Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 8
8 | 25.1.2004 Erum við öll einhvers konar safnarar? Við erum mismunandi miklir safnarar inn við beinið rétt eins og við erum mismiklir veiðimenn. En er ekki safnaraeðlið skylt veiðieðlinu? Snýst ekki háttsemi safnarans einmitt líka um að draga heim nýj- an feng? Jú, ég held að þetta sé alveg nátengt og hvort tveggja er eðlislægt manninum. Hvaða hvatir liggja á bak við söfnunarþörf fólks? Þær eru mjög mismunandi. Samkvæmt sálfræðing- um felst ákveðin öryggiskennd í því að safna. Sumir eru í því að bjarga menningarverðmætum, að eigin mati og hugsanlega annarra, en margir eru hreinlega með óskil- greinda þörf fyrir að sanka að sér hlutum. Þetta getur undið mikið upp á sig og margir gera sér ekki grein fyrir þeirri áráttu sem getur fylgt í kjölfarið. Af hverju ræðst helst hvaða hlutur verður fyrir valinu? Það er mjög einstaklingsbundið, getur verið eitthvað í æsku sem veldur því að fólk dregst að ákveðnum hlut og verður upphafið að söfnun þess. Sumir eignast af til- viljun einhverja nokkra hluti og hefja söfnunina út frá þeim. Það á til dæmis við Ragnheiði Viggósdóttur sem eignaðist í æsku íslensk vísnapóstkort en hóf ekki söfn- un sína á þeim fyrr en hún var orðin roskin kona. Núna á hún mörg þúsund kort og er jafnframt farin að safna spilum. Söfnun tengist þannig klárlega áráttuhegðun? Já. Sálfræðingar hafa gert úttekt á söfnurum og telja svo vera. Getur söfnunaráráttan þá ekki orðið sjúkleg? Jú, hún getur vissulega orðið það þegar líf fólks snýst eingöngu um hlutinn sem það er að safna og það getur ekki hætt. Ég tel þó vera fleiri jákvæða þætti þessu tengda en neikvæða. Hverjir eru helstu jákvæðu þættirnir? Til dæmis þegar verið er að bjarga hlutum sem söfn- in í landinu sýna ekki áhuga. Það er svo ótalmargt í kringum okkur sem hefur menningargildi og við tök- um ekki einu sinni eftir. Á sýningunni er verið að sýna að kóktappar, bjórtappar og rakvélablöð hafa t.d. mik- ið menningarlegt gildi. Í hverju felst þetta menningarverðmæti, eins og í gos- töppunum? Í því tilviki notar Hrafnhildur Sigurðardóttir mynd- listarkona þá til að búa til myndverk. Blandar saman kókflöskutöppum, kertavaxi og snyrtivörum. Setja safnarar sér markmið? Hefðbundnir safnarar gera það og eru í félagasam- tökum eins og myntsafnarafélaginu, þar sem safnarar hittast og halda skiptafundi. Netið hefur opnað fyrir möguleikann á að fólk skipti við erlenda safnara. Lítur þú á sýninguna sem listsýningu? Uppleggið með sýningunni er stefnumót við safnara. Þetta er svo víðtækt í nútímanum og þú getur fundið á meðal þessa fólks myndlistarfólk sem er í raun að safna og endurvinna í bland við hefðbundna safnara. Þetta er því bæði myndlistarsýning ásamt því að vera söguleg sýning. Það er áhugavert hvernig slík sýning getur skír- skotað til hugmyndaheims manna eins og Duchamps þar sem hluturinn öðlast gildi sitt vegna nýrrar stöðu sinnar, þ.e. eðli hlutarins breytist, hér vegna fjölda þeirra. Einmitt, það er akkúrat það sem gerist með kóktappana. Einn kóktappi er kannski einskis virði, en þúsundum saman geta þeir myndað listaverk. Í hverju telurðu ánægju safnaranna felast? Ánægja þeirra virðist mér vera aðallega fagurfræði- leg eins og hjá listamönnum. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson sem á spil á sýningunni segist t.d. aldrei hafa haft sérstaka ánægju af að spila heldur af að horfa á spilin og kynnast sögu þeirra. Er hægt að lesa í karakter safnarans eftir því hverju hann safnar? Kannski að einhverju leyti en það er ekkert algilt. Ég held að það sé frekar hægt að lesa tíðarandann. Hver er furðulegasti hlutur- inn sem þú veist að fólk hef- ur safnað? Ég frétti um daginn af manni sem safnar ælupokum. Er hægt að safna einhverju sem er óeiginlegt eins og tungumálum, ferðalögum eða hugmyndum? Já, því ekki það? Eru safnarar furðufuglar eða bara venjulegt fólk? Ég held þeir séu bara mátulegt sambland af þessu tvennu. Eiga þeir eitthvað annað en söfnunaráráttuna sameig- inlegt? Já, það að vera skemmtilegt og lifandi fólk, fullt af einhverjum óútskýranlegum eldmóði. Hvenær er safnarinn kominn með nóg? Ég held að safnari fái aldrei nóg. Eru einhverjar uppákomur í tengslum við sýninguna? Já, um helgina verður frumsýnd heimildamynd Kára G. Schram Grúskari af Guðs náð sem fjallar um Jónas í Antikbúðinni. Einnig verður sýnd mynd hans um Valda koppasala. Hinn 21. febrúar verður svo safn- aramarkaður í Gerðubergi í tengslum við Vetrarhátíð. rebekka@centrum.is © Rebekka Rán Samper Veit um mann sem safnar ælupokum Safnaraeðlið er eðlislægt manninum. Vor- og sumartískan var sýnd í París í vikunni. Hér leiðir Karl Lagerfeld fyrirsætuna Alek Wek frá Súdan í lok sýningar Chanel. Lagerfeld hefur haldið merkjum Coco Chanel á lofti frá árinu 1983 sem aðalhönnuður fyr- irtækisins. Hann er að nálgast sjötugasta aldursárið en lætur það ekki hamla því að skapa nýja tísku þar sem hugað er að öllum smáatriðum, líkt og Coco Chanel gerði í París á fyrri hluta síðustu aldar. VIKAN SEM LEIÐ VORIÐ Á NÆSTA LEITI R eu te rs Púlsinn Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræðingur og sýningarstjóri Stefnumóts við safnara í Gerðubergi | Rebekka Rán Samper

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.