NT - 14.12.1985, Side 11

NT - 14.12.1985, Side 11
Fróðleiksnáma um þjóðmenn- ingu okkar ■ Þjóðfræði og þjóðleg menn- ing á í vök að verjast í síharðn- andi menningarbaráttu samtím- ans. í bókinni Þjóðtrú og þjóð- fræði sem Iðunn hefur sent frá sér, gerir einn af forystumönnum íslenskra þjóðfræðinga, dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson, tilraun til að snúa vörn í sókn og færa út markað hins þjóðlega fróðleiks- efnis og gera það eftirsótt og að- gengilegt hverju mannsbarni. Þjóðtrú og þjóðfræði er náma flóðleiks um þjóðmenningu okk- ar en einnig krydduð bráðfyndn- um sögum og smellnum vísum. Þjóðsögum og sögnum er fylgt úr upprunalegu umhverfi til samfé- lags samtímans, hættir og siðir eru metnir og skýrðir í því um- hverfi sem fóstraði þá og lausa- vísum er fylgt milli fjórðunga og hugað að höfundum. Hér segir frá manninum sem fékk gistingu með hjálp kisu og í annarri sögu segir frá konunni sem afsakaði sig í sænginni uns bónda hennar var nóg boðið og hann leitaði nýrra bragða. Þá eru raktar frásagnir um hörð kjör fólks fyrri tíðar og sagt frá viðurlögum við siðferðisbrot- um. Þjóðtrúin kemur víða við í sögum bókarinnar: „Gaman er þér, strípalingur," sagði kerlingin við dauða manninn sem hún hafði rænt tóbakinu frá. Biskup hrek- ur álf úr steini sínum, en reyk- vískur hænsnabóndi leyfir öðrum að dvelja. Dauðs manns hendur losa um harðan hnút og sjómaður glímir við framliðna konu í lík- húsi. Haglega gerðarstökurvildu allir hafa kveðið hafa. Tveimur hagyrðingum er eignuð vísan um Guðnýju og Blesa, þremur vísan um Hiídi, en um vísuna Nú er hlátur nývakinn er togast á milli héraða og landsfjórðunga. Þetta er ómissandi bók öllum þeim sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik. Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson er gagnmenntaður og á að baki fjölbreytilegan starfsvettvang sem blaðamaður, sóknarprestur og kennari. Hann er fræðimaðurá alþjóðavísu og hafa ýnmis virt vísindatímarit í Evrópu og Am- eríku tekið ritgerðir og greinar eftir hann til birtingar. Jón Hnef- ill er jafnframt fróðleiksmaður af gamla skólanum og nýtur sín vel í hópi annarra slíkra þar sem sagð- ar eru sögur og farið með stökur. Á síðustu árum hefur hann spjall- að um þjóðfræði í kvöldvökum íslenska ríkisútvarpsins við mjög góðar undirtektir útvarpshlust- enda. Auglýsingastofan Octavo hannaði kápu. Oddi hf. prentaði. Laugardagur 14. desember 1985 Blað II 15 Bækur og rit ■ Iðunn hefur sent á markað bókina Æviminningar læknis eftir Sigurð Magnússon fyrrum hérðs- lækni. Höfundur var starfandi læknir á Ólafsfirði þegar ný- skipaður landlæknir, Vilmundur Jónsson, sótti hann heim sumarið 1932, en áður hafði Sigurður gegnt héraðslæknisembætti á Þingeyri og Patreksfirði í þrjá áratugi. Þeim stéttarbræðrum varð skrafdrjúgt, enda var Sig- urður viðræðugóður í besta lagi og sagði hinu'm nýja oddvita læknastéttarinnar margt frá námi sínu í Læknaskólanum á árunum 1887-1891, læknisreynslu og starfskjörum lækna fyrir og eftir aldamótin síðustu. Lét Vilmund- ur þess þá þegar getið „að fróð- Læknir segir frá leikur sá ætti skilið að skrásetj- ast“. Síðar tók hann þann þráð upp aftur og með þeim árangri að haustið 1939 hafði Sigurður lokið minningum sínum. Ritaði Vil- mundur þá þegar fyrir þeim for- mála þar sem segir m.a. á þessa leið: „Er hér ritaður þáttur í menn- ingarsögu vora, sem mér er ekki kunnugt um, að áður hafi verið færður í letur, og af þeim manni að ég ætla ekki annan núlifandi manna til þess kjörnari. Nefni ég þar einkum til frásöguna um læknisnámið og undirbúning lækna undir lífsstarfið, áður en hófst hin nýja öld læknismennt- unarinnar hér á landi, svo og starfsskilyrði lækna á þeim