Morgunblaðið - 24.07.2004, Side 29

Morgunblaðið - 24.07.2004, Side 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 29 ✝ Kristný HuldaGuðlaugsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 4. ágúst 1954. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 18. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Guð- laugur Þórarinn Helgason, f. 13.11. 1928, d. 23.9. 1982, og Lilja Sigríður Jensdóttir, f. 9.11. 1930. Kristný á fimm systkini, þau eru Guðrún Erla, f. 1952, Helga, f. 1956, Svan- hildur, f. 1959, Gylfi Þór, f. 1963, og Erna, f. 1969. Dóttir Kristnýjar og Ólafs Guð- jónssonar er Lilja Kristín, f. 28.5. 1970. Sonur hennar og Bjarna Bene- diktssonar er Bene- dikt Októ, f. 3.4. 1995. Eiginmaður Kristnýjar er Rúnar Helgi Bogason, f. 6.2. 1957. Synir þeirra eru Guðlaug- ur Þórarinn, f. 31.1. 1981, og Bogi Ágúst, f. 1.9. 1990. Kristný starfaði við verslunar- og fiskvinnlustörf. Kristný verður jarðsungin frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þá er komið að leiðarlokum hjá þér, systir góð, á þessari lífsins göngu og eftir standa margar góðar minningar, enda höfum við fylgst að allt mitt lífshlaup. Það var svo margt sem ég lærði hjá þér, að skauta, hjóla, prjóna og sauma. Þegar við þurftum að yfirgefa eyj- una okkar í gosinu tengdumst við enn meir þar sem systirin sem á milli okkar var flutti annað með unnusta sínum. Á þessum árum fannst mér þú ekki lengur vera stóra systir held- ur að við værum vinkonur. Það var svo um 1975 sem við kynntumst mökum okkar og byrjuð- um um líkt leyti að stofna heimili. Við vorum svo heppnar að makar okkar urðu perluvinir, vorum við bara tvær eftir hér í Eyjum af 6 systkina hóp. Þú varst kornung þegar þú eign- aðist Lilju Kristínu. Mér hlotnaðist sá heiður að vera viðstödd fæðingu drengjana þinna og hélt á þeim eldri undir skírn, því finnst mér ég eiga mikið í þessum myndarpiltum og mun áfram líta til með þeim. Í tæp 30 ár hefur sá siður myndast að þú kæmir með fjölskyldu þína til okkar á aðfangadagskvöld og öll þessi ár höfum við haldið saman upp á áramót, engum datt í hug að þetta yrðu okkar síðustu saman. Þetta voru reyndar þau ánægjulegustu jól og áramót sem við áttum saman, þér hafði tekist að sigrast á sjúkdómi sem smitar svo út frá sér, við þetta breyttist þinn lífsstíll. Þú varðst svo miklu opnari, jákvæð- ari og hamingjusamari. Við héldum öll að þú værir laus við krabbameinið en í byrjun maí fékk ég símtal þar sem ég var stödd í fríi. Þessi barátta varð stutt og snörp en þú áttir góða að og æskuvinkona þín og frænka, hún Linda stóðeins og klettur þér við hlið, veit ég að þú vildir að ég þakkaði henni fyrir enda var það eitt af þínum síðustu verkum að kaupa ramma utan um mynd af ykkur æskuvinkonunum. Einhvers staðar, einhvern tímann aftur, liggur leið mín um veginn til þín og ég segi, ég saknaði þín ... Svanhildur Guðlaugsdóttir. Nú hefur þú systir mín kær haldið yfir móðuna miklu, og er þín sárt saknað. Þú sem ert búin að vera svo dug- leg í baráttunni við sjúkdóminn og ég hélt alltaf að þú hefðir vinninginn. Þegar við vorum litlar var oft glatt á hjalla í kjallaranum á Heimagöt- unni, þótt við værum mörg í litlu húsnæði var sjaldan verið að rífast, bara leikið sér. Þú varst svo dugleg að hekla og prjóna á dúkkurnar, ekki bara þínar heldur mínar líka. