NT


NT - 27.11.1985, Side 14

NT - 27.11.1985, Side 14
flokksstarf Ungt fólk Akranesi Opiö hús verður í Framsóknarhúsinu viö Sunnubraut fimmtu- daginn 28. nóvember kl. 20.30. Bæjarfulltrúarnir Steinunn Sigurðardóttir, Jón Sveinsson og Ingibjörg Pálmadóttir veröa til viöræöna um stööu ungs fólks á Akranesi. Ungt fólk er hvatt til aö mæta og láta í sér heyra. Einnig verður á staðnum Andrés Ólafsson æskulýðsnefndarmaöur sem svarar fyrir- spurnum um æskulýösnefnd. FUF á Akranesi Framsóknarvist Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur framsóknarvist n.k. sunnudag 1. desember aö Hótel Hofi kl. 14. Veitt veröa þrenn verðlaun karla og kvenna. Aögangseyrir er kr. 200 og eru kaffiveitingar innifaldar í því veröi. Sigrún Magnúsdóttir formaöur Félags framsóknarkvenna flytur stutt ávarp í kaffihléi. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjavíkur Ungt fólk - konur Þórunn H. Guðmundsdóttir er tilbúin að ræöa viö ykkur á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Rauðarárstíg 18, alla daga frá kl. 9-17. Sími 91-24480 Láttu sjá þig! SUF og LFK. Keflavík Fundur veröur haldinn hjá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Keflavík miövikudaginn 27. þ.m. kl. 20.30 í Framsóknarhús- inu Austurgötu 26. Fundarefni: Undirbúningur bæjarstjórnar- kosninganna 1986. Haukur Ingibergsson framkvæmdstjóri flokksins mætir á fundinn. Stjórnin. Suðurland Framsóknarfélagar, nú er undirbúningur fyrir bæjar- og sveitarkosningar i fullum gangi, aö því tilefni er skrifstofa flokksins Eyrarvegi 15, Selfossi opin fimmtudaga og föstu- daga frá kl. 13-18. Sími 2547 og heimasimi starfsmanns 1825. Lítið inn eöa hringiö. Kjördæmisstjórn Spilafólk takið eftir! Þriggja kvölda spilakeppni Framsóknarfélags Árnessýslu, sem hófst aö Borg í Grimsnesi 7. þessa mánaðar, lýkur í Þjórsárveri fimmtudaginn 28. nóvember n.k. kl. 21.00. Glæsi- leg verðlaun að verömæti 60.000 kr. Meðal annars utanlands- ferð og margt góöra muna. Aö Þjórsárveri flytur Sigurhanna Gunnarsdóttir ávarp kvöldsins. Viðtalstímar Halldór E. Sigurösson verður til viötals á skrifstofu félagsins aö Rauðarájstig 18, mánudaga til fimmtudags 'kl. 13.30- 15.30, fyrst um sinn. Framsóknarfélag Reykjavíkur. f % Miðvikudagur 27. nóvember 1985 14 J IVI Þórður J. Magnússon Fxddur 24. september 1910 Dáinn 15. nóv. 1985 S.l. mánudag var til moldar borinn ritari Norræna félagsins í Kópavogi, Þóröur J. Magnús- son fyrrum verslunarmaöursem andaðist á heimili sínu, Vallar- tröö 3 þar í bæ, 15. þ.m. Hann hét fullu nafni Þórður Jóhann og fæddist á Suðureyri viö Súgandafjörð 24. september 1910. Foreldrar hans sem bæði voru Önfirðingar að ætt voru þá búsett á Suðureyri, en fluttust aftur á heimaslóðir þegar Þórð- ur var fimm ára gamall, fyrst að Selabóli í Önundarfirði, en síð- ar til Flateyrar, þar sem þau voru lengst af. Móöir Þórðar var Ingibjörg Guðrún Guð- bjartsdóttir, en faðir Magnús Kristján Halldórsson skipstjóri. Föður sinn missti Þórður tólf ára gamall og fór upp úr því að Hjarðarbóli í Önundarfirði; var hann þar fyrst sumartíma, en ílentist svo næstu árin á Hjarð- arbóli hjá Guðmuni Gilssyni og Sigríði Hagalínsdóttur, foreldr- um Gils Guðmundssonar