Morgunblaðið - 12.07.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.07.2004, Qupperneq 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Áslaug MaríaFriðriksdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1921. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Friðrik Ásgrímur Klemenzson, kenn- ari og póstaf- greiðslumaður, f. 21.4. 1885, d. 5.9. 1932, og María Jónsdóttir, kennari og húsmóðir, f. 18.10. 1886, d. 5.9. 1961. Systkini Áslaugar eru Ásgrímur Klemenz, f. 24.10. 1918, d. 24.3. 1961, og Friðrik Jens, f. 13.2. 1923. Áslaug giftist 15. maí 1943 Sophusi Auðuni Guðmundssyni, f. 6. apríl 1918, fyrrverandi skrif- stofustjóra Almenna bókafélags- ins. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jóhannesson, bóndi á Auðunarstöðum í Víðidal, f. 25. júní 1884, d. 26. apríl 1966, og Kristín Gunnarsdóttir, f. 25. ágúst 1890, d. 11. ágúst 1969. Börn Áslaugar og Sophusar eru: 1) Friðrik Klemenz, f. 18.10. 1943, kvæntur Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, f. 13.8. 1952, dóttir þeirra er a) Sigríður syni, f. 16.11. 1972, þeirra börn Nökkvi Már, f. 2000, og Guð- mundur Baldvin, f. 2004. b) Krist- ín Hrönn, f. 28.7. 1976, c) Páll Arnar, f. 17.6. 1986. 3) María, f. 25.4. 1950, gift Sigurjóni Mýrdal, f. 12.11. 1949, þeirra dóttir er Sigurveig, f. 2.3. 1980. 4) Kristín Auður, f. 22.3. 1952, gift Sigþóri Sigurjónssyni, f. 12.7. 1948, þeirra börn: a) Sophus Auðun, f. 11.10. 1972, kvæntur Hjördísi Selmu Björgvinsdóttur, f. 10.3. 1971, börn þeirra: Kristín Auður, f. 1999, og Sophus Ingi, f. 2002, b) Kristín María, f. 22.5. 1977. Áslaug lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1941. Hún kenndi við Eskihlíðarskóla og Hlíðaskóla, var skólastjóri Öldu- selsskóla frá stofnun hans 1975 til 1988 og kenndi í Kvenna- athvarfinu í nokkur ár. Áslaug starfaði um langt skeið í skáta- hreyfingunni, m.a. var hún for- maður Kvenskátafélags Reykja- víkur, í stjórn Bandalags ís- lenskra skáta, formaður Skáta- sambands Reykjavíkur og Landsgildismeistari St. Georgs- skáta. Áslaug sat í stjórn Sam- bands íslenskra barnakennara, í Fræðsluráði Reykjavíkur og Barnaverndarnefnd. Hún sat í stjórn Landssambands sjálfstæð- iskvenna og Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna. Áslaug var sæmd hinni íslensku Fálkaorðu fyrir fé- lags- og fræðslustörf. Útför Áslaugar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fransiska, f. 6.5. 1994. Dætur Friðriks frá fyrra hjónabandi eru: b) Áslaug María, f. 20.7. 1969, í sam- búð með Hjálmari Edwardssyni, f. 16.4. 1975, synir þeirra: Hjálmar Friðrik, f. 2001, og Jóakim, f. 2003, áður átti hún Jóhönnu Þorkötlu Ei- ríksdóttur, f. 1992. c) Gabríela Kristín, f. 3.7. 1971, gift Daníel Haraldssyni, f. 26.8. 1969, dóttir þeirra er Daníela, f. 1989. d) Helga Guð- rún, f. 15.12. 1981. Fyrir átti Friðrik: e) Stefán Baldvin, f. 31.10. 1963, kvæntan Þjóðhildi Þórðardóttur, 14.5. 1969, þeirra börn: Þórður Örn, f. 1996, Kristín Auður, f. 1999, og Þóra Björg, f. 2004. f)Halldór, f. 28.10. 1967, kvæntan Esther Ingólfsdóttur, f. 22.4. 1972, þeirra börn: Ásta Björk, f. 1990, og Bjarkey Líf, f. 2000. Fóstursynir Friðriks eru: Jóakim Hlynur Reynisson, f. 5.8. 1961, og Ragnar Hjálmarsson, f. 18.9. 1978. 2) Guðmundur, f. 15.8. 1947, kvæntur Margréti Elínu Guðmundsdóttur, f. 15.6. 1949, þeirra börn: a) Áslaug Auður, f. 28.3. 