NT - 27.11.1985, Page 9

NT - 27.11.1985, Page 9
festu sem ég hélt að einkenndu hann. Réttmætri gagnrýni SUF og annarra svarar hann með því að setja út á starf SUF. Sú gagnrýni hans er réttmæt en afsakar ekki brotalamir í flokksstarfinu. Einn glæpur réttlætir ekki annan. í þriðja lagi kemur hann í bak samherja sina. Fyrst með opinberri gagnrýni á kvóta- kerfi Halldórs Ásgrímssonar sem er ein ljósasti punkturinn í dag. Þar er tekið á vandamáli sjávarútvegsins með jafnvægi byggðarlaga í huga auk þess sem komandi kynslóðum eru tryggð verðmæti til velferðar. Par finnst mér Steingrímur hugsa um of um atkvæði sín frá eigingjörnum Vestfirðingum sem hugsa ekki um heildina. Auk þess gagnrýnir hann starf Páls á Höllustöðum í þágu norræns samstarfs að ósekju. Ef Steingrímur heldur of- angreindri iðju sinni áfram og tekur ekki mark á gagnrýni flokksmanna sinna, þá get ég ekki stutt hann í starfi. En vonandi er hann sá yfirvegaði og sanngjarni flokksformaður sem ég hef hingað til talið hann. Framsókn til framtíðar Hver er þá framtíð Fram- sóknarflokksins? Hún á að vera trygg. Grundvallarstefna Framsóknarflokksins höfðar mjög til ungs fólks í dag. Það þarf bara að halda henni á lofti og koma henni í framkvæmd. Það er ekki gert í dag. Margir framsóknarmenn hafa misst sjónar á henni og lifa í gömlum tíma. En stefnan lifir. I dag er krafa ungs fólks „Frelsi með félagslegri ábyrgð“. Það er í raun gamla góða framsóknar- stefnan í nútímabúningi. Ungt fólk vill taka við gæðum lands- ins í ekki lakara ástandi en það er í dag. Ungt fólk er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til þess og halda sjálft uppi velferðar- þjóðfélagi sem byggist á frelsi með félagslegri ábyrgð. Fram- sóknarflokkurinn ber skyldu til að sjá til þess að komandi kynslóðir gangi að núverandi auðlindum vísum og hafi kost á því að lifa við þjóðfélag byggt á hugmyndafræði fram- sóknarstefnunnar. Framsókn til framtíðar felst í orðunum „Frelsi með félagslegri ábyrgð“. Reykjavík 18. nóv. 1985 Hallur Magnússon. Formaður FUF Reykjavík. Guðmundur Einarsson alþingismaður Bandalagi jafnaðarmanna QlriðlHhAFfi i iivm konkð^ uOKjdraiJon] | Ulfl Pdíllvd Hvers vegna þarf að gæta flokkspólitískra sjónarmiða eða hagsmuna í stjórn sementsverksmiðju eða banka? ■ 2. grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Alþingi og forseti íslands fara saman með lög- gjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnar- skrá þessari og öðrum lands- lögum fara saman með fram- kvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið“. Fornu flokkarnir á Alþingi hafa tileinkað sér þann undar- lega skilning á þessari grein, að löggjafarvaldið skuli kjósa stjórnir og ráð fyrirtækja fram- kvæmdavaldsins þótt þau heyri beint undir einstaka ráðherra samkvæmt lögum. Þannig brýtur hagsmunagæslan grund- vallarreglur stjórnskipunar- innar um aðgreiningu valdþátt- anna. Valdahlutföll, sem fást í alþingiskosningum, eru fram- lengd inn á hin ýmsu svið ríkisstarfseminnar, svo sem i stjórn Sementsverksmiðju, Kísilmálmverksmiðju og í bankaráð ríkisbankanna. Með þessu lagi verður það hlutskipti banka og lánastofnana hér á landi að verða leikvangur þing- flokka og alþingismanna, sem þó eru einungis kjörnir til að setja landsmönnum lög. Manni er spurn: Hvers vegna þarf að gæta flokkspóli- tískra sjónarmiða eða hags- muna í stjórn sementsverk- smiðju eða banka? Sementsverksmiðjustjórn á einungis að reka sementsverk- smiðju og hún þarf enga leið- sögn frá þingflokkum. Þess vegna þarf hún ekki að vera skipuð fulltrúum