NT - 27.11.1985, Page 12
Afrek Fanneyjar
■ Nýlega fór fram
innanféiagsmót IR og Ár-
manns í frjálsum íþrótt-
um og voru þar unnin
mörg góö afrek.
Fyrst ber að telja nýtt
telpnamct Fanneyjar Sig-
urðardóttur í langstökki.
Fanney, sem er í Ár-
manni, stökk 5,53 m sem
er mjög góður árangur
svo ekki sé meira sagt.
Til samanburöar má geta
þess að meyjarmetið sem
Bryndís Hólm á er 5,56 m
en meyjar eru 16 ára og
yngri. Fanney er aðeins
13 ára gömul.
1 50 m hlaupi kvenna
voru tvær stúlkur úr Ár-
manni í sviðsljósinu.
Geirlaug B. Geirlaugs-
dóttir og Jóna Björk
Grétarsdóttir hlupu báð-
ar á 6,6 sek. en þær
stöllur voru þarna með
nokkurs konar „come
back“ - þær hafa lítið æft
síöustu tvö árin. Þess má
geta að Geirlaug cr
yngsta frjdlsíþróttakonan
sem valin hefur verið í
landsliðið.
Þá stökk Linda Sigur-
jónsdóttir ÍR yfir 1,48 í
ha'stökki 12 ára stelpna
og yngri sem er góður
árangur.
Að lokum skal minnst
Bandaríkjamannsins
Bernhard Holloways.
Hann sigraði í 50 m
hlaupi karla á 5,9 sek.
Navratilova í formi
■ Tenniskonan Martina
Navratilova bætti enn ein-
uin tillinum við í safn sitt
um helgina. Þá sigraði
hún á móti í Ástralíu en
þar mætti hún Hönu
Mandlikovu í úrslitaleik.
Navratilova sigraði 3-6,
6-1 og 6-2 og varð sér
útuni eina 26 þúsund
aineríska dollara.
■ Guðmundur í skotstöðu
Spámaður
vikunnar
■ Spámaður vikunnar að
þessu sinni er Guðmundur
Þórðarson íþróttakennari og
þjálfari 2. deildarliðs ÍR í hand-
boltanum. Guðmundur bæði
leikur með og þjálfar ÍR-inga
sem eru í toppbaráttu 2. deildar.
Þcss á milli skýst hann útí Voga
þar sem hann kennir við grunn-
skóla staðarins.
Guðmundur er mikill aðdá-
andi þess fornfræga liðs Leeds
Utd. ogspáir þeim að sjálfsögðu
sigri á seðli næstu helgar. Ann-
ars er spá Guðmundar þessi.
Aston Villa-Tottenham..............X
Ipswich-Sheffield Wed..............2
Luton-Man City.....................1
Man Utd -Watford ..................1
Newcastle-Leisester ...............1
Q.P.R.-Coventry................... 1
Southampton-Everton................X
Bradford-Portsmouth ...............2
Fulham-OIdham......................X
Grimsby-Blackburn..................1
Leeds-Norwich......................1
Stoke-Sunderland ..................2
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 12
Vþróttir ~~
Lokakeppni Grand Prix mótanna í badminton:
Þau dönsku efst
Frost og Larsen eru efst á lista af þeim sem komast tii Tókyó
- í knattspyrnunni hjá Kuwaitbúum
■ Danirnir Morten Frost og
Kirsten Larsen voru efst að
stigum að afloknuin hinum 17
Grand Prix badmintonkeppn-
um tímabilsins, sem lauk með
Opna skoska meistaramótinu
um síðustu helgi.
Efstu fjórtán mennirnir og
efstu tíu konurnar komast í
lokamót Grand Prix mótanna
en það verður haldið í Tókyó í
desember.
Báðir hóparnir eru sterkir á
pappírunum þó nokkur nöfn
vanti. Helst er að nefna að
aðeins einn Indónesíumaður,
Lius Pongoh, kemst í loka-
keppnina en fjórir aðrir voru
rétt við fjórtán manna hópinn.