1972, gift Nökkva Sveins- Það fylgdi henni andblær af sumri, af heiðskírum himni, kálgörðum og mold. Samt veit ég ekki til þess að kálgarðar hafi verið henni sérlega kærir. Það voru hins vegar þeir garð- ar þar sem börnum er komið til manns. Í þeim gróanda var Áslaug María Friðriksdóttir, tengdamóðir mín, garðyrkjukonan sem sáði og uppskar. Hún kom ekki aðeins upp börnunum sínum fjórum, heldur lagði hún sem skátaforingi, kennari og skólastjóri gjörva hönd á plóg í mótun og uppeldi fjölda barna og þá ekki síst þeirra sem minna máttu sín af einhverjum ástæðum. Hún var nefnilega þeirrar skoðunar að öll börn gætu heilmargt þótt þau gætu ekki endilega öll það sama. Þegar fram liðu stundir nutu barnabörnin hennar góðs af elju hennar og um- hyggju, síðan barnabarnabörnin og loks, eftir að hún var komin á eft- irlaun, börnin í Kvennaathvarfinu. Í garðinum hennar var alltaf sumar. Hún fæddist árið 1921 og ólst upp með bræðrum sínum tveimur, Ás- grími og Friðriki, í Þingholtunum í Reykjavík. Ég sé hana fyrir mér litla, ljóshærða Reykjavíkurmey skottast um bæinn, hláturmilda og káta, dálít- inn prakkara ef svo bar undir og allt- af til í allt. Hún eignaðist góðar vin- konur, fór með þeim á skauta á Tjörninni, á fundi í skátahreyfing- unni og margt fleira. Hún var ein- staklega fim með bolta og gat hent marga á lofti í einu. Hún var líka stelpuleg fram eftir öllu og það svo að elsta syni hennar er í barnsminni þegar stelpurnar í hverfinu bönkuðu upp á og spurðu snáðann hvort stóra systir hans vildi koma út í boltaleik. Hann skammaðist sín niður í tær fyr- ir að eiga svona mömmu. Þegar hún var komin á áttræðisaldur kom hún stundum og sótti yngstu sonardóttur sína og fór með hana í sund. Þar hittu þær stelpurnar oft aðrar stelpur á ömmu aldri og var sú stutta klár á því þegar heim kom að hún hefði verið í heilmiklu stelpupartýi. Þannig var Áslaug. Þessi fjöruga stelpa nældi sér í mann eitt sumarið þegar hún var í kaupavinnu norður í landi. Sá heppni var Sophus Auðun Guðmundsson, bóndasonur frá Auðunarstöðum í Víðidal, dökkur á brún og brá. Ás- laug sagði mér að hún hefði fest sér þennan mann áður en hún fór suður um haustið, hún ætlaði ekki að láta neitt reka á reiðanum í því efni. Það var mikið happaspor. Saman gengu þau lífsveginn hönd í hönd, ólík en samtaka, og þegar hún, sem alltaf var til í allt, færðist of mikið í fang þá var Sophus til staðar til að taka af henni kúfinn. Það þurfti heldur enga kvennabaráttu til þess að hann syði ýsu, bakaði kökur og baðaði börnin sín. Saman fylgdu þau Sjálfstæðis- flokknum að málum og var Áslaug meðal annars virk í kvennastarfi flokksins enda kvenréttindakona mikil. Var henni svo mikið niðri fyrir í þeim efnum að þegar Hvatarkonur gerðu hana að heiðursfélaga haustið 2002, en þá var hún orðin fjársjúk af meininu sem nú hefur dregið hana til dauða, fór hún öllum að óvörum í ræðustól og hélt þrumandi ræðu um nauðsyn þess að gera konur enn sýni- legri í flokksstarfinu. Hún var ekki af baki dottin og datt ekki í hug að gef- ast upp fyrir einhverjum krabba- meinsfrumum sem hvort sem er voru óboðnir gestir. Enda fór það svo að hún barðist eins og ljón við þessa óboðnu gesti í nærri þrjú ár. Hún naut þar ein- stakrar umhyggju Maríu og Kristín- ar dætra sinna og stálviljans sem hafði fleytt henni í gegnum lífið og gert henni kleift að byggja upp harla óvenjulegan starfsferil fyrir konu af hennar kynslóð. Hún var vön að leggja að sér, vön því að þurfa að hafa fyrir hlutunum og vön að stjórna, en enginn má sköpum renna. Farðu nú í friði, kæra vinkona og baráttukona. Guð blessi þig. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Í dag fer fram útför minnar elsku- legu tengdamóður Áslaugar Maríu Friðriksdóttur. Í þau tæplega fjöru- tíu ár sem við áttum samleið var það mér ætíð tilhlökkunarefni að eiga með henni samverustundir og það eru aðeins ljúfar minningar sem tengjast henni. Brosmildin og birtan í kringum hana var einstök og fólk laðaðist að henni. Hún vildi hafa fólk í kringum sig og þau Sophus áttu stór- an hóp vina. Ræktarsemin við vini og vandamenn var mikil. Hún var stolt af sinni stóru fjölskyldu. Hjá henni skipaði ungviðið sérstakan sess því í nálægð hennar fengu öll börn hlut- verk sem þeim var mikils virði. Þau dáðu hana og vildu allt fyrir hana gera. Áslaug átti auðvelt með að skapa notalegt andrúmsloft og koma af stað skemmtilegum og fróðlegum um- ræðum. Oft leiddu þær að hennar hugðarefnum sem einkum voru fé- lags- og fræðslumál. Málefni ung- menna voru henni ofarlega í huga og bar hún hag þeirra mjög fyrir brjósti. Störf hennar sem kennara, skóla- stjórnanda og þátttakanda í öðrum fræðslu- og félagsstörfum bera glöggan vott um það. Vinnudagurinn var langur og oft þegar hinum hefð- bundnu störfum lauk í skólanum var heimilið opnað og inn komu nemend- ur sem þurftu sérstakrar aðstoðar við. Hún var ávallt tilbúin að styðja aðra. Ég starfaði um tíma með Ás- laugu er hún var skólastjóri Öldu- selsskóla og kynntist þar farsælu skólastarfi hennar. Það kemur ekki á óvart að hún hafi stundum vitnað í speki Baden Powells: ,,Reyndu að kveðja þennan heim ofurlítið betri og fegurri en hann var, þegar þú komst í hann. Þá veistu að þú hefur ekki lifað til einskis.“ Blessuð sé minning Áslaugar Mar- íu Friðriksdóttur. Elín Guðmundsdóttir. Áslaug, tengdamóðir okkar, fædd- ist í þennan heim að sumarlagi og hún kveður hann á fögru sumri. Þeg- ar litið er yfir lífshlaup hennar finnst okkur það sveipað eilífu sumri, birtu og hlýju. Við erum heppnir að hafa kynnst Áslaugu. Hún fór ekki í manngreinarálit. Hún umgekkst hvern og einn á sín- um forsendum. Svoleiðis tók Áslaug á móti okkur báðum inn í fjölskyldu sína, hlý og jákvæð, ákveðin og spur- ul. Hún var ætíð tilbúin að segja hug sinn, en um leið opin fyrir öðrum skoðunum og nýjum sjónarmiðum. Þannig var hún í fjölskyldu sinni, þannig var hún í starfi sínu, í fé- lagsstörfum og í lífinu sjálfu, – heil- steypt manneskja. Hún var hugrökk kona, óhrædd við að taka forystu, hikaði ekki við að reyna nýjar leiðir að settu marki. Bjartsýni hennar, ósérhlífni og fölskvalaust trúnaðartraust gaf til- verunni nýjar víddir. Hún hallmælti ekki nokkrum manni. Hún þoldi illa órétt. Sjúkdómum, slysum og óham- ingju annarra brást hún við á sinn hátt, með kærleika og hluttekningu. Það var t.d. lærdómríkt að hlusta á útvarpsfréttir eða horfa á sjónvarps- fréttir með Áslaugu. Hugur hennar var jafnan hjá fólkinu frekar en kringumstæðunum, hjá einstakling- um, innanlands eða í fjarlægum heimshornum, þolendum hamfara og átaka. Þær voru ófáar sendiferðirnar sem við fórum fyrir hana síðustu ár með kveðjur og hvatningu til skjól- stæðinga, sem við vissum ekki alltaf hvernig hún hafði kynnst, en þáðu gjafir hennar og kveðju með þakk- læti. Hvort sem var í gleði eða sorg smitaði hún aðra með bjartsýni og trausti. Áslaug hafði ríka réttlætiskennd, djúpa samhygð og víða sýn á lífið og tilveruna þar sem manneskjan – í margbreytileika sínum – varð mæli- kvarði allra verka. Þessir eiginleikar gerðu Áslaugu sjálfkrafa að frábær- um kennara og ósérhlífnum skóla- stjóra. Öllum kom hún til nokkurs þroska. Það eru margir sem minnast hennar með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning tengdamóður okkar. Sigþór og Sigurjón. Hún