þeirra. Hún þarf alls ekki að vera skipuð í einhverju sérstöku hlutfalli við það hvernig fólk í landinu velur þingmenn á Alþingi til þess að setja lög. Slíkt fyrir- komulag brýtur í bága við grundvallarreglur stjórriarfars- ins um aðgreiningu valdþátt- anna. Þessvegna hefur Alþingi ekkert með það að gera, að kjósa fólk til starfa í þessum stjórnum. Sú starfsemi er á ábyrgð og í umsjón ríkisstjórn- ar. Á ábyrgð ráðherra Að hverri ríkisstjórn stendur meiri hluti löggjafarsamkom- unnar. Það er eðli þess þing- ræðislega fyrirkomulags að treysta verður ríkisstjórn og ráðherrum til þess að fara með stjórn fyrirtækja ríkisvaldsins. Ef iðnaðarráðherra er ekki treystandi til að skipa með stjórn Sementsverksmiðjunn- ar á hann ekkert erindi í stól iðnaðarráðherra og ef við- skiptaráðherra er ekki treyst- andi til þess að fara með stjórn ríkisviðskiptabankanna og skipa þar þar menn í bankaráð á hann ekkert erindi í stól viðskiptaráðherra. Svo einfalt er þetta mál. Það er hlutverk framkvæmdavaldsins og á ábyrgð þess að stjórna þessum fyrirtækjum. Álþingismenn eiga síðan að hafa eftirlit mcð starfseminni, en þeir eiga ekki að sitja á stjórnarfundum. Fyrir utan hin stjórnarskrár- legu brot, þá er þetta fyrir- komulag beinlínis skaðlegt. Fulltrúar þingflokkanna í stjórnum og ráðum korna í veg fyrir eðlilegt eftirlit frá þing- flokkssystkinum sínum á Al- þingi vegna þess að þeir mynda skjaldborg og verjast utanað- komandi eftirliti í stað þess að opna ráðin og stjórnirnar í upplýsingaskyni. Um þetta höfum við ýrnis dæmi. Það voru t.d. ekki bankaráðsmenn sem sögðu frá því, hvaða regl- ur giltu um bílafríðindi og það ■ voru ekki bankaráðsmenn sem sögðu frá og höfðu fyrst áhyggjur af skuldamálum Haf- skips í Útvegsbankanum. Skjaldborgin er vondur fylgi- fiskur þessa fyrirkontulags. Á þennan hátt verður ekki til nein ábyrgð. Ábyrgðin eyð- ist. Það er kallað að menn axli ábyrgðina saman. Menn taka axarsköftin og henda þeim aft- ur fyrir sig í staðinn fyrir að kalla þá til svara, sem ábyrgð eiga að axla á því sem miður fer. Varðstaða um spilllingu í umræðum á Alþingi í vor um viðskiptabanka var skipun bankaráðanna talsvert til um- ræðu. Þingmenn Bandalags jafnaðarmanna lögðu til í þess- um umræðum að ríkisbank- arnir yrðu seldir almennings- hlutafélögum, en gerðu bráða- birgðatillögur um að núver- andi skipan bankaráðanna yrði breytt þar til bankarnir hefðu verið seldir. Því lagði BJ til, að í fyrsta lagi yrðu sett lög um að viðskiptaráðherra skipaði sjálfur fimm menn í bankaráð ríkisviðskiptabankana án af- skipta Alþingis og í öðru lagi, að ráðherra væri ekki heimilt að skipa alþingismenn í þessi bankaráð. Báðar þessar tillög- ur voru felldar á Álþingi. For- maður Sjálfstæðisflokksins af- sakaði sína þingmenn með hinni gömlu lummu um að þetta mál væri í athugun í heild og þess vegna væri ástæðulaust að hrófla við því nú. Það er mikill ábyrgðarhluti fyrir stærsta flokk þjóðarinnar að standa þannig vörð unt mis- notkun á eignum samfélagsins. Með hverjum mánuðinum sem líður, veikist siðferðisgrund- völlur þessa flokksbákns. Talsmaður Framsóknar- flokksins Stefán Valgeirsson sagði að Alþingi ætti að hafa mcnn í bankaráðttm, því að öðru vísi hefðu alþingismenn ekki aðstöðu til að fylgjast þar með málum og krefja bankastjóra sagna og upplýsinga um hin ýmsu mál. Orðrétt sagði Stefán: „Mín reynsla er sú, að bankaráðin séu í sjálfu sér fyrst og fremst eftirlitsaðili í bönkunum“. Þessi yfirlýsing er fróðleg með hliðsjón af Hafskipsmálinu nú. Guðmundur Einarsson, alþm. í Bandalagi jafnaðar- manna. „Fornu flokkarnir á Alþingi hafa tileinkað sér þann undarlega skilning á þessari grein, að löggjafarvaldið skuli kjósa stjórnir og ráð fyrirtækja framkvæmda- valdsins, þótt þau heyri beint undir ein- staka ráðherra samkvæmt lögum.