Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Page 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004
heimspekingurinn Martin Heidegger. Ekki má
gleyma arfleifð Jean-Pauls Sartres en hann
hlýtur að teljast fyrirmynd Derridas og
margra ofantalinna, a.m.k. að því leyti hvernig
hann hugsaði frjótt gegn sjálfum sér (leyfði sér
að skipta um skoðun) og hvað hann tók mikinn
þátt í pólitík, menningu og samfélagi.
Afstæði vs. afstaða
Einn höfuðglæpur í augum sumra „alvöru“
heimspekinga er sá háttur Derrida að ein-
skorða sig ekki við heimspekilegan texta held-
ur skoðar hann skáldlegan texta af sömu virð-
ingu. Hann viðurkennir s.s. gildi bókmennta
og lítur ekki á heimspeki sem eins konar yfir-
fræði sem ein sé þess umkomin að segja síð-
asta orðið um hvaðeina; sumt verður bara tjáð
í skáldskap. Þessi (póststrúktúralíska) afstaða
kallaði vægast sagt á hörð viðbrögð og einkum
hefðbundinna heimspekinga sem höfðu
áhyggjur af Sannleikanum og Algildinu – „Af-
stæðishyggja!“ „Tómhyggja!“ Derrida hefur
verið sakaður um hreina hughyggju og að
hann haldi því fram að allt sé texti/skáldskapur
og engin föst merking til né raunveruleiki.
Ekkert af þessu á við rök að styðjast. Derr-
ida er „ábyrgur“ heimspekingur en ekki „af-
stæður“ og hefur tekið vestræna frumspeki-
lega heimspekihefð til róttækrar athugunar, af
virðingu, og hefur haldið áfram að skoða og í
raun vinna með pólitíska og siðræna arfleifð
Upplýsingarinnar. Hér verður að láta fullyrð-
inguna nægja en helsta hugðarefni Derrida
síðari árin var að „hugsa“ hugtök eins og „rétt-
lætið“, „gestrisnina“, „ábyrgðina“, „vinátt-
una“. Miðlægt hugtak í síðustu bókum Derrida
er „verðandi“ eða „komandi“ lýðræði (fr.
démocratie à venir) sem jafnframt er ókomið
og verður í raun alltaf að vera ókomið: Lýð-
ræði er sem sagt óendanleg barátta.
Afbygging
Þegar Derrida skoðar texta gerir hann það
með meiri nákvæmni en tíðkast; hann beitir
eins konar „nærlestri“ og afhjúpar blinda
bletti í textanum. Hann skoðar í raun einstök
orð og „afbyggir“ þau, eða, réttara, bendir á að
þau eru alltaf þegar afbyggð og merking
þeirra aldrei „hrein“. Það sé mikilvægt að
skoða hvað nákvæmlega liggi í orðunum, hvaða
hugmyndafræði þau feli. Afbygging er því ekki
virk í þeim skilningi að hún í sjálfu sér „liði
textann í sundur“. Nær væri hægt að segja að
hún afhjúpi það að textinn er alltaf þegar af-
byggður. Tilgangurinn hjá Derrida er ekki að
„kollvarpa“ frumspekinni: hann ætlar sér ekki
þá dul því að í vissum skilningi er ekkert utan
hennar. Það eina sem hægt er að gera er að
færa mörkin til, afmiðja og jaðra o.s.frv. (Derr-
ida er stundum kallaður „Faðir afbyggingar
(fr. déconstruction)“ en það er ósvinna því að
hann hefur alla tíð unnið gegn Feðraveldinu og
tilheyrandi „reðurrökmiðhyggju (fr. phallogo-
centrism) þess og tvenndarhyggju (ann-
aðhvort/eða).) Eitt meginhugtak afbyggingar
(sem ekki er hugtak, segir Derrida) er „skila-
frestur“.2 Þetta nýyrði Derrida, „différance“,
er borið fram nákvæmlega eins og différence
eða munur og minnir á différer sem merkir
frestun. Orðið er notað til þess að benda á að
endanleg merking lætur á sér standa.
