Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 28
Farfuglaheimili er víða að finna í borgum og þar má yfirleitt gista fyrir lítið féog njóta lágmarksþæginda. Í slóvensku höfuðborginni Ljubljana er að finnafarfuglaheimili sem hefur þá sérstöðu að þar var eitt sinn starfrækt tukthús.
Veitir það verunni þar sérstakt yfirbragð, og frá markaðssjónarhorni er hugmyndin
sérlega snjöll. Farfuglaheimilið nefnist Celica, eða Klefinn, og er í hentugu göngu-
færi við lestar- og rútustöð borgarinnar. Eykur það enn á aðdráttaraflið. Annars er
markhópurinn fyrst og fremst ungt fólk, eins og gerist og gengur með farfuglaheim-
ili, og ríkir líflegur andi í húsinu. Að utan er byggingin skreytt veggjalist í sterkum lit-
um, til að undirstrika frelsið og gleðina, en sjálf byggingin er hefðbundin og minnir
arkitektúrinn nokkuð á Hegningarhúsið við Skólavörðustíg – nema hvað.
Brosað yfir skrifræði Á neðri hæðum byggingarinnar hefur fyrrum fangaklefum
verið breytt í gistiherbergi fyrir farfugla, en klefarnir eru innréttaðir á ólíkan máta af
sérvöldum innanhússarkitektum. Á efri hæðum er að finna ögn nýtískulegri herbergi
þar sem kojum og rúmum er haganlega fyrir komið, oft í býsna snúnu rými. Á gang-
inum er svo setustofa þar sem ungir gestir safnast gjarnan saman til skrafs og ráða-
gerða og sumir fá sér jafnvel lúr á púðunum.
Við komuna í Klefann fylla gestir út ýmiss konar eyðublöð, sýna vegabréf sín, og
borga að auki 10 evrur í tryggingu sem endurgreiddar eru við brottför. Þegar þreyttir
farfuglar kvarta yfir skrifræðinu svara starfsmenn alvarlega: Þetta er ekki fyrrum
fangelsi fyrir ekki neitt! Svo skellihlæja þeir – og farþegarnir með ef að líkum lætur.
Starfsliðið er annars það frjálslegt að ef þéttbókað er í herbergin mega gestir allt eins
eiga von á því að fá ókunnuga farfugla í þau rúm sem ónýtt eru í stærri herbergj-
unum, t.d. þar sem fjögur rúm eru saman.
Morgunmatur er innifalinn í gistingunni í Klefanum, hann er ágætur og rokkmús-
íkin yfirleitt hátt stillt í matskálanum sem er viðbygging úr gleri. Þar eru einnig stund-
um haldnar litlar listsýningar, gjarnan á verkum ungra listamanna, en félagsskapur 80
listamanna frá ýmsum löndum (Sestava) hefur með höndum listræna stjórn gisti-
heimilisins.
Þá er einnig boðið upp á gestaeldhús, öryggishólf, farangursgeymslu, aðgang að
nettengdum tölvum og sjónvarpsherbergi, svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem ensku-
mælandi starfsliðið er ágætur upplýsingabanki um menningarlífið í borginni.
Kastali og áin lygn Í Ljubljana er annars sitthvað að skoða. Þar býr um fjórðungur
úr milljón manna, en Slóvenar eru alls um tvær milljónir. Hjarta borgarinnar slær við
hið hógværa Preseren-torg, sem skartar styttu af skáldinu Preseren. Þaðan fer t.a.m.
túristalestin svonefnda, sem flytur fólk upp að Ljubljana-kastalanum og leggur af
stað á klukkutíma fresti yfir sumartímann. Leiðsögn um kastalann er í boði tvisvar á
dag, eða oftar skv. eftirspurn. Frá ráðhúsinu er hins vegar lagt upp í hinar klassísku
gönguferðir um Ljubljana, þar sem leiðsögumenn flétta saman fróðleik um arkitekt-
úr, sagnfræði og stjórnmál. Þá er óhætt að mæla með bátsferð um Ljubljanica-ána
sem streymir hljóðlega í gegnum borgina. Bátsferðin tekur um klukkustund og er
tekið við bókunum á Upplýsingamiðstöð ferðamanna við Stritarjeva-stræti (www.lju-
bljana-tourism.si) en þar er einmitt hægt að nálgast hvers kyns aðrar upplýsingar um
skipulagðar ferðir um borgina og nágrenni. Gjaldmiðillinn í Slóveníu er slóvenskur
tollari (ekki dollari), en ekki mun líða á löngu þar til evran heldur innreið sína í landið
og er reyndar þegar sums staðar komin í umferð þar sem túrista er von.
Farfuglaheimilið Celica, Metelkova 8, 1000 Ljubljana, Slóveníu. Sími +386-1-430-18-90. www.souhostel.com.
FERÐALÖG | SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR
GIST Í FANGAKLEFA
Þeir sem leið eiga um Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, eiga þess
kost að gista í fangaklefa án þess að hafa nokkuð til saka unnið.
Klefarnir eru inn-
réttaðir á ólíkan
máta af sérvöldum
innanhússarkitektum.
rn
ro
t
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
40
xx
03
/2
00
4 Nokia 3200
Myndavélasími
Stærð myndar 352 x 288 punktar
Litaskjár 4.000 litir
Minni 1 MB
Verð 19.900 kr.
Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26,
Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is
Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004.
Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone.
Risapáskaegg fylgir!
M
yndskilab
oð
Frí
tt að senda
Undirfatnaður
fyrir allar konur
Persónuleg þjónusta
Hamraborg 7, sími 544 4088