NT - 27.11.1985, Blaðsíða 17

NT - 27.11.1985, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 1 7 ■ Sterkasti maður íslands og heimsins, Jón Páll Sigmarsson faguar sigri, ■ Það er ekkert gefið eftir í slíkum átökum. Rétt um leið og þessi mynd var tekin handleggsbrotnaði Guðni Sigurjónsson (sá með skeggið) undan átökum „Úrsusar“. ■ Nýlega fór fram í Laugardalshöllinni við- burðaríkt íþróttamót, sem vakti mikla athygli. Við hér á Spegilsíðunni höfum ekki mikið verið í íþróttun- um, en nokkrar myndir frá „kraftakarla-keppninni“ svokölluðu lentu hér á borðinu, svo við ætlum að birta þær og gefa þannig þeim sem stöðugt fletta yfir íþróttasíðurnar eins og þær væru auðar, tækifæri til að sjá þessa kroppa í keþpninni um hver sé sterkasti maður á íslandi. Myndunum fylgdu reyndar myndatextar frá íþrótta- fréttamönnum, sökum fá- fræði Spegil-skrifara um íþróttir. ■ Svo rákumst við á þessa mynd í bresku blaði af kraftakarlinum Geoff Capes, sem margir kannast við úr sjónvarpskeppninni í Mora í Svíþjóð, þegar Jón Páil sigraði og fékk titilinn „Sterkasti maður heims“. Geoff Cap- es hafði áður haft titilinn sterkasti maður Evrópu, og á þessari mynd, þar sem hann hampar píunum, er hann kallaður „sá sterkasti í Evrópu á si. ári“ - og það á hann að þakka því að hann notar Parnavite Slim, segir svo, því myndin er úr auglvs- ingu. ■ Magnús (S)Ver Magnússon er þarna cinbeittur, við að halda geymi í útréttum örmum. Magnús stóð svona nokkra stund en varð svo að láta í minni pokann. ■ Karatemenn sýndu frábær atriði á milli átakanna. Hér brýtur Karl Gauti Hjaltason nokkrar millivcggja- liellur með höfðinu. ■ „Úrsus“ skrönglast með Húsafellshelluna um gólfið og varð að beita tungulipurð við burðinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.