Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 24
24 | 28.3.2004 Gabriella Bonheur Chanel fæddist í Saumur í Suður-Frakklandi hinn 19. ágúst árið 1883. Chanel var ung aðaldri þegar hún missti móður sína og faðir hennar yf- irgaf hana, sem varð til þess að hún dvaldi um tíma hjá skyld- mennum og síðar á munaðarleysingjahæli hjá nunnum. Þótt Chanel þyrfti frá unga aldri að hafa talsvert fyrir tilveru sinni sáust þess fljótt merki að stúlkan ætlaði sér eitthvað sérstakt í lífinu. Hún fékk stuðning og skilning hjá nunnunum og margir halda því fram að þar hafi hún fengið smjörþefinn af þeim ein- faldleika og þeirri klassík sem einkenndi hönnun hennar síðar. Í fyrstu hugði Chanel á söngferil og á þeim ferli, sem hófst árið 1905 og endaði árið 1908, tók Gabriella Bonheur Chanel upp nafnið Coco Chanel. Söngferillinn varð ekki langur enda kom það fljótt í ljós að stúlkan var engin Edit Piaf. Örlög henn- ar áttu eftir að verða allt önnur. Upphaf ferilsins Ástamál Chanel voru sérstök fyrir margar sakir, ekki síst vegna þess að þau höfðu örlagarík áhrif á feril hennar. Eitt fyrsta ástarævintýrið átti Chanel með Étienne Balsan. Hún þurfti reyndar að sætta sig við það að vera hjá- kona hans, sem varð ef til vill til þess að samband þeirra entist ekki lengi. En hún setti upp fyrstu hattaverslun sína í íbúð Balsan í París árið 1909. Það var svo árið 1912 sem hún hitti Arthur „Boy“ Capel. Hann var mjög efnaður pólóleikari og hjálpaði henni að koma undir sig fótunum og opna aðra hatta- verslun í Deauville árið 1914. Hattarnir voru klassískir og fal- legir og urðu mjög vinsælir á þessum tíma. Árið 1916 opnaði Chanel fyrstu verslun sína í Biarrite, með hátískufatnaði sem hún hannaði sjálf. Tveimur árum seinna lést Capel unnusti Chanel í bílslysi sem tók mikið á hana. En Chanel hélt sínu striki sem hönnuður og opnaði í byrjun þriðja áratugarins hátískuverslun á rue Cambon í París, þar sem höf- uðstöðvar Coco Chanel eru ennþá. Með opnun þessarar versl- unar markaði hún upphaf þess að París yrði miðpunktur tísku- iðnaðarins. Frá heimsfrægð í útlegð Chanel varð einn frægasti og vinsæl- asti hönnuður heims, þá sérstaklega fyrir að hanna þægilegan og klassískan hátískufatnað sem féll vel að því nýja samfélagi sem var að þróast. Hönnun hennar var byltingarkennd, undirstrikaði styrk, öryggi og kvenleika sem voru ef til vill hornsteinar þeirrar hug- myndar sem hún hafði um réttindi kvenna á þessum tíma. Chanel var því langt á undan sinni samtíð og ögraði þannig hefðbundnum samfélagslegum gildum. Þannig má færa rök fyrir því að Chanel hafi ekki einungis hjálpað konum hvað varðar útlit þeirra heldur einnig hvernig þær upplifðu sig og stöðu sína í samfélaginu. Eftir fall Parísar í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1939 lokaði Chanel eins og svo margir aðr- ir verslunum sínum. Chanel flutti til Sviss þar sem hún eyddi næstu 15 árum í útlegð vegna ástarsam- bands við Þjóðverjann Hans Günther von Dincklage, sem sumir halda fram að hafi verið þýskur rík- iserindreki eða jafnvel nasistaforingi í seinni heimsstyrjöldinni. Það var því ekki fyrr en árið 1954 sem Chanel kom aftur fram á sjónarsviðið. Klassísk hönnun Coco Chanel Þótt nafn hennar og orðstír hafi hlotið álitshnekki varð það ekki til að koma í veg fyrir að Coco Chanel yrði vinsæl á sjötta áratugnum. Hún varð í fyrstu ekki vinsæl í Evrópu þar sem sumir sögðu að hún héldi einungis áfram þar sem hún skildi við á fjórða áratugnum og væri því á eftir hönnuðum eins og Dior sem boðuðu nýtt útlit. Það sem hins vegar bandaríska pressan skildi var að Chanel var að marka upphaf framtíðarinnar og þar í landi virtist fólk ekki geta fengið nóg af hátískufatnaðinum hennar. Það sem vakti helst athygli voru Chanel-dragtirnar, litlu svörtu kjólarnir og rykfrakkarnir sem hún hannaði á konur en voru upphaflega einungis ætlaðir körlum. Chanel hélt alltaf ákveðinni tryggð við hugmyndir sínar um klassík og frelsi til athafna. Hún lést 87 ára að aldri, árið 1971, á Ritz-hótelinu. Áhrif hennar á tískuna og aðra hönnuði eru mikil. Það er hins vegar langt síðan þessi áhrif hafa verið eins sýnileg og einmitt núna, þar sem mörg merki bera aug- ljóslega keim af þeim fötum sem Chanel og seinna Karl Lagerfeld frá árinu 1983 hafa hannað undir merki Coco Chanel. elinros @simnet.is COCO CHANEL Dragt frá WAREHOUSE í Debenhams, í anda Chanel dragtanna. Jakkinn kostar 9.900 kr. og pilsið kostar 5.900 kr. Dragt frá Zöru í Smáralind undir áhrifum frá Karl Lagerfeld með þeirri nýjung að allir endar eru trosnaðir líkt og þeir séu ófrágengnir. Jakk- inn kostar 11.495 kr. og pilsið kostar 5.795 kr. TÍSKA | ELÍNRÓS LÍNDAL Dragt frá Zöru í Smáralind sem minnir á hönnun Chanel um miðja síðustu öld. Jakkinn kostar 11.495 kr. og pilsið kostar 5.795 kr. L jó sm yn di r: G ol li Jakki og taska í stíl frá Zöru í Smára- lind. Jakkinn kostar 12.995 kr. og taskan kostar 4.995 kr. „Í svartri peysu, með sígarettu og tíu raðir af perlufestum um- turnaði Coco Chanel tískunni.“ – Christian Dior. Karl Lagerfeld, aðalhönnuður Chanel, heldur uppi heiðri Coco Chanel. Hátískan fyrir veturinn 2004.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.