt nýju Framleiðslu-
ráðslögunum sem sett voru sl.
vor, en þar segir að Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins skuli
hætta rekstri Grænmetisversl-
unarinnar í síðasta lagi 1. júní
1986.
Jafnframt hefur SÍM keypt
lausafjármuni Grænmetisversl-
unarinnar.
Framkvæmdastjóri ÁGÆTIS
er Gestur Einarsson og sagði
hann að mikil áhugi væri meðal
bænda um þessa starfsemi því
að þeir gerðu sér manna best
grein fyrir að þörf væri á vöru-
vöndum og vöruþróun og að
tengsl þyrftu að vera meiri milli
framleiðenda og neytenda.
Gestur sagði markmið þessa
nýja fyrirtækis að vera með allt
það grænmeti á boðstólum sem
framleitt er hér á landi auk
innflutts grænmetis og nefndi
hann sérstaklega að í deiglunni
er að flytja inn sérstakar bök-
unarkartöflur fyrir veitingahús
og einnig að vinna að ákveðnum
neytendaumbúðum á grænmeti.
Aðspurður um nafn fyrir-
tækisins sagði Gestur að nafniö
væri hvatning til framleiðenda
um að framleiða ágæta vöru og
gera vel og þá um leið fengju
neytendur tryggingu fyrir ágætis
vörur!
Stjórn þessa nýja fyrirtækis,
Ágætis, skipa Magnús Sigurðs-
son formaður, Skarphéðinn
Larsen, Hrafnkell Karlsson, Jó-
hannes Helgason, Eiríkur Sig-
fússon og Ingi Markússon.
Fyrirtækið Ágæti mun eins og
áður segja hefja formlega starf-
semisínaþann 1. desembernk.
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 2
Hlutur kvenna lélegur í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:
Aðeins ein kona
er í öruggu sæti
Sigurjón Fjeldsted og Hulda Valtýs-
dóttir misstu sæti sín
■ Talningu í prófkjöri sjálf-
stæðismanna vegna borgar-
stjórnarkosninga í Reykjavík
lauk ekki fyrr en á hádegi í gær.
Nýjar prófkjörsreglur töfðu
mikið fyrir talningu atkvæða
sem reyndust vera rúm fimm
þúsund þegar upp var staðið.
Hlutur kvenna var áberandi
lélegur í þessu prófkjöri sjálf-
stæðismanna þar sem aðeins ein
kona náði kosningu í efstu átta
sætin en það var Katrín Fjeld-
sted sem hreppti þriðja sæti.
Fyrir ofan hana komu þeir Dav-
íð Oddsson og Magnús Leifur
Sveinsson en Páll Gíslason kom
í fjórða sæti og síðan þeir Vil-
hjálmur Þórmundur Vilhjálms-
son, Hilmar Guðlaugsson, Árni
Sigfússon og Júlíus Hafstein.
Hlutur sjálfstæðiskvenna fer
síðan vaxandi eftir því sem
neðar kemur á listann. Jóna
Gróa Sigurðardóttir hafnaði í
níunda sæti en síðan koma Sig-
urjón Fjeldsted, Hulda Valtýs-
dóttir, Helga Jóhannesdóttir,
Anna K. Jónsdóttir, Guðmund-
ur Hallvarðsson og loks Pórunn
Gestsdóttir.
Ljóst er að töluverðrar
spennu hefur gætt meðal sjálf-
stæðismanna fyrir prófkjörið og
eyddu margir frambjóðenda
hundruðum þúsunda í auglýs-
ingar til að koma sjálfum sér á
framfæri. Hætt er við að þeir
peningar komi ekki allir til með
að skila sér og „ekkert er sjálf-
gefið í pólitík", eins og haft var
eftir Magnúsi L. Sveinssyni eftir
að talningu atkvæða lauk.
Alþingi:
Frumvarp gegn okri
■ Frumvarp til laga um
stöðvun okurlánastarfsemi
heitir frumvarp sem þingmenn
Alþýðubandalagsins lögðu
fram á Alþingi í gær. í greinar-
gerð nteð frumvarpinu segir
að það sé lagt fram til þess að
þegar í stað séu settar skorður
við ört vaxandi okurlánastarf-
semi.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
að öll skuldabréf verði skráð á
nafn og skráning bréfa á hand-
hafa verði bönnuð. Þá er gert
ráð fyrir auknu upplýsinga-
streymi til skattstofunnar um
verðbréfaviðskipti og að þau
fyrirtæki og einstaklingar sem
stunda verðbréfamiðlun og
fasteignasölu þurfi að fá til
þess sérstakt leyfi og að banka-
eftirlit Seðlabankans hafi
reglulegt eftirlit með þeim.
Flutningsmenn lýsa sig til-
búna til viðræðna um breyting-
ar á frumvarpinu náist megin-
markmið þess fram.
»vn \ I
Ræddust við í ein-
rúmi öllum að óvörum
Reagan dró Gorbachev afsíðis — Engar
upplýsingar fyrr en að viðræðum loknum
Mezzoforte:
Slegist um
lag hljóm-
sveitarinnar
Slagurinn á milli erlendra
hljómplötufyrirtækja
■ Mikill slagur virðist nú vera
í aðsigi á milli þýsku stórfyrir-
tækjanna RCA og Teldec, um
lag hljómsveitarinnar Mezzo-
forte „This is the night" og hafa
bæði fyrirtækin gefið lagið út á
plötu í mismunandi útgáfum.
Forsaga þessa máls er sú að
þegar samningur Mezzoforte og
Polydon útgáfunnar í Þýska-
landi og Austurríki rann út í
haust, sýndu ekki færri en 6
stórfyrirtæki hljómsveitinni
mikinn áhuga. Lengi vel gengu
tilboðin á víxl og bestu tilboðin
voru frá Teldec og RCA, en að
lokum hafði RCA beturog mun
fyrirtækið því gefa út smá-
skífuna með laginu „This is the
night“, og næstu breiðskífu
Mezzoforte.
Forráðamenn Teldec voru
ekki sáttir við þessa niðurstöðu
mála. Þess vegna fengu þeir
mjög vinsælan ítalskan söng-
vara, Kano, til að hljóðrita
endurgerð lagsins „This is the
night", og hefur sú endurgerð
nú komið út í Þýskalandi. Þessi
viðbrögð Teldec útgáfunnar
hafa neytt RCA til skjótra að-
gerða og kom því 12 tommu
útgáfa lagsins út í flutningi
Mazzoforte hjá RCA 18.
nóvember sl. Þýðir þetta að
slagurinn í Þýskalandi verður
töluverður og ætti þetta mál allt
saman að vekja talsverða
athygli þar. Hugsanlegt er að
þetta muni einnig hafa einhver
áhrif á útgáfu í öðrum löndum
Evrópu.
Jóhann Ásmundsson bassa-
leikari hefur nú sagt skilið við
hljómsveitina Mazzoforte, af
persónulegum ástæðum.
Samanstendur hljómsveitin því
nú af þeim Eyþóri Gunnarssyni,
Friðriki Karlssyni og Gunnlaugi
Briem. Ekki verður ráðinn nýr
bassaleikari í sveitina að svo
stöddu, frekar en gert var þemii
Kristinn Svavarsson sa' öfén-
leikari hætti störfum á s.'ð.isfa
ári.