“ „Það er mikill ábyrgðarhluti fyrir stærsta flokk þjóðarinnar að standa þannig vörð um misnotkun á eignum samfélagsins. Með hverjum mánuðinum sem líður veikist siðferðisgrundvöllur þessa f lokksbákns.“ dómskerft sem við búum við fer fyrir brjóstið á fleirum en al- menningi. Lögreglumenn sjá harla lítinn árangur af starfi sínu, á meðan óbreytt ástand ríkir. Það getur varla verið uppbyggjandi að hafa mann til yfirheyrslna, þar sem hann ját- ar að hafa stungið mann í brjóstið með hníf, og mæta honum síðan á götu nokkrum dögum síðar. Nákvæmlega þetta dæmi kom upp á Akra- nesi fyrir nokkrum árum. Mað- ur stakk annan í brjóstið með hníf, og við yfirheyrslur játaði maðurinn að hafa gert þetta. Hann var sendur til Reykjavík- ur í geðrannsókn. Fyrsti maður sem lögreglan mætti á götu tveim dögum síðar, var hnífa- maðurinn. Hann var í helgar- fríi á vegum geðlæknanna. Lögreglan hafði ekki hugmynd um fríið. Það hlýtur að vera vonleysi sem grípur lögreglu- mann sem hefur yfirheyrt mann sem játar brot sitt, þegar hann heilsar honum síðan á götu skömmu síðar. Það er táknrænt, að það var einmitt á Akranesi, þar sem trillukarl var dæmdur fyrir landhelgisbrot nú fyrir nokkr- um dögum, og var það daginn eftir að brotið var uppvíst. Forgangsdómstóll Það er Ijóst að við þurfum forgangsdómstól sem gæti tek- ið á málum með stuttum fyrir- vara, sem myndi tryggja það að afbrotamenn sættu sinni refsingu í kerfinu. Það er einnig ósanngjarnt gagnvart afbrotamönnum að þeir eigi yfir höfði sér nokkurra árafang- elsisvist, nokkrum árum eftir að þeir eru dæmdir af dómstól- um. Allar þeirra aðstæður geta verið breyttar til hins betra og refsing því orðin annars eðlis þegar hún loksins kemur til afplánunar. Hraðdómstóll sem gæti tekið mál, sem álitin eru þýðingarmikil og alvarleg, og afgreitt þau fljótlega væri til mikilla bóta fyrir þjóðfélagið. Einmitt í því sambandi væri vert að taka sérstaklega harka- legaáfíkniefnainnflutningi. Þá væri tryggt að maður sá sem nýlega flutti inn svo og svo mikið af hinu og þessu myndi vera úr leik í að minnsta kosti þann tíma sem refsingin hljóð- aði uppá. Þess í stað er fíkniefnadeild lögreglunnar að taka sama manninn fyrir svipuð brot með nokkurra vikna milli- bili. Skemmst er að minnast Eyrarfoss-málsins. Afsláttur í fangelsi Mikill afsláttur er veittur í dómskerfinu, á fangelsisdóm- um. Yfirleitt sitja menn ekki nærri allan tímann, sem sagði í dóminum. í sjálfu sér er þetta í lagi, en af hverju er þá verið að dæma mennina t.d. í tíu ára fangelsi, og þeir sitja ekki inni nema í tvö til þrjú. Af hverju eru þeir ekki bara dæmdir í þrjú ár? Það er tilhneiging í íslenska dómskerfinu að létta refsingar. Þetta er öfugsnúin þróun með tilliti til þess að glæpir færast í vöxt, og til þess að sporna við þeirri þróun væri réttara að þyngja þær, en ekki létta. Refsingar eru fyrirbyggj- andi. Afbrotamaður sem veit að hann á yfir höfði sér refs- ingu veigrar sér við því að fremja afbrot, ef hann veit að það kostar hann ár í fangelsi. Hins vegar er illa skipulagt dóms- og refsikerfi til þess fallið að beinlínis virka hvetj- andi á afbrotamenn. Við verð- um að fella niður „Já og bless“ kerfið en taka upp í þess stað refsikerfi sem virkar fyrir- byggjandi. Eggert Skúlason.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.