Mikilvægt er að árétta að merking hefur að
sjálfsögðu praktíska kjölfestu, t.d. í daglegum
tjáskiptum manna. Ætlun Derrida er hreint
ekki sú að bjóða upp á afsökun til að koma sér
undan ábyrgð með að vísa stöðugt til skila-
frestsins! Þvert á móti. „Hugtakinu“ er eink-
um beint gegn „frumspekilegri nærveru“ sem
setur hið talaða mál/hugsun ofar hinu ritaða
sem einhvers konar óspilltari framsetningu.
Derrida er hins vegar á því að hugtök, orð,
tungumálið sé þegar „spillt“ (eða „steikt“ eins
og hann orðar það) hvort sem það er talað eða
skrifað.
En hvað verður um heimspeki Derrida að
honum látnum? Hvað verður um póststrúkt-
úralisma? Fer nú fárinu að linna? Geta klass-
ískir/hefðbundnir/rökgreiningarheimspek-
ingar farið að anda léttar? Verður allt eins og
áður? Það þarf varla að svara þessu. Nei, ekk-
ert verður eins og áður. Afbygging og póst-
strúktúralismi hafa breytt því hvernig við
hugsum og meira að segja þeir sem hafa barist
hvað hatrammast gegn Derrida hljóta að hafa
orðið fyrir áhrifum. Það getur enginn látið eins
og ekkert hafi gerst. Sjálfsagt mun þó áfram
reynt að skilgreina Derrida og frönsk fræði út
í horn og láta eins og lífið og skáldskapurinn
komi heimspekinni ekkert við.
Það er líka óhætt að spá því að á komandi ár-
um renni upp fyrir fólki að texti Derrida er
ekki jafn tyrfinn og óskiljanlegur og hann er
nú sagður vera. Ódysseifur, meistaraverk
James Joyce, var einu sinni nær ólesanlegur –
hann er það ekki lengur.
Miðað við alla útgáfuna er útlit fyrir að Der-
rida verði enn meira lesinn héreftir en áður.
Sama má segja um Michel Foucault ef marka
má þá gríðarlegu athygli sem hann og verk
hans fá nú í Frakklandi um þessar mundir í til-
efni þess að 20 ár eru liðinn frá dauða hans.
„Jacques Derrida“ og „Michel Foucault“ lifa.
Heimspeki vináttunnar
Það er augljóst á kveðjuorðum vina í Le
Monde að Derrida var einstakur vinur og sér-
stakt ljúfmenni. Það vekur líka athygli að þessi
stórstjarna fræðanna sem þeyttist út um allan
heim að kenna eða taka þátt í ráðstefnum til-
einkuðum honum og verkum hans ku hafa ver-
ið nánast jafn venjulegur maður og hann var
óvenjulegur hugsuður. Hann var fjöl-
skyldumaður í útjaðri Parísar, í hjónabandi
með Marguerite Aucouturier frá 1957 og átti
með henni tvo syni: Pierre, f. 1963, og Jean, f.
1967. Derrida barst ekki á, var gjörsamlega
laus við hroka og yfirborðsmennsku. Hann
sóttist síður en svo eftir athygli fjölmiðla og
veitti í gegnum tíðina fá viðtöl, a.m.k. í sjón-
varpi. Í tuttugu ár, frá útgáfu fyrstu bókar
hans árið 1962, áttu fjölmiðlar enga ljósmynd
af honum. Hann vildi ekki að andlit hans og
persóna þvældist fyrir skrifunum. Það var ekki
fyrr en 1970 að ljósmyndara dagblaðs tókst að
ná af honum mynd sem síðan var birt. Því
verður hins vegar ekki neitað að núorðið er
persónan Jacques Derrida löngu orðin hluti af
höfundarverkinu. Derrida hefur að vissu leyti
öðlast „költ-status“, þótt hann hafi ekkert gert
með það sjálfur. Hann hélt sínu striki. Í ný-
legri heimildamynd, Derrida (2002)3, annarri
af tveimur sem um hann voru gerðar, birtist
afar hógvær, frekar feiminn maður (sem fer
hjá sér þegar spurt er kurteislega um tilhuga-
líf þeirra hjóna) en fullur af gáska og meðvit-
aður um skondnar hliðar á sjálfum sér.