rithöf- undar. Var eftir þaö mikið vin- fengi með Þórði og því fólki. Um tvítugt settist Þórður á skólabekk og var tvo vctur, 1931-33, í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Ungur fór hann að vinna fyrir sér ásamt bræðr- um sínum, og lá þá leiðin á sjóinn. Sagðist Þórður ýmist hafa verið háseti eða vélamaður á skólaárum sínum, fyrst á bát- um og seinna á togurum, 1930- 38, enda sótti hann vél- stjóranámskeið heima á Flateyri 1935. Það haust settist hann í Samvinnuskólann og lauk þar prófi með ágætum árangri vorið eftir. Þó hafði hann ekki getað sinnt náminu óskiptur allan vet- urinn, því að skólinn var bvrjað- ur fyrir nokkru þegar Þórður kom þangað um haustið. Hann var þá í siglingu, varð að ljúka túr áður en hann sneri sér að fræðunum, og segir það auð- vitað sína sögu um, hve hart var barist. Árin 1938-43 var Þóröur utanbúðarmaður hjá Kaupfél- agi Önfirðinga á Flateyri scm kallað var; þá var hann lengst af verkstjóri viö fiskverkun og fleira. Skamma hríð var hann kaupfélagsstjóri á Patreksfirði Lýðveldishátíðarárið, en tók svo sama ár við starfi kaup- félagsstjóra á Flatcyri af Flirti Hjartar og gegndi því í fjögur ár. Eftir það fluttist Þórður suöur og var part úr ári við rekstur frystihúss í Hafnarfirði, en eftir það starfsmaður Bú- vörudeildar SÍS í Reykjavík, lengst sölustjóri, röska þrjá ára- tugi, 1949-81, er hann hætti störfum. í janúar 1943 kvæntist Þórður Önnu Tryggvadóttur frá Flat- eyri sem lifir nrann sinn. Hún fæddist á Þingeyri, en fluttist kornung til Flateyrar með for- eldrum sínum, Margréti Egg- ertsdóttur scm enn er á lífi, ættuð frá Kleifum í Seyðisfiröi við Djúp, og Tryggva Jónssyni sem kenndi sig við Fjallaskaga. Þegar Anna fæddist var faðir hennar sjómaður á Þingeyri. en bæði áður og síöar verslunar- maður þar og á Flateyri og hjá Tóbakseinkasölu ríkisins. í Reykjavík eftir að þau fluttust suður. Heimili Þórðar og Önnu hér syðra var á Vallartröð 3 í Kópa- vogi. Þau eignuðust einn son, Tryggva Magnús vélaverkfræð- ing, sem á eina dóttur barna, Agnesi Þöll, sem nú er komin hátt á þriðja ár. í félagsmálum kom Þórður J. Magnússon víða við, og gildir það raunar einnig um Önnu konu hans og er ekki neitt undrunarefni þeim sem til þekkja. Hann sat í hreppsnefnd á Flateyri árin sent hann var kaupfélagsstjóri þar, en var jafnframt formaður sjúkrasam- lagsstjórnarinnar um skeið og sá um rekstur sjúkrasamlagsins. Hann var einn af 12 stofnendum Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri og í stjórn íþrótta- félagsins Grettis og forystu fyrir þessum félögum á fjórða og fimmta áratugnum. Eftir að suður kom varð Þórður fljótt einn þeirra sem drjúgan hlut áttu að uppbyggingu hrepps- og bæjarfélags í Kópavogi og voru falin þar ýmis trúnaðarstörf. Hann var t.d. formaður sjúkra- samlagsins þar 1952-77 og í sóknarnefnd Digraness um ára- bil. En ekki var nóg með það, því að auk þess tók hann þátt í almennu félagsstarfi, m.a. hjá samvinnumönnum. Hann sat í stjórn og trúnaðarráði Starfs- mannafélags SÍS 1966-80 og var annar tveggja fulltrúa starfs- fólksins, sem fyrstir voru kjörnir í stjín SÍS, sat þar tvö tímabil, 1976-80, eftir að fulltrúar sam- vinnustarfsmanna fengu