Þá verður Indverjinn Prakash
Padukone ekki með í Tókyó,
aðallega vegna 50 refsistiga sem
hann hlaut fyrir að mæta ekki til
leiks í Opna skoska meistara-
mótið.
Þeir sem komast til Tókyó
eru annars þessir.
Karlar:
1. Morten Frost (Danmörk)
2. Han Jian (Kína)
3. Steve Baddeley (England)
4. Michael Kjeldsen (Danmörk)
5. Ib Frederiksen (Danmörk)
6. Nick Yates (England)
7. Lius Pongoh (Indónesía)
8. Sze Yu (Ástralía)
9. Misbun Sidek (Malaysía)
10. Torben Carlsen (Danmörk)
11. Zhao Jianhua (Kína)
12. Darren Hall (England)
13. Steve Butler (England)
14. Jens Peter Nierhoff (Danmörk)
Konur:
1. Kirsten Larsen (Danmörk)
2. Helen Troke (England)
3. Han Aiping (Kína)
4. Wu Jianqiu (Kína)
5. Li Lingwei (Kína)
6. Zheng Yuli (Kína)
7. Gillian Gowers (England)
8. Qian Ping (Kína)
9. Denyse Julien (Kanada)
10. Fiona Elliott (England)
Kínverjarnir Han Jian, nú-
verandi heimsmeistari, og Zhao
Jianhua gætu átt eftir að velgja
Frost undir uggum og kínversku
stúlkurnar gætu gert slíkt hið
sama við Larsen.
Kuwaitbúar stefna á HM 1990:
Allison ætlar
sér hlutverk
■ Á meðan flestir knatt-
spyrnuaðdáendur beina augum
sínum að úrslitum heimsmeist-
arakeppninnar í Mexíkó á næsta
ári er hugur Malcolm Állisons,
sem þekktur er fyrir allt annað
en að dvelja lengi á sama stað,
bundinn við úrslitin árið 1990.
Hinn enski Allison, sem þjálf-
að hefur fleiri lið en flestir
evrópskir starfsbræður sínir,
tók við stöðu landsliðseinvalds í
Kuwait í júní síðastliðnum. Þar
með var bundinn endi á tólf ára
sögu brasilískra landsliðsþjálf-
ara í Kuwait, en landið hefur oft
gengið undir nafninu „Litla
Brasilía" hjá knattspyrnu-
skýrendum, vegna sterkra á-
hrifa suður-amerísks bolta á
knattspyrnu Kuwaitbúa.
Eftir að hafa komist í úrslit
heimsmeistarakeppninnar á
Spáni 1982 hefur hins vegar
flest gengið á afturfótunum hjá
landsliði Kuwait. Þrír brasilískir
þjálfarar hafa þurft að taka
pokann sinn á jafnmörgum
árum og ekki hjálpaði keppnis-
tímbilið heima fyrir, en þar fóru
dómarar í verkfall vegna ofbeld-
is leikmanna og áhorfenda.
Nú nýlega var svo knatt-
spyrnusambandið þar í landi
fundið sekt um að misnota ríkis-
fé og er um stórsvik að ræða.
Meðal annars kunnu þjálfara-.
samningar hafa verið falsaðir og
fé frá ríkinu, sem fara átti í
borgun þjálfara, verið stungið í
eigin vasa.
En Allison er ósköp rólegur
yfir þessu öllu saman enda van-
ur miklum látum. Það var t.d.
aldrei rólegt í kringum hann
þegar hann stjórnaði liðum á
borð við Man. City og Middles-
borough: „Við verðum að
byggja upp lið fyrir 1990 - lið
fyrir heimsmeistarakeppnina
að sjálfsögðu," sagði Allison
við fréttamenn nú á dögunum.
