Morgunblaðið - 24.07.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.07.2004, Qupperneq 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ JOSE Maria Aznar, fyrrverandi for- sætisráðherra Spánar, var í gær sakaður um „mikilmennskubrjál- æði“ en spænsk útvarpsstöð hafði á fimmtudag greint frá því að utanríkisráðu- neytið spænska hefði greitt bandarískri lög- fræðistofu tvær milljónir dollara, 140 milljónir ísl. kr., til að reyna að tryggja Aznar gullpening Banda- ríkjaþings, heiðursorðu sem aðeins sérstökum erlendum fyrirmennum er veitt. Aznar hefur neitað þessum fullyrðingum og segir nú tilraun gerða til að sverta mannorð hans. Trinidad Jimenez, einn af for- ystumönnum Sósíalistaflokksins, sparaði hins vegar ekki stóru orðin í gær. Hún sagði Aznar „hégóma- fullan mann“ sem þjáðist af „mik- ilmennskubrjálæði og sjálfhverfu“ og að hann hefði ekki verið verð- ugur þess trausts sem Spánverjar sýndu honum í átta ár. Lettneska þingið banni reykingar RINALDS Mucins, heilbrigð- isráðherra Lettlands, sagði í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að þing landsins samþykkti lög þar sem reykingar á veitingastöðum yrðu bannaðar. Vill Mucins þar með fylgja fordæmi Íra og Norðmanna sem fyrr á þessu ári urðu fyrstir allra þjóða til að banna reykingar á krám og veitingastöðum. Al-Sadr gagnrýnir Iyad Allawi SJÍTAKLERKURINN Moqtada al- Sadr gagnrýndi í gær harðlega Iyad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, en al- Sadr predikaði í gær í Kufa, um 150 km suður af Bag- dad. Sagði hann Allawi engan rétt hafa á að heimila útgáfu dagblaðs- ins Hawza á ný úr því að það var ekki hann sem bannaði útgáfu þess á sínum tíma. „Svei þér og svei hernámsliðinu [bandaríska],“ sagði al-Sadr sem ekki hefur sést op- inberlega í tvo mánuði. Mikið uppnám varð í Írak þegar Bandaríkjamenn lokuðu Hawza, sem er málgagn stuðningsmanna al- Sadrs, í mars en Paul Bremer land- stjóri sakaði blaðið um að hvetja til ofbeldis. Stuðningsmenn al-Sadrs efndu þá til uppreisnar en í júní tókst að semja um vopnahlé. Aldrei fleiri sjálfs- morð í Japan ALLS voru 34.427 sjálfsmorð framin í Japan á síðasta ári skv. opinberum gögnum. Þetta er fjölgun um 2.284 sjálfsmorð, eða sem samsvarar 7,1%, frá árinu áður, og hafa sjálfsmorð aldrei verið jafn mörg. Um 70% þeirra sem fyrirfóru sér í fyrra voru karlar 20 ára og eldri, að sögn lög- reglunnar. Flest sjálfsmorðanna, 15.416, tengjast heilsuleysi viðkom- andi en 8.897 sjálfsmorð eru talin tengjast bágum hag viðkomandi, at- vinnuleysi og öðru þess háttar. Sakaður um „mikil- mennskubrjálæði“ Moqtada al-Sadr Jose Maria Aznar BANDARÍKJAÞING hefur sam- þykkt ályktun þar sem grimmdar- verkum sem framin hafa verið í Darfur-héraði í Súdan er lýst sem þjóðarmorði. Eru bandarísk stjórn- völd hvött til þess í ályktun þingsins að grípa í taumana með einum eða öðrum hætti, jafnvel með einhliða aðgerðum. Þá er þess krafist að sett verði viðskiptabann á Súdan. Ályktun Bandaríkjaþings var samþykkt í fulltrúadeildinni með 422 atkvæðum gegn engu. Banda- ríkjamenn hafa einnig lagt fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna drög að ályktun þar sem lagt er til að SÞ samþykki viðskiptabann á Súdan ef þarlend stjórnvöld grípa ekki í taumana í Darfur. Komist öryggisráð SÞ að þeirri niðurstöðu að atburðunum í Darfur sé rétt lýst sem þjóðarmorði þá ber ráðinu lagaleg skylda til að beita sér með einhverjum hætti. Talið er að svonefndar Janja- weed-sveitir, vopnaðar sveitir araba, hafi drýgt ódæðin í Darfur með vitund og vilja ráðamanna í Khartoum. Eru liðsmenn Janjaweed sakaðir um að hafa staðið að mörg þúsund nauðgunum og drápum í Darfur en alls er talið að meira en 10.000 manns hafi látist frá því átök hófust í Darfur í febrúar 2003. Þá hefur meira en ein milljón manna lagt á flótta frá heimilum sínum. Alþjóðleg hjálparsamtök ótt- ast að þegar árlegar rigningar hefj- ast í héraðinu á næstunni muni þús- undir flóttafólksins bíða bana en aðstæður í flóttamannabúðunum eru afar erfiðar og illa gengur að koma þangað vistum og hjálpar- tækjum. Súdönsk stjórnvöld neita aðild Átökin í Darfur hófust þannig að blökkumennirnir sem byggja hér- aðið risu upp gegn yfirráðum stjórn- valda í Khartoum, sem er