Morgunblaðið - 17.07.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 17.07.2004, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ                         !  "# $  "% & '"% (" ) (" *"% (" & '"% +!' +!% ! '# ,#    , " ! -./! -.  !  "#($ 0      '  !  "# 1'#  . & '"% '#'!   2. " 2'( 3 4"($ 2 5  $ 63 / " 7("  )'%( )#" *8 9" 3 "" :;/! -& -8'% "" '" -' 1'# -'"% -9'  -'.   / 5  /$ <"# <5## "#.   " = "" '  " 6.$ .. >-9(!#   ! "#  (  !'% ?5  *"% 8. & '"% -' <9 9 =5## "# 1'# & '"% -8    $!              >  > > > > >  > > > > >  > > > > > > > > > !5 "#  5   $! > > > > > > > > > > > > > > > > > >  > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ >  AB > > > @ AB @ AB > @ > AB > > @ AB > @  AB > > > > > @ AB > > @ AB @ >AB > > > > > > > > > > > > > > > > > 2! '%    %# " < '( 8 ' %# C ) -' $ $ $ $  $ $ $  $ $  $ $ $  > $   $ > > > >  $ > $ $ $   > > > > $ > > > >  > > > > >    >           >   > > >   >                     > >       =    8 D4 $ $ <2$ E /#"'  '%           >  > > > >  >     > > > >  > > > >  > > > > > ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● HAGNAÐUR Sparisjóðs Kópavogs, SPK, nam 35 milljónum króna á fyrri hluta ársins, sem er 5 milljóna króna aukning frá sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu sparisjóðsins segir að hagræðing hafi lækkað kostnað og að áfram verði haldið á sömu braut. Rekstrargjöld drógust saman um 14 milljónir og námu 194 milljónum króna. Í tilkynningu segir að SPK sé á réttri leið varðandi gæði útlána og hagræðingu í rekstri. Framlag í afskriftareikning útlána dróst saman um 6 milljónir króna og nam 34 milljónum króna. Vanskil hafa minnkað og eru nú um 3%, sem er undir meðaltali banka og spari- sjóða, samkvæmt tilkynningu SPK. Aukinn hagnaður hjá SPK    %,,- %,,- %,,-       !" #$ % &  ' ("  )  ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,5% í gær og heildarviðskipti námu 2,6 milljörðum króna. Mest munaði um mikil viðskipti með bréf Íslands- banka fyrir 1.450 milljónir króna og KB banka fyrir 560 milljónir króna. Fram kemur í Vegvísi greining- ardeildar Landsbankans að þessi miklu viðskipti með bréf Íslands- banka áttu sér að mestu stað strax við opnun markaða í fjórum við- skiptum, en meðal annars voru ein viðskipti fyrir 890 milljónir króna. Gengi bréfa Íslandsbanka enduðu í 9,00 og í Hálffimm fréttum greining- ardeildar KB banka segir m.a. að miðað við það sé markaðsvermæti bankans 90 milljarðar en á því gengi er Q-hlutfall bankans um 2,9. Sé hins vegar tekið tillit til 12 milljarða óefnislegrar eignar bankans er Q- hlutfallið 4,8. Með Q-hlutfalli er átt við hlutfall markaðsvirðis og eigin fjár. Getur greiningardeild KB banka sér til um að markaðsaðilar búist annað hvort við áframhaldandi góð- æri á innlendum fjármálamarkaði eða aukinni útrás bankans. Athygli vekur að nánast engin hreyfing varð á þremur stærstu hlutabréfamörkuðum Evrópu. Hraustleg viðskipti með bréf Íslandsbanka UMRÓT og sveiflur hafa verið á verði hlutabréfa fyrirtækja á breska smásölumarkaðnum síðustu vikur og mánuði og hefur þar matvöru- markaðurinn, með fyrirtækjum eins og Big Food Group (BFG) og J Sainsbury, orðið harðar úti en sér- vörumarkaðurinn, með fyrirtækjum eins og Marks & Spencer og WH Smith. Kemur þar til harðnandi samkeppni, afkomuviðvaranir þeim samfara og yfirtökustríð. Sem dæmi þá sagði Bill Grimsey forstjóri BFG, í liðinni viku að samkeppnin á mark- aðnum væri sú mesta sem hann hefði orðið vitni að á síðustu árum og hún myndi halda áfram að vera hörð um ófyrirséða framtíð. Í sam- keppninni á matvörumarkaði hafa stærri félögin eins og Tesco og Asda leitt verðlækkanir á vörum í búðum sínum, sem hafa komið illa niður á smærri verslanakeðjum sem keppa á markaðnum. Íslenskt félag, Baugur Group, hefur gert sig gildandi sem