NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.11.1985, Qupperneq 8

NT - 27.11.1985, Qupperneq 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritstj.: Helgi Pélursson Ritstjómarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólalsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prontun: Bla&aprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. Sjálfstæðiskonur vonsviknar ■ Prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík er lokið. Það sem vekur mesta athygli, er hve hlutur kvenna er lélegur. Aðeins ein kona komst í öruggt sæti á listanum. F*að hlýtur að vera sjálfstæðiskonum von- brigði og umhugsunarefni hvaða árangri prófkjörið skilaði þeim. Að vísu hafa konur innan Sjálfstæðis- flokksins látið fremur lítið í sér heyra en þær eru þó vel meðvitaðar um þann árangur sem konur innan annarra stjórnmálaflokka hafa náð. Hörðustu sjálfstæðiskonur láta úrslitin eflaust ekki á sig fá og kjósa lista Davíðs borgarstjóra áfram en þær konur sem vilja auka hlut kvenna í borgarstjórn velta fyrir sér öðrum kostum, því hvað svo sem um stjórnun Davíðs má segja, verður því vart haldið fram að hann hafi sýnt málefnum kvenna og barna neinn sérstakan skilning á valdaferli sínum. Annars einkenndi þetta prófkjör mikið og öflugt áróðursstríð kandidatanna. Fullyrt er að nokkrir þeirra hafi eytt hundruðum þúsunda í auglýsingar. Pá var notað hvert tækifæri sem gafst til að vekja athygli á sér m.a. greindu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokicsins frá miklu starfi sínu í borgarstjórn og hvað væri ætlun þeirra að gera þar í framtíðinni. Svo langt gekk þessi sjónvarpsumræða þeirra að almenningi fannst nóg um og hafði samband við dagblöð til að lýsa skoðun sinni á málinu. En enda þótt prófkjörinu sé lokið er ekki þar með sagt að framboðsmálum sjálfstæðismanna sé lokið. Nú taka við umræður í Valhöll um hvernig megi sætta þá sem undir urðu og hugsanlegar tilfærslur á iistanum. Þá geta sjálfstæðismenn ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að Albert Guðmundsson tók ekki þátt í leiknum að þessu sinni. Hvað það boðar er ekki gott að segja því Albert er maður með skjóta hugsun og er vís að sjá sér leik á borði þegar minnst varir og breyta allri stöðunni. Þetta vekur óneitanlega mikinn ugg í brjóstum sjálfstæðismanna og er þeim fyrir bestu að styggja Albert ekki meira en þegar hefur verið gert vilji þeir hafa hann góðan þegar til kosninga kemur. Verslunin í vandræðum ■ Enn stendur yfir rannsókn á okurlánamálinu margnefnda. Lögreglan verst allra frétta en vitað er að fjöldi manna tengist málinu. í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því að við húsleit hjá Hermanni Björgvinssyni hafi fundist nöfn 89 manna sem fjármögnuðu orkurlánaviðskipti hans. Þá ganga þær sögur að velmetnar verslanir séu í vandræðum að leysa út jólavörur sínar vegna þess að aðrir okurlánarar sem þeir treystu á hjálp hjá, haldi nú að sér höndum og vilji ekki hætta á neitt meðan okurlánaviðskipti eru í umræðu og rannsókn. Sé það rétt að verslanir hafi í miklum mæli tekið okurlán til að leysa vörur út úr tolli hljóta menn að velta því fyrir sér hver ábyrgð þeirra sé. Auðvitað hafa þær síðan lagt þann kostnað sem okurlánunum hefur fylgt ofan á vöruverðið og því í raun neytandinn sem borgað hefur brúsann. En síðast og ekki síst flettist nú hægt og sígandi ofan af því gerviástandi sem hér hefur ríkt í efnahagsmálum um langa hríð. Sú spurning hlýtur að vakna, hvað allar hagdeildirnar í böriunum, sérfræðingarnir og efna- hagsstofnanirnar hafa verið að spá um, með stóran hluta af hagkerfinu neðanjarðar og fyrir utan lög og rétt. .. .......... .......... Miðvikudagur 27. nóvember 1985 8 Vettvangur Hallur Magnússon formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík Framsókn á villigötum Af hverju sérframboð? ■ Aö undanförnu hafa verið uppi raddir um sérframboð framsóknarfólks í Reykjavík og Reykjanesi fyrir næstu Al- þingiskosningar. Þessar hug- myndir hafa komið flatt upp á ýmsa, en ef málið er skoðað ofan í kjölinn ættu þær engum að koma á óvart. 