Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 20
20 | 25.1.2004 ingum,“ segir hann. „Margir sem þekkja mig ekki mikið hafa sagt mér hvað þeir skynji mikla gleði og hamingju í myndunum mínum. En þannig eru myndirnar ekki endilega, ef litið er á hvað liggur undir yfirborðinu. Ég hef til dæmis mjög gaman af því að mála myndir með stórum byggingum þar sem mikið er um að vera inni í gluggunum. Flestir sem horfa á myndirnar halda að öll atburðarásin eigi sér stað fyr- ir utan bygginguna, en í raun og veru á hún sér stað innan hennar og sést í gegnum gluggana. Fólkið fyrir framan bygginguna virkar kannski hamingjusamt, en þegar litið er inn um gluggana sést hið gagnstæða; fólk að gera ýmislegt sem á ekkert skylt við hamingju eða leik, jafnvel eitthvað dónalegt. Ég er mikið fyrir þessar vangavelt- ur,“ segir Bilson. „Ég hef einnig mjög gaman af því að grípa augnablikið eins og sagt er og þannig myndir eru kannski eins og ljósmyndir þar sem til dæmis fullt af blöðrum er á leið upp til himins. Það sem er síðan ótvírætt við þetta er að þessar blöðrur eru ekki endilega upphafið að augnablikinu sem myndin er að tjá, heldur alveg eins end- irinn,“ segir Bilson og bætir við að lífið sé í hnotskurn á þennan veg. Að það sem við höldum að sé upphafið að einhverju er jafnvel endirinn og þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar.“ Margar af myndum Bilsons bera afar sérstök og skemmtileg nöfn eins og „Hvað er hvað,“ „Ertu frá Íslandi?“ „Hratt hratt, Hratt hratt, Hægt,“ „Sætt eða súrt, elsk- an?“ Síðastnefnda myndin, „Sætt eða súrt, elskan?“, er af fallegum elskendum sem standa andspænis hvort öðru úti í náttúrunni. Allt virðist leika í lyndi, með blóm og lömb í haga en er það svo? Ef betur er að gáð stendur konan, sem snýr bakinu fram, með hníf í annarri hendinni og blóm í hinni. Ég spurði því listamanninn hvað hann meinti með þessu, hvort hann teldi svona þunna línu á milli ástar og haturs. Harry Bilson svaraði snöggur upp á lagið: „Ást og hatur eru auðvitað af sama meiði, það er ekki hægt að elska nema hata og öfugt. Hins vegar vil ég benda á að maðurinn á myndinni er líka með hendurnar á bak við sig og við vitum náttúrulega ekkert hvað hann geymir þar eða hvort þeirra er að spyrja spurningarinnar og í hvaða samhengi. Við megum ekki gleyma lömbunum á myndinni,“ segir Bilson og hlær. Á kampavíni líf sitt að þakka Harry Bilson greindist með heilaæxli árið 1992 og þurfti að fara í uppskurð til að láta fjarlægja meinið. Þegar ég spyr hann út í þetta kemur bersýnilega í ljós að Bilson á auðvelt með að sjá björtu hliðarnar í lífinu. „Kampavínið bjargaði lífi mínu,“ segir hann og heldur áfram. „Ég hef ekkert sérstaklega gaman af því að vera viðstaddur opnun sýninga minna, þar sem fólk er alltaf að spyrja mig sömu spurninganna. Það var kannski þess vegna sem ég var kominn langt niður í þriðju kampavínsflöskuna á opnun sýningar í Ástralíu árið 1992. Daginn eftir vaknaði ég með þennan hræðilega hausverk sem er náttúrulega ekki í frásögur færandi nema hvað hausverkurinn entist í einar þrjár vikur. Það varð til þess að ég fór til læknis sem setti mig í tilheyrandi rannsóknir. Þegar í ljós kom að ég væri með æxli brá mér í fyrstu, en ég var ótrúlega fljótur að aðlagast þeirri tilhugsun að þetta gæti leitt mig til dauða,“ segir Bilson og þakkar kampavíninu góða, þótt höfuðverkurinn hafi í raun og veru ekkert tengst æxlinu. „Ég slapp rétt fyrir horn því æxlið hefði leitt mig til dauða innan fárra mán- aða,“ segir hann. Bilson kveðst hugsa lítið um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég reyni frekar að njóta augnabliksins. Ég held að þetta sé aðallega spurningin um að vera ekki að burðast með of mikið, verða ekki of ágjarn og reyna að særa ekki þótt það sé nátt- úrulega ómögulegt að gera öllum til geðs. Það sama á við um myndlistina. Sumum líkar málverkin mín en öðrum ekki. Það er fyrir löngu hætt að trufla mig,“ segir lista- maðurinn. elinros@simnet.is persóna er í raun sami einstaklingurinn, en á mismunandi tímaskeiði í lífinu og ann- aðhvort karl eða kona,“ segir hann og útskýrir að kjarna þessarar hugmyndar sé ef- laust að finna í þeirri trú hans að við séum í raun og veru öll úr því sama. „Þess vegna höfum við öll bæði gott og illt í okkur. Þetta er oft spurningin um heppni, hvort hið slæma kemur á undan eða á eftir hinu góða. Það sama á við um listaverkin.