Morgunblaðið - 24.07.2004, Page 21

Morgunblaðið - 24.07.2004, Page 21
VÆRI einhverjum boðið í hlaðborð með litlum feitum lömbum, hana- kömbum, sniglum, spörfuglatung- um, eyrum, trúðshári, ormum og úlfsaugum – er ekki líklegt að hann þægi boðið – nema kannski ef hann kynni ítölsku. Sá myndi líklega geta sér til um hvað hér væri raunveru- lega á ferðinni, þ.e. ítalskt hlaðborð með úrvali pastarétta. Á frummál- inu bera pastategundirnar nefnilega heiti sem þættu eflaust bæði hljóm- fögur og listaukandi: Agnolini, creste di galli, lumache, lingue di passeri, orecchiette, capello di pagl- iaccio, vermicelli og occhi di lupo. Hin rómaða matarhefð Ítala felur í sér yfir 500 pastategundir, sem þessir sælkerar í suðri hafa lagað af mestu natni í gegnum tíðina. Hver tegund er auðkennd með eigin nafni eftir lit, stærð og lögun, og ósjaldan eru tegundirnar kenndar við þá hluti í náttúrunni sem form þeirra líkjast mest. Hið kunna pastanafn farfalle, merkir t.d. „fiðrildi“, og fettuccine merkir „litlir borðar“, fusilli eru „litlir spíralar“ og penne er vitanlega „fjöðurstafur“. Þegar menn leggja sér pastategundina ziti til munns (litlar túpur) er hins vegar ágætt að vita að þar er verið að snæða „brúðguma“. Á Netinu er að finna ýmsar vefsíður sem skýra nöfn og innihald ólíkra pastategunda, birta myndir af lögun þeirra og leggja til hugmyndir um hentuga matreiðslu. Á vefsíðunni profess- ionalpasta.it er til dæmis að finna lista og skýringar yfir mörghundruð pastategundir.  PASTA Má bjóða yður hana- kamb? TENGLAR .............................................. www.professionalpasta.it www.ilovepasta.org www.foodsubs.com/- PastaShapes.html ÚRVAL af íslensku salati fyllir mat- vöruverslanir um þessar mundir. Vert er að benda á Íslandssalat en það er afbrigði af Lollo rosso, Klettasalat, sem einnig er þekkt sem Ruc- ola, og er vinsælt salat en er einnig notað sem krydd með einstökum fiskréttum. Meðal nýjunga í boði frá Sölufélagi garðyrkju- manna má nefna sal- atþrennu en það eru þrjár tegundir sem sáð hefur verið í sama pott og eru seldar saman. Þetta eru Lollo bionda, Lollo rosso og Eik- arlauf. Hér fylgja með þrjár tillögur að salati úr smiðju garðyrkjumanna. Íslandssalat með beikoni og eggjum 4 egg 125 g beikon í sneiðum 1 Íslandssalat 2-3 tómatar, þroskaðir 3 msk ólífuolía 1 msk rauðvíns- eða balsamedik nýmalaður pipar salt Eggin eru harðsoðin og síðan kæld, skurnflett og söxuð. Beikonið er steikt á þurri pönnu þar til það er stökkt og síðan skorið í fremur stóra bita. Salatið er rifið niður og sett í víða skál eða á fat. Tómatarnir skornir í þunna báta og blandað sam- an við. Söxuðu eggjunum dreift yfir og síðan beikoninu. Olía, edik, pipar og salt hrist saman og dreypt jafnt yfir. Borið fram með brauði, gjarna ristuðu. Salatþrenna með osti og steinseljupestói 1 knippi steinselja 2 hvítlauksgeirar 2 msk furuhnetur 2 msk nýrifinn parmesanostur 1 msk sítrónusafi nýmalaður pipar salt 100 ml ólífuolía 1 salatþrenna 1 Dala-brie (eða annar ostur) nokkrar sneiðar af góðu brauði Leggirnir eru skornir af steinseljuknippinu og steinseljan síð- an sett í matvinnsluvél eða blandara ásamt hvítlauk, furuhnetum, osti, sí- trónusafa, pipar og salti. Vélin látin ganga þar til allt er orðið að fremur grófgerðu mauki. Þá er olían þeytt saman við smátt og smátt. Salatið rif- ið mjög gróft og sett í víða skál eða á fat. Osturinn er skorinn í bita og blandað saman við og síðan er hluta af pestóinu dreypt yfir. Borið fram með brauði, ristuðu eða steiktu á pönnu í svolítilli ólífuolíu, og afgang- urinn af pestóinu borinn fram með. Klettasalat með pasta 250 g pasta, t.d. farfalle salt 10-12 sólþurrkaðir tómatar í olíu 4 msk ólífuolía (gott að nota olíu af tómötunum) 1 msk sítrónusafi nýmalaður pipar salt 1 knippi klettasalat (rucola) Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, eða þar til það er rétt tæplega meyrt. Hellt í sigti og látið renna vel af því en síðan hvolft í skál. Tómatarnir saxaðir og þeim hrært saman við. Olía, sítrónu- safi, pipar og salt hrist saman, hellt yfir og blandað og að lokum er kletta- salatið rifið gróft og blandað saman við á meðan pastað er enn heitt. Lát- ið standa nokkra stund og síðan borið fram, volgt eða kalt.  