Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 28
28 | 25.1.2004 Í kjölfar hinna árlegu megrunarkúra og líkamsræktarátaka sem alltaf fylgja jan-úarmánuði hefur verið talsverð umræða um útlits- og holdafarsdýrkun land-ans. Svo virðist sem allir ætli sér að léttast og komast í sama fatanúmer og fyrisætur blaðanna. Til hvers kjörþyngd? Kjörþyngd fólks er almennt metin út frá svokölluðum lík- amsþyngdarstuðli eða „body mass index“. Á kjörþyngdarbilinu eru lífslíkur mest- ar og minnst áhætta á ýmsum sjúkdómum sem geta fylgt því að vera vannærður eða ofalinn. Margir hafa áhyggjur af því að þyngjast og telja að hvert kíló niðurávið hljóti að vera til góðs. Það er ekki skrýtið eins oft og er hamrað á þeim mikla vanda sem offitan er orðin í þjóðfélaginu. Það er þó ekki síður tilefni til að varast það að léttast um of. Neikvæðu áhrifanna af því að fara niður fyrir kjörþyngdarbilið fer fyrr að gæta en örfárra kílóa upp fyrir kjörþyngd. Það er heilbrigðara að falla í flokkinn ofþyngd en að flokkast í hóp þeirra sem þjást af vannæringu eða offitu. Að léttast eða grennast Ein af ástæðum þess að fólk er almennt ekki hraust ef það er orðið mjög létt er lítið magn vöðvamassa. Það eru vöðvarnir sem halda lík- amanum gangandi og vöðvar eru þyngri fyrir hverja rúmmálseiningu en fita. Margir hafa kynnst því af eigin raun, að þegar byrjað er að stunda líkamsrækt minnkar mittismálið og maður grennist án þess þó að nálin á vigtinni færist. Þess vegna er það lykilatriði að hugsa ekki bara um vigtina heldur fyrst og fremst að móta líkamann með reglulegri hreyfingu og hæfilegu magni af fjölbreyttum, holl- um mat. Aukin hreyfing Lífsstíllinn sjálfur er það sem skiptir mestu máli, miklu frekar er kílóin sjálf. Jafnvel þótt maður léttist lítið sem ekkert þá er það hreyfingin sjálf og þolið og styrkurinn sem fylgir sem ráða hvað mestu um heilsufarið. Þann- ig sýndi rannsókn sem gerð var á stórum hópi karlmanna að lífslíkur og heilsufar var betra hjá þeim sem stunduðu reglubundna hreyfingu óháð holdafari en þeim sem létu sér kyrrsetulífið nægja. En það er auðvitað engu að síður skyn- samlegt að halda líkamsþyngdinni í skefjum og stefna á kjörþyngd. Óskalíkamsþyngdin fylgir líka oft af sjálfu sér þegar fram líða stundir sem verðskuldaður glaðningur fyrir dugnað og þraut- seigju í leikfimi og skynsemi í mataræði. Sem betur fer þurfa ekki allir að vera eins Kjör- þyngdarbilið er mjög breitt. Þannig telst mann- eskja sem er 170 sm á hæð í kjörþyngd ef hún er á bilinu 53 til 73 kg. Það er því síður en svo tilefni til að steypa alla í sama mót. Kjörþyngdarbilið er fræðilegt og þótt það gefi okkur vísbendingar um æskilega þyngd er ekkert sem segir að maður geti ekki verið þokkalega á sig kominn þótt kílóin fari eitthvað út fyrir ramman. Mestu máli skiptir að manni líði vel í eigin lík- ama. Hvað er fallegt? Þótt kjörþyngd snúi fyrst og fremst að því að stuðla að heil- brigði verður ekki hjá því komist að tala um útlitið. Mun oftar heyrist fólk kvarta undan þyngdinni vegna þess að því finnst það ekki líta nógu vel út í þessari eða hinni flíkinni en að það hafi verulegar áhyggjur af heilsunni. Hér er auðvitað heil- mikillar hugarfarsbreytingar þörf, en það er samt ólíklegt að við hættum nokkurn tímann að tengja holdafarið útlitinu. Fyrir nokkrum árum voru gerðar rannsóknir á því hvaða vaxtarlag og holdafar þykir mest aðlaðandi. Þegar karlmenn gáfu myndum af konum (án höfuðs) einkunn kom í ljós að líkamsþyngdarstuðullinn skipti mestu – þeir vildu einfaldlega helst konur sem voru í kjörþyngd (ekki létt- ari!). Mjótt mitti, stór barmur eða langir fótleggir skiptu mun minna máli. Vís- indamennirnir drógu þá ályktun að þetta stafaði einfaldlega af því að konur eru frjósamastar ef þær eru í kjörþyngd – og innra eðli mannsins segir honum að það sé það sem hann vill. Þegar konur fengu að meta karlmenn í sams konar rannsókn kom hins vegar í ljós að konur velja karlmenn með öðru hugarfari. Þeir þurfa að vera sterkir og vöðvastæltir – til að draga björg í bú. Breiðar herðar og grannt mitti, eða þríhyrningslaga efri hluti skipti þar mun meira máli en líkamsþyngdarstuðullinn. Hentar ekki fyrir vaxtarræktarmanninn, ömm- una og barnið Líkamsþyngdarstuðullinn gefur ágætis vísbendingu um holdafarið fyrir flest fullorðið fólk svo framarlega sem það er ekki mjög vöðvastælt. Líkamsþyngdarstuðullinn greinir samt ekki hvort þyngdin stafar af upp- söfnun fitu eða vöðva og því lenda þeir sem lyfta lóðum í ofþyngdarhópnum þótt þeir séu með fitusnauðan kropp og engin ástæða fyrir þá til að létta sig (nema þeir vilji færa sig milli þyngd- arflokka í keppni). Rannsóknir benda líka til að 65 ára og eldri megi vera heldur þyngri en þeir sem yngri eru án þess að það komi niður á heilsufarinu og svo gilda allt önnur viðmið um ofþyngd og offitu fyrir börn. naering@simnet.is Anna Sigríður er matvæla- og næringarfræðingur. HOLLUSTA | ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR KJÖRÞYNGD Mestu máli skiptir að líða vel í eigin líkama, en ekki að steypa alla í sama mót Svona reiknar þú líkamsþyngdarstuðulinn þinn (BMI): Með því að deila í þyngd þína í kílóum með hæðinni í metr- um í öðru veldi (kg/m2). Dæmi: Einstaklingur sem er 70 kg og 170 sm BMI = 70/1,7² = 24,2 kg/m2 Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita fyrir fullorðna skilgreind á eftirfarandi hátt: Vannæring: BMI minna en 18,5 Kjörþyngd: BMI á bilinu 18,5–24,9 Ofþyngd: BMI á bilinu 25,0–29,9 Offita: BMI stærra en eða jafnt og 30 Það er líka hægt að reikna líkamsþyngdarstuðulinn á: www.manneldi.is (smellt á „er þyngdin í lagi?“ á forsíðunni). Allar þessar konur eru í kjörþyngd þótt vaxtarlag sé breytilegt. L jó sm yn d: G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.