1 síðustu Alþingiskosningum fékk Framsóknarflokkurinn 8225 atkvæði í Reykjavík og Reykjanesi og einn mann kjörinn. Alþýðuflokkur, Bandalag' jafnaðarmanna og Kvennalistinn fengu samtals 23253 atkvæði og 10 menn kjörna. Að meðaltali voru því 2325 atkvæði á bak við hvern þingmann þeirra eða 5900 at- kvæðum minna en bakvið þingmann Framsóknarflokks- ins. Hver var að tala um mis- vægi atkvæða Framsóknar- flokknum í hag? Ef framsóknarfólk í Reykja- vík og Reykjanesi byðu fram sérlista fengjust 4 þingmenn á sama atkvæðahlutfall í næstu Alþingiskosningum. Þáerhætt við að Kvennalistakonur og kratar á þessu svæði tækju að ókyrrast. Eigum við í sérframboð? { Ijósi þessa staðreynda myndu margir telja sérfram- boð sjálfsagt og eðlilegt. En er það svo? Við í FUF í Reykja- vík svörum þeirri spurningu afdráttarlaust neitandi. Fyrir því höfum við gildar ástæður. í fyrsta lagi er sérframboð alltaf sérframboð hvaða nafni sem það kallast. Framsóknar- flokkurinn á að koma fram sem einn heilsteyptur flokkur með eina heilsteypta stefnu. Fó rökin fyrir þessu sérfram- boði séu góð og gild, þá er hætt við að flokkurinn ynni orrustu með fjölgun þingmanna en tapaði stríðinu vegna inn- byrðis sundurþykkju. í öðru lagi jafnast þetta misvægi nokkuð ef litið er á landið í heild. Á bak við hvern landsbyggðarþingmann Fram- sóknarflokksins er nokkuð minna atkvæðamagn cn er á bak við þéttbýlisþingmenn hinna flokkanna. Við viljum ekki vega upp eitt misrétti með ,öðru misrétti. í þriðja lagi teljum við ekki skipta máli hvaðan framsókn- arþingmenn koma. Framsókn- arþingmaður á að fylgja grund- vallarstefnu og hugsjónum Framsóknarflokksins sem koma öllum landsmönnum til góða, hvar sem þeir kunna að búa. Þetta verða landsbyggðar- þingmenn Framsóknarflokks- ins að gera sér fullkomlega ljóst. Þeir eiga skyldum að gegna við þá 8225 kjósendur sem kusu Framsóknarflokkinn í Reykjavík og Reykjanesi, jafnt sem kjósendur sína í þeirra heimahéraði. Fram- sóknarþingmenn eiga að hlusta á rödd húsmóðurinnar í Breið- holti jafnt sem rödd bóndans í Bakkakoti. Hann á að þjóna þjóðinni í heild. Það gerði hann best með því að halda fast við grundvallarhugsjón og stefnu Framsóknarflokksins. Framsókn á villigötum En því miður hefur farið allt of lítið fyrir grundvallarstefnu Framsóknarflokksins að undanförnu. Þingmenn flokks- ins hafa brugðist í því að halda málum framsóknarstefnunnar á lofti. í það minnsta hefur framsóknarandinn ekki svifið yfir vötnunum í núverandi ríkisstjórn. Þar ræður ríkjum helköld niðurrifshönd Sjálf- stæðisflokksins sem stjórnast af óheftri peningahyggju stór- fjármagnseigenda. Helhönd þessi skeytir í engu um mann- leg verðmæti og manngildi ein- staklingsins. Til að byrja með tókst niður- talningaleið Framsóknar- flokksins með ágætum. Með fórnfúsum stuðningi launþega í landinu náðist verulegur árangur í baráttunni við verð- bólguna og það losnaði um fjármagn til nýsköpunar at- vinnulífs. En þá greip fyrr- nefnd helhönd Sjálfstæðis- flokksins inn í og nýsköpunar- fjármagni fyrirtækjanna var varið til kaupa á nýjum BMW fyrir forstjórann og laun þeirra hæstlaunuðu voru hækkuð enn meira. Nýsköpunin týndist. En það var ekki nóg. í þjónkun sinni við stórfjár- magnseigendur þvingaði hel- hönd Sjálfstæðisflokksins framsóknarmenn til að gefa eftir frjálsa vexti. Síðan þá spennir hún greipar um almenn- ing og kemur honum á kaldan klaka með hjálp löglegs vaxta- okurs. Þessi aðgerð er mesta smán Framsóknarflokksins frá upp- hafi. Hvar er gamla Framsókn- arboðorið „Manngildi ofar auðgildi*’? Nei, Framsóknar- flokkurinn hefur brugðist í því að halda helhönd Sjálfstæðis- flokksins frá almenningi í land- inu. Ljós í myrkri „Ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“ er setning sem finna má í Dýrun- um í Hálsaskógi. Sem betur fer er það svo í raunveru- leikanum. 