Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 19
Stálhálsmen með demanti 7.000 - 7.500 kr. Stálarmbönd 7.000 - 9.900 kr. Stálkross með kristöllum og18kt gulli 4.950 kr. Stálarmbönd með viðhengi og demanti 7.450 - 9.450 kr. Stjörnumerki með 18kt gulli og demanti 7.450 kr. Stálhringir með demöntum 3.600 - 7.450 kr. Firði - Miðbæ Hafnarfjarðar Sími: 565 4666 Suðurlandsvegi - 851 Hellu Sími 487 5700 - Fax 487 5701 - hotelranga@icehotel.is Hotel Rangá 3ja rétta matseðill með fordrykk, morgunverði og gistingu frá 18. mars til 1. apríl: Standard 9.400 á mann Superior 9.900 á mann Deluxe 10.900 á mann SKELFISKDAGAR 4ra rétta matseðill með fordrykk, morgunverði og gistingu frá 2. til 12 apríl: Standard 10.200 á mann Superior 10.700 á mann Deluxe 11.700 á mann Tilboð miðast við gistingu í tveggja manna herbergi. segir hún. „Minni verkefni eru tiltölulega tímafrekari en þau stærri svo ég er alltaf á hlaupum og er alltaf næstum því of sein en að öðru leyti líkar mér vel að búa hérna.“ Anna Kristín hefur fengið sífellt fleiri verkefni frá Ítölum búsettum í borginni und- anfarin ár. „Ég tala ítölsku og er tæknilegur ráðgjafi hjá ítalska sendiráðinu og sé þar um allar breytingar og viðhald á húsnæðinu,“ segir hún. „Ég sá einnig um allar breyt- ingar og endurgerð á húsnæði ítalska skólans, sem dætur mínar eru og voru í, og end- urgerði gamla skólabyggingu fyrir miðskóla þeirra, 6., 7. og 8. bekk. Ætli það sé ekki það verkefni, sem mér þykir vænst um.“ Anna Kristín segir verkefnin vera misspennandi eins og gengur. „Þetta fer mikið eftir viðskiptavinunum hverju sinni,“ segir hún. „Ég sé um verktakana og ef þeir standa sig ekki bitnar það á mér. Ég er núna að vinna að mjög skemmtilegu verkefni fyrir einn af yfirmönnum Gucci. Þetta er „loft“ á tveimur efstu hæðunum í húsi í Tri- beca á Manhattan og ég ákvað að opna stórt rými á milli hæðanna og nýti þá fermetra sem teknir voru út í nýtt smáhýsi á þakinu.“ Skipulag borga Anna Kristín hefur mikinn hug á að eyða meiri tíma í þorpinu í Toscana á Ítalíu, þar sem fjölskyldan á í húsi, þegar fram líða stundir. „Ég er að reyna að koma mér upp verkefni þar,“ segir hún en þorpið er á jarðhitasvæði og er jarðhit- inn meðal annars nýttur til húshitunar. „Þar er reyndar elsta gufuveita í heimi sem framleiðir rafmagn,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurfti mannskap til að reka stöðv- arnar og voru heilu þorpin, sem nú standa að mestu auð, byggð upp fyrir starfsmenn- ina en nú er veitan að mestu sjálfstýrð og þrír annast verk sem fimmtíu sáu um áður. Mér datt í hug að leita til vinkonu minnar sem kennir skipulag borga við arkitekta- deild Columbia-háskóla – en nemendur hennar hafa farið víða um heim til að kynna sér skipulag stórborga – og spyrja hvort áhugi væri á að þeir kynntu sér þetta svæði. Hugmyndinni var vel tekið, bæði hjá ítölsku orkustofnuninni, sem studdi verkefnið með fjárframlögum, og skólanum. Verkefnið tókst í alla staði mjög vel og hafa nem- endur lagt fram og kynnt eigin skipulagstillögur að svæðinu, sem gefnar hafa verið út á bók. Ég hefði áhuga á því að endurtaka svona verkefni og fá þá nemendur til að vinna svipað skipulagsverkefni fyrir Reykjavík. Borgin hefur stækkað svo ört á stutt- um tíma og er gott dæmi um skipulagða útbreiðslu. Það er því áhugavert að kanna hvar og hvernig hefur tekist best til og einnig mætti nýta nýja miðbæinn sem sérstakt hönnunarverkefni.