Morgunblaðið - 17.07.2004, Page 41
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 41
Sýningin Sumardagar verður opnuð íListasafni Árnesinga í dag klukkan 16.21 ungur íslenskur listamaður á verk ásýningunni og sumir þeirra fleiri en eitt.
Sýningin stendur til 8. ágúst en Listasafn Árnes-
inga er opið alla daga nema mánudaga frá 13.30–
17. Sýningarstjóri Sumardaga er Melkorka
Huldudóttir.
Hvernig sýning er Sumardagar?
„Sýningin er fjölbreytt og fjölskylduvæn en á
sýningunni er að finna hátt í þrjátíu verk eftir
unga, íslenska listamenn sem hafa útskrifast úr
skólum hér heima og erlendis upp á síðkastið. Ég
reyndi að velja sem fjölbreyttust og eftir-
minnilegust verk eftir þessa listamenn. Verk sem
ég hafði séð á vinnustofu eða á sýningu og þau
einhverra hluta vegna sátu í mér. Ég vildi líka að
það væru sem fjölbreyttust verk á sýningunni
svo að sem flestir gætu notið þess að koma á
sýninguna.“
Er eitthvað sérstakt þema í þessari sýningu?
„Sýningin verður mjög fjölbreytt og ég reyndi
að velja sem flesta miðla. Þarna eru teiknimynd-
ir, „stop-motion“ leirmynd, málverk, skúlptúrar,
myndbandsverk sem varpað er á veggina og
margt fleira. Sýningin heitir Sumardagur og
þetta gæti verið skemmtilegur sumardagur á
safninu fyrir alla fjölskylduna. Þarna eru engin
gróf, dónaleg eða erfið verk heldur eru til sýnis
góð verk sem eru aðgengileg fyrir flesta. Verkin
voru þó ekki valin að teknu tilliti til þess að þau
væru aðgengileg heldur valdi ég verk sem mér
fannst skemmtileg.“
Hefur þú sinnt starfi sýningarstjóra áður?
„Þetta er fyrsta sýningin sem ég set upp í op-
inberu safni en ég hef áður sett saman sýningar.
Ég tók þátt í því að reka Gula húsið á Lindargöt-
unni á sínum tíma. Þar var hópur krakka með al-
þjóðlegt menningarsetur þar sem haldnir voru
fjölmargir tónleikar auk annarra sýninga. Þar
fékk ég smjörþefinn af því að setja upp sýningar
og mér finnst það mjög skemmtilegt og gæti
hugsað mér að fást við það í framtíðinni.“
Þú ert með mörg járn í eldinum, ekki satt?
„Ég er myndlistarkona og starfa í Klink&
Bank. Þá er ég einnig meðlimur í hljómsveitinni
Brúðarbandinu en við erum að fara að gefa út
geisladisk. Útgáfutónleikarnir fara fram fimmtu-
daginn 22. júlí og diskurinn kemur í búðir mánu-
daginn 26. júlí. Brúðarbandið mun einnig leika á
Innipúkanum um verslunarmannahelgina og það
er fullt af skemmtilegheitum framundan.“
Myndlist | Sýningin Sumardagar í Listasafni Árnesinga
Fjölbreytt og fjölskylduvæn
Melkorka Huldudóttir
er fædd hinn 9. apríl
1972 í Hafnarfirði. Hún
útskrifaðist af mynd-
listarbraut í FB og árið
2002 útskrifaðist hún
frá fjöltæknideild
Listaháskóla Íslands
með BA-gráðu. Mel-
korka hefur fengist við
fjölbreytt störf í gegn-
um tíðina en hún hefur
sett upp sýningar, verið sýningarstjóri, verið í
hljómsveit og leikið í kvikmynd. Hún er mynd-
listarkona og starfar í Klink&Bank.
Úlfur, úlfur
ÉG var að horfa á Kastljós nýlega þar
sem ungar konur töluðu um kyn-
ferðisofbeldi og velti því fyrir mér
hvort það væri ekki orðinn fullmikill
áróður í þessum málaflokki, hrópað
„úlfur, úlfur“ þegar ekki þarf. Ég
lenti í því nýlega að vera að keyra í
austurborginni og kom að gangbraut
þar sem tvær ungar stelpur (2–4 ára)
voru að leika sér á hjólum. Ég stoppa
bílinn og ætlaði að leiða þær yfir
gangbrautina svo þær færu sér ekki
að voða. Kemur þá ekki stökkvandi
kona út úr nærliggjandi húsi og
öskraði á mig: láttu börnin mín vera,
andskotans perrinn þinn. Ég er orðin
fullorðin amma og ætlaði börnunum
ekkert nema gott. Þetta sló mig illa
því þetta var í góðri meiningu gert.
