Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 11
28.3.2004 | 11
K
aren Millen er einn af þekktustu fatahönnuðum
Breta og hefur samnefnt fyrirtæki, sem hún og
fyrrum maður hennar Kevin Stanford stofnuðu,
blómstrað og dafnað undanfarin ár. Á síðasta ári
var veltan 90 milljónir punda, sem samsvarar
11,7 milljörðum íslenskra króna, en náði ekki 10 milljónum punda
árið 1995. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 1981 en þá hafði Karen ný-
lokið diplómanámi frá Medway College of Art í Kent og Kevin hafði
öðlast gráðu í verkfræði. Núna er hún hönnunarstjóri fyrirtækisins
og Kevin forstjóri þess.
Karen býr í Kent en dvaldi nýverið eina helgi á Claridge-hótelinu
í London til að vera viðstödd brúðkaup vinafólks. Ég hafði mælt
mér mót við hana á þessu glæsilega hóteli og þegar ég bið móttöku-
stjórann að hringja og tilkynna henni komu mína, heyri ég glaðværa
kvenmannsrödd svara. Móttökustjórinn leggur á, skilar til mín að
von sé á Karen Millen eftir nokkrar mínútur og spyr í leiðinni hvort
gesturinn sé hin eina sanna Karen Millen.
Fyrr en varir gengur ungleg og falleg kona röskum skrefum í átt-
ina til mín og heilsar með handabandi. Tískuvitundin leynir sér ekki
í klæðaburði hennar og fasi án þess þó að því fylgi nokkur tilgerð.
Karen Millen lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sá árafjöldi
sem hún hefur tileinkað tískuiðnaðinum (alls 23 ár). Hún er blátt
áfram og tilkynnir mér hispurslaust hvernig henni finnist bestu við-
tölin verða til. ,,Í óþvinguðu, léttu spjalli,“ segir hún um leið og hún
kemur sér vel fyrir í mjúkum sófa gegnt anddyrinu.
Gerðu allt sjálf
Karen Millen hefur frá mörgu að segja því velgengni hennar hef-
ur krafist mikillar vinnu og töluverðs tíma. Þau byrjuðu smátt, með
einungis 100 pund í stofnfjármagn og notuðu peningana til að
kaupa 100 metra af bómullarefni. ,,Það var hagkvæmt því úr bóm-
ullinni var hægt að gera litla sumarlínu með skyrtum og buxum.
Þannig byrjaði þetta allt saman,“ segir hún og brosir.
Árið 1983 hafði framleiðslan gefið af sér nægjanlega innkomu til
að fjármagna fyrstu Karen Millen-verslunina í Maidstone í Kent. „Á
þessum tíma unnum við sjálf öll þau verk sem tengdust fyrirtækinu.
Við hönnuðum, saumuðum, seldum og markaðssettum fötin.“ Síð-
an hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrirtækið Karen Millen er
orðið hlutafélag og þó stofnendur félagsins eigi ennþá meirihluta í
fyrirtækinu þá er minnihlutaeign nú í eigu íslenskra fjárfesta.
Karen Millen sá lengst af sjálf um alla hönnun á fatnaði fyrirtæk-
isins. „Starf mitt er nú aðallega á sviði stjórnunar og í raun og veru
ekki eins viðamikið og fyrir einungis sex mánuðum. Þar af leiðandi
er ég ekki eins mikið á skrifstofunni og með puttana í öllu. Ég er Lj
ós
m
yn
d:
S
te
in
þó
r
G
un
na
rs
so
n
TÍSKUVELDIÐ
KAREN MILLEN
BYRJAÐI MEÐ 100 PUND
Fatahönnuðurinn Karen Millen hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún er þriggja
barna móðir en auk þess hönnunarstjóri fyrirtækis sem ber nafn hennar sjálfrar og nýtur
mikilla vinsælda um nær allan heim, þó sérstaklega í heimalandi hennar, Bretlandi.
Eftir Elínrós Líndal