amma mín var einstök kona. Það vita allir sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni. Þegar ég var lítil langaði mig oft til að gleðja þessa konu sem ég átti svo góða að. Eins og svo mörg börn sýndi ég væntumþykju mína með því að tína blóm – og vissulega tókst mér að gleðja hana. Því var þó öfugt farið með hana en flesta aðra. Eftir því sem blómvöndurinn var minni gladd- ist hún meira og hvatti hún mig ætíð að tína einungis örfá blóm í einu. Þetta kom ekki til af því að henni fyndist litlu vendirnir mínir ekki fal- legir. Hún amma mín vildi bara ekki að fegurðar blómanna, sem síðar myndu visna í eldhúsinu hjá henni, fengi hún ein að njóta. Vildi hún að blessuð blómin fengju að lifa í nátt- úrunni þar sem allir hefðu tækifæri til að dást að þeim. Þetta var hún amma mín í hnotskurn. Hún óskaði einskis heitar en að allir fengju sömu tækifæri. Ömmu minni tókst á ævi sinni að áorka svo ótal miklu og er ég sann- færð um að heiminn skilur hún við sem betri stað. Fjölmargir minnast hennar sem mikils frumkvöðuls sem og starfa hennar í þágu samfélagsins. En það er ekki fyrir öll hennar afrek utan heimilisins sem ég minnist hennar helst, heldur fyrir þá gríðar- legu væntumþykju og hlýju sem hún ætíð sýndi mér. Amma gaf sér alltaf tíma til að hlusta og held ég að eng- inn hafi verið betur til þess fallinn að leiðbeina manni líkt og hún gerði. Okkar, sem þekktum ömmu Ás- laugu, er sorgin í dag en til framtíðar hamingjan. Með það veganesti sem amma lét mér í té og þá hugsjón í far- teskinu að geta á einhvern hátt látið gott af mér leiða líkt og hún horfi ég björtum augum fram á veginn og kveð ömmu mína sem mér þótti svo undurvænt um. Minningin um ein- staka konu lifir. Sigurveig. Amma Áslaug er farin. Fjölskylda og vinir sakna hennar sárt. Amma var ótrúleg kona. Hún var svo góð og sterk. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja hana og afa Sophus, hvort sem var í Brúnalandið eða á Sléttuveginn. Skemmtilegast var þegar amma og afi héldu veislur og öll fjölskyldan mætti. Þá var sungið og leikið fram á nótt eða þar til tími var kominn til að fara heim sem eng- inn vildi. Við óskuðum þess að þau kvöld væru endalaus. Amma hafði alltaf tíma fyrir okkur og fór ósjaldan með barnabörnin í sund. Sótti hún þá allan skarann á græna Saabnum sín- um og fór með okkur í Vesturbæj- arlaugina. Sumarbústaðarferðirnar voru ófáar og að sama skapi alveg meiriháttar. Það var alltaf gaman að vera í kringum ömmu. Hún var viskubrunnur og alltaf brosandi, meira að segja þegar hún var að skamma okkur barnabörnin fyrir einhver strákapörin þá skein kímnin úr augum hennar. Amma Áslaug er ein sterkasta kona sem við höfum kynnst. Hún er fyrirmynd okkar. Þegar við stöndum frammi fyrir áskorun er svo gott að hugsa til henn- ar og reyna að ímynda sér hvernig hún hefði tekið á málunum. Við vitum að hún hefði staðist hvaða raun og leyst hvert verkefni sem hún hefði staðið frammi fyrir. Þannig var hún. Við höldum áfram að hugsa til ömmu og gleðjast yfir öllum minningum um hana. Við erum svo stolt af því að hún amma Áslaug var amma okkar. Áslaug Auður, Kristín Hrönn og Páll Arnar. Elsku amma Áslaug er dáin. Einhvern veginn er það ótrúlegt að komið sé að hinstu kveðju. Það er erfitt að kveðja svo einstaka konu. Hún gaf mikið af sér og allir í kring- um hana fengu að njóta þess. Mér finnst ég hafa átt afskaplega merkilega ömmu. Þegar ég var yngri var ég afar upp með mér yfir að eiga ömmu sem, ólíkt flestum ömmum þá, vann úti, keyrði bíl, var í skátunum, ferðaðist til fjarlægra