Fullorðin amma.
Hárið skemmtilegt
SÖNGLEIKURINN Hárið hefur
fengið leiðinlega gagnrýni í fjöl-
miðlum og skil ég ekki þessa slæmu
gagnrýni.
Ég fór á frumsýninguna, ásamt
nokkrum vinkonum, og fannst okkur
verkið kraftmikið, sígilt og lögin frá-
bær. Skemmtum við okkur hið besta
og virtust aðrir í salnum skemmta sér
mjög vel. Því skiljum við ekki þessa
slæmu gagnrýni.
Rósa.
Vinnuhópum hrósað
UNDANFARIÐ hefur vinnuhópum í
Breiðholti verið hrósað fyrir störf sín.
Okkur hér í Árbænum langar líka
til að hrósa ungmennum í okkar
hverfi. Hér fyrir framan Hraunbæ 8–
12a hafa á undanförnum dögum verið
vinnuhópar frá borginni að lagfæra
grasflöt sem tilheyrir borginni, sett
nýjar þökur, slegið og snyrt og þetta
unga fólk hefur unnið störf sín af
stakri alúð og prýði og eru því færðar
bestu þakkir.
Ánægðir íbúar.
Páfagaukur týndist
PÁFAGAUKUR, gulur, rauður,
grænn og blár, flaug út um glugga á
Holtsgötu 22 sl. fimmtudag. Hann er
merktur á fæti með hring. Þeir sem
hafa orðið hans varir hafi samband í
síma 698 0794.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
1
1
2
7
/
sia
.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Bd3 c5
5. dxc5 Bxc5 6. Rf3 Rf6 7. 0–0 0–0 8.
Bg5 Db6 9. Rc3 Rbd7 10. Hb1 h6 11.
Bh4 Dd6 12. Bf5 g5 13. Bg3 Dc6 14.
Bxd7 Bxd7 15. Be5 Had8 16. Bxf6 Dxf6
17. Dxd5 Bc6 18. Dxc5 b6 19. De5 Dg6
20. Dg3 Dxc2 21. Re5 Bb7 22. Rg4 Ba6
23. Hfe1 Kg7 24. He7
Staðan kom upp á meistaramóti
Skákskóla Íslands sem lauk fyrir
stuttu. Sverrir Þorgeirsson (1.360)
hafði svart gegn Gylfa Davíðssyni
(1.525). 24. … Dxb1+! og hvítur gafst
upp enda mát eftir 25. Rxb1 Hd1+.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
HARMONIKUHÁTÍÐ Reykjavíkur
verður haldin í fimmta skipti nú um
helgina. Helstu atriði hátíðarinnar
eru klassískir harm-
onikutónleikar í Frí-
kirkjunni við Tjörnina
í dag. Þeir hefjast með
einleikstónleikum
Matthíasar Kormáks-
sonar kl. 15 og kl. 16
hefjast einleiks-
tónleikar Igors Zav-
adskys. Að sögn Jón-
atans Karlssonar,
skipuleggjanda hátíð-
arinnar, eru tónleikar
Matthíasar kveðju-
tónleikar hans á Ís-
landi en Matthías er á
förum til Bandaríkj-
anna þar sem hann hyggur á há-
skólanám. „Matthías er einn fremsti
einleikari Íslands og Igor er mikill
snillingur,“ segir Jónatan og bætir
því við að hér verði eflaust um góða
tónleika að ræða. „Igor Zavadsky
tók þátt í hátíðinni í fyrra og vakti
mikla athygli. Hann var kosinn þjóð-
arlistarmaður Úkraínu árið 2000 og
hefur unnið til margra annarra verð-
launa. Hann er mjög eftirsóttur en
hann kemur hingað til lands beint
frá París,“ segir Jón-
atan og tekur það fram
að Igor sé mikill hval-
reki á fjörur íslenskra
áhugamanna um harm-
onikuleik.
„Í fyrra fór Igor í
stutta ferð norður á land
og var á Akureyri,
Skagafirði og Húsavík.