Allison hefur stjórnað lands-
liði Kuwaitbúa í tveimur leikj-
um sem báðir hafa endað með
jafntefli. Fyrri leikurinn var á
móti Egyptum heima og varð
þar markalaust jafntefli. Sömu
úrslit voru uppá teningnum er
tekið var á móti landsliði Mex-
íkana nú á dögunum.
Kuwait hefur dælt miklum
fjármunum í uppbyggingu
knattspyrnuíþróttarinnar eins
og sjá má af glæsilegum leikvöll-
um og annarri aðstöðu. Allison
er sannfærður um að aðstaðan
og hinn geysilegi áhugi á íþrótt-
inni muni skila sér í liði sem
erindi á í næstu úrslit heims-
meistarakeppninnar árið 1990.
Spurningin er hins vegar hvort
Allison muni verða á staðnum
þegar þar að kemur.
■ Morten Frost kampakátur eftir enn einn sigurinn.
Úrslitakeppni HM í knattspyrnu:
Þær sterku valdar
- Pólverjar og V-Þjóðverjar komust inn - Argentínumenn úti
■ Nú hcfur verið ákvcðið
hvaða sex þjoðir skipa sterkustu
sætin í Heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu sem fram fer
í Mexíkó á næsta ári.
Mexíkó og heimsmeistarar
Ítalíu eru að sjálfsögðu í flokki
þessara þjóða en hinar fjórar
verða V-Þýskaland, Frakkland,
Pólland og Brasilía.
Þessar þjóðir munu því ekki
lenda saman í undanriðlunum
en sex fjögurra liða riðlar verða
í undankeppninni. Brasilíu-
rnenn eru valdir í hóp sterkustu
þjóðanna vegna þess að þeir
hafa unnið heimsmeistaratitil-
inn þrisvar og verið með í öllum
lokakeppnunum síðan 1930.
Hinar þjóðirnar þrjár komust,
ásamt Ítalíu, í undanúrslit
keppninnar á Spár.i 1982 og
urðu fyrir valinu af þeim ástæð-
um. Frakkar eru þar að auki
Evrópumeistarar og Pólverjar
lentu einnig í undanúrslitum
keppninnar í Argentínu 1978.
Mexíkanar munu leika alla
sína leiki í undankeppninni á
þeim fræga Aztekaleikvangi í
Mexíkóborg. ítalir munu leika í
Puebla en riðill Brasilíumanna
verður líklega í Guadalajara.
Frakkar verða síðan í Leon,
V-Þjóðverjar í Queretaro og
Pólverjar í Monterrey.
Boitano vann
■ Brian Boitano frá
Bandaríkjunum sigraöi
nokkuð óvænt á alþjóðlegu
inóti í skantadansi sem lauk
í Japan um helgina.
Boitano setti saman nokk-
ur frábær stökk og vann
Brian Orser frá Kanada,
sem álitinn var sigurstrang-
legastur áður en mótið
hófst.
Getraunir 1x2 Getraunir1x2 Getraunir Getraunir1x2 Getraunir1x2 Getraunir1x2
■ Það skrýtna við getraunir er
hversu rnargir vinna sem lítið
ellegar ekkert vit hafa á ensku
knattspyrnunni. Um síðustu
helgi var t.d. kona úr Vestur-
bænurn víðs fjarri þegar Bjarni
Fel. las upp úrslitin. Hún fékk
tólf rétta. Á meðan sátu sér-
fræðingar NT sem límdir við
kassann. Þeir fengu fimrn rétta.
Hannes Hilmarsson, fyrrver-
andi formaður Karatesambands
íslands og spámaður síðustu
viku fékk þrjá rétta.
Vinningspottur síðustu viku
var 2.757.795,- sem er að sjáif-
sögðu nýtt met. Tveir fengu tólf
rétta. Þessir heppnu voru áður-
nefnd kona úr Vesturbænum og
karlmaðurá Akranesi. Þauvoru
bæði með kerfisseðla og fengu
rúmlega milljón í vinning. Sölu-
hæstir að þessu sinni voru Fylk-
ismenn sem seldu um 130.000
raðir.