í norður- hluta Súdan en þar búa einkum arabar, og sökuðu þau um að hunsa slæmar aðstæður borgara í Darfur. Vopnaðar sveitir araba, sem hlið- hollar eru stjórnvöldum í Khartoum, gengu þá berserksgang í héraðinu og hafa síðan staðið fyrir því sem hjálparsamtök og alþjóðastofnanir kalla skipulagðar ofsóknir og þjóð- ernishreinsanir. Stjórnvöld í Súdan neita að hafa stutt hinar vopnuðu sveitir araba í Darfur og hafa varað erlenda aðila við því að hafa afskipti af málinu. Grimmdarverkum í Darfur lýst sem þjóðarmorði í ályktun Bandaríkjaþings Farið fram á að bandarísk stjórnvöld grípi í taumana Washington. AFP. TONY Blair, for- sætisráðherra Bretlands, út- nefndi í gær Pet- er Mandelson sem fulltrúa Bretlands í næstu fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Man- delson leysir þá Chris Patten og Neil Kinnock af hólmi, sem þar hafa gegnt fram- kvæmdastjóraembættum fyrir Bret- lands hönd, en vegna stækkunar ESB í vor fær Bretland nú aðeins einn full- trúa í framkvæmdastjórninni. Skipan Mandelsons þykir sæta tíð- indum því hann hefur tvívegis gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórn Blairs en í bæði skiptin orðið að segja af sér. Mandelson hefur hins vegar í gegnum tíðina verið náinn samverkamaður breska forsætisráðherrans og skipan hans í gær staðfestir að hann nýtur mikils trausts hjá Blair. Hafa íhalds- menn í Bretlandi þegar gagnrýnt út- nefningu Mandelsons á þeirri for- sendu að hún sýni að Blair hugsi fyrst og síðast um að tryggja einkavinum sínum góð embætti. Gert er ráð fyrir því að Mandelson taki við embættinu 1. nóvember nk. Hann lék stórt hlutverk í skipulagn- ingu kosningabaráttu Verkamanna- flokksins 1997 þegar flokkurinn komst til valda í Bretlandi eftir átján ára stjórnarandstöðu. Í fyrstu var hann sérlegur ráðgjafi Blairs en síðan skipaði Blair hann viðskiptaráðherra. Mandelson neyddist hins vegar til að segja af sér síðla árs 1998 eftir aðeins fimm mánaða ráðherradóm þegar upp komst að hann hafði ekki sinnt þeirri skyldu sinni að veita upplýsing- ar um lán sem hann hafði þegið frá stuðningsmanni Verkamannaflokks- ins. Blair tók Mandelson aftur inn í rík- isstjórn 1999 þegar hann skipaði hann ráðherra Norður-Írlandsmála en Mandelson neyddist aftur til að segja af sér tveimur árum síðar eftir ásak- anir um að hann hefði beitt áhrifum sínum til að tryggja milljónamær- ingnum Srichand Hinduja breskan ríkisborgararétt en sá hafði látið stór- ar fjárhæðir af hendi rakna í fjár- hirslur Verkamannaflokksins. Peter Mandelson Mandelson í framkvæmdastjórn ESB London. AP. ÁTTA hæða íbúðarbygging hrundi til jarðar í Manila, höfuðborg Fil- ippseyja, í gær. Engin meiðsl urðu á fólki því íbúar í húsinu höfðu fyrir nokkru síðan flúið húsið eftir að tók að braka hátt í öllum veggjum og vatnslagnir höfðu rofnað. Þá höfðu yfirvöld fyrirskipað fólki í nær- liggjandi byggingum að rýma hús- in. Lito Atienza borgarstjóri hefur fyrirskipað rannsókn á atvikinu en mikið hefur verið um framkvæmdir og húsabyggingar í þessum borg- arhluta og er það talið hafa getað haft áhrif á undirstöður hússins. Reuters Átta hæða hús hrundi í Manila TONY Blair, sem á unglingsár- um sínum lék með áhugamanna- rokkbandi, afþakkaði gjöf frá Bono, söngvaranum í írsku rokkhljómsveitinni U2, en Bono hugðist gefa breska forsætis- ráðherranum dýran rafmagns- gítar að því er fram kom í The Daily Telegraph í gær. Bono gaf Blair gítarinn í maí 2003 eftir að hafa átt fund með honum um hvernig vekja mætti umheiminn til vitundar um al- næmisvandann í Afríku. Blair skýrði síðan frá þessari gjöf í samræmi við reglur sem gilda um ráðherra í bresku stjórninni, en þeim er skylt að gefa upp all- ar gjafir að verðmæti meira en 140 pund, rúmlega átján þúsund íslenskar krónur. Reglurnar kveða á um að ráðherrar megi því aðeins taka við gjöfum sem verðmætari eru en þetta ef þeir borga sjálfir mismuninn eða ánafna gjöfinni til góðs málefnis. Blair hafnaði sem sagt góðri gjöf Bonos, þ.e. hann hyggst ekki halda gítarnum og borga mismuninn. Er gítarinn nú geymdur á vísum stað af forsæt- isráðuneytinu en ekki kemur fram hvað um hann á að verða. Blair vildi ekki gítarinn hans Bono London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.