Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Blaðsíða 7
S U'N'N' UDAGSBLAÐIfl 39 Ef þér væruð dómari... HVERNIG mynduð þér dænia í eftirfarandi málum, sem öll hafa komið fyrir ameríska dómstóla ? Kveðið upp yðar úrskurð um lcið og þér hafið lesið um hvert mál fyrir sig, og berið niður- stöðurnar saman við úi;- skurð hina amerísku dóm- ara. Þegar leiðarbíliinn hafði ekið um helming áætlunarleiðarinnar, sem var 320 km. að lengd, stað- næmdist hann við veitingastað einn, svo að farþegarnir gætu fengið sér að borða. Einn af far- þegunum, frú Tessie, lagði tösku sína á stól við hlið sér, meðan hún borðaði, en þegar hún ætlaði að ganga út,*varð hún þess vör, að taskan var horfin. Og það sem verst var: bifreiðarstjórinn vildi ekki leyfa henni inngöngu í bílinn aftur, nema hún sýndi far- seðilinn eða keypti nýjan fyrir þann hluta, sem eftir var af leið- inni, en farseðill hennar hafði einmitt verið í töskunni, sem horfið hafði. Þegar konan loks komst á ákvörðunarstað, stefndi hún sérleyfishafanum á þessari leið. „Ég var búin að greiða fargjald mitt fyrir alla leiðina, og það vissi bifreiðarstjórinn ósköp vel,“ sagði hún. „Sérleyfishafinn hlýt- Ur að hafa skyldu til þess að flytja farþega alla þá leið, sem fargjald hefur verið greitt fyrir. Ég krefst skaðabóta!“ „Frúin gleymir því, að sérleyf- ishafinn áskilur sér rétt til þess að krefjast þess að sjá farseðlana, hvenær, sem bifreiðastjórarnir telja ástæðu til,“ svafaði lögfræð- ingur sérleyfishafans. „Það er ekki hægt að ætlast til að bif- reiðastjórarnir muni stöðugt, hverjum þeir hafa selt farmiða.“ Mynduð þér, ef þér væruð dóm- ari, dæma sérleyfishafann til skaðabótagreiðslu til frú Tessie ? Dómarinn taldi, að það hlvti að vera á ábyrgð farþegans, ef hann glataði farseðlinum, en ekki sér- leyfishafans. Farseðillinn er í gyldi, hver sem handhafi hans kann að vera, bætti dómarinn við, og ef bifreiðarstjórinn fellst á að flytja þann sem telur sig hafa glatað farseðlinum, á hann á hættu að þurfa að flytja einnig þann, sem farseðilinn hefur fund- ið. — Með öðrum orðum: frú Tessie fékk enga skaðabóta- greiðslu. — O — Miller var með tannpínu, og' tannlæknir hans sendi hann í myndatöku á röntgendeildina, Síðar hringdi tannlæknirinn til Miller og sagði: „Myndirnai'.sýna að margar af tönnum yðar eru eyðilagðar í rótina af ígerð. Ég vil ráða yður til að láta taka þær“. — Miller fór að ráðum læknisins og lét hann draga úr sér tennurn- ar. En þegar tannlæknirinn hafði lokið verki sínu, varð honum ljós sá hræðilegi sannleiki, að rönt- gendeildin hafði sent honum skakkar myndir, og hann hafði dregið úr Miller gersamlega heil- ar og óskemmdar tennur. Þegar Miller heyrði þetta, varð hann \dtanlcga ókvæða við, og höfðaði mál, bæði gegn tannlapkiiinum og röntgendeildinni. „Hefði deildin sent mér réttar myndir, mundi þetta aldrei hafa komið fyrir,“ sagði tannlæknir- inn. „Itöngtendeildin hlýtur ein að verða að bera skaðabæturnar.“ „Hefði læknirinn aðeins gert sér það ómak að líta upp í mann- inn, hefði hann hlotið að geta séð, að þessi mynd var ekki af tönnum hans,“ hélt fulltrúi deild- arinnar fram. „Yið játum, að okk- ur hafa orðið mistök á, en þau eru því aðeins saknæm, að tann- læknirinn hefur sýnt vítavel't athugunarleysi.“ — Væruð þér dómari, — hvern mynduð þér þá telja bera ábyrgð- ina ? Dómarinn sagði: Röntgendeild- in og tannlæknirinn greiði Miller samtals 6 000 dollara. Enda þótt hinir ákærðu aðilar starfi sjálf- stætt, hvor á sínu sviði voru báð- ir orsök í þessum klaufalegu mis- tökum. — O — Þegar eigandi kjörbúðar einnar stóð Louise Morley að verki, er hún stakk kaffipakka í tösku sína, þuldi hann upp fyrir henni vöru- lista fyrir samtals 6.17 dollara, er hún hefði hnupplað og stungið í innkaupstöskuna. Hann hafði lengi grunað þessa konu um óráð- vendni, og áleit að sennilega væri hún búin að stela miklu meiru en þessu, eða samtals fyrir um 50 dollara. — Eigandinn hótaði kon- unni að kalla á lögregluna, ef hún vildi ekki skrifa undir viðurkenn- ingu fyrir skuldinni og greiða hana að fullu. Full ótta og blygð- Gjörið svo vel að fletta á bls. 44.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.