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við erum búnar að eiga saman, bæði þegar við vorum litlar og ekki síst nú síðustu tvö árin sem þú ert búin að þurfa að koma ótal ferðir upp á land til að reyna að fá bót meina þinna. Hvíl þú í friði elsku stóra systir mín. Þín systir Helga. Elsku Kristný frænka. Nú ertu búin að kveðja okkur, miklu fyrr en við viljum öll trúa. Minningarnar streyma, svo ótal margar. Þær fyrstu að alltaf fékk ég að gista hjá ykkur á litlu hólunum þegar mamma og pabbi fóru til út- landa og alltaf var jafn vel tekið á móti mér. Séð til þess að ég fengi nóg að borða, og rúmlega það. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma í heimsókn, því þú áttir nánast alltaf nýbakaða brúntertu og sultuköku. Vissi ekkert betra en að fá hjá þér eina sneið og ískalda léttmjólk. Við vorum ekkert sérstaklega nánar fyrr en núna síðustu árin. Þú varst farin að hringja í mig bara til að spjalla. Ég var hálfhissa eftir fyrsta símtalið, en mikið leið mér vel. Mér þótti líka einstaklega vænt um að þú hringdir sjálf í mig 7. maí til að segja mér að þú værir aftur komin með krabbameinið. Ég brotnaði saman en þú reyndir að hughreysta mig á hinum enda línunnar. Ég dáist að þér. Síðan var það þetta blessaða krullu- eða liðavandamál okkar. Okkur langaði svo báðar í alvöru sléttujárn. Ég lét verða af því snemma í sumar að fjárfesta í einu og hlakkaði mikið til að slétta á þér hárið þegar þú værir búin í meðferð- unum. Ekki náði ég því í þetta skipt- ið. Kannski seinna. Mér þótti svo æð- islegt að sjá hvað þú varst ánægð þegar búið var að slétta hárið. Þú vildir helst ekki fara í sturtu, því þá kæmu krullurnar aftur. Það sem hlýjar mér núna er að ég hafi náð að kveðja þig, að ég hafi orð- ið vitni að því þegar þú varðst Frú Kristný. Mér þótti vænt um að sjá þig opna augun og brosa til mín þeg- ar ég talaði við þig á spítalanum. Allra vænst þykir mér um að vita að þú hafir dáið hamingjusöm. Elsku Kristný frænka, það eru margir góðir hlutir sem munu alltaf minna mig á þig, þú varst yndisleg frænka, það var gott að vinna með þér og ég veit líka hversu góð móðir þú varst börnunum þínum. Elsku Rúnar, Lilja, Laugi og Bogi, missir ykkar er mikill, ég veit þið standið saman. Guð veri með ykkur. Hjördís. Núna er komið að leiðarlokum. Ég var búinn að gera mér grein fyrir því fyrir nokkru síðan að fyrrverandi tengdamóðir mín væri að tapa mis- kunnarlausu stríði við illvígan sjúk- dóm. Samt sem áður gerði ég mér ekki grein fyrir því að svona stutt væri í endalokin. Það virðist vera al- veg sama hversu vel maður telur sig undirbúinn, við andlátsfréttir setur mann alltaf hljóðan. Alltaf gerir maður ráð fyrir því að sjúklingar og aðstandendur fái lengri tíma og telur sér stöðugt trú um að einhvað jákvætt komi fram. En í baráttu eins og Kristný stóð í eru jákvæðu fréttirnar því miður fá- ar. Á þeim tíma sem ég þekkti Krist- nýju hafði hún ýmsa hildina háð. Hún hafði unnið sigur á erfiðum sjúkdómi með viljann að vopni en viljinn var því miður ekki nægjan- lega gott vopn í baráttunni við krabbameinið sem seinna kom. Kristný var feimin að eðlisfari og því stundum erfitt að ná til hennar, en samt skynjaði maður vel að í henni bjó heilsteypt manneskja. Hún vildi öllum vel og einn af hennar bæði mestu kostum og göllum var að hún neitaði aldrei neinum. Alltaf tilbúin til að hjálpa og aðstoða. Þegar hún hafði heilsu til var gott að koma til hennar og ekkert var sparað í mat og aðbúnaði. Í slíkum heimsóknum skynjaði maður vel hversu vænt henni þótti um fjölskylduna. Að lokum vil ég þakka fyrir þær stundir sem ég hef átt