Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 4
4 | 17.10.2004 María Ellingsen, Margrét Sjöfn Torp og Andri Snær Magnason. Ragnar Santos, Benedikt og Ólafur Jóhannessynir. L eikhúsin hafa sannarlega vaknað af sumardvalanum og hver frumsýningin tekur nú við af annarri. Flugunni er auðvitað ekkert óviðkomandi í þeim efnum og stimplaði sig vel inn í leikhúslífið þessa helgina. Borgarleikhúsið reið á vaðið á föstudag og frumsýndi verk Coline Serreau, Héra Hérason. Í fyrstu hélt listaspíran að um barnaleikrit væri að ræða enda gaf nafn verksins vart annað til kynna – svo var hins vegar fjarri og hápólitískar vangaveltur einkenndu stykkið. Flugan og frænka skemmtu sér þó hið besta og sötruðu sódavatn í hléi, enda frænk- an full ung til að bragða nokkuð sterkara. Þórunn Erna Clausen leikkona og rithöf- undarnir Hallgrímur Helgason og Þórarinn Eldjárn brugðu undir sig betri fætinum þetta kvöldið og Geir H. Haarde fjármálaráðherra losaði um smá skotsilfur til að væta kverkar í hléinu. Jón Sæmundur Auðarson búningahönnuður sýningarinnar mátti stoltur una við sitt og Helmus und Dalli (Helgi Svavar Helgason og Davíð Þór Jónsson) skáluðu við tækifærið áður en haldið var downtown í póstnúmer 101. Líkt og þeir sem þekkja til Flugunnar ættu að hafa fengið nasasjón af, veit skjátan fátt skemmtilegra en prýðisgott tjútt ... og henni brást að sjálfsögðu ekki bogalistin á laugardagskvöld! Lokatónar spænskrar menningarhátíðar í Kópavogi laumuðu sér á svið í Salnum þegar Gerardo Nuñez og flamenco-hópur hans héldu aukatónleika vegna æðisgengins áhuga lopaklæddra afkomenda Ingólfs Arnarsonar á funheitum flamenco. Flugan var þar á meðal og fullyrða má að upphitun sem þessi fyrir kom- andi átök kvöldsins hafi vel verið túskildingsins virði. Carmen Cortés danshöfundur og dansari hreif áhorfendur með sér í taktföstum dansi og þeg- ar sýningin stóð sem hæst flugu míkrófónar og hárskraut út í salinn vegna ótrúlegra tilburða listakonunnar – Flugan var þó kvik á fæti og náði að forða sér frá hættunni sem af fljúgandi hlutum stafaði. Hinn suðræni eigandi veitingastaðarins Mad- onnu, Rafael Daníel Vias Martinez, lét sig ekki vanta í teitið og Hildur Hafstein hönnuður ákvað greinilega að sýna manni sín- um Sigurði Ólafssyni hvernig spænskir dansar skyldu fram- reiddir. Þegar dansinn dvínaði skundaði Flugan til samsætis á 101 Hótel og nærði þar líkama og sál með mat og skvaldri við vin- konu. Þröngt máttu sáttir sitja og auðsýnt var að listaelíta höf- uðbólsins hafði fengið fregnir af gómsætum kokteilum stað- arins. Baltasar Kormákur leikstjóri og leikkonurnar Brynhildur Guðjónsdóttir og Þórunn Erna Clausen voru augljóslega að gera upp vinnudaginn í Þjóðleikhúsinu ... en vökult auga Flugunnar botnaði þó hvorki upp né niður í því hvað áskriftarpar Séð&Heyrt, þau Ásdís Rán fyrirsæta og Garðar Bergmann Gunnlaugsson herra Ísland, ættu sameig- inlegt með Baltasar og félögum! Vel virtist þó fara á með þessum und- arlega samskeytta hópi við klingjan glasa og hlátrasköll. Á sunnudagskvöld var svo komið að enn annarri leikverksfrumsýningu. Annað svið frumsýndi Úlfhams sögu undir leikstjórn Maríu Ellingsen í nýju og margfalt betra húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar að Strandgötu 50. Boðið var upp á ljúffengar snittur og freyðivín í tilefni dagsins, sem Flugan sló að sjálf- sögðu ekki hendi á móti og setið var í hverju einasta mjúka og nýja sæti. Margir voru komnir til að fagna með fjöl- skyldumeðlimum. Þorsteinn Joð Vilhjálmsson eiginmaður leikstjórans var mættur, Sirrý á Skjá einum kom til að knúsa leikarann og eiginmanninn Kristján Franklín Magnús, auk þess sem Egill Ólafsson fagnaði með Esther Taliu Casey tengdadóttur sinni. Menningaráhugafólkið Björgólfur Guðmundsson, fjárfestir Íslands, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra heiðruðu Hafnarfjörðinn með nærveru sinni – að ógleymdri ykkar einlægri auðvitað. Hafnarfjörður hafði því heppnina sannarlega í farteskinu þennan daginn, enda fer Flugan ekki úr höfuðstaðnum nema að vel ígrunduðu máli og ærnu tilefni. | flugan@mbl.is L jó sm yn di r: G ol li Bubbi, Brynja og börnin, Gréta, Brynjar og Hörður. Björgólfur Guðmundsson, Alfreð Þor- steinsson og Guðný Kristjánsdóttir. Sólveig Arnarsdóttir og Sóley Elíasdóttir. Lopaklæddi afkomandinn skundaði um borg og bæ FLUGAN Þórdís Arnljótsdóttir, Sigríður Arnardóttir og Þóra Ásgeirsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Markús Örn Antonsson og Steinunn Ármannsdóttir. Dóri og Danni úr Bæjarins bestu. BLINDSKER Saga Bubba Morth- ens var frumsýnd í Smárabíói. ÓPERUTRYLLIRINN Sweeney Todd var frum- sýndur í Íslensku óperunni. Ágústa Jóhannsdóttir og Guðný Jónsdóttir. Jón Þór- arinsson og Birna María Antonsdóttir. Mæðgurnar Lízella og Anna Kristine Magnúsdóttir ásamt Margréti Pálmadóttur og Sigríði Soffíu Hafliðadóttur. Þórunn María Jónsdóttir og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. . . . auðsýnt var að listaelíta höfuðbólsins hafði fengið fregnir af gómsætum kokteilum staðarins Sigurður Norðdal og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Ásta Hafþórs- dóttir og Egill Ólafsson. ÚLFHAMS- SAGA var frumsýnd í nýja Hafnar- fjarðarleik- húsinu. Ólarnir. Óli leikstjóri og Óli Palli einn framleiðendanna. L jó sm yn di r: E gg er t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.