Morgunblaðið - 17.07.2004, Page 19

Morgunblaðið - 17.07.2004, Page 19
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 19 AKUREYRI „FRAMTAKIÐ er gott og okkur þykir virkilega vænt um þessa við- urkenningu,“ sagði Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, en framkvæmdastjórn bæjarins hefur veitt safninu viðurkenningu fyrir framúrskarandi þjónustu og sveigjanleika. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning af þessu tagi er veitt en ætlunin er að veita hana árlega héðan í frá. Hólmkell sagði að gestir safns- ins væru margir ósparir á hlýleg orð til starfsmanna „og við erum auðvitað ánægð með að fá við- urkenningu frá okkar gestum. Þessi viðurkenning frá Akureyr- arbæ er okkur líka mikils virði, því þar er litið til innra starfs safns- ins,“ sagði Hólmkell. „Akureyr- arbær er þjónustufyrirtæki og með þessari viðurkenningu er hann að nýta sér ýmsa kosti sem fyrirtæki á markaði nota og það veit á gott.“ Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri nefndi þegar hann afhenti viðurkenninguna að amtsbóka- vörður kallaði bókasöfn „andans orkuver“ og að óhætt væri að segja að starfsfólk Amts- bókasafnsins hefði náð miklum ár- angi í „orkuframleiðslu“ safnsins „og ófá megavöttin orðið til hjá ánægðum gestum þess,“ eins og hann orðaði það. Þá nefndi hann að starfsandi væri góður, andinn jákvæður. Um 500 gestir sækja safnið heim á degi hverjum að meðaltali og sagði Hólmkell að lítill munur væri nú orðið á gestakomum eftir árstíðum. Safnið væri ekki síður vel sótt á heitum sumardögum. „Fólk les alls ekki minna yfir sum- arið en veturinn, en við tökum eft- ir að þá velur það sér yfirleitt létt- ari bókmenntir,“ sagði hann. Hann sagði notendahópinn breiðan, „við stóðum lengi í þeirri meiningu að stærsti hluti okkar gesta væru miðaldra og eldri konur. En þegar farið var að rýna í samsetningu gestanna kom í ljós að svo var ekki, hingað koma bæði karlar og konur og fólkið er á öllum aldri, börn og gamalmenni og allt þar á milli.“ Notendurnir eru bæjarbúar og nærsveitarmenn þeirra, þá koma fjölmargir ferðamenn á safn- ið yfir sumarið, útlendingar í stórum stíl. Farþegar af skemmti- ferðaskipum sem leggja leið sína til Akureyrar sem og aðrir. „Þetta fólk kemur aðallega til að fara á Netið,“ sagði Hólmkell. Þá nefndi hann að dæmi væru um gesti sem kæmu daglega árið um kring, „það eru þónokkrir sem koma hingað á hverjum degi, fólk sem les blöðin hjá okkur.“ Amtsbókasafnið hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi þjónustu Okkur þykir vænt um þetta „ÉG HEF heimsótt bókasafnið reglulega í 52 ár, frá því ég var 12 ára gömul og safnið var í Hafnarstræti,“ sagði Helen Þorkelsson sem var að leita sér að lesefni á Amtsbókasafninu í vikunni. Hún sagðist að jafnaði koma tvisvar og allt upp í þrisvar í mánuði á safnið og taka þetta fimm sex bækur í einu. „Ég hef alltaf verið dug- leg að lesa og haft af því mikla ánægju,“ sagði Helen. Hún sagðist mikið lesa af ævisögum, „og svo bara alls konar bækur eftir góða höfunda,“ eins og hún orðaði það. Móðir hennar var dönsk og hefur Helen alla tíð lesið danskar bækur, norsk- ar líka og sænskar. „Mér finnst úrvalið af slíkum bókum bara frekar lítið,“sagði hún. Hólm- kell amtsbókavörður var nokk- uð hissa á þessum ummælum hennar, sagði safnið vera í hópi stærstu kaupenda bókmennta á Norðurlandamálum. Hann ligg- ur í metsölulistum og kaupir inn allar söluhæstu bækurnar á listanum, þ.e.a.s. þær sem skrifaðar eru á Norðurlanda- málunum. Morgunblaðið/Kristján Vinsælar bækur. Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður Amts- bókasafnsins á Akureyri, sýnir Helen Þorkelsson vinsælar bækur en hún hefur verið tíður gestur á safninu í rúma hálfa öld. Fastagestur á safninu í yfir hálfa öld SÖNGLEIKURINN Hárið verður sýndur í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri í lok september næstkom- andi. Leikfélag Akureyrar hefur gengið frá samkomulagi við að- standendur Hársins í Reykjavík og knattspyrnudeild Þórs um að sýna söngleikinn nyrðra. „Þetta er gestasýning og liður í þeirri stefnu Leikfélags Akureyr- ar að framleiða ekki endilega allt efni hér fyrir norðan heldur gera allt sem það getur til að laða að sýningar annars staðar frá, t.d. frá Reykjavík eða útlöndum þess vegna,“ sagði Magnús Geir Þórð- arson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Með því að fá Hárið norður er ætlunin að ná til stórs hóps áhorfenda með því að bjóða upp á fjölbreytta leiklist í hæsta gæðaflokki eins og segir í frétt um sýninguna. Aðeins verður um eina sýningu að ræða, en Íþróttahöllin tekur um 1.700 manns í