með henni og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Bjarni Benediktsson. KRISTNÝ HULDA GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ SigurbjörgBjörnsdóttir fæddist á Stóru Brekku í Fljótum í Skagafirði 10. mars 1923. Hún lést 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Stefáns- son bóndi, f. 8. ágúst 1896, d. 12. maí 1982 og Karól- ína Sigríður Krist- jánsdóttir ljósmóðir, f. 21. maí 1903, d. 28. júlí 1951. Bræð- ur Sigurbjargar eru Sigurjón Kristján, f. 27. október 1930, d. 1. október 1993 og Bald- ur, f. 24. febrúar 1933. 4. október 1943 giftist Sigur- björg Salómoni Einarssyni, f. á Mið-Tungu í Tálknafirði 4. októ- ber 1914, d. 8. febrúar 2002. Foreldrar hans voru Einar Jó- hannsson, f. 11. september 1868, d. 25. október 1934, og Jónína Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1880, d. 16. desember 1944. Dóttir Sig- urbjargar og Salómons er Birna Karólína, f. 11. apríl 1943, giftist árið 1966 Reyni Ásgrímssyni, f. 29. ágúst 1941. Þau skildu 1997. Synir þeirra eru: 1) Salómon Viðar, f. 1961, maki Þóra Lind hún í vist í Haganesvík þar sem hún kynnist manni sínum. Þau flytjast vestur að Bakka í Arn- arfirði og þaðan til Patreksfjarð- ar þar sem þau stofna heimili og búa þar til ársins 1947. Þá flytja þau norður í Fljót þar sem mað- ur hennar tekur við stöðu kaup- félagsstjóra Samvinnufélags Fljótamanna. Sigurbjörg stund- aði hefðbundin heimilisstörf og var oft mannmargt á heimilinu og miklar gestakomur, oft var það svo að starfsmenn kaup- félagsins höfðu aðsetur sitt hjá hjónunum. Síðustu ár þeirra fyr- ir norðan starfaði Sigurbjörg einnig við afgreiðslu í kaupfélag- inu. Árið 1960 flytjast þau hjón suður til Kópavogs og gegndi Sigurbjörg þá ýmsum störfum, í byrjun meðal annars við sauma- skap hjá Saumastofu Andrésar og síðan í Efnagerðinni Record með manni sínum, þar sem hún vann uns hún lét af störfum sök- um aldurs. Hjónin héldu ávallt sterkum tengslum við Fljótin og var frístundum oft eytt þar. Einnig ferðuðust þau talsvert um landið. Einnig hafði Sigurbjörg mjög gaman af saumaskap og hannyrðum og þótti handbragð hennar til fyrirmyndar. Er líða tók á ævina fór heilsan að gefa sig og dvöldu þau hjónin síðustu árin á dvalarheimilinu Kumbara- vogi. Útför Sigurbjargar fer fram frá Barðskirkju í Fljótum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Karlsdóttir, f. 1963. Börn þeirra: Reynir Viðar, f. 1987, Birna Björg, f. 1991 og Karl Cesar, f. 1993. Fóstursonur Salóm- ons Viðars og sonur Þóru Lindar er Svavar Örn Ey- steinsson, f. 1981, maki Steinunn Björnsdóttir, f. 1980, sonur þeirra er Jónas Breki, f. 1999. Áður átti Sal- ómon Viðar Gylfa Snæ f. 1984. Barns- móðir Margrét Gylfadóttir, f. 1964. 2) Ásgrímur Víðir, f. 1970, maki Helga Þorsteinsdóttir, f. 1973. Börn þeirra: Þorsteinn Arnar, f. 1992 og Petra Sigur- björg, f. 1994. Sigurbjörg ólst upp fyrstu ævi- árin með föður sínum og móð- urforeldrum að Stóru Brekku á meðan móðir hennar stundaði ljósmóðurnám en fluttist síðan ásamt foreldrum sínum að Stóru Þverá. Þar ólst hún upp við gott atlæti og umhyggju ásamt bræðrum sínum. Sigurbjörg stundaði hefðbundið barnaskóla- nám þess tíma og tók þátt í bú- skaparstörfum. Ung stúlka réðst Það var fyrir rúmum tveimur árum sem við fylgdum Monna afa til grafar og núna stöndum við í sömu sporum, Bogga amma er dá- in. Við huggum okkur við þá vissu að Monni afi hafi tekið á móti henni og að nú séu þau saman á ný. Bogga amma var búin