Við ætlum að endurtaka
þann leik um næstu
helgi og eigum von á því
að hann fái hvarvetna
góðar viðtökur,“ segir
Jónatan en laugardag-
inn 24. júlí heldur Igor
tónleika í Akureyrarkirkju.
Dagskrá Harmonikuhátíðar
Reykjavíkur lýkur með harm-
onikudegi í Árbæjarsafni á morgun,
sunnudaginn 18. júlí. Dagskráin í
Árbæjarsafni hefst kl 13 og þar gefst
færi á að sjá erlenda og innlenda
þátttakendur hátíðarinnar leika út
um allt safn, venju samkvæmt.
Harmonikuhátíð
Reykjavíkur haldin
í fimmta skipti
Igor Zavadsky
FORNLEIFAUPPGRÖFTURINN á
Gásum verður skoðaður ásamt leið-
sögumanni á morgun, sunnudaginn
18. júlí. Dagskrá miðaldadagsins
hefst kl. 14 með því að sóknar-
prestur Möðruvallaklausturs-
prestakalls messar við kirkjutótt-
ina á Gásum ásamt kirkjukór og
stjórnanda. Kl. 15 verður leiðsögn
um uppgraftarsvæðið. Til að minna
á mannlífið á Gásum forðum verður
handverksfólk að störfum í tjald-
búðum kl. 14–17.
Miðaldadagur á Gásum er skipu-
lagður af Minjasafninu á Akureyrir
og Gásafélaginu. Gásafélagið ætlar
að hafa til sölu léttar veitingar við
vægu verði á miðaldadaginn.
Miðaldadagur á Gásum
TVENNIR barnakóratónleikar
verða haldnir í Skálholtskirkju í
dag þar sem börn frá Evrópu og
Kína munu flytja fjölbreytta efnis-
skrá sem þau hafa verið að æfa
þessa vikuna á Söngviku í Kópa-
voginum. Á tónleikum kl. 17 syngja
börnin tónverk frá Englandi, Aust-
ur-Evrópu og verk eftir Norræn
tónskáld. Á tónleikum sem hefjast
kl. 20.30 verða flutt tónverk frá
Kanada og Nýfundnalandi og al-
þekktar söngperlur eftir Schubert,
Brahms og fleiri tónskáld róm-
antíska tímabilsins.
Stjórnendur barnanna eru frá
Englandi, Ungverjalandi, Ný-
fundnalandi og Sviss, en Jón Stef-
ánsson stjórnar hópnum sem hefur
æft söngva frá Íslandi og hinum
Norðurlöndunum. Auk þess mun
hver kór fyrir sig syngja nokkur
lög frá sínu heimalandi, en börnin
eru frá Baskahéraði Spánar,
Þýskalandi, Sviss, Frakklandi og
Kína, auk tveggja kóra frá Íslandi.
Tónleikar þessir eru liður í Skál-
holtshátíð og eru þeir haldnir í
samvinnu við Europa Cantat sem
eru ein stærstu kórasamtök í heimi.
Börnin syngja einnig á tvennum
tónleikum í Salnum á sunnudag og
hefjast þeir tónleikar kl.16 og 20.
360 syngjandi börn
á Skálholtshátíð
SÖGUSÝNING í Dalbæ á Snæ-
fjallaströnd við Ísafjarðardjúp um
Kaldalón og Sigvalda Kaldalóns
verður opnuð í dag klukkan 15.
Jafnframt verður dagskrá helguð
tónskáldinu.
Sýningin byggist á tveimur meg-
inþáttum; kynningu á gönguleiðum
og ýmsum sögnum sem tengjast
Kaldalóni við Ísafjarðardjúp og
kynningu á tónskáldinu og lækn-
inum Sigvalda Kaldalóns, sem
kenndi sig við Kaldalón þar sem
hann bjó er hann samdi mörg sín
þekktustu lög. Kammerkórinn á
Ísafirði verður með dagskrá um
Sigvalda Kaldalóns við opnun sýn-
ingarinnar auk þess sem Gunn-
laugur A. Jónsson og Sigvaldi Snær
Kaldalóns flytja ávörp og flutt
verður lag þess síðarnefnda, Sveit-
in mín, við ljóð Torfa Sigurðssonar
frá Bæjum. Jafnframt verður kynnt
útgáfa Smekkleysu á safni söng-
laga Sigvalda Kaldalóns með ýms-
um flytjendum.
Kaldalón og Kaldalóns