Morgunblaðið - 24.07.2004, Page 4

Morgunblaðið - 24.07.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR Berg Steinarsson hefur tekið við sem nýr forstjóri Skíf- unnar, en Nordex, félag í meiri- hlutaeigu Sverris, sem rekur Next- verslunina í Kringlunni, og Róbert Melax eru nýir eigendur Skífunn- ar. Róbert verður þar meirihluta- eigandi. Ragnar Birgisson, fráfarandi forstjóri, er hættur störfum, en hann hefur starfað hjá Skífunni og Norðurljósum sl. tæp átta ár. Róbert Melax segir að rekstur Skífunnar hafi gengið vel undir stjórn Ragnars en samfara eig- endaskiptum og athugun Róberts og Sverris á fyrirtækinu í kjölfarið á því hafi komið í ljós að þeir vildu gera áherslubreytingar og skipta um mann í brúnni. Róbert segir að engar frekari breytingar séu fyrirliggjandi í stjórnendahópnum. Hann segir að í framtíðinni muni Skífan einbeita sér í auknum mæli að verslunar- rekstri, þar séu vaxtartækifærin, en Sverrir hafi einmitt mikla reynslu í smásöluverslun. Rekstur Skífunnar skiptist í tvö aðalsvið; smásöluverslun, sem rek- ur verslanir Skífunnar, BT, Office 1, Hljóðfærahúsið og Sony-setrið, og afþreyingarsvið, sem er heild- sala með DVD-myndir, tölvuleiki, tónlist og fleira, auk rekstrar kvik- myndahúsa og útgáfustarfsemi. Eðlilegt, en kom á óvart Ragnar Birgisson, fráfarandi forstjóri, segir að í ljósi þess sem áður hefur komið fram, þ.e. að ekki yrði um neinar breytingar á stjórnun félagsins að ræða í kjölfar eigendaskiptanna, hafi uppsögnin komið sér á óvart. Hins vegar sé fullkomlega eðlilegt að nýir eig- endur vilji setjast í bílstjórasætið, eins og hann orðar það. „Þeir eru að leggja fram mikla fjármuni og vilja því eðlilega bera fulla ábyrgð á rekstrinum. Því var ákveðið að annar eig- andinn, Sverrir Berg Steinars- son, tæki við sem forstjóri Skífunnar,“ segir Ragnar. Hann segir að á þeim tæpu átta árum sem hann hafi verið við stjórnvölinn hafi ýmislegt breyst hjá félaginu. „Þegar ég tók við í lok árs 1996 var veltan 700 milljónir króna, starfsmenn voru 75 og EBITDA- hagnaðurinn nam 50 milljónum króna, en með samstilltu átaki frá- bærs starfsfólks Skífunnar hefur mikið áunnist og margt breyst. Í ár er veltan t.d. áætluð 4,5 millj- arðar, starfsmenn eru 260 og EBITDA er áætluð 500 milljónir króna,“ segir Ragnar. Spurður hvað taki nú við segir Ragnar að hann ætli sér að taka langt og gott frí með fjölskyldunni. „Svo spáir maður í spilin í haust. Ég er opinn fyrir öllu, en ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og stefni á einhvers konar rekstur.“ Mikill metnaður í fólki Sverrir Berg Steinarsson segir að sér lítist gríðarlega vel á fyr- irtækið, og alltaf betur og betur eftir því sem hann skoði það meira. „Það er mikill metnaður í fólki hér og starfið er mjög faglegt. Ég hef miklar væntingar til félagsins,“ segir Sverrir Berg Steinarsson, forstjóri Skífunnar. Skífan skiptir um forstjóra Sverrir Berg Steinarsson GUÐRÚN Jónsdóttir, kennd við Nes á Hellu í Rangárþingi ytra, náði þeim áfanga að verða 100 ára í gær. Guðrún dvelur nú á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu en þar var opið hús og margt um manninn á afmælisdegi hennar. Guðrún er fædd í Þjóðólfshaga í Holtum en flutti með foreldrum sín- um að Bjóluhjáleigu þriggja ára að aldri