“ Kynnst góðu fólki Önnu Kristínu líkar vel að búa í New York. „Ég hef kynnst góðu fólki og líður vel að búa hérna en ég er fegin að hafa alltaf haldið góðum tengslum við Evrópu. Ég ætla ekki að enda líf mitt hér því það er ekki gott að verða gamall í New York. Gömlu fólki líður ekki vel hér og þar fyrir utan er hugsunarhátt- urinn almennt allt annar í Bandaríkjunum en í Evrópu. Ég finn að ég á minna sameig- inlegt með bandarískum vinkonum mínum en vinkonu minni frá Íran þrátt fyrir að hún komi frá allt öðrum menningarheimi. Við náum betur saman. Ég man hvað mér fannst skrítið fyrst þegar ég kom hingað hvað það voru margir sem vissu ekki einu sinni hvað afar þeirrar og ömmur hétu. Hér leggur fólk meira upp úr öðrum hlutum en ég geri. Ég byggi meira á fortíðinni, afa og ömmu og því sem þau kenndu mér. Mér finnst þau hafa áhrif á líf mitt og samband við eldra fólk og það skiptir mig máli. Þessi tengsl við afa og ömmu eru ef til vill það eina sem ég hef ekki getað gefið dætrum mínum eins mikið af og ég hefði viljað.“ Flögguðu friðarfána Fjölskyldan leigir „loft“ neðarlega á Manhattan og er vinnustofan skammt þar frá. Þrátt fyrir atburðina 11. september segist hún ekki finna til óöryggis. „Ég held að árásin hafi sem betur fer ekki haft miklu meiri áhrif á okkur en ef hún hefði gerst í annarri borg og öðru landi,“ segir hún. „Þegar New York-búar flögguðu til að sýna samstöðu flögguðum við líka fallegum fána frá borginni Siena í Toscana og snemma í vor flögguðum við friðarfánanum á brunastiganum fyrir fram- an húsið hjá okkur.“ Góð vinkona hélt í mig Anna Kristín segist vera svo lánsöm að eiga hús utan við borgina í Sag Harbor á Long Island og þangað fer fjölskyldan um helgar. Húsið erfði hún eftir góða vinkonu sem lést árið 1997. „Hún var móðir vinar míns sem dó fyrir mörgum árum og mjög góð vinkona mín,“ segir hún. „Við vorum oft hjá henni í sum- arhúsinu frá því að ég hjálpaði henni að gera það upp veturinn 1980 til 1981. Hún var fráskilin og missti báða syni sína unga og ég hafði og hef þessa þörf fyrir að um- gangast eldri manneskju. Hún hélt í mig og hafði að vissu leyti áhrif á að ég ílentist í New York. Sérstaklega á það við um síðustu árin, þá gat ég hjálpað henni. Henni hef- ur vafalaust þótt vænt um mig á sinn hátt eins og mér um hana.“ Anna Kristín segist nýlega hafa verið spurð hvort hún sæi eftir að hafa búið svona lengi í Bandaríkjunum. „Ég hugsa að líf mitt hefði verið öðruvísi ef ég hefði flust til Íslands eins og ég ætlaði mér,“ segir hún. „Ég hefði kannski fengið betri tækifæri sem arkitekt og getað gert meira úr menntun minni, en ég sé ekki eftir neinu, nema að hafa ekki haft tilefni til þess að vinna verkefni fyrir Ísland eða Íslendinga.“ krgu@m- bl.is „Eftir öll þessi ár hef ég ekki sótt um bandarískan ríkisborgararétt og er enn bara með græna kortið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.