Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 29
28.3.2004 | 29 Til hamingju með afmælið, hrútar! Hinn síungi hrútur mun baða sig í sól- inni mestallan apríl og njóta aukins krafts í afmælismánuðinum. Hugs- anlegt er að komi til uppgjörs við félaga, maka eða besta vin á fullu tungli 5. apríl. Nýtt tungl og tunglmyrkvi hinn 19. apríl gæti táknað nýtt upphaf í lífi hrúts- ins. Gáfnaljósið Merkúr verður í nauti frá og með 2. apríl og mögulegt að hrúturinn sjái leið til þess að auka tekjurnar án þess að þurfa að selja sál sína. Stríðsguðinn Mars ýtir undir tjáskipti í mánuðinum og líklegt að hrúturinn þurfi að eyða meiri tíma í rökræður en hann kærir sig um. Hann verður mjög önnum kafinn á næstunni. Hrútur 21. mars - 20. apríl Nautið dregur sig oft í hlé vikurnar fyrir afmæli sitt og lætur hugann reika. Andlegur styrkur þess og trú eykst þegar það lítur yfir farinn veg. Nautið verður tilbúið að snúa blaðinu við og bæta líf sitt og sinna nánustu á fullu tungli 5. apríl. Nú er tíminn til þess að gleðjast yfir góðum árangri og fyrirgefa sjálf- um sér og öðrum mistök sem best eru geymd í fortíðinni. Sólin snýr aftur í nautið 19. apríl og það fær tækifæri til þess að fagna tímamótum. Hinn málgefni Merkúr hjálp- ar nautinu við að segja hug sinn og líklegt að sannfæringarkraftur þess aukist til muna. Ekki hika við að biðja um það sem þú þarfnast eða vilt. Naut 21. apríl - 20. maí Vinir, kunningjar og félagslíf verður í fyrirrúmi í lífi tvíburans fyrstu þrjár vikur í apríl. Þær eru líka góður tími til þess að styrkja tengslanetið, sem er ein uppáhaldsiðja tvíburans, þegar öllu er á botninn hvolft. Fullt tungl 5. apríl ýtir undir rómantík, einhleypir tvíburar gætu hugsanlega fallið kylliflatir fyrir einhverjum. Nýtt tungl og tunglmyrkvi 19. apríl eru ákjósanlegur tími til þess að hitta nýtt fólk, en eftir það er líklegra að tvíburinn verði mun þögulli og einrænni en hann á að sér. Ágreiningur í vinnunni gæti aukið streitu hjá tvíburanum síðar í mán- uðinum. Leyfðu öðrum að njóta snjallra hugmynda þinna, þær gætu leyst vandann. Tvíburi 21. maí - 22. júní Ferðalög og menntun verða í forgrunni á næstu vikum og ljónið veit hvort það er á réttum kili eftir fullt tungl 5. apríl. Ný tækifæri gætu skotið upp kollinum á nýju tungli 19. apríl, ekki hika við að taka áhættu. Starfsframi og þjóðfélagsstaða verða ljóninu ofarlega í huga síðar í mánuðinum, sem og samband við foreldra eða yfirboðara. Samskiptaplánetan Merkúr ýtir undir tjáskipti ljónsins í vinnunni og það fær að láta skoðanir sínar í ljós. Deildu hugmyndum þínum með yf- irmanninum en passaðu að enginn annar slái sig til riddara á þinn kostnað. Vertu á varðbergi gegn misskilningi og óreiðu. Vinnan á hug þinn allan. Ljón 22. júlí - 23. ágúst Samskipti við keppinauta, maka, viðskiptafélaga eða besta vin verða í brennidepli í lífi vogarinnar í apríl. Búðu þig undir tímabil samninga- viðræðna og málamiðlana. Tækifærin bíða þín á fullu tungli 5. apríl og á nýju tungli hinn 19. muntu sjá árangur erfiðis. Draumar og dulræn skilaboð gætu haft sitt að segja. Vertu vakandi í viðskiptum og lestu allt smáa letrið. Ferðalag til út- landa er góður kostur framan af mánuðinum, jafnvel langferð, en vertu á varðbergi gegn magakveisum. Einhver í vinnunni gæti verið að gera þig gráhærða og ekki víst að hugmyndir þínar falli í kramið. Það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Vog 22. september - 23. október Hugaðu að heilsunni í mánuðinum, labbaðu upp stiga í stað þess að taka lyftu og drekktu vatn. Þú verður kannski í leikfimistuði eftir fullt tungl 5. apríl og á nýju tungli 19. apríl mun árangurinn ekki láta á sér standa. Sam- bönd verða í brennidepli síðar í mánuðinum og mikið um samtöl og rökræður. Var- astu streitu í byrjun mánaðar, kannski að hugleiðsla og slökun séu eitthvað fyrir þig? Ástargyðjan Venus færir þér heppni í peninga- og ástamálum, ekki hika við að biðja um lán eða greiða. Reyndu að forðast valdabaráttu við einhvern í fjölskyldunni. Ekki eru allir á móti þér, þótt svo kunni að virðast um tíma. Sporðdreki 24. október - 23. nóvember Aðstæður til tekjuöflunar eru fisknum hagstæðar í þessum mánuði. Nýttu meðbyrinn til þess að byggja upp og gæta þess sem er þér dýrmætast. Við- skiptatækifæri gætu skotið upp kollinum á fullu tungli 5. apríl og nýtt tungl 19. apríl leiðir kannski til þess að fiskurinn