Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 12
12 | 28.3.2004
með um átta hönnuði í vinnu, einn
hönnuður heyrir beint undir mig, tveir
undir hann og svo koll af kolli. Svo er
einnig í mínum höndum að vinna með
fjölmiðlum,“ segir hún og bætir við að
þau hafi ekki lagt mikla áherslu á slíkt
hér áður. „Þá hugsuðum við meira um
að koma hverri línu í framleiðslu og á
rétta staði innan ákveðinna tímamarka.
Nú erum við hins vegar með mjög góða
hönnuði í vinnu hjá okkur og því get ég
tekið eitt skref aftur á bak og virt fyr-
irtækið fyrir mér úr meiri fjarlægð,“ segir
hún og útskýrir hversu dýrmætt henni
þykir að geta séð fyrirtækið frá öðru
sjónarhorni en hún var vön. „Þessi fjar-
lægð gefur mér sýn viðskiptavinarins á
fyrirtækið og veitir mér þannig ákveðna
hlutdrægni sem er mjög mikilvæg fyrir
okkur.“
Hefur alltaf verið mikið fyrir föt
En hvers vegna ætli Karen Millen hafi
valið sér tískuhönnun? „Það er erfitt að
segja, ætli ég hafi ekki bara dottið inn í
þennan bransa. Ég stefndi ekki meðvitað
að þessu og mér þykir oft ótrúlegt að
hugsa til þess að ég hafi verið viðloðandi
tískuiðnaðinn í ein tuttugu ár. En ég hef
alltaf verið mjög upptekin af fötum, allt
frá blautu barnsbeini. Þegar ég var ung-
lingur fékk ég ekki fatnað á mig,“ segir
Karen Millen sem var lítil og nett og
hafði því ekki úr öðru að velja en barna-
fötum. „Sem hentaði mér mjög illa, svo
ég neyddist til að hanna og sauma fötin
mín sjálf. Það var svo kennari í
skólanum sem taldi mig hafa hæfi-
leika á þessu sviði og hvatti mig til
að fara út í tískuhönnun. Hann
fór með mig á tískusýningar og
spurði mig af hverju ég færi ekki
út í þetta. Þannig leiddi eitt af
öðru. Ég var svo nítján ára árið
1981, þegar ég kynntist Kevin og
við stofnuðum saman Karen Mil-
len. Núna gæti ég ekki hugsað
mér annað starf,“ segir hún sann-
færandi.
En hvað um aðra hönnuði, fylg-
ist þú með þeim? „Já, mjög vel.
Ég á mér reyndar ekki neinn einn
uppáhaldshönnuð, en ég elska föt
og ég elska að kaupa föt,“ segir
hún með áherslu og hlær. „Ég
held að nauðsynlegt sé að sjá og
prófa fatnað annarra hönnuða.
Það er hluti af vinnunni að sjá
hvað er að gerast hjá öðrum.“
Þegar ég spyr hana nánar út í hvaða hönnuði hún haldi helst upp á svarar hún: „Ég
er mjög hrifin af Nick Owens, þá sérstaklega hvernig hann notar þvegið leður. Ég er
líka hrifin af kynþokkanum í fatnaði frá þeim Dolce&Gabbana. Ég kann að meta
hönnun Tom Fords og merkið Gucci heillar mig mikið. En það er aldrei einn hönn-
uður á hverjum árstíma sem ég versla einungis hjá, ætli ég taki ekki bara það besta úr
hverri línu og setji þannig saman minn persónulega stíl.“
Kvenleg snið og gæðaleg efni
Karen Millen er þekkt fyrir að hanna fallegan fatnað með kvenlegu sniði og nota
einungis hágæða efni. Með því að samþætta allt ferlið undir eina fyrirtækjaheild, allt
frá hugmyndinni um flíkina til sölu í verslunum, þá getur fyrirtækið búið til hágæða
kvenfatalínu fyrir nútímakonur sem og skó og aðra fylgihluti án þess að þurfa að
gefa eftir í gæðum eða smáatriðum. „Við er-
um í raun og veru ekki miklir tískufylgjend-
ur. Í grundvallaratriðum byggjum við fata-
línu okkar á því hvað viðskiptavinur okkar
vill og hvað við vitum að muni seljast. Við er-
um með mjög góða grunnlínu sem byggist á
þeim fatnaði sem selst best, svo koma inn í
fatalínuna nýir litir eða fatnaður sem fylgir
eða mótar tískustraumana hverju sinni. Það
eru ekki mjög dramatískar breytingar á milli
árstíða hjá okkur,“ segir Karen Millen þegar
ég spyr hana út í vorlínuna.
