Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Qupperneq 16
48
SUNNUDAGSB L A ÐIÐ
EINS OG KONA.
Concordes sagði: ,,Hver
og ein af bókum mínum
er eins og kona: maður
getur blygðunarlaust sýnt
hana, en aldrei lánað
öðrum.“
0O0
SNEMMA BEYGIST
KRÓKUR . ..
Litla dóttir sakamála-
rithöfundarins, Stig
Trenters, spurði eitt sinn
gestkomandi konu hvort
hún væri gift.
„Ég var einu sinni
gift,“ svaraði konan.
„En hvers vegna ertu
það ekki núna.“
„Maðurinn minn er dá-
inn, væna mín.“
Eftir drykklanga stund,
leit telpan bláum augum
sínum á konuna og
spurði:
„Hver skaut hann ?
0O0
IIJÓNAEFNI.
Rainiei’ prins af Mon-
aco og kvikmyndaleik-
konan Grace Kelly ætla
að gifta sig um miðjan
apríl næstkomandi, og
eyða kveitibrauðsdögun-
um um borð í lysti-
snekkju prinsins á Mið-
jarðarhafinu. Prinsinn
hefur skýrt frá því að
unnusta sín muni vfirgefa
kvikmyndirnar. „Ég áleit
það bezt að hún hætti að
leika,“ sagði hann. „Það
fer aldrei vel, ef ég verð
að neyðast til þess að
dvelja í Monaco og hún í
Hollywood.“
0O0
BÍLAFRAMLEIÐSLAN.
Áætlað er að á þessu
ári verði framleiddir um
ein milljón bílar í
Vestur — ÞýzkalandL
— I Sovjet-ríkjunum
er að hefjast l'ramleiðsla
á nýrri bifreiðategund, er
nefnast mun „Ekorn.“
Það er tveggja dyra bíll,
tekur fimm manns, og
mestur ganghraði verða
100 km. á klukkustund.
0O0
MÆLGI.
Brezka blaðið Daiiy
Min-or fékk eftirfarandi
spurningu frá einum les-
enda sínum : „Ég ferðað-
ist í fullskipaðri járn-
brautarlest frá London
til Brighton. Ferðin tók
fimm stundarfjórðunga,
á öllum þeim tíma voru
aðeins sögð 40 orð í klefa
mínum. Er þetta ekki
brezkt met í þögli ?“
— Blaðið svaraði: „40
orð á 5 stundarfjórðung-
um. Eftir brezkum mæli-
kvárða hafa samferðar-
menn yðar bókstaflega
verið málóðir!"
oOo
ATIIUGIÐ.
— Hafið þið nokkurn
tíma hugsað út í það, að
vanaleg tveggja tíma
kvikmynd er 3000 metr-
ar að lengd ? Og að þið
„sjáið“ 24 myndir á
sekúndu.
oOo
DÝR TANNTAKA.
Da!nsk|i tannlæknirinn
John Hertz, sem nú er
prófessor í Stokkhólmi,
sagði eftir að hann kom
heim úr ferðalagi frá
Bandaríkjunum, að þar
vestra kostaði 450—500
krónur að draga einn jaxl
úr manni, og það væri
hreint ekki óalgengt að
amerískur tannlæknir
væri búinn að þéna 5000
krónur áður en hann færi
til hádegisverðar.
O
LÍTIÐ ÆVINTÝRI.
Herramaður einn var
á gangi í Hyde Park, og
heyrði þann þá allt í einu
að grátið var ofurlágt
bak við einn trjá.runna.
Þegar hann aðgætti þetta
betur, sá hann sér til
undrunar, að þetta var
lítill froskur, sem sat
þarna volandi.
„Get ég nokkuð hjálp-
að þér, litli froskur ?“
spurði maðurinn góðlát-
lega.
„Ég er ekki froskur,“
sagði þessi vera. „Ég er
fögur stúlka í álögum,
og það eina, sem getur
leyst mig úr þeim, er að
karlmaður taki mig heim
með sér og leggi mig í
rekkju sína.“
Þetta gæti ég svo sem
vel látið eftir litla froskn-
um, hugsaði maðurinn,
og tók hann heim með
sér, og lagði hann á kodd-
ann í rúmi sínu. Þegar
hann vaknaði morguninn
eftir lá í rúminu við hlið
hans undur fögur stúlka.
En því miður hefur kona
mannsins aldrei trúað
ævintýrinu um litla grát-
andi froskinn í Hvdc
Park.
SUNNUDAGSBLADID
ÚITGE'FANDI: Sunnudagsblaðið h.f.
IUTSTJÓRI: Ingóifur Kristjánsson,
Stórholti 17. Sími 6151. Box 1127.
AFGRETÐSLA: Hverfisgötu 8—-10. Sími 4905.
Lausasöluverð kr. 5,00. Ársfjórðungsgjald lcr. 60.
A1 þý ðu pr entsm i ð j a n.