sæti í stjórninni. Formaður Lions- klúbbs í Kópavogi var Þórður 1975-76 og ritari í stjórn Norr- æna félagsins þar frá 1969 til dauðadags. Jafnfram var hann annar af endurskoðendum Norræna félagsins á íslandi mörg síðustu árin. Kynni okkar Þórðar hófust 1981 árið sem hann hætti störf- um hjá búvörudeildinni og ég var kjörinn í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi sem nú hefur orðið fyrir einu áfalli enn á skömmum tíma. Eiginlega var það Hjálmar heitinn Ólafsson sem leiddi okkur Þórð saman, en nú eru þeir báðir horfnir ásamt fleirum af þeim sem félag- ið stofnuðu eða voru þar fram- arlega í sveit undanfarna tvo áratugi. Við Þórður hittumst fyrst á fundi í Norræna félaginu, og það var líka á fundi þar sem við sáumst í síðasta sinn tveimur dögum áður en hann lést. Grænlendingar voru væntanleg- ir í hcimsókn, og við vorum að undirbúa haustvöku sem haldin var í síðustu viku. Við kvödd- unrst hréssilega, og eins og oft áður sló Þórður á létta strengi í sama mund og hann hélt heirn með fundargerðabókina undir handleggnum. Að kvöldi 15. þ.m. barst mér andlátsfregn hans, en einmitt þann dag var hann boðinn til hófs sem Sjúkra- samlag Kópavogs hélt til þess að minnast aldarfjórðungs af- mælis. í staðinn gekk hann inn í fjögnuð herra síns, og nú verða aðrir að færa inn fundar- gerðirnar. Síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar. Áreiðanlega hefur það ekki alls kostar átt við skaplyndi hans, þó að hann léti ekki mikið á því bera. Mér fannst hann of mikill snerpu- og áhugamaður til þess að ég geti ímyndað mér, að það hefði látið honum vel að lifa til lengdar hálfur maður. En hann tók áföllunum karlmannlega, og nú er glímunni lokið. Fyrr í haust fögnuðu vinir hans með honum 75 ára afmæli, og nokkrum dögum seinna vorum við saman á sambandsþingi Norræna fé- lagsins í Munaðarnesi. Þá var Þórður minn hress og kátur eins og mér fannst standa eðli hans miklu nær en að leggjast í sorg og sút. Fyrir síðasta aðalfund Norræna félagsins í Kópavogi í haust hafði hann orð á því við mig að hann vildi fara að draga sig í hlé sem auðvitað var skiljanlegt, en ég fékk hann til að róa eina vertíð enn. Þegar það var ráðið var hann alveg sáttur við þá ákvörðun, enda held ég, að í aðra röndina hafi honum líka þótt vænt um að þurfa ekki að slíta öll félags- bönd í einu, og nú þykir mér vænt um að geta litið um öxl til þeirra daga sem við áttum sam- an í haust. Þótt kynni okkar væru ekki löng og aldursmunurinn meiri en þrír áratugir, held ég að mér sé óhætt að segja að við Þórður höfum orðið góðir vinir. 1 barmi hans slóheitt hjarta, og lífsviðhorf hans var mér að skapi, enda lágu leiðir okkar saman í starfi fyrirsameiginlegri hugsjón sem við töldum svo sjálfsagða að vart þyrfti að ræða. Fyrir hönd stjórnar og félaga í Norræna félaginu í Kópavogi er honum að leiðar- lokum þakkað allt sem hann vann því. Margs er að minnast frá síðustu árum, en þess umfram allt, hve gaman var að vera með Þórði og mannbætandi þegar fundum bar saman og þá kemur ntér Anna jafnan í hug um leið; það var svo heimilislegt að vera með þeim. Steinunn kona mín og hún telja til skyldleika, og 1982 fórum við í vinabæjarheimsókn til