Jacques Derrida var borinn til grafar sl.
þriðjudag, hinn 12. október, í Ris Orangis, án
viðhafnar, að ósk hans sjálfs. Að sögn voru um
70 manns viðstaddir, fjölskylda, nánir vinir og
samstarfsfólk. Sonur Derrida, Pierre, las
kveðju frá föður sínum þar sem hann þakkaði
viðstöddum fyrir sig og bað fólk um að vera
ekki sorgmætt heldur brosa og „vera fyrir lífið
– og það að lifa áfram“ (être pour la vie – et la
survie).
Heimildir: 1 Sjá í „Um sannleika og lygi í ósiðrænum
skilningi“ í þýð. Magnúsar Diðriks Baldurssonar og Sigríðar
Þorgeirsdóttur, Skírnir 167, 1993, bls. 20–21.
2 Sjá grein Páls Skúlasonar í TMM 1994.
3 Kirby Dick og Amy Ziering Kofman (Zeitgeist Video,
2002).
Höfundur er bókmenntafræðingur í París.
’Derrida er „ábyrgur“heimspekingur en ekki
„afstæður“ og hefur tekið
vestræna frumspekilega
heimspekihefð til rót-
tækrar athugunar, af
virðingu, og hefur hald-
ið áfram að skoða og í
raun vinna með póli-
tíska og siðræna arfleifð
Upplýsingarinnar.‘
Alsírstríði án þess að klæðast herbúningi. Kennir ungum Alsírbúum eða frönskum Alsírbúum frönsku og ensku. Þýðir greinar fyrir dagblöðin. Hittir Pierre Bourdieu reglulega í Alsír. 1959–1960: Tekur í fyrsta sinn þátt í ráðstefnu (í Cerisy). Fær fyrstu kennarastöðuna í menntaskólanum í Mans með vini
sínum Genette. 1960–1964: Kennir við Sorbonne (almenna heimspeki og rökfræði). Aðstoðar S. Bachelard, G. Canguilhem, Poul Ricœur, J. Wahl. Alsír öðlast sjálfstæði. Fyrsti fyrirlestur í heimspekideild (um Foucault, að honum viðstöddum). Fyrsta birting í tímaritunum Critique og Tel Quel (hittir Phillip
Sollers). 1963: Pierre Derrida fæðist. Hyppolite og Althuser bjóða honum stöðu við ENS (rue d’Ulm) og þar kennir hann sem maître-assistant eða aðstoðarprófessor fram til 1984. 1964: Hlýtur Jean Cavaillés-verðlaunin (verðlaun í nútíma þekkingarfræði fyrir þýðingu og kynningu á L’origine de la Géo-
métrie eftir Husserl). 1966: Tekur þátt í stórri ráðstefnu í John Hopkins-háskóla í Baltimore sem vekur mikla athygli og verður upp frá því afar vinsæl. Ráðstefnan markar einnig upphaf að auknum heimsóknum vissra franskra fræðimanna til Bandaríkjanna. Þarna hittir Derrida Paul de Man, Jacques
!" #$
% & '()
!
"
#
$
% & '
( $ ( % ' )*
+
'
*
% ' (
,
)
'
' *
"
' !
)
$ $
$
-
$ (
., $ /01 *
! 2
3 4 ( ) *
.526
"/.5263 77/ &
$ /01
*
'
8
$ /01
)+
( %
9/5 (
,
' (
'
6!
* '*
(
/
' $
*
!
:
+ -
/
(
(
$
# /!
!
)
!
* )
$ ) )
$;<$; /01
=
>0?4111
=
004@AB
$;<$; /C1
=
ACD1111
=
C00@DB
$;<$; /D1
=
0>A1111
=
@4>@4B