fjárfest- ir á þessum markaði síðustu ár, en með sérfræðiþekkingu og reynslu sem félagið byggði upp á íslenskum smásölumarkaði hefur það með góð- um árangri fjárfest jafnt í skart- gripabúðum, matvörubúðum og tískuvöruverslunum í Bretlandi. Baugur hóf afskipti af þessum markaði þegar félagið sá tækifæri í undirverðlögðum smásölufyrirtækj- um þar í landi og naut þar góðs af því að smásölugeirinn var ekki í „tísku“ á þeim tíma í fjármálahverf- inu í London. Hófst með kaupum Morrison á Safeway Samkeppnin á matvörumarkaði hefur einkum og sér í lagi harðnað að undanförnu í kjölfar kaupa Morrison-verslanakeðjunnar á Safe- way fyrir þrjá milljarða punda í mars, en í kjölfarið lækkaði Tesco verslanarisinn hjá sér vöruverð sem og Asda, sem er í eigu bandaríska verslanarisans Wal Mart. Smærri verslanakeðjur hafa beðið skaða af þessari samkeppni sem hefur komið niður á tekjum þeirra. T.d. hefur BFG, sem Baugur Group á 22% hlut í, sagt í fréttum að samkeppnin hafi þýtt 0,5% minni tekjur á fyrsta fjórðungi uppgjörsársins en á sama tíma í fyrra. Verðmæti hlutar Baugs Group í BFG er nú um 9 milljarðar króna. Meðalverð sem talið er að Baugur hafi greitt fyrir hluti sína í félaginu er talið vera um 40 pens og er félag- ið því enn í góðum plús ef einföldum útreikningi er beitt, en lokaverð hvers hlutar í BFG á markaði í London í gær var 86 pens. Fyrr í þessum mánuði gaf J Sainsbury út sína aðra afkomuvið- vörun á fjórum mánuðum, og daginn eftir varaði Morrison við því að minni sala myndi koma niður á af- komu félagsins. Þessar verslana- keðjur allar, Morrison, BFG og Sainsbury, hafa lækkað í verði á markaði undanfarnar vikur og mán- uði. BFG er nú á hálfvirði miðað við verðið sem var á félaginu í febrúar sl., Morrison hefur lækkað um 40% síðan í mars þegar félagið keypti Safeway og J Sainsbury hefur lækk- að lítillega eða staðið í stað. Somerfield sem Baugur 3% hlut í hefur lækkað lítillega að markaðs- virði frá því í febrúar. Þá var hlut- urinn 3 milljarða króna virði, en er nú 2,9 milljarða virði. Jákvæð frétt frá félaginu um 60% hækkun hagn- aðar í lok júní, lyfti verðinu snögg- lega upp, en það hefur nú lækkað aftur. Er BFG á réttri leið? En er það bara hin harða sam- keppni sem veldur ofangreindum lækkunum á verði BFG? Sumir vilja meina að sú ákvörðun félagsins að breyta þeirri stefnu sinni að selja aðeins frosnar matvörur í Iceland búðunum og fara að selja kældar matvörur einnig, hafi verið mistök. Félagið sé að fjarlægjst ákveðinn grunn-viðskiptavinahóp, tekjulága fólkið sem kaupir frekar frosnar vörur. Í Bretlandi eru lágvöruverðs- verslanir minna áberandi en í lönd- um eins og Þýskalandi og Frakk- landi, og hefur því verið velt upp hvort Iceland ætti feta þá lágvöru- slóð frekar. BFG stendur nú í kostnaðarsöm- um endurnýjunum á Iceland versl- unum sínum sem alls eru 700 að tölu. Nýuppgerðu verslanirnar hafa skilað meiri tekjum en þær gömlu, en á móti kemur, eins og segir í FT.com , að þeim mun meira minnk- ar salan í gömlu búðunum þessa dagana. Í FT.com er sagt að sumir fjár- festar vonist eftir yfirtöku Baugs á félaginu á meðan aðrir telja að slíkt sé ógerlegt, enda eigi félagið enga aðra verslanakeðju uppi í erminni til að splæsa saman við BFG og gera félagið sterkara. Booker heildsalan, hinn helming- ur BFG, sýnir stöðugan og góðan hagnað, en vandinn er sá að vöxtur er lítill á því sviði sem hún starfar á. Yfirtaka á Londis verslanakeðjunni sem var hugsanleg fyrr á árinu hefði gefið Booker 2000 nýja viðskipta- vini. Milljarða vöxtur en ekkert breyst En eins og fyrr sagði er sérvöru- geirinn betur haldinn en matvöru- geirinn. Til dæmis hefur House of Fraser, sem Baugur Group á 10% hlut í, hækkað um 17% síðan í febr- úar. Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu hóf fjárfestirinn Philip Green að bjóða í annan sér- vörurisa, Marks & Spencer, 27. maí og í kjölfarið var Stuart Rose ráðinn forstjóri félagsins – einkum til að varna yfirtöku Greens. Deutsche Bank gaf út verðmat á félaginu í maí upp á 290 pens, og hækkaði mat sitt á félaginu alla leið upp í 390 pens þegar yfirtökutilraunir Greens voru í hámæli. Nú hefur Green horfið frá kaupum á M&S og síðasta mat Deutsche Bank á félaginu er 340 pens á hlut. Á tímabilinu frá því 27. maí þegar bankinn mat félagið á 290 pens hefur í sjálfu sér lítið annað gerst en tilraunir Greens til yfir- töku, sem og ráðning Rose sem for- stjóra. Líklega endurspeglar verðið nú vonir sem bundnar eru við störf hans fyrir félagið í framtíðinni. Fé- lagið er nú hundruðum milljarða ís- lenskra króna meira virði en í maí. Í tísku Í ljósi þess að matvörugeirinn breski virðist vera í lægð, ætti Baugur þá kannski að fara frá Bret- landi með fjármuni sína? Veðjaði hann vitlaust til lengri tíma? Þó að matvörugeirinn eigi í harðri samkeppni nú og sameiningarferli þar gangi kannski hægar en menn áttu von á, er varla nein ástæða til að ætla það. Tækifæri verða sjálf- sagt mörg áfram á þessum sveiflu- kennda markaði. Og á sérvöru- sviðinu breska hefur Baugi gengið mjög vel, Oasis og Karen Millen ganga vel, og fjárfesting félagsins í Arcadia skilaði miklum ávinningi. Þá má ekki gleyma dótabúðinni Hamleys sem Baugur tók af mark- aði í félagi við stjórnendur. Baugur er virkur fjárfestir í Bret- landi og kaupir og selur oft jafnvel stórar eignir, án þess að frá því sé greint sérstaklega. T.d. á Baugur nú ekki lengur í sportversluninni JJB Sports. Sá hlutur var seldur fyrir allnokkru, en markaðsvirði hlutar- ins var um 800 milljónir króna í febrúar sl. Umrót í breskri smásölu tobj@mbl.is. Fréttaskýring Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sérvaran betri Baugur Group á 10% í House of Fraser. Sérvaran hefur gengið betur á hlutabréfa- markaði undanfarið en matvaran. Lesley Frank sölustjóri Hugvits í Bretlandi segir að um tímamóta- samning sé að ræða, sem skipti fyrirtækið miklu máli og komi í kjölfarið á nokkrum stórum, vel heppnuðum verkefnum. Scotland Yard geri miklar gæðakröfur og val þeirra sé gæðastimpill. Fylgjast náið með „Það verða gerðar miklar kröf- ur til kerfisins varðandi öryggi, aðgengi og afköst og það að lög- reglan hafi valið Hugvit til sam- starfs gerir að verkum að allur opinberi geirinn í Bretlandi mun fylgjast náið með innleiðingunni, sem og lögreglulið utan Bret- lands,“ segir Frank. Hugvit og IBM, samstarfsaðili Hugvits, fengu samninginn í kjöl- far umfangsmikils útboðs en sam- keppnisaðilar fyrirtækjanna í út- boðinu voru mörg helstu upplýsingatæknifyrirtæki heims, að sögn Franks. Ekki er upp gefið hvers virði samningurinn er en Frank segir hann skipta verulegu máli fyrir tekjur fyrirtækisins. Ástæða er til að ætla, að sögn Franks, að samningurinn muni opna fyrir frekari tækifæri á næstu mánuðum og árum á breska markaðnum. LÖGREGLAN í London, eða Scot- land Yard eins og höfuðstöðvar lögreglunnar kallast, hefur skrifað undir samning við hugbúnaðarfyr- irtækið Hugvit um kaup lögregl- unnar á GoPro skjala- og mála- stjórnunarhugbúnaðinum. Um er að ræða uppsetningu kerfisins á 850 notendum (tölvum) strax á þessu ári, en alls verða settir upp 2.000 notendur á þessu ári og því næsta. Lögreglan í London sér um lög- gæslu á 1.600 ferkílómetra svæði þar sem búa 7,2 milljónir manna. Starfsmenn lögreglunnar eru 44.000. Scotland Yard velur íslenska hugbún- aðarlausn til skjala- og málastjórnunar : %F -GH  '()*+ '(',) -'./ -,.0 A A <-? I J 0())* )(102 ,., ,., A A K K ,+J )(2', 2/) ,., 3,./ A A )J : ! +2* ''(0)2 3,.) 3,.+ A A LK?J IM 7"! )(,/+ ',('0, 3,.4 -,.+ A A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.