eygi nýja hagnaðarvon. Treystu innsæinu. Linnulausar skriftir, ræðuhöld og ferðalög eru líkleg eftir miðjan mánuð, ekki ofgera þér. Viðkvæmni gæti náð tökum á þér í mánuðinum og leitt til bættra samskipta í fjölskyldunni. Reyndu að sætta þig við hið liðna og fegraðu umhverfi þitt með af- skornum blómum, ilmkertum, fallegum efnum og róandi tónlist. Fiskar 20. febrúar - 20. mars Bogmaðurinn er í essinu sínu á þessum árstíma. Slettu úr klaufunum og leyfðu barninu í þér að fá útrás. Þeir sem eiga börn njóta samvistanna við þau enn meira en venjulega. Fullt tungl 5. apríl er kjörinn tími fyrir róm- antík eða eitthvað skapandi en eftir miðjan mánuð verða heilsa og þjónusta í fyr- irrúmi. Líkur á nýrri vinnu virðast talsvert góðar í byrjun maí fyrir þá sem eru að leita. Sjónum bogmannsins verður beint að heilsu og útliti fyrstu dagana í apríl fyrir tilstilli Venusar, notaðu stjörnurnar sem afsökun fyrir því að kaupa þér ný föt. Sam- bönd verða í góðu jafnvægi og jafnvel andstæðingar þínir sýna tillitssemi. Bogmaður 23. nóvember - 23. desember Tjáskipti verða einkennandi fyrir líf vatnsberans næstu vikurnar. Hann verður einstaklega upptekinn og engu líkara en að allir vilji ná sambandi. Á fullu tungli 5. apríl verður gott tækifæri til þess að segja hug sinn og bæta tengslin við systkini eða nágranna. Heimili vatnsberans verður miðpunktur athygl- innar í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Furðulegir draumar og hugrenn- ingar gætu gert vart við sig vegna áhrifa sendiboðans Merkúrs, en í þeim leynast hugsanlega vísbendingar um framtíðina. Ástarörvar gætu hitt vatnsberann í hjarta- stað í byrjun mánaðar fyrir atbeina ástargyðjunnar Venusar. Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar Ekki tefla á tæpasta vað og vera í eldlínunni 5. apríl, segja stjörnuspekingar. Þá er fullt tungl og háflóð í tilfinningalífinu. Hinn 19. apríl verður nýtt tungl í hrúti og tunglmyrkvi. Nýtt tungl er góður tími til þess að sá fræjum og gera nýjar áætlanir. Atburðarás sem hefst við tunglmyrkva er sögð kraftmeiri en ella og áhrifin vara í tvær vikur á eftir. Merkúr hreyfist afturábak séð frá jörðu frá 6. til 30. apríl svo fólki er ráðlagt að lesa smáa letrið vel og búast við alls kyns uppákomum í samskiptum og ferðalögum. 2004 APRÍL RÝNT Í STJÖRNURNAR Meyjan nær dýpri tengslum við ástvin sinn á nýju tungli 19. apríl og árangri í viðskiptum og peningamálum. Ferðalög og ævintýri verða henni ofarlega í huga í lok mánaðar, enda er mál til komið að hún fari í frí. Maí er kjörinn tími til þess að læra eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Meyjuna þyrstir í fróðleik og hún mun eiga gott með að læra á næstunni. Snurða gæti hlaupið á þráðinn í sam- skiptum eftir 6. apríl þegar sendiboðinn Merkúr fer í afturábakgír, en eftir 30. apríl ætti meyjunni að vera ljóst hvert hún stefnir. Þú verður í uppáhaldi hjá yfirboðurum frá 3. apríl og munt ná að kjafta þig út úr nánast hverju sem er. Meyja 24. ágúst - 21. september Sjónum krabbans er beint að starfsframa og þjóðfélagsstöðu í þessum mán- uði og hann gæti þurft að stíga inn í sviðsljósið. Aðstæður til þess að leggja á ráðin um framtíðina eru óvenjuhagstæðar. Krabbinn veit nákvæmlega hvert hann vill stefna á fullu tungli 5. apríl og ný tækifæri gætu orðið til á nýju tungli 19. apríl. Ekki hika við að axla aukna ábyrgð í vinnunni. Félagslífið verður með blómlegasta móti eftir 19. apríl. Láttu endilega sjá þig á mannamótum. Fram- kvæmdaplánetan Mars gæti valdið nokkrum usla hjá krabbanum í mánuðinum og eitthvað virðist ekki eins og það á að vera. Kannski er það bara ímyndun. Krabbi 23. júní - 21. júlí Heimili og fjölskylda verða steingeitinni ofarlega í huga í mánuðinum og hún fær tækifæri til þess að fegra í kringum sig og bæta samskipti. Fullt tungl 5. apríl markar nýja byrjun á þeim vettvangi og á nýju tungli 19. apríl má búast við niðurstöðu, til hins betra eða verra. Þegar sólin fer í nautsmerkið færist fjör í leikinn og líkur á að maí verði steingeitinni afar hagstæður. Orðaleikir og bingó veita henni sérstaka ánægju í byrjun apríl, vegna áhrifa sendiboðans Merkúrs, en eft- ir 6. apríl er líklegra að samskipti við ástvini verði ofan á. Fyrstu þrír dagar mán- aðarins eru góður tími til þess að fara á stefnumót. Steingeit 23. desember - 20. janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.