sæti. Vetrardagskrá LA verður kynnt um miðjan ágúst, en félag- ið mun setja upp fjórar sýningar á næsta leikári auk þess að flytja til bæjarins í það minnsta fjórar sýningar, þrjár frá Reykjavík og eina frá útlöndum. Miðasala á Hárið hefst um leið og sala áskriftarkorta, eða um svipað leyti og vetrardagskráin verður kynnt. Hárið norður Sumartónleikar | Þriðju tónleikar í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða á morgun, sunnudaginn 18. júlí kl. 17. Flytj- endur að þessu sinni verða þau Nic- ole Vala Cariglia sellóleikari og Ey- þór Ingi Jónsson orgelleikari og þau leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Vincent Lübeck, Camille Saint- Saëns og Sofia Gubaidulina. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. Nicole Vala og Eyþór Ingi munu einnig leika í morgunmessu í Akureyrarkirkju kl. 11 árdegis. Miðaldadagur | Miðaldadagur verður við verslunarstaðinn á Gás- um á sunnudag, 18. júlí, og gefst þá færi á að skoða fornleifauppgröftinn sem þar fer fram undir leiðsögn. Messað verður við kirkjutóttina kl. 14. Handverksfólk verður að störf- um í tjaldbúðum og verða veitingar seldar á staðnum.    HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Í TILLÖGU að deiliskipulagi fyrir nýtt hverfi í Halla, Hamrahlíðarlöndum og suðurhlíðum Úlfarsfells í Reykjavík er gert ráð fyrir íbúðabyggð með allt að 903 íbúðum. Af þeim eru um 270 í fjölbýlis- húsum, 328 í smærri fjölbýlishúsum og 305 í sérbýlishúsum. Þar af eru 47 íbúðir í einbýlishúsum og 258 í mismunandi gerðum af sambyggðum sérbýlishúsum. Stór almenningsgarður með afþreyingarkostum Skipulags- og byggingarsvið Reykja- víkurborgar auglýsti tillögur að deili- skipulaginu í Morgunblaðinu á miðviku- dag í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Frestur til að gera at- hugasemdir við það rennur út 25. ágúst nk. Auk íbúða í þessu nýja hverfi er gert ráð fyrir möguleika á atvinnuhúsnæði fyrir skrifstofur og þjónustu á jarð- hæðum fjölbýlishúsa við breiðstræti. Lóð- ir fyrir skóla, leikskóla og aðra fé- lagsstarfsemi eru við götu í dalbotninum þar sem lítill hraði verður á allri umferð. Í beinu framhaldi til suðurs og austurs eru víðáttumikil útvivistarsvæði. Er m.a. gert ráð fyrir stórum almenningsgarði með útivistar- og afþreyingarkostum fyrir alla aldurshópa. Flestar íbúðir í hverfinu verða í innan við 200 metra fjarlægð frá einu eða fleirum þessara útivistarsvæða. Tillögurnar liggja frammi í upplýs- ingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3 alla virka daga til 25. ágúst nk. og á heima- síðu sviðsins á skipbygg.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Þeir sem gera ekki athugasemdir innan tilskilins frest teljast samþykkja tillögurnar. Tillaga að deiliskipulagi svæðis við Úlfarsfell auglýst Nýtt hverfi með 903 íbúðum Morgunblaðið/RAX Horft yfir Úlfarsfell. Byggðin verður í suður- og vesturbrekku með möguleika á miklu útsýni. Fyrsti áfangi verður ofan Vesturlandsvegar. FLOSI Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, í Kópavogi segir áætlanir Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks um íbúafjölgun um rúmlega 1.200 íbúa í bæjarfélaginu vart geta staðist þar eð bráðabirgða- tölur sýni að íbúum hafi einungis fjölgað um 241 fyrstu fimm mánuði ársins. Á síðasta ári hafi verið gert ráð fyrir 1.000 íbúa fjölgun en hún hafi orðið 341. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, formanns bæj- arráðs og oddvita sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, má gera ráð fyrir að fjöldi íbúa í Kópavogi muni aukast til muna síðari hluta árs. „Það sem við erum með undir núna; í Hvörfum í Vatnsenda og Kórum í Vatnsenda og á Lundasvæð- inu eru um 7 þúsund íbúar sem munu flytja til Kópa- vogs á næstu 4-5 árum,“ segir Gunnar, sem segir eðlilegt að íbúafjölgun sveiflist á milli tímabila. Íbúafjölgun í Kópavogi langt undir áætlunum Morgunblaðið/Þorkell Reykjavík | Herbergjanýting hótela í Reykjavík batnaði úr 78,21% í 83,51% í seinasta mánuði skv. nið- urstöðum tekjukönnunar Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Þá hefur meðalverð hækkað úr 10.469 krónum í 11.221 krónur fyrir nóttina. Fram kemur í fréttabréfi SAF að þar sem meg- ináherslan í auknu sætaframboði til landsins hafi ver- ið á ódýrari flugsæti hafi mátt búast við því að aukn- ingin yrði meiri hjá þriggja stjörnu hótelunum en sú hafi ekki orðið raunin. Að vísu komi fram hjá þeim gistiheimilum sem SAF hafi haft samband við, að aukning milli ára sé allt að 10% hjá þeim og láti þau vel af vorinu. Herbergjanýting hótela batnar   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.