að eiga við veikindi að stríða, en samt sem áður en enginn viðbúinn kallinu þegar það kemur. Bogga amma var nett og prúð kona, ávallt glæsileg og vel til fara svo eftir var tekið, hún var ein af þeim kon- um sem alltaf líta vel út. Hún var glettin og kát og gat svarað fullum hálsi ef þess þurfti með, með glettnisblik í augunum. Hlý var hún og hjálpsöm, gott að koma til hennar. Börnunum þótti alltaf gott að koma til ömmu og afa, hvort sem það var í Engihjallann eða í sumarbústaðinn þar sem þau hjónin undu sér vel á sumrin. Kyrrðin og róin átti vel við þau og Bogga sagði oft að henni liði hvergi eins vel og í sveitinni. Börnin okkar hafa verið svo lán- söm að eiga allar langömmur sínar á lífi, nú er skarð höggvið í hóp- inn. Við biðjum góðan Guð að blessa Boggu ömmu og gæta hennar, vaka yfir Birnu ömmu og þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með ömmu Boggu. Helga, Ásgrímur, Þorsteinn Arnar og Petra Sigurbjörg. Í dag fylgjum við ömmu Boggu heim í sveitina sína, afi Monni tek- ur á móti henni, og verða þau þá aftur saman. Fyrir rúmum 2 árum fylgdum við afa Monna heim í sveitina. Afi og amma áttu góð ár í sveitinni og varð þeim tíðrætt um sveitina og fólkið þar. Amma Bogga var einstök kona og gaf mikið af sér til þeirra sem henni voru kærastir. Salli maður minn ólst upp í miklum samvistum við ömmu og afa, bjó í sama húsi og þau, og ef það var betri matur hjá ömmu þá hljóp sá stutti upp til ömmu og fékk auðvitað að borða. Salli var eina barnabarnið í 9 ár svo hann naut mikillar ástar og umhyggju, og saknar hann ömmu og afa. Það var gott að koma til ömmu Boggu, og hafði hún gaman af því að fá okkur og börnin í heim- sókn, hún spjallaði við börnin sem voru talandi eða hjalaði við þau minstu, hún fór í bíló með strákun- um ef þeir báðu um það, lagðist bara á gólfið eins og þeir og tók þátt í leiknum. Strákarnir voru þá 3 og svo kom stúlka í hópinn og var þá mikil gleði, og þá fengu tengdamamma og amma nöfnu. Amma og afi eiga sjö langömmu- og langafabörn og eitt langalang- ömmu- og langalangafabarn. Við áttum líka góðar stundir með þeim í sumarbústaðnum sem þau áttu við Þingvallavatn, amma var alltaf með nýbakaðar pönnukökur og fleiri góðgæti, afi fór svo með allan hópinn í göngu að vatninu, þetta eru ljúfar minningar og geymum við þær í hjörtum okkar. Síðustu ár dvaldi amma Bogga á Kumbaravogi og þökkum við þeim sem þar vinna fyrir það hversu vel þau hugsuðu um hana. Birna tengdamamma fór flestar helgar að heimsækja mömmu sína og hugsaði mjög vel um hana. Biðjum við góðan Guð að styrkja tengda- mömmu, mömmu og gefa henni aukinn kraft á svona erfiðri stundu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, við söknum þín. Þín Þóra Lind og Salómon. Elsku amma Bogga, nú ertu far- in og við söknum þín mikið, en gott er að vita að nú ertu hjá afa Monna og þið í sveitinni ykkar. Við eigum góðar minningar og geymum þær í hjörtum okkar.Við höfum verið að tala um þær síðustu daga og bæði hlegið og grátið. Elsku Guð, hjálpaðu ömmu Birnu í gegnum þessa miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem.) Þín, Svavar Örn, Gylfi Snær, Reynir Viðar, Birna Björg, Karl Cesar og Jónas Breki. Elsku langamma, nafna mín, við áttum góðar stundir, þegar ég kom með ömmu Birnu til þín, við nöfn- urnar þrjár að dúlla okkur saman. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Saknaðarkveðjur, þín Birna Björg. SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.