Morgunblaðið - 17.07.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Framkvæmdir viðKárahnjúkastíflueru heldur á eftir
verkáætlun. Ástæðan er
m.a. sú að botn stíflunnar
reyndist dýpri en reiknað
var með, sprungur voru í
botninum og vinna lá að
nokkru leyti niðri meðan
gerðar voru ráðstafanir til
að tryggja öryggi starfs-
manna. Gianni Pora, verk-
efnisstjóri hjá Impregilo,
segir að þessar tafir eigi
ekki að koma að sök og er
bjartsýnn á að verkið kom-
ist fljótlega á áætlun.
Bygging Kárahnjúka-
virkjunar er ekki aðeins
stærsta einstaka fram-
kvæmd sem ráðist hefur
verið í hér á landi. Framkvæmdin
er líka mjög flókin og tímaramm-
inn er þröngur, en hefja á sölu ork-
unnar í apríl 2007. Það er því mikið
í húfi að allt gangi nokkurn veginn
samkvæmt áætlun.
Það auðveldar svo ekki fram-
kvæmdina að hún er unnin á há-
lendinu þar sem eru mjög erfiðar
aðstæður yfir vetrartímann.
Ítalska verktakafyrirtækið
Impregilo er með um 50% verks-
ins, þ.e. byggingu sjálfrar stíflunn-
ar og jarðgöng á virkjanasvæðinu
sem liggja niður í Fljótsdal. Fyr-
irtækið notar þrjá gríðarlega stóra
og afkastamikla bora við borun
jarðganganna. Fyrsti borinn er
kominn í notkun. Uppsetningu á
bor númer 2 er að ljúka og hefur
hann borun í næstu viku. Unnið er
að uppsetningu á þriðja bornum og
hefur hann borun síðla sumars.
Uppsetning boranna er heldur á
eftir áætlun, en það ætti ekki að
koma að sök því að afköstin það
sem af er eru mun meiri en gert
var ráð fyrir. Til að halda áætlun
þurfa borarnir að bora 25 metra á
dag, en það sem af er hafa meðal-
afköstin verið 33 metrar á dag.
Raunar hefur borinn mest komist
upp í 80 metra á dag. Við borunina
vinna m.a. kínverskir verkamenn
sem unnu við jarðgangagerð við
virkjun Guluár í Kína og Portúgal-
ar sem unnu við lestarkerfi í Portú-
gal.
Bergið þar sem borunin fer fram
þykir gott og vatnsagi er almennt
lítill. Flest virðist því benda til að
þessi hluti verksins komi til með að
ganga vel.
Botninn erfiður
Erfiðleikar hafa hins vegar verið
við stíflugerðina. Jarðvegur í botni
gljúfursins reyndist gljúpur og
þurfti að grafa 12 metrum dýpra
en reikna var með. Þar að auki er
bergið í botninum talsvert sprung-
ið. Þetta hefur tafið framkvæmdir.
Þar að auki gengu framkvæmdir
hægt í vor þegar unnið var að því
að bæta öryggi á vinnusvæðinu í
kjölfar hörmulegs banaslyss í
gilinu. Vinna við stífluna er því í
dag nokkrum vikum á eftir áætlun.
Sú spurning vaknar hvort þetta
muni ekki hafa áhrif á verklok.
Talsmenn Landsvirkjunar telja
svo ekki vera og benda á að tvö og
hálft ár séu þangað til verkinu á að
ljúka og menn hafi því svigrúm til
að komast á áætlun.
Gianni Porta er líka bjartsýnn á
að verkinu komi til með að miða vel
áfram á næstunni. Hann bendir á
að erfiðasti hluti svona verks sé
ávallt að koma því af stað. Það kosti
mikið átak að fá alla hluti til að
virka eins og þeir eiga að virka.
Óvissan um botn stíflunnar sé núna
frá og ekki margt sem ætti að
koma mönnum á óvart úr þessu.
