Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Qupperneq 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 | 9 hjartað er stórt og ræður ferðinni meira en vitsmunirnir. Það er kannski ástæðan fyrir feimninni. Þetta gildir ekki bara um grafíska hönnun heldur er þetta nánast einkenni á menningu okkar. Við eigum engan Corbusier eða Saarinen. En það kaldhæðnislega er að þessi heimóttarskapur okkar er að verða eft- irsóttur víða um heim vegna áhuga á samspili jaðarsvæða við miðjuna. Í honum birtist það sérstaka, sakleysi og heiðarleiki sem er vand- fundinn í sviðsettum glóbalisma.“ Þetta segir væntanlega sitt um sjálfsmynd Íslendinga? Er hægt að sjá hvernig hún hefur breyst á síðustu áratugum með því að skoða sýninguna? Geturðu nefnt dæmi? „Já, til dæm- is finnst mér skemmtilegast og stórfróðlegt þegar Íslendingar taka á móti stórum hreyf- ingum eins og módernismanum. Hvað við- spyrnan er sterk og mikil. Þjóðernissinnar hvar í flokki sem þeir standa þola ekki mód- ernismann vegna þess að hann snýst um and- hverfuna, alþjóðahyggjuna. Jónas frá Hriflu var foringi þjóðernisfag- urfræðinnar. Hann hafði nákvæmlega sama smekk og Adolf og Jósef ef út í það er farið. Módernismi þriðja og fjórða áratugarins var kaffærður hérna algerlega. Módernisminn í grafískri hönnun tekur ekki flugið fyrr en um 1957 með útlitshönnun Dieters Roths og kápu- hönnun Harðar Ágústssonar. Og það almenni- lega. Ég hef ekki séð hliðstæðu svona harð- kjarnamódernisma annars staðar í Skandin- avíu. Sjálfsmynd Íslendinga tekur svo algerum stakkaskiptum upp úr því. Við sýnum heim- inum hvað við erum „alþjóðleg“ á okkar ein- staka heimóttarlega hátt eftir það.“ Geturðu lýst því nánar hvað þessi heimótt- arskapur felur í sér? „Ég geri mér grein fyrir að heimóttarlegur er frekar neikvætt orð. Það er skylt stopp- uðum sokkum og rifinni peysu. En í raun er þetta það sem kallað er vernakúlarismi eða heimatilbúningur. Þetta er til dæmis það þegar rakarinn gerir skiltið sitt sjálfur. Þegar mód- ernisminn var upp á sitt besta fengu þeir að- eins virðingu í prentiðnaðinum sem skiluðu verkinu nánast gerilsneyddu. Þetta fór í taug- arnar á Dieter og hann vildi láta „skítinn“, fingraförin og uppsetningarlímbandið sjást. Hann „hafnaði“ hefðbundinni týpógrafíu og handskrifaði. Þetta sem kallað er „use of dirt“ og handskrift hefur farið sem eldur í sinu um allan hönnunarheiminn á síðustu misserum.“ Áhrif Dieters Roths meiri en fólk gerir sér grein fyrir Hvað einkennir grafíska hönnun hér á landi nú um stundir? „Fyrir rúmum fimmtán árum varð bylting í starfsumhverfi grafískra hönnuða hér sem annars staðar. Við vorum mjög fljót að laga okkur að þessum breytingum. Verkfæri okkar eins og ljósaborð, sirkill, vaxvél, letraset og reprómaster urðu að sýndarverkfærum á tölvuskjá. Það gekk ekkert illa fyrir fólk sem vissi og þekkti veröldina eins og hún var að skilja þessa yfirfærslu. Tákn verkfæranna og hugtakanotkun forritanna var byggð á þessari veröld sem var. Verr gengur að láta nýjar kyn- slóðir skilja hvað býr að baki. En þegar upp er staðið þá hefur tilgangur grafískrar hönnunar ekkert breyst. Hún snýst ennþá um að koma vöru eða inntaki á framfæri á áhrifaríkan hátt. Í þessu stafræna umhverfi samtímans er hægt að gera allt sem hægt var að gera áður og margt sem þurfti mikla fyrirhöfn áður fyrr er lítið mál með þessari nýju tækni. En graf- ískir hönnuðir þurfa enn að geta teiknað og þeir þurfa enn að nota innsæi sitt. Aldrei áður hafa íslenskir grafískir hönnuðir fengið eins mikla umfjöllun í alþjóðlegum hönnunarbókmenntum og tímaritum. Nokkrir starfa á alþjóðavettvangi eins og Hjalti Karls- son og Stefán Kjartansson. Ég tel líka að þessi sérkennilegi áðurnefndi heimóttarskapur sé að skapa okkur sérstöðu. Dieter Roth kom snemma auga á hann. Ég veit að heimóttar- skapurinn var stór hluti hans eigin listar sem andhverfa glyssins og yfirborðsmennskunnar. Það er enginn vafi á því að hann á stóran þátt í því að módernisminn á sínum tíma festi hér rætur. Hann var líka fremstur í flokki við að draga alræðisvald hans í efa. Fáir listamenn eru með jafnmörg augu á sér og hann nú um stundir og ég tel okkur Íslendinga njóta góðs af því og að áhrif hans séu meiri í samtímanum heldur en fólk geri sér almennt grein fyrir.“ heimóttarlega hátt Höfundur Dieter Roth, teiknað seint á á sjötta áratugnum. grænar baunir Höfundur Atli Már Árnason, teiknað líklega á sjötta áratugnum. Rómantíska þjóðernismyndmálið Burstabær um vetrarnótt – miði á eldspýtustokk. Höfundur: Tryggvi Magnússon. Líklega teiknaður á þriðja áratugnum. undirbúningurinn færi upp á ljósa- borðið og menn byrj- uðu á því að klippa og líma. Tölvuhugtökin „Cut og Paste“ eiga upptök sín þarna. Þetta jók alla möguleika á lit- prentun og grafísk hönnun varð til sem sérstök starfsgrein.“ Heimóttarskapur Voru einhver séríslensk einkenni á grafískri hönnun og eru ef til vill enn? „Já, það er sérkennilegt hvað íslendingar hafa verið feimnir við formeinkenni sín. Við þekkjum séríslensk einkenni á augabragði, sér- staklega úr fjarlægð, en eigum erfitt með að tala um þau. Við eigum ekki í nokkrum vandræðum með að þekkja og tala um ítalska hönnun, við þekkj- um og tölum um þýsk, bresk og dönsk sér- kenni alveg hiklaust. Allar meginhugmyndir í stefnum og stíl ferðast hingað sem annað. Enda liggja sérkenni okkar ekki í hugmyndum heldur í úrlausnum eins og hjá öðrum. Íslensk sérkenni hafa ekki kynþokka Ítalanna, jarð- tengingu og verkfræði Þjóðverjanna – fínleg- heit og verkkunnáttu Dananna. Íslensk sér- kenni eru heimóttarleg – vernakúlar. Þetta sést mest á smáatriðunum. Það er lítil þol- inmæði gagnvart því fíngerða. Allt hefur til- hneigingu til að vera svolítið stórkallalegt. Enn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.