“ Bilson hefur nýlega opnað mjög vandaða heimasíðu, www.harrybilson.com, þar sem hægt er að sjá hvaða myndir eru til sölu hjá listamanninum. Þar er einnig hægt að fá eftirprentanir af mörgum myndum hans. „Ég hef reyndar enga tölvukunnáttu sjálfur, svo að Barbara á allan heiðurinn af síðunni. Það hefur verið mikill þrýstingur í gegnum árin að ég kæmi þessum upplýsingum á Netið,“ segir Bilson og leggur áherslu á að hann hafi fengið ótrúleg viðbrögð á þessum sex vikum sem heimasíðan hefur verið starfrækt. „Í upphafi var hún aðallega hugsuð fyrir þá sem vildu kaupa eftirprentanir en nú hafa málin þróast þannig að ég sel fleiri málverk en eftirprent- anir í gegnum vefinn,“ segir hann. Hrekkjótti ljóshærði snáðinn Þótt Harry Bilson tali ekki íslensku hefur hann miklar taugar til landsins og finnst hann jafnvel minni útlendingur hér en annars staðar. „Ég á margar góðar minningar frá Íslandi og frændfólk sem ég er í góðum tengslum við. Ég er fæddur í húsi Jónu ömmu á Laugaveginum, nánar tiltekið á horni Barónsstígs og Laugavegar. „Þótt fað- ir minn og móðir séu hamingjusamlega gift í dag þá áttu þau ekki saman á þessum tíma. Ég man ekkert eftir föður mínum þá og ég held að ég hafi ekki séð hann al- mennilega fyrr en við mæðginin fluttum til hans þegar ég var í kringum sex ára ald- urinn.“ En Jónu ömmu man hann vel eftir: „Á þessum tíma rak amma saumastofu, þar sem hún og tvíburasystir hennar, Elísabet, fengust við kúnststopp og sauma- skap.“ Bilson geislar af gleði þegar hann byrjar að rifja upp nokkrar sögur frá því hann var ljóshærður snáði búsettur með móður sinni og Jónu ömmu á Laugaveg- inum. „Ég man sérstaklega eftir því hvað mér þótti mikið til þess koma að geta dorg- að í Reykjavíkurhöfn og komið með fisk heim í matinn fyrir ömmu. Amma var alltaf afar þakklát en einn daginn komst ég að því að hún henti alltaf fiskunum mínum en sagði mér ekki frá því til að særa mig ekki. Þetta voru mikil vonbrigði enda hafði ég alltaf borðað fiskinn hjá henni með bestu lyst þar sem ég taldi að þarna væri um að ræða sjávarfang sem ég hefði aflað sjálfur.“ Bilson gat einnig verið hrekkjóttur eins og gengur og gerist. „Mér þótti skemmti- legt að stríða Jónu ömmu og tvíburasystur hennar Elísabetu. Þær systurnar voru afar trúræknar og því spilaði Elísabet oft lög við sálma á orgelið sitt. Ég hafði sérstaklega gaman af því að toga út alla hnappana á orgelinu, þannig að þegar systirin byrjaði að spila þá barst þessi hræðilegi hávaði um húsið og þær gömlu hrukku náttúrulega í kút. Þetta þótti mér fyndið og hljóp oftar en ekki út í rabarbarabeðið hennar til að fela mig,“ segir Bilson og rifjar upp fleiri skemmtilegar sögur úr æsku. „Ég á einnig margar skemmtilegar minningar tengdar veiði sem snáði. Til dæmis hef ég afrekað að veiða lax með berum höndum. Ég var ekki eldri en átta eða níu ára á þessum tíma og var auðvitað skammaður fyrir vikið. En ég veit fyrir víst að í þetta skiptið var afl- inn minn eldaður og étinn, ekki bara hent í ruslið,“ segir Bilson og hlær. Litið undir yfirborðið Bilson er ekki hrifinn af því þegar listfræðingar eða fólk almennt reynir að greina hann eða jafnvel myndirnar hans út frá einhverjum kenningum. „Ekkert er eins og það sýnist. Fólk er mismunandi og skynjun þess líka. Til dæmis skynja ég þig allt öðru vísi en þú gerir. Þetta hef ég til hliðsjónar þegar ég mála myndir og er forsenda þess að mér líkar illa þegar fólk reynir að skilgreina hlutina út frá þröngsýnum kenn- EKKERT ER EINS OG ÞAÐ SÝNIST „Margir sem þekkja mig ekki mikið hafa sagt mér hvað þeir skynji mikla gleði og hamingju í myndunum mínum. En þannig eru myndirnar ekki endilega…“ Red or white. Quickquick, quickquick, slow. Sweet or sour darling. Snakes and ladders.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.