Morgunblaðið - 17.07.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 17.07.2004, Síða 43
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 43 FRÍ SÓLGLER GLERAUGU fylgja þegar keypt eru ný OPTICAL STUDIO RX - SMÁRALIND OPTICAL STUDIO SÓL - SMÁRALIND OPTICAL STUDIO KEF - KEFLAVÍK OPTICAL STUDIO DF - LEIFSSTÖÐ Sólgler* í þínum styrkleika er kaupauki með öllum nýjum gleraugum. Við pöntun fylgir frítt par af sólglerjum í þínum fjærstyrkleika í eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði. * Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. L I N D B E R G S éverine fékk hin virtu Ilaire Vorcona-verðlaun, fyrir ljóðabók- ina, sem hafa verið veitt frá árinu 1952 fyrir handrit að ljóðabók. Bókin hefur nú verið gefin út hjá Jacques Brémond bókaforlaginu. Hún segir að ljóðin séu bergmál þess sem hún hefur séð á heimsóknum sínum til Íslands, kynnum hennar af Íslandi og þeim áhrifum sem ferð- irnar hingað höfðu á hana, einskonar inn- hverfar ljósmyndir af heimsóknum hennar. Séverine er gift Adolf Friðrikssyni forn- leifafræðingi og hefur síðustu fimm ár komið reglulega til Íslands og dvalið hér í nokkurn tíma í hvert sinn og fylgt manni sínum á ferð- um hans um landið vegna fornleifafræðirann- sókna. „Við ferðuðumst um landið á bílnum, hann leitaði að svæðum til uppgraftar og ég leitaði ekki að neinu. Ég horfði í kringum mig og kynntist landslaginu og Íslendingum. Á þann hátt varð ég gegnsýrð af Íslandi, með lands- lagið allt í kringum mig, án þess að vita hvað- an ég kom, hvert ég væri að fara eða hvar ég væri stödd. Maðurinn minn var upptekinn af öðru, ég hafði algjörlega tapað áttum og reyndi að finna mig úti á víðavangi á Íslandi,“ segir Séverine. Ástar-haturssamband Biðin gat tekið á. „Stundum beið ég í bíln- um á bílastæðum, í sjoppum, kirkjum eða á ökrum úti og ég beið eftir að hann kláraði. Stundum í rigningu og stundum í roki. Stund- um var það erfitt og alls ekki þægilegt. Stund- um stoppuðum við þar sem mig langaði alls ekki til að stoppa. Svo höfðum við ekki tíma til að stoppa þar sem ég hefði viljað staldra við. Ólíkar tilfinningar bærðust um í mér. Hann leitaði og ég beið og horfði í kringum mig. Þetta var eins og draumur, ferðalag sveipað dulúð og ég held að textinn sé frekar draum- kenndur, það er í það minnsta það sem fólk hefur sagt mér. Mér fannst eins og ég væri ekki stödd í raunveruleikanum á þessum ferð- um.“ Séverine lýsir sambandi sínu við Ísland fyrstu árin sem einskonar ástar- haturssambandi. Hún hafi ekki valið Ísland, heldur orðið ástfangin af íslensk- um manni. „Ég kom hing- að til að kynnast landinu hans, menningunni og tungumálinu. Mér fannst að ég yrði að elska þetta allt, því að það væri hann. Í upphafi varð ég fyrir miklu menningarsjokki, mér líkaði alls ekki á Ís- landi í fyrsta skipti sem ég kom hingað. Ég var al- gjörlega týnd, hafði ekkert haldreipi og fannst Ísland ótrúlega frábrugðið Frakk- landi og öllu því sem ég hafði áður kynnst. Það var frekar erfið reynsla, kannski vegna þess að mér fannst ég vera skyldug til þess að líða vel á Íslandi. Mér fannst ég vera of frá- brugðin og hélt að mér tækist aldrei að ná áttum hér.“ Séverine segir að smám saman hafi jákvæðu hlið- arnar komið í ljós. „Þetta var ekki ást við fyrstu sýn, eins og ferðamenn upplifa. Hjá mér var þetta frekar stigvaxandi ástarsaga. Jafnvel enn í dag flakka ég á milli tilfinninga, en þannig er ástin kannski einmitt, það er ekki alltaf í eina átt. Smám saman vandist ég Íslandi og fann mig hér. Þetta er sönn saga, hún er ekki uppi á yfirborðinu,“ segir hún. Eftir að hafa dvalist hér í nokkur skipti settist Séverine niður og fór að vinna úr þeim tilfinningum og hugsunum sem höfðu gerjast í henni á þeim tíma. „Ég skrifaði um Ísland, en einnig um þau áhrif sem Ísland hafði á mig. Ég vann mikið með þögnina, öndunina og auðnina,“ segir hún. Innt eftir því hvort ljóðin feli í sér þá þróun sem varð innra með henni, hvernig hún tók landið smám saman í sátt, segir Séverine frekar telja að í ljóðunum sé hægt að sjá öfgarnar sem toguðust á í henni. „Ég held að maður geti séð stórkostlega nátt- úrufegurð og gífurlegan söknuð eða hræðslu, hrifningu og kvíða.