Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 | 5
Íseptember árið 1993 heimsótti JacquesDerrida Háskóla Íslands ásamt eig-inkonu sinni Marguerite. Hann fluttifyrirlestur sem um 350 manns sóttu en
sá fjöldi er nánast einsdæmi í sögu Háskóla Ís-
lands. Um leið og ég bauð hann velkominn
sagði ég meðal annars: „Derrida er feikilega
afkastamikill og engin leið til að rekja fræði-
mannsferil hans í stuttu máli. Ritsmíðar hans
eru oft úrvinnsla úr textum annarra höfunda,
skálda, rithöfunda og heimspekinga, og í bók-
um hans kemur allt milli himins og jarðar til
umræðu. Sjálfum finnst mér stíll hans oft
minna á fagurt fljót í leysingum. Derrida skrif-
ar það sem Halldór Halldórsson, prófessor í ís-
lensku, kenndi mér að kalla breiðan stíl önd-
vert við knappan stíl. Í samræmi við það flytur
hann gjarnan langt mál og mun fyrirlesturinn
sennilega taka um eina og hálfa klukkustund.
Á eftir gefst tími fyrir stuttar umræður. Fyr-
irlesturinn ber heitið „The Monolingualism of
the Other“ eða á íslensku „Einnar tungu við-
mælandi“.“ Á fremsta bekk sat Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti Íslands. Derrida hafði orð á
því á eftir að þetta væri í fyrsta sinn sem þjóð-
höfðingi tæki niður nótur á fyrirlestri hjá hon-
um.
Til að fá Derrida til Íslands lofaði ég honum
ferð inn á hálendið. Og hann notaði það sem
tilefni til að fá konu sína, Marguerite, með sér
til landsins. Sögðu þau mér að þetta væri
fyrsta ferðin sem þau færu saman utan Frakk-
lands um árabil. Svo fórum við Torfi Tulinius
með þeim ógleymanlega ferð inn í Land-
mannalaugar þar sem við gistum í skála
Ferðafélagsins. Allir túristar voru á bak og
burt. Við höfðum Laugarnar út af fyrir okkur.
Auðnin, víðernið og fjöllin geta haft alls kyns
áhrif á fólk. Mér fannst að smám saman væru
þau að skapa vaxandi spennu í huga heimspek-
ingsins, jafnvel vott af tilvistarangist. Daginn
eftir var Derrida á fótum fyrir allar aldir og
sat við skriftir. Hann var að leiðrétta og breyta
viðtali sem átti að birtast í frönsku tímariti.
(Viðtal þetta birtist ári síðar í íslenskri þýð-
ingu í Tímariti Máls og menningar.) Og hann
var áhyggjufullur, sagðist óttast að tímaritið
færi í prentun áður en hann kæmi breytingum
sínum á framfæri. Ég bauðst til að lána honum
síma svo hann gæti hringt til Frakklands og
allavega tafið prentunina til morguns. En þá
reyndist símanúmerið vera í farangri hans í
Reykjavík. Og þangað vildi hann greinilega
komast sem fyrst . Við héldum því skjótt af
stað til byggða. Brá þá svo við að bifreiðin of-
hitnaði og drap á sér. Vatnskassinn lak. Til
allrar hamingju var stutt í læk og dagurinn
leið í töluverðri spennu við að finna lækjar-
sprænur og fá farþegana til að bæta vatni á
bílinn uns komið var til byggða þar sem gert
var við bílinn. Síðan var ekið á óleyfilegum
hraða í átt til höfuðborgarinnar. Miles Davis
lék þá fyrir okkur „Kind of Blue“, Derrida
slakaði á og við hófum samræður um frum-
speki þýska galdramannsins Martins Heid-
eggers. Ég hélt því fram að hún gæti töfrað
unga heimspekinema og villt þeim sýn, en
Derrida taldi okkur ekki eiga annan kost betri
en að veðja einmitt á slíka töfra. Og hann varð
æ rórri og meira sannfærandi eftir því sem
hraðinn jókst og höfuðborgin nálgaðist. Síðan
hefur stundum hvarflað að mér að Íslendingar
þurfi ekki á annarri frumspeki að halda en
þeirri sem fjöllin og hálendið hafa fram að
færa. En ég veit að þetta er ekki rétt. Hugs-
uðir eins og Heidegger og Derrida bjóða upp á
andlegar fjallabaksferðir þar sem allt getur
gerst og veröldin sjálf kynnir sig í nýjum og
framandi myndum. Derrida fór sannarlega
ótroðnar slóðir í ritum sínum. Þar er okkur
boðið að nema ný undralönd og ganga með
opnum huga til móts við hið óvissa og órann-
sakanlega í tilverunni. Ég þakka þeim hjónum
einstök og eftirminnileg kynni og votta minn-
ingu Jacques Derrida virðingu mína.
Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands
Minningarorð um Jacques Derrida
Derrida á Þingvöllum Myndin var tekin af Páli Skúlasyni í heimsókn Derrida til Íslands árið 1993.
Lacan, Roland Barthes, Jean Hyppolite, Varnant, Goldman. 1967: Gefur út þrjár fyrstu bækurnar sínar (L’Ecriture et la différence, La voix et le phénomène, De la grammatologie). Erlendis er hann aufúsugestur í háskólum, í Frakklandi er honum úthýst og fær ekki stöðu við háskóla. Jean Derrida fæð-
ist. 1968: Á tíða fundi með rithöfundinum Maurice Blanchot. Ferðast meir og meir. Byrjar að kenna í Bandaríkjunum við John Hopkins-háskólann (í Baltimore) og aftur 1971, og 1996 til 1999. 1970: Faðir Derrida, Aimé, deyr úr krabbameini, 74 ára gamall. 1971: Fyrsta heimsókn til Alsír síðan 1962. 1972:
Ráðstefna um Nietzsche í Cerisy (með Gilles Deleuze, Pierre Klossowski, Kofman, Lacoue-Labarthe, Lyotard, Nancy, o.fl.). Tímaritið Lettres françaises og dagblaðið Le Monde helga honum sér-kálf/tölublað. Sambandið við Sollers og Tel Quel rofnar endanlega. 1974: Hleypir af stokkunum ritröðinni „La
philosophie en effet“ með S. Kofman, Ph. Lacoue-Labarthe og L.-L. Nancy. 1975: Stofnar Greph (Samtök fræðimanna um kennslu í heimspeki) ásamt vinum, samstarfsfélögum og nemendum. Byrjar að kenna við Yale-háskóla (New Haven). Upphaf „Yale-skólans“ (H. Bloom, P. de Man, J. Derrida, 6
! "
!
#
$ %
!
" #$ $
% & '
" ( #$$ )))* B E
)
A@ )
* )
(- %
)
& $ )
' '
) .) , )
&