landa og fór á fundi til að sinna hinum og þessum félagsstörfum. Hún var fyrirmynd okkar systranna sem montuðum okk- ur óspart af því að vera náskyldar þessum kvenskörungi. Síðar hef ég dáðst að sterkum per- sónuleika, einstakri hlýju og já- kvæðni sem alltaf geislaði af henni. Ákveðnin var henni í blóð borin og sambland þessara eiginleika gerði það að verkum að henni var einkar lagið að hvetja börn sem fullorðna til dáða, hvern og einn á eigin forsend- um. Þar sem við erum alnöfnur hef ég margoft verið spurð um ömmu og frétt af hinu og þessu sem hún tók sér fyrir hendur. Jafnan hafa sögurn- ar verið af ánægjulegu og farsælu samstarfi sem hún átti með ólíkasta fólki í gegnum tíðina. Það hefur verið dýrmætt að fá að eiga ömmu Áslaugu. Ég kveð með söknuði. Hvíl í friði. Áslaug María. „Þið eigið að rækta garðinn ykk- ar,“ sagði amma Áslaug stundum. Í garðinum eiga að vera jurtir sem næra og blóm sem gleðja. Það á að skoða og fjarlægja illgresi sem skjóta rótum og vera vakandi fyrir nýjum, hollum og fallegum jurtum til að bæta í garðinn. Þá verður hann fjöl- breyttari og fallegri með hverju árinu. Þannig eigum við einnig að rækta hjörtu okkar. Hjarta ömmu einkenndist af göf- uglyndi, hlýju og lífsgleði. Hún var einstök fyrirmynd og mikill frum- kvöðull. Hún var ákveðin, en réttlát og hugulsöm kona sem bjó yfir mikilli visku sem leiddi af sér gæfu hennar sjálfrar og annarra. Amma tók öllum jafn opnum örmum og var áhrifa- valdur í lífi margra. Hún hvatti fólk til að hlusta á sína innri rödd og treysta á eigin sannfæringarkraft. Alltaf var amma þó tilbúin að hlusta og rétta hjálparhönd. Hún hafði mik- inn húmor og var því gleðigjafi vina sinna og fjölskyldu. „Reyndu að kveðja þennan heim ofurlítið betri og fegurri en hann var þegar þú komst í hann. Þá veistu að þú hefur ekki lifað til einskis.“ Þetta er lífsspeki sem amma tileinkaði sér og við erum sannfærð um að amma kvaddi þennan heim ofurlítið betri. Gott hjarta hættir aldrei að slá og gæskan sem frá henni streymdi gengur vonandi frá manni til manns. Við kveðjum ömmu Áslaugu með söknuði og minnumst hennar gefandi nærveru með þakklæti í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hennar. Sophus og Kristín María. Áslaug María Friðriksdóttir er lát- in. Í mannhafinu er kærleiksklettur horfinn sjónum en minning og áhrif munu lifa. Áslaug var svo yndisleg og einstök að það var eins og allt sem hún kom nærri yrði betra en áður. Full umhyggju, elju og áræði tókst hún stöðugt á við ný verkefni og skipti þá engu vettvangur, aldur hennar eða heilsa, allt virtist vera fyrir henni sem einföld og hógvær glíma. Hún var engri lík, stórkostleg fyrirmynd og sannarlega afbragð annarra. Það var mikil gæfa að eiga samleið með slíkri manneskju sem Áslaug var. Bestu þakkir fyrir að fá að vera eitt af börnunum hennar Ás- laugar. Ljós hennar mun lifa um ókomin ár. Jóakim, Hildur og fjölskylda. Ljúft og skylt er að minnast mætr- ar konu, Áslaugar Maríu Friðriks- dóttur, ömmu Áslaugar, nafninu, sem hún gjarnan var nefnd hjá mín- um nánustu skyldmennum. Kynni okkar voru persónuleg. Frá fyrstu tíð tókst með okkur náin vinátta og naut ég elsku hennar og tryggðar svo fágætt er. Hún var mér eins góð og besta móðir. Alltaf til staðar, hreinskiptin, einlæg, jákvæð, hjálpsöm, kát og glöð. Hún var skemmtileg og hún var einstök. Á samband okkar bar aldrei skugga og minnist ég þess ekki, að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða. Starfsvettvangur Áslaugar var ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.