NT - 28.12.1985, Blaðsíða 4

NT - 28.12.1985, Blaðsíða 4
Svart og sykurlaust - kvikmynd: Laugardagur 28. desember 1985 mynd getur af sér slæmt leikverk Bleikar slaufur Leikrit eftir Steinunni Sigurðardóttur Leikstjóri: Sigurður Pálsson Mvnd: Einar Páll Einarsson Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Aðalhlutverk: Edda Björgvinsdótt- ir, Eggert Þorleifsson, Harald G. Haraldsson, Guðlaug María Bjarna- dóttir, krakkaskari og fleiri. ■ Er pláss fyrir gæsku í þjóðfélagi samkeppninnar? Niðurstaða Stein- unnar í leikriti sínu er neikvæð. Hið góða getur af sér illt. Enginn nýr stórisannleikur en ágæt áminning á jólunum. Leikritið segir frá tveim fjölskyld- um, sem samtímis flytja inn í nýjar íbúðir í verkamannabústöðum. Hér er um mjög ólíkar fjölskyldur að ræða, önnur lifir í anda kristinnar trú ar og horfir björtum augum á tilver- una, þó varla verði séð hvernig hægt er að framfleyta ómegðinni á sund- laugarvarðalaunum. Það bjargast einhvernveginn með stóravinni’ngn- um í happdrættinu. Hin fjölskyldan er svo andstæðan, svartsýnisfólk með siðgæðisvitund fyrir neðan frostmark. Bleiku slaufurnar fjalla svo um samskipti þessara tveggja fjöl- skyldna sem enda með ósköpum án þess að guðsenglarnir geri sér nokkra grein fyrir því að gjörðir þeirra hafi verið orsök ófaranna. Hugmyndin að baki þessu leikriti Steinunnar er ekki svo galin, en úr- vinnslan er því miður ekki nógu sannfærandi og verður megnið af því að skrifast á reikning Sigurðar Páls- sonar, leikstjóra. Persónusköpun f leikverkinu er engin og þar held ég að sé ekki við leikarana og sakast heldur hitt að persónurnar hafa enga dýpt frá höf - undarins hendi. Þar skiptist í tvö horn, hinar algóðu og alvondu. Þá er Steinunn mjög spör á samtöl fyrir leikarana að vinna úr, en samtölin eru sá hornsteinn sem leikverk á borð við þetta hvílir á og hefði höfundur gjarnan mátt leggja meiri rækt við þau. Mörg atriði leikritsins orkuðu mjög tvímælis. Er þar fyrst að nefna blaða- mannafundinn í upphafi stykkisins. Hann var algjörlega úr takt við það sem á eftir kom og þjónaði engu í framvindu leiksins. Þá hefði einnig mátt skera aftan af leikritinu og fá þannigsterkari endi. Leikritið átti að enda þegarEggert heimsækir Harald í gæsluvarðhaldið á sjúkrastofunni, og Haraldur stynur upp rétt áður en hann grýtir maltflöskunni í Eggert, að ekki einu sinni í helvíti sé hægt að fá frið fyrir góðmennskunni í honurn. Alít það sem á eftir fer gerir það að verkum að leikritið fjarar út í ekki neitt. Mjög laklega var unnið úr tveim hápunktum verksins, annarsvegar þegar Eddar flekar Eggert á biljarð- borðinu og hinsvegar svallveislu Eddu sem endar með heimkomu Haralds af sjúkrahúsinu og því að hann myrðir hana með lánshníf frá dýrðlingunum á neðri hæðinni. Flekunin minnir helst á forspil á draumkuntu pilts á gelgjuskeiðinu og aðdragandi morðsins og morðið sjálft á þriðja flokks sjoppureyfara. Hvorttveggja mjög ósannfærandi og klúðurslega af hendi Ieyst. Niðurstaðan er því sú að árangur- inn varð minni en efni stóðu til og því miður er orsökin sú hin sama og yfir- leitt þegar íslenskt stykki á í hlut, aðstandendur hafa ekki lagt sig nógu vel fram. Islenskir sjónvarps- áhorfendur eru ekki ofdekraðir af ís- lenskum sjónvarpsleikverkum og eiga því heimtingu á að þeir fáu sem veljast til að framleiða slík verk, leggi sig alla fram. Það verður ekki gert öðru vísi en með vinnu, vinnu og aftur vinnu og hæfilegum skammti af sjálfsgagnrýni. Sáf FLUGELDAMARKAÐUR FISKAKLETTS Munið vinsælu fjölskyldukassana ásamt flugeldum, blysum, sólum og fleiru í miklu úrvali. Flugeldasýning 29. desember kl. 20.30 að Hjallahrauni 9 Styrkið starf björgunarsveitarinnar Aldrei meira úrval FLUGELDAMARKAÐUR FISKAKLETTS Hjallahrauni 9 Bæjarbíói og Dröfn Falleg, öguð og skemmtileg ★★★★ Regnboginn: Svart og sykurlaust - kvikmynd Leikstjóri, handrit og klipping: Lutz Konermann. Aðstoðarleikstjóri: Þorgeir Gunn- arsson Kvikmyndataka: Tom Fahrmann, Herbert Linkesch. Hljóð: Barbara Fluckigcr, Hilmar Oddsson Lýsing: Dominikus Probst Tónlist: Egill Olafsson, Adrian von Miller. Leikstjóri leikrits: Pétur Einarsson. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Lutz Konermann, Guðjón Ketils- son, Guðjón Pedersen, Hanna Mar- ía Karlsdóttir, Kolbrún Halldórs- dóttir, Þröstur Guðbjörnsson. Kokkur: Matthías Jóhannsson Framleiðendur: Svart og sykurlaust, Optische Werke. Loksins, loksins, kcmur maður ánægður út af íslenski mynd. Ekki það að ég hafi ekki verið ánægð með sumar þeirra, en ekki í lengri tíma. Og íslenskri segi ég, þótt myndin Svart og sykurlaust sé ekki al- íslensk, heldur þýsk-íslensk. Kvik- myndatakan er falleg, myndin er vel öguð og þrælskemmtileg, handritið gott, og hún iðar af ferskleika, lífi, fegurð og næmum og góðum leik. Til hamingju! Myndin hefst á íslandi. Leikhóp- urinn Svart og sykurlaust hefur æft leikrit og dettur í hug það snjallræði að fara með það suður til ftalíu í stað þess að fara hina venjubundnu leik- för um landið. Þau eru alsæl þegar þau eru komin í sólina á Italíu og byrja að sýna leikritið fyrir blóðheita forvitna Suður-Evrópubúa en Edda finnur sig ekki í rullunni sinni og rýkur burt einn daginn eftir að hafa lent í orðasennu við Kollu og fleiri í hópnum. Hún húkkar sér far og það eru einkar skemmtileg skotin þegar hún situr í framsæti í bílum hinna og þessara karlasem eru flestir á því að það sé nú ekki hættulaust að ferðast ein á puttanum í þessu landi. En hún lætursérfátt um finnast oger hvergi smeik, heldur ótrauð áfram sjálfstæð, sterk og örugg. Tilviljunin leiðir hana og þýska kennarann (Lutz Konermann) saman á mjög skemmtilegan hátt. Hann er forvit- inn, hún er ákveðin ogætlarsér að fá far með honurn. Hermann hrífst af henni en hún verður fljótt leið á því að ferðast með honum og henni er ekki rótt því sam- viskan og leikhópurinn tosar í hana. Stingur svo af akkúrat þegar Her- mann ætlar að fara að tjá henni ást sína. Aumingja Hermann er ansi beygður. Heldur áfram ferðinni, með eyrnarlokk sem Edda hafði gleymt í bílnum hans í ógrónu gati í eyranu og ógróið sár í hjartanu. Til- viljunin leiðir hann aftur til Eddu því hann kemurað þarsem leikhópurinn sýnir listir sínar og enn aftur þegar hann kemur að hópnum þegar hann er að sóla sig niðrá strönd. Og er með þeim lcikförina á enda. Myndin er full af lúmskum húmor og krakkarnir í leikhópnum stóðu sig öll vel, eins og við var að búast, hvað ■ Svart og sykurlaust baðar sig í sólargeislunum suðrá Ítalíu og slær í gegn... annað, og unun að horfa á leikritið þeirra; látbragðsleikinn og dansinn við góða tónlist Egils Ólafssonar. En skemmtilegasta persónan í myndinni fannst mér kennarinn Hermann. Óttalega nákvæmur og agaður, eins og verkfærataskan hans bar vott um og sífelldar myndatökur með alda- gamalli myndavél. Yfir honum hvíldi stóísk ró þegar hann var að mynda og hann lét ekk- ert trufla sig. Viil hafa allt sitt á þurru og hittir síðan svona skvettu eins og Eddu sem bara si sona þeytir honum alklæddum með óvatnsþétt úr og peningaseðla í sjóinn, þeytir honum niðraf stól, fer með vísuna fyrir hann um rjúpuna sem rak við og hlær skessulega þegar hún þýðir hana fyr- ir hann. Hvernig getur svona maður sem líkast til hefur lifað viðburða- snauðu lífi annað en heillast af svona óútreiknanlegri, skemmtilegri og sjálfsöruggri konu? Lutz Konermann er góður leikari og sannfærandi í hlutverki sínu og sama má segja um Eddu Heiðrúnu Bachman sem er rísandi stjarna í ís- lenskum leikhús- og kvikmynda- heimi og vonandi njótum við þess að sjá hana slá í gegn í hverju verkinu á fætur öðru, eins og hún hefur gert til þessa. Yfirbragð myndarinnar minnir ör- lítið á Wenders, enda hefur hann haft mikil áhrif, ekki bara á þýska kvikmyndagerðarmenn, heldur líka víðar. En það er líklega ósanngjarnt að tengja allar svarthvítar myndir sem ganga út á ferðalag við Wenders, því söguþráðurinn í þess- ari mynd minnir ekki á karlinn held- ur er ósvikin afurð Konermanns og Svarts og syskurlauss. Og líklega verður í framtíðinni talað um Koner- mannsstíl, Konermannshandbragð, Konermannshatta o.s.frv. Það væri gaman. Myndin er sumsé í alla staði heill- andi, allir hlekkir í henni traustir, góðir og agaðir. Gef henni fjórar stjörnur. Mrún Ps. Myndin er örlítið úr fókus, sér- staklega í byrjun en þvf verður kippt allsnarlega í lag, örugglega, svo væntanlegir áhorfendur, verið ekk- ert að hika, drífið ykkur bara á myndina og takið erlenda gesti með því hún er textuð á ensku. Þegar góð hug-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.