Þú ert þá greinilega ekki með „nostalgíu“
sem kemur þannig út að þú endurvekur
gömul tímabil? „Nei, alls ekki. Við leggjum
mestan metnað okkar í fallegan og klæðileg-
an fatnað fyrir nútímakonur,“ segir hún og
bætir við: ,,Það skemmtilega við tískuna er
hins vegar að í henni er alltaf til staðar ákveð-
inn grunnþáttur sem segja má að komi úr
fortíðinni, en við förum aldrei beint aftur í
tímann. Ég held að það myndi ekki virka fyr-
ir okkur því lífsstíll fólks var svo gjörólíkur
þeim sem við þekkjum í dag.“
Karen Millen-stúlkan meðvituð um tískuna
En fyrir hvernig konur hannar þú föt?
„Stúlkan sem verslar hjá Karen Millen er
mjög meðvituð um tískuna. Hjá okkur fær
hún fallegan klæðnað í vinnuna og einnig
spariklæðnað fyrir öll tilefni og tækifæri.
Skór og aðrir fylgihlutir eru frekar nýir af
nálinni hjá okkur og við höfum verið tölu-
verðan tíma að ná tökum á þeim þætti fram-
leiðslunnar. Við erum loks orðin ánægð með
þessa hluti og viljum gera meira á því sviði,
jafnvel bjóða upp á meira úrval. Fylgi-
hlutir gera mikið fyrir fötin og eru
mjög mikilvægir til að ná fram loka-
hnykknum.“
Hvað um herralínu frá Karen Mill-
en, megum við eiga von á slíku? „Nei,
ekki endilega,“ svarar Karen Millen.
En hvað um konuna sem er meira
heimavið, finnur hún eitthvað á sig hjá
Karen Millen? „Mér finnst mikið til
þess koma og mikilvægt að klæða sig
fallega upp á jafnvel þó maður ætli sér
bara að vera heima. Við framleiðum
þó ekki eins mikið af hversdagsfatnaði
og vinnu- og sparifatnaði, ef til vill
vegna þess að við erum betri í því síð-
arnefnda. Auk þess held ég að fólk sé
ekki tilbúið að borga þann pening fyr-
ir hversdagsfatnað sem það er tilbúið
að borga fyrir betri föt. Þar sem við
leggjum mikla áherslu á gæði getum
við ekki boðið ódýrari fatnað og höf-
um því ákveðið að leggja mestu áhersl-
una á það sem við gerum best og við teljum mesta eftirspurn eftir.“
Áhersla á verslanir utan Bretlands
Verslanir Karen Millen eru nú á 150 stöðum í 20 þjóðlöndum, allt frá Mið-
Austurlöndum til Bandaríkjanna, Evrópu og Skandinavíu. Fatnaður Karen Millen
fæst einnig á 13 stöðum í London, þar á meðal í Harrods og í Selfridges. Einnig má
þar finna Karen Millen-verslanir á þekktum verslunargötum eins og Regent Street
og South Molton Street svo fátt eitt sé nefnt.
Af þeim verslunum sem eru starfræktar undir merkjum Karen Millen eru 24 svo-
kallaðar leyfisverslanir. Slíkar verslanir eru í eigu aðila sem fá leyfi til að setja upp
verslun einungis með fatnaði frá Karen Millen. Til að fá slíkt leyfi þarf að fylgja
ákveðnum reglum, sem settar eru í höfuðstöðvum fyrirtækisins og lúta að mestu
„VIÐ BÆTTUM HVORT ANNAÐ UPP, HANN
HAFÐI ÓTRÚLEGT VIÐSKIPTAVIT OG ÉG
GÓÐA TILFINNINGU FYRIR HÖNNUNINNI.“
L
jó
sm
yn
di
r:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Verslunin Karen Millen var opnuð með pomp og prakt í Kringlunni á föstudaginn.
Viðskiptafélagarnir Karen
Millen og Kevin Stanford
uppábúin á leið í brúðkaup
sameiginlegs vinar á
Claridge-hótelinu í London.
Kjólinn hannaði og saumaði
Karen fyrir tilefnið.
L
jó
sm
yn
d:
S
te
in
þó
r
G
un
na
rs
so
n