Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 17

Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 17
man ekki eftir leiðinlegu tímabili í lífi mínu, þau voru öll skemmtileg,“ segir tón- armaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK. „Ég er fæddur í unum og ólst upp þar. Það var til dæmis mjög eftirminnilegt þegar ég fluttist það- nds árið 1965.“ egir gífurlegan mun hafa verið á þessum tveimur samfélögum á þessum tíma. „Í unum voru hlutirnir nokkurn veginn í föstum skorðum og mikill agi á krökk- ólanum. Þetta var þjóð sem átti í rauninni í stríði, þ.e. kalda stríðinu, og til dæmis æfingar í barnaskólunum á þessum tíma.“ Það var þó allt annars konar veröld sem beið Kristjáns heima á Klakanum eftir flutn- ingana yfir hafið. „Þetta var eins og svart og hvítt,“ segir hann. „Ég fluttist til Keflavíkur þar sem var krakkastóð sem hljóp um eins og villtir hestar og henti sér niður af tveggja hæða húsþökum með regnhlífar í stað fallhlífa. Það var allt eftir þessu, við héldum dúfur og nutum lífsins. Þessi tími var mjög eftirminnilegur.“ Kristján segir þetta hafa verið mikil og skemmtileg viðbrigði. „Svo var alveg frábært að alast upp á Íslandi næstu tíu árin. Eftir það fluttist ég út og þvældist um götur Evrópu í 13 ár og það er líka mjög eftirminnilegt.“ Kristján segir þó engum vafa undirorpið að þær stundir lífsins sem séu eftirminnileg- astar varði líf og dauða. „Það er þegar líf kviknar eða þegar það slokknar – það sem er á milli er bara lífið.“ Hann nefnir fæðingu barna sinna í þessu samhengi og sömuleiðis þegar líf hans hékk á bláþræði eftir bílslys. „Ég get líka sagt frá því þegar ég öðlaðist nýtt líf við það að ég hætti að drekka og dópa og endurvakti gleðistöðvarnar í hausnum á mér. Svo eru persónulegar stundir og eftirminnileg augnablik með konunni minni sem ég myndi ekkert vilja fara með í blöðin,“ segir hann að lokum. UPU UM EINS OG LTIR HESTAR ÁN KRISTJÁNSSON FLUTTIST FRÁ BANDARÍKJUNUM ANDS ÁRIÐ 1965 Úr barnaskólanum í Keflavík: KK gler- augnaglámur aftarlega í hópi „krakkastóðs“ sem alla jafna „hljóp um eins og villtir hestar og henti sér af tveggja hæða hús- þökum“ með regnhlífar einar að vopni. ur í framhaldsskólunum í áður- til þess að þeir gætu notað sama ærilegar þekkingarkröfur í prófum. lega frjótt og eftir fá ár var öllum ær sama hátt,“ segir Jón. „Ef upp kranesi var hún einnig framkvæmd ungar komu í þessu kerfi tóku aðr- nn segir að skólarnir hafi þurft að við og stilla saman strengi sem hafi kemmtilegt. tjórn hvarf Jón til annarra starfa. valinn fyrsti heiðursfélagi í Skóla- ar ekkert fremri öðrum í samstarfi kin var að Fjölbrautaskóli Suður- taskólinn á landinu sem starfrækti bóknámsbrautir til stúdentsprófs,“ ðurkennir að sér hafi þótt ákaflega ur. „Við hjón bjuggum þarna suð- gri sonur okkar fór aldrei til baka 28.3.2004 | 17 RÁÐUNEYTIÐ UNDIRLAGT VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR STÓÐ Í STRÖNGU 2002–2003 V algerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra þarfekki að fara langt aftur í tímann þegar hún er beðin að rifja upp eftirminnilegt tímabil í lífi sínu. „Mér eru ofarlega í huga ár- in í pólítíkinni af því að hún er ótrúlega fjölbreytileg og krefjandi með miklum önnum, spennu og félagsskap við gott fólk. Há- punkturinn er síðan tímabilið frá því að Norsk Hydro ákvað páskana 2002 að hætta við að byggja álver á Austurlandi og þar til að skrifað hafði verið undir samning við Alcoa, 15. mars 2003.“ Hún segir þetta ár hafa verið ævintýri líkast. „Samstarfið við Austfirðingana og forystumenn Alcoa var mjög náið og það ríkti algjör trúnaður og traust milli aðila. Ráðuneytið var meira og minna undirlagt og það voru eilífir skyndifundir, símhringingar og ferðalög. Við höfðum mjög þröngan tímaramma og ætluðum okkur að láta þetta ganga upp og það átti við um alla sem að mál- inu komu.“ Valgerður er þess fullviss að þetta tímabil eigi eftir að standa upp úr hjá sér þegar lengra líður frá. „Ekki síst upplifunin frá því þegar skrifað var undir samninga í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Í raun small þetta ekki saman fyrr en daginn áður þannig að þetta var allt á síðustu stundu. Að auki voru búnir að vera kvöldfundir og næturfundir í þinginu dagana á undan þannig að maður var dauðþreyttur daginn stóra en ég flaug austur á land sama dag og skrifað var undir. Það var stórkostlegt að vera viðstaddur þennan atburð og finna hug fólksins á staðnum og ég var mjög hrærð.“ Það eru þó fleiri tímabil sem eru eftirminnileg fyrir Valgerði, ekki síst hippatímabilið, enda er hún af hinni svokölluðu ’68- kynslóð. „Jú jú, ég var meira að segja einhvers konar hippi,“ segir hún og hlær. „Ég gekk þó aldrei svo langt að verða mjög vinstri- sinnuð eins og margir hipparnir. Hins vegar upplifði ég kvennafrídaginn óskaplega sterkt á Akureyri árið 1975.“ Hvað fjölskyldulífið áhrærir segir hún tímabilið þegar hún var með dætur sínar litlar vera ákaflega eftirminnilegt. „Það er það tímabil sem gefur manni mest þegar maður hugsar um lífið sem heild.“ Þessi mynd af Valgerði var tekin árið 1973, tveimur árum fyrir kvennafrídag- inn sem hún upplifði mjög sterkt á Akureyri: „Ég var meira að segja einhvers konar hippi en gekk þó aldrei svo langt að verða mjög vinstrisinnuð." áningu frá Fjölbrautaskóla Suð- var enginn hátíðarsalur í skólanum og ðið á það ráð að hafa útskriftarathöfn- rjum þéttbýlisstaðnum á Suðurnesjum n nýr staður á hverju ári. Þetta undir- hlutverk skólans að þjóna öllum Suð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.