Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 29
25.1.2004 | 29 Ég bjó lengi í góðri íbúð í fjölbýlien síðustu árin sem ég var þarvoru svo miklar stunur úr svefnherbergjunum fyrir ofan mig og neðan að það var virkilega óþægilegt,“ sagði kona í tölvupósti sem hún sendi til mín fyrir skömmu. „Fleiri sem ég þekki hafa svipaða sögu að segja. Ung kona býr t.d. í íbúð á jarðhæð og er önnur íbúð á sömu hæð. Í þeirri íbúð býr kona sem stynur svo hátt á stund- um að sambýlisfólkið í hinni íbúðinni vaknar þótt það sofi í hinum enda hússins. „Ég skil ekki þennan leikara- gang, hvað er að hjá konum?“ sagði unga konan við mig. Ég gat ekki annað en samsinnt henni, minnug stunanna úr fjölbýlishúsinu. Hvað á maður að gera í svona tilfellum, á maður að ganga að viðkomandi manneskju og segja: „Fyrirgefðu, en þú stynur svo hátt að ég get ekki sofið“? Þetta er vitaskuld hið vandræðaleg- asta álitamál. Það er ekki beint fýsi- legur kostur að ganga að sambýliskonu í húsi og segja henni að hún stynji svo hátt að ekki sé svefnfriður fyrir henni, áður en það er gert er í það minnsta ástæða til að skoða málið. Í hinu vikt- oríanska Bretaveldi sagði móðir ein við dóttur sína áður en hún fór nýgift í hjónasængina: „Close your eyes and think of England.“ Nú eru tímarnir breyttir en samt er kannski ástæða til að „loka augunum og hugsa til fram- tíðar Íslands“. Við Íslendingar erum fá- menn þjóð og miklu skiptir að við höldum áfram að fjölga okkur – hvern- ig færi annars með lífeyrisgreiðslur og umönnun þeirra sem nú bera hita og þunga samfélagsins? Þetta er ágætt að hafa í huga þegar frygðarstunur úr svefnherbergjum næstu íbúða trufla nætursvefninn. Dugi ekki að liggja á hliðinni og draga sængina vel yfir það eyra sem upp snýr þá má reyna að fá sér tappa í eyrun. Komi það ekki að notum má reyna að hafa lágværa tónlist á. Dugi það heldur ekki má reyna að útvega sér upptökur af náttúruhljóðum sem til eru á geisladiskum. Hafa ber og í huga að þetta er vafa- laust gamalkunnugt vandamál á Ís- landi. Margir hafa eflaust mátt velta sér svefnlausir í fletjum þröngt skipaðra baðstofa meðan verið var í næstu rúm- um að leggja drög að forfeðrum og for- mæðrum Reykjahlíðarættar, Víkings- lækjarættar, Arnardalsættar, Skarðs- ættar o.s.frv. Ef hins vegar stunur og andvörp ást- arleikja keyra svo úr hófi fram til lang- frama að ómögulegt er að fá svefnfrið mætti reyna að „ganga í kórinn“ fram- leiða enn hærri stunur í von um að par- ið skilji sneiðina. Dugi það ekki má reyna að útvega parinu aukavinnu, saman eða hvort í sínu lagi. Til þrauta- vara mætti svo á næsta húsfundi, undir liðnum „önnur mál“, biðja um að fólk leggi sig almennt fram um að hafa sem hljóðast um sig á næturnar. Sé þetta allt gagnslaust þá kemur til álita að ganga beint að fólki og segja: „Óskapleg læti eru þetta í ykkur á næturnar, það er ekki svefnfriður fyrir ykkur“, en hætt er við að samskiptin geti orðið vand- ræðaleg eftir það. Gangi ekkert af þessu og áheyrandi frygðarstunanna vill ekki flytja er gott að hafa í huga að tíminn vinnur með honum í þessu máli. Ástríður fólks láta oft undan síga með aldrinum, sem og gæti honum daprast heyrn af sömu ástæðu. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Þú stynur svo hátt að ég get ekki sofið! Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.