og síðar að Hrafntóftum. Guð- rún giftist Gunnari Jónssyni árið 1933 og bjuggu þau lengst af í Nesi sem var nýbýli út úr jörðinni Hellu- vaði sem er rétt við Hellu. Þau eign- uðust þrjá syni, þá Jóhann, Braga og Kristin. Afkomendur Guðrúnar eru tæplega sextíu talsins í dag. Í viðtali kvaðst Guðrún vera ágætlega hress, klæðast á hverjum degi og borða vel, en hafi verið slæm í baki um nokkurn tíma. Hún segist heyra orðið frekar illa en sjá ágætlega, en þarf gleraugu við lest- ur. Hún sagði að sér hefði ávallt lið- ið vel og haft gott fólk í kringum sig, ekki síst núna á Lundi. Aðspurð kvaðst hún muna vel eftir Heklu- gosinu 1947 og hefði það verið frek- ar óskemmtileg reynsla. Hún sagð- ist ætíð hafa verið heimavinnandi og ekki mikið gefin fyrir að ferðast að heiman. Margt um manninn í aldarafmæli Guðrúnu í Nesi líður vel á Lundi Hellu. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Óli Már Guðrún Jónsdóttir er hér með sonum sínum, Jóhanni, Braga og Kristni Gunnarssonum. STAÐA þjóðleikhússtjóra verður auglýst laus til umsóknar í Morg- unblaðinu á morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra segir að kynjasjónarmið muni ekki ráða ferð við ráðninguna, heldur verði hæfileikaríkasti ein- staklingurinn valinn. Umsóknarfrestur er til 1. septem- ber. „Ég stefni að því að vera búin að klára þetta 1. október, að ég gefi mér góðan tíma í að fara yfir um- sóknir og fleira,“ segir Þorgerður Katrín. Næsti þjóðleikhússtjóri mun taka við stöðunni um áramótin, en Stefán Baldursson, sem verið hefur þjóðleikhússtjóri í 13 ár, mun gegna embættinu þangað til. Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir því að margir muni sýna emb- ættinu áhuga. „Þetta er örugglega eitt skemmtilegasta og mest spenn- andi starfið innan listaheimsins og ég held að allir þeir sem unna leik- listinni á einn eða annan hátt geti sýnt þessu starfi mikinn áhuga,“ segir hún. Konur sem starfa innan leiklist- arinnar, og vilja auka veg kvenna innan fagsins, héldu ráðstefnu að Sólheimum um síðustu páska. Þar var lýst yfir áhuga á að næsti þjóð- leikhússtjóri yrði kona. „Ég mun hafa þau sjónarmið í huga sem leiða til þess að sá einstaklingur sem fær starfið, mun að mínu mati vera með mestu hæfileikana til að gegna þessu starfi með sóma. Ég mun ekki láta kynjasjónarmið ráða þar ferð,“ segir Þorgerður. Menntamálaráðuneytið gerir þá kröfu til umsækjenda að þeir hafi menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Þjóðleikhússtjóri er forstöðumað- ur Þjóðleikhússins og stjórnandi þess. Hann markar listræna stefnu leikhússins í samráði við þjóðleik- húsráð, stýrir leikhúsinu samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætl- un og ber ábyrgð á listrænum og fjárhagslegum rekstri þess. Skipað verður í stöðuna til fimm ára og samkvæmt leiklistarlögum frá 1998 skal staðan auglýst að þeim tíma liðnum, óháð því hvort sitjandi þjóð- leikhússtjóri gefur þá áfram kost á sér. Staða þjóðleikhússtjóra laus til umsóknar Hæfileikaríkasti umsækj- andinn verður valinnFLUGFÉLAG Íslands hefur tilkynnt 3% hækkun fargjalda í almennu innanlandsflugi frá og með 2. ágúst næstkomandi. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, hafa fargjöld félagsins ekki hækkað í rúmlega tvö ár, en í ljósi hækkana á eldneytis- verði hafi verið gripið til þess- ara aðgerða. „Eldsneytisverð er um 10% af kostnaði okkar, og ekki virð- ist vera að verðið sé á niðurleið. Það hefur hækkað um ein 30– 40% á undanförnum árum, en við ekki brugðist við fyrr en nú. Þessu til viðbótar bætast nú við launasamningar og fleira,“ seg- ir Jón Karl í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir að vonast hafi verið til að verðhækkanir á elds- neyti væru aðeins tímabundnar, en ekkert bendi til þess að svo sé, og geri sérfræðingar ráð fyr- ir að þessi kostnaðarliður verði áfram hærri en gert var ráð fyr- ir. Hann segir að áfram verði fylgst með þróun eldsneytis- verðsins. Vegna þess að lögð er 3% hækkun á alla fjóra verðflokka fargjalda, þá nemur hækkunin um 300 krónum í hæsta verð- flokki, en um 150 krónum í þeim lægsta. „Verðflokkunum fjórum til viðbótar eru nettilboðin, en þau tengjast ekki beint al- mennri verðskrá félagsins. Við stefnum á að halda áfram að bjóða nettilboð þegar tækifæri gefast, og fer það eftir sæta- framboði,“ útskýrir Jón Karl. Fargjöld hækka um 3% Flugfélag Íslands BRAGI Þorfinnsson, alþjóðlegur skákmeistari, sigraði Svisslend- inginn Ludovic Staub í fimmtu umferð skákhátíðarinnar í Biel í Sviss í gær. Bragi hefur þrjá vinninga og er í 25.–44. sæti. Sig- urlaug R. Friðþjófsdóttir gerði jafntefli við Þjóðverjann Richard Valet. Sigurlaug hefur einn vinn- ing og er í 103.–109. sæti. Bragi mætir í dag rúmenska alþjóðlega meistaranum Neboisa Ilijin, en Sigurlaug mætir Svisslendingnum José Pérez. 112 skákmenn taka þátt í meistaraflokki, og þar af eru 30 stórmeistarar. Efstir, með fjóra og hálfan vinning, eru stórmeist- ararnir Boris Avrukh, Christian Bauer og Pavel Eljanov. Í stórmeistaraflokki er Alex- ander Morozevich efstur, með 3,5 vinninga. Góður árangur Í gær hófst aðalmót opna tékk- neska mótsins í Pardubice í Tékklandi. Þeir Arnar E. Gunn- arsson, Stefán Kristjánsson og Jón Viktor Gunnarsson sigrðu í 1. umferð, en Dagur Arngrímsson, Björn Ívar Karlsson, Guðmundur Kjartansson og Halldór Brynjar Halldórsson gerðu allir jafntefli við stigahærri menn. Ingvar Þór Jóhannesson og Stefán Bergsson töpuðu sínum skákum. 366 kepp- endur taka þátt í A–flokki móts- ins, og þar af um 50 stórmeist- arar. Íslenskir skákmenn keppa í Biel og Pardubice Á DÖGUNUM fluttu félagar í Ferðafélagi Húsavíkur nýjan fjallaskála félagsins frá Húsavík á áfangastað í Heilagsdal, austan undir Bláfjalli suðaustan Mývatns. Sjö ferðafélagsmenn, og fimm vaskir Mývetningar, stóðu að því að koma skálanum á sinn stað. Það var Tré- smiðjan Norðurvík á Húsavík sem byggði skálann fyrir ferðafélagið. Að sögn Gunnars Jóhannessonar ferðafélagsmanns gekk það býsna vel, farið var frá Húsavík að kvöldi til, stoppað yfir nótt í Mývatnssveit, þaðan sem ferðinni var haldið áfram að morgni næsta dags. Lagt var að stað frá Grænavatni snemma morguns og komið á áfanga- stað um átta til níu tímum síðar. Þar var skálanum kom- ið fyrir á undirstöðum sem útbúnar voru síðastliðið sumar. Gunnar segir húsið að mestu tilbúið til notkunar þó enn sé eftir að framkvæma ýmis smáverk eins og t.d. að smíða sólpall. Nýr fjallaskáli fluttur í Heilagsdal Morgunblaðið/Hafþór Húsavík. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.