NT - 28.12.1985, Page 1

NT - 28.12.1985, Page 1
Laugardagur 28. desember 1985 - 309. tbi. 69. árg. Öllum starfsmönnum NT sagt upp: Tíminn tekur við ■ Öllum starfsmönnum NT, rúmlega áttatíu manns, var í gær sagt upp störfum frá og meö 1. janúar 1986 með samningsbundnum uppsagn- arfresti. I samhljóða upp- sagnarbréfi til starfsmann- anna eru ástæður uppsagnar sagðar breytingar á rekstri fyrirtækisins Nútímans hf. Ákveðið var á fundi í gær að Nútíminn hf. gengi til samstarfs við Framsóknar- flokkinn og Framsóknar- félögin í Reykjavík um út- gáfu á dagblaði eftir áramót- in og unt leið hætti NT að koma út, en dagblaðið Tím- inn taki við. Bannað að reykja á fundum -nema allir samþykki ■ Á ríkisstjórnarfundi í gær var tekin ákvörðun um framkvæmd reglugerðar samkvæmt tóbaksvarna- lögunum sem samþykkt voru í fyrra. Að sögn Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðisráð- herra tekur þessi reglugerð til framkvæmdar tóbaks- varnalaganna, en fjölmörg atriði hennar eru víða þegar komin til framkvæmdar. Reglugerðin fjallar meðal annars um reykingar á opin- berum vinnustöðum, að þau rými séu merkt þar sem óheimilt er að reykja og fleira. Eitt þeirra atriða sem í reglugerðinni felst er að nú verður bannað að reykja á almennum fundum, nema fyrir liggi samþykki allra fundarmanna. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar hún birtist í stjórnartíðindum nú á næstu dögum. Allt lék á reiðiskjálfi - og rúmlega það. ísland og Dan- mörk áttust við í handboltalands- leik í gærkvöldi Sjá íþróttir bls. 10-11 NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEEP. 6 LÍJ Útvarp, sjónvarp og Póstur og sími: Tæknimenn boða verkfall Ólöglegt, segir fjármálaráðuneytið ■ Tæknimenn Pósts- og síma og tæknimenn hjá út- varpi og sjónvarpi, sem til- heyra Sveinafélagi rafeinda- virkja, hafa boðað vinnu- stöðvun frá og með 2. janú- ar. Hérerumaðræða91 raf- eindavirkja hjá Pósti og síma, en alls vinna um 140 rafeindavirkjar þar, og 31 tæknimann hjá útvarpi og sjónvarpi. Fjármálaráðuneytið telur þessa vinnustöðvun ólöglega og hefur skorað á Sveinafé- lagið að draga verkfallsboð- unina til baka. Magnús Geirsson, for- maður Rafiðnaðarsam- bandsins sagði við NT í gær, að lögmenn sambandsins væru að skoða þetta mál núna og það myndi dragast fram yfir helgi að taka ákvörðun um hvort af boð- aðri vinnustöðvun yrði eða ekki. Ástæðan fyrir boðaðri vinnustöðvun er að þessir menn hafa í eitt og hálft ár reynt að fá fjármálaráðu- neytið til að samþykkja að þeir séu fullgildir félagsmenn í Sveinafélagi rafeinda- virkja, og að þeirfái laun eft- ir samningum þeirra. Ríkið telur þá enn opinbera starfs- rnenn og að þeir eigi að taka kaup og kjör eftir ákvörðun- um fjármálaráðuneytisins. Magnús sagði að brýnt væri að finna lausn á þessu máli og því hefði verið gripið til verkfallsboðunarinnar nú. Verkfallið er boðað með lög- legum fyrirvara, sem er ein vika, auk þess sem samning- ar BSRB eru lausir upp úr áramótum. Þó til þessarar vinnustöðv- unar komi mun starfsemi útvarps, sjónvarps og Pósts og síma ekki lamast algjör- lega, þar sem aðeins hluti af tæknimönnunum á í þessari deilu, en starfsemin mun takmarkast verulega. ■ Flotgirðingar settar um borð í flugvél landhelgisgæslunnar en með þeim átti að reyna að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu olíubrákarinnar. NT-mynd: Árni Bjarna Þykk svartolíuleðja hylur Seyðisfjörðinn Siglingamálastofnun gerði athugasemd við tankinn fyrir 9 árum ■ Þykk svartolíuleðja hyl- ur nú fjörur í innsta hluta Seyðisfjarðar eftir að snjó- flóð féll á olíugeymi í eigu Hafsíldar með þeim af- leiðingum áð hann rifnaði í sundur og olía rann í sjóinn. Enn er ekki vitað nákvæm- lega hve mikið af olíu er hér um að ræða en það mun vera á bilinu 400 til 600 tonn. Björgunarmenn á staðn- um ásamt mönnum frá Sigl- ingamálastofnun vinna nú að því að hreinsa fjörðinn en hríðarveður og myrkur tor- velda starfið. Ekki er vitað hvenær óhappið varð en sterkan olíufnyk lagði yfir kaupstað- inn á tíunda tímanum á fimmtudagsmorgun og þegar að var gáð kom í ljós að snjóskriða hafði fallið á tankinn sem í hafði verið dælt 500 tonnum af svartolíu á Þorláksmessu. Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri segir að ekki hat'i þótt ráðlegt að ryðja veginn að verksmiðjunni vegna snjóflóðahættu og er því ekki hægt að komast að henni nema frá sjó. „Þetta er rnikill skaði sem kann að hafa alvarlegar af- leiðingar í för með sér,“ sagði Þorvaldur. „Vegna kuldans er olían þykkari en ella og því erfitt að dæla henni upp og hún hefur hrak- ist undan vindi yfir fjörðinn og inn að byggðinni.“ Loónumjölsverksmiðja Haf- síldar stendur undir fjalli sem nefnist Bjólfur og snjó- flóð hafa áður fallið á þess- um stað. Meðal annars ruddi sríjóflóð hluta verksmiðj- unnar út í sjó fyrir nokkrum árunt en engir mannskaðar urðu þá frekar en nú. Siglingamálastofnun gerði athugasemdir við staðsetn- ingu og frágang tanksins í skýrslu sem gerð var árið 1976 þegar olíubirgða- geymslur á Austfjörðum voru athugaðar. Þá var lögð á það áhersla að tankurinn yrði fluttur á öruggari stað auk þess sem utan um hann yrði reist þró sem rúmaði allt magn hans. Umræddur olíutankur er í eigu Olíuverslunar íslands hf. Friðgeir Indriðason hiá framkvæmdadeild OLÍS sagði í samtali við NT að það væri snjóflóðahætta um allt land og því erfitt að taka svona eitt dæmi út úr. Að- spurður um það af hverju ekki hefði verið farið eftir til- skipun Siglingamálastofnun- ar varðandi staðsetningu og frágang þessa tanks sagði Friðgeir að það væri auðvelt að vera vitur eftir á. „Við erum að vinna að því að koma upp öryggisþróm í kringum olíutanka víðs veg- ar um landið eins og hin olíu- félögin en þetta tekur tíma.“

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.