Porta viðurkennir að íslenskt
vetrarveður hafi komið honum á
óvart. Það sé ekkert mál að eiga við
kuldann en vindurinn sé mjög erf-
iður viðfangs. Hann segir að
Impregilo hafi lært margt af síð-
asta vetri og þó að áfram megi bú-
ast við illviðri búi þeir nú yfir meiri
vitneskju um hvernig eigi að
bregðast við.
Guðmundur Pétursson, verk-
fræðingur hjá Landsvirkjun, telur
ekki ástæðu til að hafa miklar
áhyggjur af stíflugerðinni þrátt
fyrir að hún sé ekki á áætlun. Hann
bendir á að Impregilo hafi á svæð-
inu gríðarlega mikinn tækjabúnað
og því alla möguleika á að hraða
verkinu. Hann segir eins og Porta
að þó að botninn hafi verið erfiðari
en menn vonuðust eftir sé núna bú-
ið að eyða þeirri óvissu og allar lík-
ur á að verkið komist fyrr en síðar
á áætlun.
Framkvæmdir hafnar
við távegg
Nýlega hófust framkvæmdir við
svokallaðan távegg í botni Kára-
hnjúkastíflu. Þessi veggur verður
um 40 metra hár og í honum verða
göng sem gefa Landsvirkjun færi á
að fylgjast með hugsanlegum leka í
stíflunni. Hægt verður að koma við
tækjum í göngunum sem geta gert
við slíkan leka.
Samhliða þessari vinnu er
Impregilo að fylla möl og grjót í
stífluna. Í stífluna fara um 8,5 millj-
ónir rúmmetra af jarðvegi og um
14% þessa verks er lokið í dag.
Guðmundur Pétursson sagði að
kostnaður við Kárahnjúkavirkjun
væri enn sem komið væri algerlega
í samræmi við áætlun. Áætlað er að
framkvæma fyrir um 17 milljarða á
þessu ári. Þegar er búið að verja
um 20 milljörðum til virkjunarinn-
ar.
Fréttaskýring | Á annað þúsund manns
starfar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar
Stíflan er á
eftir áætlun
Talsmaður Impregilo er bjartsýnn á
að verkið komist fljótlega á áætlun
Stóru borarnir eru að komast í gang.
Jarðgangagerðin hefur
gengið mjög vel til þessa
Framkvæmdir við Kára-
hnjúkavirkjun ganga vel. Jarð-
gangagerð er talsvert á undan
áætlun, en framkvæmdir við
sjálfa stífluna eru nokkrum vik-
um á eftir áætlun. Ástæða taf-
anna er m.a. gljúpur jarðvegur í
botni gljúfursins og sprunginn
botn. Verkefnisstjóri Impregilo
telur að fyrirtækið hafi alla
möguleika á að vinna upp þær
tafir sem orðið hafa. Erfiðasti
hluti svona verks sé jafnan að
koma því af stað.
egol@mbl.is
ÁGÚST Morthens veiðisérfræðing-
ur austur á Selfossi sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærdag að
ágætisgangur væri í veiðiskapnum
þar eystra, ekki er hvað síst mikið
af sjóbirtingi að ganga og veiðast í
Ölfusá og í Baugsstaðaósi. Meðal
annars veiddist 12 punda birtingur
á síðarnefnda svæðinu fyrir fáum
dögum.
Sjóbirtingsgengd hefur sem sagt
verið mjög lífleg á þessum slóðum,
þannig fékk einn og sami veiðimað-
urinn 40 birtinga á Eyrarbakka-
megin í Ölfusá í vikunni og voru
það fiskar allt að 8 pundum.
Hraunsmegin hafa einnig verið fín
skot. Hinn 9. júlí veiddist 12 punda
birtingur í Baugsstaðaósi og nýver-
ið var þar veiðimaður á ferð sem
landaði 18 birtingum, allt að 9
punda fiskum. Á miðsvæði Baugs-
staðaóss, Tungubár í Vola, hefur
veiði einnig verið lífleg að und-
anförnu og fiskar allt að 8 pundum
komið á land.