MATUR Íslandssalat: Með beikoni og eggjum. Salatþrenna: Með osti og steinselju. Íslenska sumarsalatið Klettasalat: Með pasta og ólífum. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 21 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 20% aukaafsláttur af útsöluvörum Útsala Útsala Ný formúla með Non Stop raka-gefandi efnahópi. Inniheldur einnig steinefni, snefilefni og hreint Thermal Plankton. Þú getur valið um 3 krem sem hvert um sig henta mis- munandi húðgerðum. Kremin gefa sann- kallað rakabað og húðlitur verður fallegri og líflegri. Í hverri krukku er ígildi 5000 lítra af SPA vatni* strax rakagefandi áhrif: 93%** rakagefandi allan daginn: 92%*** Útsölustaðir Biotherm: Reykjavík: Snyrtivöruverslunin Glæsibæ - Hygea Laugavegi - Lyf og heilsa Kringlunni - Lyf og heilsa Austurveri - Lyf og heilsa Mjódd - Andorra Strandgötu, Hafnarfirði - Bylgjan Hamraborg, Kópavogi - Hygea, Smáralind - Bjarg, Stillholti, Akranesi -Lyf og heilsa, Kjarnan- um, Selfossi - GK snyrtistofa Kjarnanum Mosfellsbæ - Konur & Menn, Hafnarstræti, Ísafirði - Þú getur valið **** þér eina af þessum töskum þegar þú kaupir 2 Biotherm vörur þar af eitt Aquasource NON STOP krem. 50 ára reynsla af töframætti heitra linda og uppbyggjandi áhrifum þeirra á húðina Slökktu þorstann! AQUASOURCE NON STOP Óstöðvandi raki í 24 klst. * PETP seyði í 5000 lítrun af SPA vatni. **3 vikna próf, % ánægðra þáttakenda með krem fyrir blandaða húð. *** 3 vikna próf, % ánægðra þáttakenda með krem fyrir þurra húð **** meðan birgir endast NÓNÍ nefnist ávöxtur sem margir hafa komist upp á bragðið með, en þykkni úr honum inniheldur um 150 þekkt næringarefni sem líkaminn þarf til vaxtar, viðhalds og heilsu. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að nóní er ríkari af pro-xeroníni, en aðrir ávextir, en efnið er nauðsynlegt frumum lík- amans og styður við myndun seratóníns í heila. Ýmis smyrsl og drykkjarvörur eru framleidd úr nóní-ávextinum víða um heim, og er hreint ávaxtaþykkni þar vin- sælast. Hér á landi fæst svokallað Hawaian-Noni þykkni í apótekum og sumum matvöruverslunum. Svonefnt Tahitian Noni, sem hlot- ið hefur viðurkenningu Hollustu- og vísindanefndar Evrópuráðsins, fæst hins vegar ein- ungis í áskriftarsölu, m.a. í gegnum vef- síðuna www.tahiti- annoni.com. Nýtt sesamkex frá Frón Hafrakexið frá Frón er komið í nýjar umbúðir, en kexið þykir mörgum gott með smá viðbiti og ef til vill osti og sultu. Einnig er að koma á markaðinn nýtt kex frá Frón: Ses- amkex. Það er eins og heitið gef- ur til kynna með sesamfræjum og þykir gott með smjöri og osti. Sykurlaus sleikipinni Chupa Chups Cremosa heitir nýr sleikipinni sem Danól hefur hafið innflutning á. Hann er syk- urlaus og mun jafnframt vera ljúffengur, nokkuð sem löngum hefur vafist fyrir framleiðendum sykurlausra sætinda. Cremosa brjóstsykurinn á ekki að skemma tennur og er mjög hitaein- ingasnauður. Hann hefur fyrir vikið fengið að nota merki evr- ópsku tannverndarsamtakanna, Toothfriendly Sweets Int- ernational, sem berjast fyrir auk- inni neyslu sykulausrar og syk- urskertrar matvöru.  Á RÖLTINU Nóní-ávöxturinn: Vex á suðrænum slóðum og þykir heilsusamlegur. Nóní: Hollasti ávöxtur í heimi? ÖFUGT við flestar tegundir krydd- jurta lifir skessujurtin íslenska vet- urinn af. Bragðið minnir helst á sell- erí en á þýska tungu nefnist hún „Maggikraut“ sem vísar til bragðs- ins af súpum frá Maggi fyrirtækinu. Hún er nú mest ræktuð sem krydd- jurt en var áður mikið notuð til lækninga. Enn er hún þó víða í Evr- ópu notuð gegn magakveisu, blöðru- og nýrnakvillum og mígreni. Bragð skessujurtar heldur sér vel gegnum þurrkun en hún er sérlega góð í kjöt- súpu. Einnig er hún töluvert notuð í ýmsa pottrétti, sósur og súpur og ungu blöðin eru góð í grænmet- issalat. Skessujurt er góð í krydd- smjör og með bökuðum kartöflum. Þegar fræin eru fullþroskuð má geyma þau og nota til dæmis til að krydda fisk, strá í salat eða á brauð áður en það er bakað. Tiltölulega auðvelt er að rækta skessujurt. Ein- falt er að kaupa fræ og sá fyrir henni; eins má kaupa smáplöntu eða fá afleggjara hjá kunningja.  KRYDDJURTIR Morgunblaðið/ÞÖK Skessujurt Tröllatryggð Levisticum officinalis SMS FRÉTTIR mbl.is mbl.is STJÖRNUSPÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.