Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 23
25.1.2004 | 23 Hvernig líður dæmigerður dagur í lífi ykkar? Allir vakna klukkan 7 á morgnana og þá byrjar fjörið. Fyrst er að koma eldri krökkunum í skólann og tvíburarnir fá sér þá morgunverð. Síðar um morguninn leggja þeir sig og þá reyni ég yfirleitt að gera það sem þarf heimavið eða vinna í tölvunni. Oftast fer ég í vinnuna fyrir há- degi og er komin heim um sjö. Mamma er heima með krakkana sem er frábært þar sem vinnu- tími minn er æði breytilegur. Við reynum oftast að borða öll saman og því næst baða ég tví- burana. Um klukkan níu er svo komin ró á mannskapinn og þá nota ég tímann til að hlaða batteríin fyrir komandi dag. Hvert er besta veganestið út í lífið fyrir börnin þín? Það tel ég vera heiðarleiki og iðjusemi, auk þess að koma ávallt fram við náungann eins og þú vildir að komið væri fram við þig. ALDA GUÐJÓNSDÓTTIR (31), FATAHÖNNUÐUR OG STÍLISTI. ÁGÚST ARI ÞÓRISSON (14), JÚLÍA TÓMASDÓTTIR (6), MIKAEL ELI INGASON (1), ÍSAK ELDAR INGASON (1). K JA R N A K O N U R L JÓ S M Y N D IR : Á S T A K R IS T JÁ N S D Ó T T IR T E X T I: H IL D U R R Ó S A K O N R Á Ð S D Ó T T IR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.