Laxveiði hefur verið að glæðast,
t.d. settu menn í níu fiska við Sel-
foss á fimmtudag, en héldu að vísu
ekki nema fjórum. Sagði Ágúst
dæmigert fyrir þetta sumar hversu
mikill asi hefði verið á laxinum,
hann stoppaði stutt og gengi hratt í
gegn. Því fylgdi að hann hrifsaði í
agnið fremur en að gefa sér tíma til
að japla á því og taka betur. Það
orsakaði að margir slyppu. Um 50
laxar hafa veiðst í Ölfusá við Sel-
foss.
Barist um kúnnana …
Mikið ber á tilboðum veiðileyfa-
sala þessa dagana, þegar þeir
reyna að selja lausar stangir í mis-
dýrum ám. Hafa SVFR, Lax-á og
Agn.is farið þar fremst í flokki. Nú
hefur SVFR teygt sig lengra með
því að bjóða stangaveiðimönnum
sérstaka „Kjósarkynningu“ sem
felst ekki aðeins í ríflegum afslætti
í völdu holli í Laxá í Kjós á næst-
unni, heldur verða veiðimenn boðn-
ir í hús með veitingum og þeir
leystir út með húfum, fluguboxum
og fleiri gjöfum, auk þess sem þrír
leiðsögumenn verða þeim til aðstoð-
ar á allan hátt endurgjaldslaust.
Ýmis tíðindi
Grafará við Hofsós hefur verið að
gefa góð skot að undanförnu og
hóparnir fengið mest 20 til 30
bleikjur. Þetta er síðsumarsá eins
og títt er um sjóbleikjuár, að sögn
Jakobs Hrafnssonar leigutaka, og
því besti tíminn rétt að fara í hönd,
og hann er sáttur við þessa byrjun.
Lax er nú farinn að veiðast um
allt Sogið og nýverið kíkti veiði-
maður upp á Landaklöpp í Syðri
Brú, landaði þar 15 punda laxi og
sá fleiri. Lítið hafði verið selt á
þetta efsta svæði Sogsins og því
engar fregnir borist af fiskför. En
hann er sem sagt kominn á Landa-
klöppina.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hugrún Egla Einarsdóttir, sex ára, með eina af fimm murtum sem hún dró á skömmum tíma í Þingvallavatni.
Stórir birtingar og
margir hafa veiðst
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
UPPLÝSINGAR frá Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO) um að fiskneysla Ís-
lendinga væri sú næstmesta í heimi
byggjast á gömlum gögnum og eru
ekki réttar, að því er fram kemur í
frétt frá Lýðheilsustöð.
FAO sagði hvern Íslending borða
um 90 kíló af fiski árlega og að það
væru aðeins íbúar Maldavíeyja sem
borðuðu meira af fiski.
Hið rétta er að fiskneysla Íslend-
inga hefur dregist saman um helm-
ing undanfarin ár og hver Íslending-
ur borðar nú um 44 kíló af fiski
árlega samkvæmt rannsókn Mann-
eldisráðs en samsvarandi tala frá
Hagstofunni er 47 kíló.
Laufey Steingrímsdóttir hjá Lýð-
heilsustöð segir það óheppilegt að
rangar upplýsingar komi frá Mat-
væla- og landbúnaðarstofnuninni, en
að þeim sé nokkur vorkunn því
stofnunin þyrfti að safna slíkum upp-
lýsingum frá öllum þjóðum heimsins
á staðlaðan hátt og þá fengjust ekki
nýjustu upplýsingar.
Fiskneysla
Íslendinga
hefur dreg-
ist saman
um helming
ÞESSAR blómarósir frá Eskifirði nutu sín vel í blómskrúðinu í góða veðr-
inu. Þær vinna saman í bæjarvinnunni.
Morgunblaðið/Helgi Garðars
Blómarósir í blómahafi