NT


NT - 27.11.1985, Síða 24

NT - 27.11.1985, Síða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sölarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu s^m leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjóm 686392 og 687598 • íþróttir 686495 ... ................ .... .... ... ........... ' 11 11 .. "" " "" Alþingi: Ohreinsaðir frekjuhundar? - málefni trillukarla á sameinuðu þingi ■ Snarpar umræður urðu utan dagskrár á fundi sameinaðs Al- þingis í gær um málefni trillu- karla, eða þeirra sem stunda veiðar á bátum undir 10 lestum. Það var Árni Johnsen (Sjálfst.) sem hóf umræðuna með því að hvetja ráðherra til að nýta sér reglugerðarheimildir til að draga úr veiðibanninu. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunum og flestir þeirra lýstu þeirri skoðun sinni að veðurfar hamlaði veiðum þessara báta nóg, og því ástæðu- laust að setja á þá sérstakt veiðibann eins og gert er í núverandi reglugerð. Einna harðorðastur í gagnrýni sinni var Ólafur Þ. Þórðarson (Framsókn.) og hann dró í efa að það að stjórnvöld sviptu fólk atvinnu sinni með þessum hætti stæðist gagnvart stjórn- arskránni. Einn þingmaður auk ráðherra varði þó veiðibann á smábáta, en það var Garðar Sigurðsson (Abl.) og kvaðst hann ekki skilja þann málflutn- ing sem segði að þessi starfsstétt hefði orðið illa úti vegna fisk- veiðistjórnunarinnar. Hann benti á að þessum bátum hafi verið úthlutað 11 þús. tonna kvóta en þeir væru búnir að veiða meira en tvo slíka kvóta eða um 24 þús. tonn. Talaði Garðar um „frekjuhunda“ í þessu sambandi, en við þau orð kallaði Ólafur Þ. Þórðarson fram í og spurði hvort hér væru þá á ferðinni „óhreinsaðir hundar“. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði í ræðum sín- um að ógerningur væri að hafa eftirlit með veiðum þessara báta nema í gegnumákveðinn heildar- kvóta. Hann sagði trillukarla verða lúta veiðitakmörkunum eins og aðra sjómenn og benti á að ef þessi stétt væri jafn að- þrengd og menn vildu vera láta skyti það skökku við hversu mikil aðsókn hafi verið og væri í hana. Ráðherra sagði enn fremur að um áramót yrðu heimilaðar línuveiðar smábáta þannig að veiðibannið væri í raun ekki nema hálfur annar mánuður. Dagsbrún leitar til Sambandsins ■ Fulltrúar Dagsbrúnar áttu fund með stjórnarmönnum Sambandsins í gær og afhentu þeim ályktun sína um málefni Hafskips og starfsmanna félags- ins, en í ályktuninni segir að Dagsbrún hafi orðið fyrir von- brigðum þegar ljóst var að SÍS væri ekki reiðubúið að ganga til liðs við íslenska skipafélagið um stofnun nýs skipafélags. Um 100 Dagsbrúnarmenn vinna hjá íslenska skipafélaginu og eru þeir uggandi um framtíð sína. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, sagði við NT í gær, að þeir hefðu gert Sambandinu grein fyrir áhyggjum félagsins og ör- yggisleysi starfsmanna. Sagði hann að fundurinn hefði verið vingjamlegur og ánægjulegur. Hvort þetta yrði til þess að Sambandið tæki upp viðræður við Hafskipsmenn að nýju, sagðist hann ekkert geta sagt um. Valur Arnþórsson, stjórnar- formaður Sambandsins, sagði við NT að málaleitan Dagsbrún- ar yrði kynnt stjórnarmönnum Sambandsins strax símleiðis. Sagðist hann ekki geta sagt neitt um hvort þetta yrði til þess að viðræður hæfust aftur. Hafskipsmálið: Ráðherra gerð grein fyrir stöðu mála ■ Bankastjórar Útvegs- bankuns gerðu Matthíasi Bjarnasyni, bankamála- ráðherra, grein fyrir stöðu Hafskips í gær, jafnframt