Tampere um hásumarið. Hún var áfangi sem flýtti fyrir góðum og skemmtilegum kynnum. Af þessum dögum í Finnlandi fyrir þremur árum leggur birtu í minningunni, enda var þá oft glatt á hjalla, hvort sem ung- lingnum var lesinn lesturinn um uppbyggingu Kópavogs á þeim árum sem liann var að alast upp norður í landi eða höfð uppi gamanmál og setið að snæðingi á rússneskum veitingastað í Helsinki. Hér heima bar við að þau hjón kæmu til okkar. en oftar var það þó á hinn veginn, og aldrei hef ég komið svo á kyrrlátt og fallegt heimili þeirra á Vallartröð 3 að mér hafi ekki hlýnað um hjartarætur. Það lá þar í loftinu eitthvað gott sem er auðfundið, en ekki verður fyrir- varalaust með orðum lýst. Einu sinni í haust áttum við Þórður rólega síðdegisstund þar heima og spjölluðum um sitt af hverju í mikilli alvöru. Þá strengdi ég þess heit að þær skyldu verða fleiri, en nú hefur sá tekið í taumana sem mér er máttugri Þórður sagði mér að vestan, og við höfðum um nóg að tala. Presturinn hans þar forðum var ættaður af sömu slóðum og ég og ömmubróðir minn einn af kennurum hans á Laugarvatni, svo að það fór eins og jafnan þegar íslendingar fara að tala hver við annan; maður þekkir mann, og orð kviknar af orði. Og svo ræddum við um lífið og tilveruna. Kreppan skall fyrir þegar Þórður var um tvítugt. Ekki er ég í vafa um að hugur hans hefur þá staðið til lengra skóla- náms og meiri menntunar og undirbúnings fyrir lífið en tím- arnir og efnin leyfðu fátækum pilti að vestan þegar sjálfur skóli lífsins heimtaði að hann gengi undir fyrstu prófin. En hann stóðst þau með prýði og var svo vel af guði gerður og sá gæfu- og bjartsýnismaður að ljósið nægði til þess að eyða skuggunum. Skapgerð Þórðar og viðhorf mótuðust af mannúð og dugnaði, og góðvild og kímni- gáfa sem hann var svo heppinn að fá vel út vegna í vöggugjöf gerðu honum auðvelt sam- starfið og kynnin við aðra menn. Reynslan var mikil og margþætt og gott fyrir þá sem yngri voru að leita hjá honum ráða og leiðsagnar. Mér virtist hann í senn vera fæddur félagshyggju- maður og lífsreynsla hans á þeim árum sem hugsjón sam- vinnu og jafnaðar réð ferðinni í þjóðmálum hafa fært honum heim sanninn um að mannlegu félagi vegnaði best og erfiðir hnútar yrðu auðleystari en ella, ef frelsi, jafnrétti og bræðralag væri haft að leiðarljósi, en hver maður virti þó annan og legði sitt af mörkum og fengi notið hæfileika sinna sem einstakling- ur. Þórður vissi vel, að sjónar- mið eru mörg og ólík, og þó að hann væri fastur fyrir þegar því var að skipta, var hann sáttfús og hreinskilinn. Kynni okkar Þórðar J. Magn- ússonar voru stutt, en góð, og nú sakna ég þess að samveru- stundirnarverðaekki fleiri. Að- standendum hans votta ég sam- úð mína. Hann vildi stefna öllu til meiri hamingju og þroska. Slíkra er gott að minnast og æ betra eftir því sem árin líða. Hjörtur Pálsson Hafnarfjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20.30, að Hverfisgötu 25. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Skattanefnd SUF Fundur verður haldinn í skattanefnd SUF miðvikudaginn 27. nóvember n.k. kl. 17.00 að Rauðarárstíg 18. Stjórnin. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.