1 gegnum frostþok- una má grilla ljós í myrkri. Það eru einstaka framsóknarmál- efni. En hvað má sú týra gegn jökulköldum norðangarra íhaldsins? Ég hef grun um að kjósendur minnist frekar sárs- aukans í frostbitnum kinnum en veimiltítulegrar Ijóstýru framsóknar. Ef framsóknar- menn bæta ekki í týruna svo logi það vel að helhöndin taki að þiðna, þá er hætt við að fylgi taki snarlega að hrynja af flokknum. Þá þurfa menn ekki að ræða um sérframboð eða sérframboð ekki í Reykjavík og Reykjanesi. í það minnsta get ég ekki stutt þessa ríkis- stjórn þó ég styðji heilshugar flest mál framsóknar þar. Formaður Fram- sóknarflokksins Þó ég styðji ekki núverandi ríkisstjórn, þá styð ég Stein- grím Hermannsson sem for- mann flokksins -ennþá. Ég tel Steingrím þann mann hæfastan til að taka á þeim vandamálum er við blasa. En því miður eru ýmis teikn á lofti sem gætu orðið til þess að ég yrði að endurskoða þá afstöðu mína. 1 fyrsta lagi er hann í forsæti núverandi ríkisstjórnar sem ekki er eiginleg framsóknar- stjórn. Þar á ofan lýsir hann því yfir að Framsóknarflokkn- um sé fórnandi fyrir þá sömu stjórn. Ef hann fer ekki all snarlega að koma eiginlegum framsóknarmálum þar í gegn án þess að þau beri merki helhandarinnar, þá er þeirrar fórnar stutt að bjða. í öðru lagi hefur hann ekki tekið á innanhússvandamálum flokksins af þeirri ábyrgð og Gatslitið dómskerfi refsingar ekki lengur fyrirbyggjandi ■ Hvaða munur er á trillu- karli, sem staðinn er að ólögleg- um veiðum í landhelgi, og síbrotamanni, sem virðir ekki helgustu mannréttindi, svo sem friðhelgi heimilisins og eignaréttinn? Báðir eru brot- legir gagnvart lögunum, og verða því dregnir fyrir dóm- stóla og gert að sæta refsingu, í formi sektar eða fangelsisvist- ar. En það er annað og meira sem trillukarlinn og síbrota- maðurinn eiga ekki sameigin- legt, og það er málsmeðferð. Sjóréttur er búinn að dæma sjómanninn áður en fiskurinn fer í annan flokk sökum geymslu. Síbrotamaðurinn hinsvegar gengur laus jafnvel daginn eftir að hann hefur játað brot sitt, og með áfrýjun- um til Hæstaréttar getur hann frestað refsingu sinni um lang- an tíma. Þarna finnst ekki sanngirni, og í raun er dóms- kerfi það sem við búum við ófullnægjandi. Sjóréttur á staðnum Landhelgisbrot og mál sem sjóréttur fjallar um, eru af- greidd með hraði og oft svo að segja samdægurs, þegar skip hefur náð landi. Næsta víst er að þessi háttur er hafður á, vegna sérstöðu sem siglingar hafa. Hugsunin á bak við það, að dæma í máli skipstjóra og áhafnar, er sú að skipið komist sem fyrst aftur á sjó, þar sem miklir peningar eru í húfi bæði fyrir þjóðina og þá sérstaklega áhöfnina og ættingja hennar. Sjóslys, eða dauðsföll á sjó, koma til meðferðar á meðan skip er í höfn, til þess að landlega verði ekki lengd. Þetta er mjög eðlileg meðferð dómsmála, og til eftirbreytni annarsstaðar. Já og bless Það er ekki sami afgreiðslu- hraði í kerfinu, þegar um er að ræða fíkniefnasmyglara eða nauðgara, svo dæmi séu nefnd. Maður sem grunaður er um nauðgun, getur gengið laus svo mánuðum skiptir, ef hann viðurkennir brot sitt. „Já ég nauðgaði stúlkunni. „Þakka þér fyrir þú mátt fara.“ Eitthvað á þessa leið er líklegt að samtöl gangi á milli lögreglumanna og afbrotamanns. Það að maður- inn sem játaði brot sitt geti gengið út í þjóðfélagið, án nokkurs eftirlits er hættulegt fyrir almenning. Einhver myndi segja að maðurinn væri ekki hættulegur almenningi. Það má vel vera að afbrotið hafi verið framið í vímu. Þetta er ekki afsökun. Maðurinn sem hefur einu sinni framið afbrot sem samfélagið fordæm- ir og krefst refsingar fyrir, er hættulegur áfram. Þó svo af- brotið hafi verið framið undir áhrifum áfengis, afsakar það ekki verkaðinn. Verður al- menningur þá að vona að við- komandi hætti að drekka? Vissulega geta menn bætt ráð sitt, og þessi orð eru ekki til þess rituð að sverta þá menn sem það hafa þegar gert. En vissir einstaklingar, svo kallað- ir síbrotamenn hafa hreinlega hvatir til innbrota eða annarra afbrota. Spurningin sem vaknar er af hverju eru þessir menn látnir safna kvóta, áður en mál þeirra kemst á það stig að þeir eru dæmdir og látnir taka út sína refsingu? Sjá engan árangur Undirritaður veit að það

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.