tímum, að ógleymdum erfiðleik- um þeim að vera uppfræddur af einni þekkingaröld til að starfa á annarri. Ætla ég höfundinn valinn fulltrúa þeirra tímaskiptamanna. Auk þessa og annars menning- arsögulegs fróðleiks, sem í bók- ina má sækja, hefur nún að geyma skemmitlega mynd af höf- undinum, hégómalausum, undir niðri smákímnum, ekki síst á eig- in kostnað, óklökkum gagnvart annarra dómum, manna ólíkleg- ustum til að leggjast lágt til að elta vinsældir almennings, sem lækn- ar hafa öðrum fremur ærin tæki- færi til - en allt eru þetta eigin- leikar, sem læknar á öllum öldum þurfa á að halda, ef vel eiga að revnast, en suma okkar kann að vanta, þó að kallaðri þykjumst til læknisstarfa en Sigurður Magnús- son lætur í veðri vaka, að hann hafi verið.“ Sigurður Magnússon andaðist ári síðar en hann lauk ritun minninganna án þess að ráðin hefði verið útgáfa verksins. Að- standendum hans þótti þegar til kom orka tvímælis að þær væru gefnar út að svo stöddu, enda þótt Vilmundur Jónsson hvetti mjög til útgáfunnar allmörg næstu árin. Sigurður er mjög hispurslaus og hreinskilinn í öll- um frásögnum sínum og var jafn- vel íhugað allmörgum árum síðar að prenta minningarnar með ýmsum úrfellingum. Af því varþó ekki sem betur fór. Þær birtast nú algerlega óstyttar og eins og höf- undurinn gekk frá þeim fyrir 46 árum. Útgáfuna annaðist Hannes Pétursson skáld með góðum stuðningi Benedikts Tómassonar læknis. Bókin er að öllu leyti unn- in í prentsmiðjunni Odda hf. Auglýsingastofan Octavo hann- aði kápu. Árni Óla Reykjavík f yrri tíma II Tvœr aí Reykjavflairbókum Áma Óla, Skuggsjá Reykjavíkui og Horít á Reykjavík endurútgefnar í einu bindi. Saga og sögusiadir veröa ríkir af lííi og írá síðum bókanna geíur sýn til íortíðar og íramtíðar - nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg landsins og íorvemnum er hana byggðu. Eíni bók- anna er íróðlegt, fjölbreytt og skemmti- legt. Fjöldi mynda írá Reykjavík fyrri fíma og aí persónum, sem mótuðu og settu svip á bœinn prýða þessa vönd- uðu útgáíu. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjaiœtt II Þetta er annað bindið í endurútgáíu á hinu mikla œttfrœðiriti Péturs, niðjatali hjónanna Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjama Halldórssonar hreppstjóra á Vflángslœk. í þessu bindi em niðjar Höskulds, Brands, Eiríks, Loíts og Jóns eldra Bjamasona. Fyrsta bindið kom út 1983, en œtlunin er að bindin verði alls íimm. i þessu bindl eins og því íyrsta, em fjölmargar myndir aí þeim sem í bókinni em neíndir. k PETUR ZOPHONÍASSON VDCINGS IÆKJARÆITH NIÐJATAL GUÐRiOAR EYJÓLFSDÖTTUR OG BJARNA HALLDORSSON AR HREPPSTJORA A VlKlNGSLÆK. SKUGGSJÁ Birtan aö handan Saga Gudrúnar Siguröardóttur f rá Toríuíelli Sverrir Pálsson skrádi Guðrún Sigurðardótfir var landsþekkt- ur miðill og hér er saga hennar sögð og lýst skoðunum hennar og lifsvið- horíum. Hún helgaði sig þjónustu við aðra til hjálpar og huggunar og not- aði til þess þá hœfileika, sem henni vom geínir í svo ríkum mœli, skyggni- gáfuna og miðilshœíileikana. Þetta er bók, sem á erindi til allra. Asgeir Jakobsson Einars saga Guðfinnssonar Þetta er endurútgáía á œvisögu Einars Guðfinnssonar, sem verið hefur óíáanleg i nokkur ár, en hlaut óspart loí er hún kom fyrst út 1978. Þetta er baráttusaga Einars Guðíinnssonar frá Bolungarvík og lýsir einstökum dugnaðarmanm, sem barðist við ýmsa eríiðleika og þuríti að yíirstíga margar hindranir, en gaíst aldrei upp; var gœddur ódrepandi þrautseigju, kjarki og árœði. Einnig er í bókinni mikill íróðleikur um Bolungarvík og íslenzka sjávarútvegssögu. SKUGGSJÁ - BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF. ®§Slisl

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.