“ Ljóðunum vel tekið í Frakklandi Séverine segir að ljóðunum hafi verið vel tekið, en ljóðin höfðu öll áður birst í tímaritum í Frakklandi. Hún segir að það sé mjög erfitt að fá ljóð birt í Frakklandi, en þessi ljóð hafi greinilega snert einhvern streng hjá fólki því öll fengust þau birt. Ljóðabókin kom út í byrj- un júní og verður með tíð og tíma fáanleg hér á landi. Séverine segir að verðlaunin sem hún fékk fyrir handritið, Ilaire Vorcona, hafi hjálpað henni að koma sér á framfæri heima fyrir. Bókaútgáfan sem gaf út bókina taki t.d. ekki við innsendum handritum, heldur velji sjálf hverjir verði gefnir út. „Ég hef alltaf viljað koma Íslandi á framfæri í Frakklandi. Breyta einhverju. Núna er þetta líf mitt, að vera á milli þessara tveggja landa og þar sem ég stunda skriftir hefur það haft áhrif á skrif mín.“ Séverine hefur einnig þýtt úr íslensku, m.a. smásögur eftir Þórarin Eldjárn og hefur skrifað skáld- sögu sem gerist í Hrísey. „Bókin fjallar um arkitekt sem missir vinnuna og fer til Íslands, þar sem hann endar með tapa öllu, tungumáli sínu og sjálfum sér. Þetta er saga af eins- konar skipbroti í vitfirringunni,“ segir Séverine. Á meðan maðurinn hennar gróf í jörðina og leitaði að fornminjum sat Séverine Daucourt-Friðriksson og beið. Hún hefur nú gefið út ljóðabók sem kallast „L’Île écrite“ þar sem hún bregður upp mynd af upplifunum sínum á Íslandi, fólki sem hún hitti og þeim áhrifum sem Íslandsheimsóknir hennar höfðu á hana. Hún sagði Nínu Björk Jónsdóttur að fyrst hefði sér ekkert litist á blikuna. En smám saman komu jákvæðu hliðarnar í ljós. Bergmál af Ís- landsheimsóknum Morgunblaðið/Árni Torfason Séverine Daucourt-Friðriksson ásamt tveimur barna þeirra Adolfs, Heiðu og Ísari. Einnig eiga þau soninn Eldjárn. nina@mbl.is SENDIRÁÐ Íslands í Peking stóð fyrir fagnaði á dögunum með opn- un ljósmyndasýningar og útgáfu ljósmyndabókar um Ísland undir yfirskriftinni „Beautiful Iceland“. Ljósmyndirnar tók Li Renchen, einn af ritstjórum Dagblaðs alþýð- unnar í Kína. Myndirnar voru tekn- ar sumarið 2001 þegar ljósmynd- arinn, sem hluti af kínverskri sendinefnd, sótti Ísland heim í tengslum við að 30 ár voru liðin frá stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Kína. Ljósmyndirnar sem birtast í bók- inni eru á annað hundrað og er ætl- að að gefa Kínverjum fjölbreytta sýn á Ísland. Myndirnar varpa ljósi á náttúrufegurð, gróður, dýralíf, menningu og listir. Formálar í bók- inni eru ritaðir af Davíð Oddssyni, forsætisráðherra Íslands, og Tian Jiyuan, fyrrum varaforseta fasta- nefndar kínverska þjóðþingsins. Auk sendiráðs Íslands í Peking komu að útgáfu bókarinnar og ljós- myndasýningunni aðilar á borð við forsætisráðuneytið, utanríkisráðu- neytið, Ferðamálaráð Íslands og Icelandair. Hátt í 200 gestir mættu á opnun ljósmyndasýningarinnar og í mót- tökuna sem haldin var í kjölfarið, þar af fjöldi háttsettra, kínverskra embættismanna en auk annarra Ís- lendingar búsettir í Peking. Eiður Guðnason sendiherra og frú ásamt ljósmyndaranum Li Renchen fyr- ir framan húsakynnin þar sem ljósmyndasýningin var haldin. Ljósmyndabók um Ísland gefin út í Kína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.