Jæja, nú er líklega stóra helg-
in framundan hjá sérfræðingum
NT. Það stemmir allt. Fimm •
réttir síðast, tvisvar sinnum
fimm eru tíu og þá cru aðeins
eftir ellefu og tólf. Auk þess er
30. nóvember sem einnig er
tveggja stafa tala. Spámenn NT
geta því ekki annað en verið
bjartsýnir. Hér er spáin:
Áston Villa-Tottenham ... 1
Aston Viila sigraði með einu
marki.gegn engu árið 1979 og
endurtakaleikinn á laugardag-
inn.
Ipswich-ShefT. Wed..........X
Snúinn leikur. Sheffield sigr-
aði í fyrra og Auktur-Anglíulið-
ið hefur aðeins unnið tvo leiki á
tímabilinu. Þess vegna er full
ástæða til að setja útisigur. Lát-
um samt vera jafnt.
Luton-Man.City ............ 1
Luton er í banastuði og sigrar
örugglega á gervigrasinu.
Man.Utd.-Watford .......... 1
Watford náði jöfnu í fyrra á Old
Trafford en heimasigur er óuin-
flýjanlegur að þessu sinni.
Newcasfle-Leicester....... 1
Heimaliðið lá illa í fyrra á St.
James’s Park en „The Geordi-
es“ heimta sigur að þessu sinni
og svo rhun verða.
Q.P.R.-Coventry.............X
Það eru miklar líkur á heima-
sigri ellegar útisigri. Það deilt í
með tveimur gerir jafntefli.
Southampton-Everton ... 2
Everton mun þurfa að hafa fyrir
þessum sigri áThe Dell. Líklega
mun leikurinn vinnast á síðustu
tíu mínútunum.
Bradford-Portsmouth .... 2
Portsmouth er efst í deildinni
með 35 stig en Bradford er
neðarlega. Hins vegar ber þess
að gæta að þegar lið að sunnan
kemur upp til Jórvíkurhéraðs
eru heimamenn aldrei harðari í
horn að taka. Það dugirþóekki.
Fulham-Oldham ............. 1
Fulham hefur heimavöllinn og
það dugir þeim til sigurs gegn
liðinu frá Lancastershire.
Grimsby-Blackburn.........X
Jafntefli í hörðum leik. Hvorugt
liðið skorar mark.
Leeds-Norwich.............. 1
Leeds hefur gengið afleitlega
það sem af er. Nú hefst hins
vegar góður kafli í sögu félags-
ins. Allt gengur upp. 3-0.
Stoke-Sunderland ...........X
Það væri mikil bjartsýni að spá
heimasigri. Finnig nokkur
bjartsýni að spá jafntefli - geri
það samt.
: Kerfishaninn
■ Að þessu sinni býður kerfishaninn uppá svokallað
smáborgarakerfi. Nafnið gæti þó villandi því kerfið er alveg
eins fyrir stórmenni sem og vonlausustu menn þjóðfélagsins.
Málið er að fá sér 18 gula seðla en þar eru komnar 288 raðir.
í þessu kerfi eru 3 leikir fastir, 5 tvítryggðir og 4 heiltryggðir.
Ef föstu og tvítryggðu leikirnir eru réttir þá tryggir kerfið 11
rétta. Svona skal farið að.
1. Skráið 3 fasta leiki á alla seðlana.
2. Skráið 4 tvítryggða leiki á alla seðlana.
3. Skráið fimmta tvítryggða leikinn samkvæmt töflunni.
4. Skráið heiltryggðu leikina 4 samkvæmt töflunni.
nr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8
1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X X X X X X X X X
2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2
3 1 X 2 X 2 1 2 1 x 1 X 2 X 2 1 2 1 X
4 1 X 2 2 1 X X 2 1 1 X 2 2 1 X X 2 1
5 1 1 1 X X X 2 2 2 1 1 1 X X X 2 2 2