Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 3
28.3.2004 | 3 4 Flugan fór á listsýningar og tónleika Kammersveitar- innar í Langholtskirkju. 6 Birna Anna skrifar um hversu heppna sumir telja aðra vera. 6 Kona eins og ég Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, sem hefur vakið athygli fyrir skelegga framgöngu í stórum málum, svarar nokkrum spurningum. 8 Dómaraparið Stefán og Gunnar Þeir eru þekktasta dómaraparið á Íslandi í handknattleik og ætla að dæma á Ólympíu- leikunum í Aþenu í ágúst næstkomandi. 10 Karen Millen Karen Millen er einn af þekktustu fatahönn- uðum Breta og veltir samnefnt fyrirtæki tæpum 12 milljörðum íslenskra króna á ári. Karen er þriggja barna móðir auk þess að vera hönn- unarstjóri fyrirtækisins sem er að finna víða um heim. 14 Góður rómur gerður að glæpum Arnaldur Indriðason rithöfundur er í upp- lestrarferð í Þýskalandi þar sem bækur hans njóta mikilla vinsælda. 16 Þegar tíminn flýgur áfram Fjórir ólíkir einstaklingar deila eftirminnilegu tímabili í lífi sínu. 18 Arkitekt sem byggir á fortíðinni Anna Kristín Þórsdóttir hefur búið og starfað í New York í rúm 30 ár þar sem hún rekur eigin arkitektastofu. 20 Geisladiskar Rekkar undir geisladiska eru þarfaþing á hverju heimili og hin mesta prýði. 22 Fljúgandi stólar og logandi hellur Guðrún Lilja Gunnarsdóttir er hugmyndaríkur hönnuður sem ætlar að prófi loknu að koma til Íslands og stofna eigin hönnunarstofu undir merkinu Bility. 24 Coco Chanel Áhrifa Coco Chanel gætir mjög í tískunni um þessar mundir. 26 Lífræn ræktun Á síðustu árum hefur lífræn ræktun orðið sífellt vinsælli. 28 Gist í fangaklefa Í höfuðborg Slóveníu er hægt að gista í fanga- klefa án þess að hafa nokkuð til saka unnið. 29 Stjörnuspáin fyrir apríl Rýnt í stjörnurnar fyrir öll 12 stjörnumerkin. 30 Krossgátan Skilafrestur á úrlausn krossgátunnar rennur út föstudaginn 2. apríl. 31 Pistill Auður Jónsdóttir skrifar um þá árekstra sem verða þegar ólíkir menningarheimar núast saman. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Steindór Gunnarsson af Karen Millen í London laugardaginn 6. mars 2004. 14 26 2216 Svokallaðar fagurbókmenntir hafa verið það bókmennta- form, sem mest er í hávegum haft og fengið hefur mesta um- fjöllun, lof og prís. Einu gildir þótt bókaútgefendur hoppi ekki hæð sína af kæti yfir sölunni og einstaka manneskja við- urkenni í trúnaðarsamtölum að fagurlega innbundinn skáldskapurinn sé aðeins stofuprýði eða að hún skilji ekki ýmsar tilvistarlegu pælingar sem höfundunum eru hugleiknar. Vitaskuld eru viðfangsefni fag- urbókmenntanna einnig af öðrum toga, oft og einatt ýmis samfélagsmál, ástir og örlög, flókin samskipti fólks og þar fram eftir götunum. Að glæpunum undanskildum eru viðfangsefnin í rauninni afar svipuð og svokallaðra glæpa- og spennusagna, sem njóta mikilla vinsælda, þótt bókmenntagagnrýnendur hafi löngum haft tilhneigingu til að afgreiða þær sem léttvæga afþreyingu, sem lítt eigi skylt við list. Sem er skrýtið og vekur upp spurningar hvort list sé í huga fjöldans andstæða afþreyingarinnar og útskýringar og sérfræðitúlkun þurfi til þess að fá hennar notið. Ef svo er komið þarf hún að stíga niður af stallinum, enda kann list, þegar öllu er á botninn hvolft, að vera ekki síður fólgin í því að kveikja áhuga og skemmta fólki. Sú list er á tiltölulega fárra færi. Arnaldur Indriðason, rithöfundur, er einn þeirra og er orðinn metsöluhöfundur á Íslandi. Í viðtali í Tímaritinu í dag segist hann skrifa sögur um það samfélag sem hann þekkir – en skáldi að vísu glæpina. Núna er hann í upplestrarferð í Þýskalandi, þar sem tvær bóka hans hafa verið gefnar út. Sú nýrri, Grafarþögn, hefur verið meðal tíu efstu á metsölukiljulista í fjórar vikur og báðar eru m.a. lofaðar fyrir skarpa samfélagsrýni. Einu ætti að gilda hvort verkin flokkist sem glæpasögur eða fagurbókmenntir. Arnaldur hefur sýnt að leiðin að hjarta lesenda er skáldskapur í bland við það samfélag sem þeir þekkja. vjon@mbl.is 28.03.04 Arnaldur Indriðason rithöfundur: „Ég er ekki að skrifa um íslenska glæpi, heldur um það fólk sem lendir í þeim hörmungum að verða fyrir ofbeldi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.