var bankaráðsmönnum gerð grein fyrir stöðu mála. Þá afhenti Jón G. Zoéga, lögmaður íslenska skipafélagsins og Hafskips, Gunnlaugi Claesen, ríkislögmanni, öll gögn í Hafskipsmál- inu. Jón hefur hinsvegar neitað endurskoðanda sem Seðlabankinn hefur skipað í málið um gögnin, vegna þess að hann vinnur hjá fyrirtækinu Endur- skoðun, sem sér um mál- efni Eimskipafélagsins. Eimskipafélagið hefur ekki enn haldið stjórnar- fund um samningsviðræð- urnar, sem hófust í fyrra- dag, en var ekki fram haldið í gær og enn er óljóst hvenær aftur verður sest við samningsborðið. Skaftá er enn kyrrsett í Belgíu og er verið að reyna að leysa það mál. ■ „Þetta var vingjarnlegur og ánægjulegur fundur,“ sagði Þröstur Ólafsson um fund Dagsbrúnarmanna og nokkurra stjórnarmanna SambandSÍnS í gær. NT-mynd: Ami Bjama íslenska skyrið er kjörin heilsufæða - er niðurstaða mjólkurrannsókna RALA ■ íslenska skyrið er kjörin heilsufæða þar sem það er hvort tveggja í senn fitusnautt og hvíturíkt, í því eru um 50-100 prósent meira af næringarefninu þíamín (Bl) en í mjólk og 25-100 prósent meira af ríbófl- avíni (B2). Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins (RALA) hélt í gær í tilefni þess að fyrsta áfanga í grunnrann- sóknum á næringargildi allra helstu fæðutegunda sem ís- lendingar framleiða er lokið. Fyrsta skrefið í þessari „kort- lagningu“ á næringargildi ís- lenskrar fæðu var heildarrann- sókn á íslenskri mjólk og mjólk- urafurðum. Hingað til hafa ekki verið til slíkar heildarupplýsingar, en þær eru þó forsenda allra vöru- merkinga jafnframt því að vera mikilvægar fyrir vöruþróun og í forvarnar- og hjúkrunarstarfi á sviði næringar. RALA hefur unnið að þessu starfi frá því árið 1981 og eru sumar þessara mjólkurniðurstaðna komnar á umbúðir mjólkurvara í verslun- um. í ljós kom að íslenska mjólkin er um margt frábrugðin mjólk- inni í nágrannalöndunum og er helsti munurinn sá að hér er mjólkin ívið lægri í kalki og magníum og ríkari í A-vítamíni heldur en hún er í nágranna- löndunum. Enn fremur eru tals- verðar árstíðasveiflur í ís- lensku mjólkinni. Þannig hefur haustmjólkin um 270 prósent meira beta-karótín og 70 prós- ent meira A-vítamín en vor- mjólk. Einnig er mjólkin úr Eyjafirði einna vítamínríkust mjólkur á landinu en mjólkin á Suðurlandi ríkust af steinefn- um. Almennt er íslenska mjólkin og afurðir unnar úr henni góð uppspretta fyrir A-vítamín, kalk, zink, ríbóflavín (B2) og þíamín (Bl). Árstíða- og lands- hlutasveiflurnar í mjólkinni magnast þó þegar mjólkin er unnin í hinar ýmsu afurðir. RALA hefur nú hafið rann- sóknir sínar á annarri matvöru og má til dæmis reikna með fyrstu niðurstöðum úr kjötrann- sóknum upp úr áramótum, en vonir standa til að kortlagningu á næringargildi íslenskra mat- væla verði lokið innan tíu ára. Þróttur ogÓs Eægstir ■ Tilboð í lagningu Vesturlandsvegar á Hval- fjarðarströnd, um Kala- staði að Galtarholti, voru opnuð hjá Vegagerð ríkis- ins á mánudag. Um er að ræða sex kílómetra veg, sem skal að fullu lokið þann 1. júlí næsta sumar. Kostnaðaráætlun verk- kaupa var reiknuð 17,2 milljónir. Alls bárust 22 tilboð í verkið. Tilboðin voru á bilinu 8,3 milljónir og upp í 22,8 milljónir. Ós sf. gerði tilboð sem hljóðar upp á 8,3 milljón- ir. Næst lægsta tilboðið kom frá Þrótti eða 8,4 milljónir. Vísir hf. Akra- nesi var með hæsta tilboð- ið eða 22,8 milljónir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.