Morgunblaðið - 24.07.2004, Side 31

Morgunblaðið - 24.07.2004, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 31 þannig að það fór ekki svo mikið fyr- ir henni, hún var hreint ekkert fyrir að vera í sviðsljósinu og hélt sig mest svona í bakgrunninum. En verk hennar sáust víða – bænir hennar höfðu aftur og aftur lífsbreytandi áhrif á mig og aðra í kringum hana. Eiginlega var hún svolítið eins og súrefni – fæstir tóku eftir henni en hún var algjörlega ómissandi í lífinu. Kannski sést það best nú þegar hún er farin – alveg eins og með súrefnið. Maður tekur ekki svo mikið eftir því fyrr en það vantar. Sem betur fer fékk ég að njóta þess að hafa hana sem virkan þátttakanda í mínu lífi síðustu árin og fyrir það er ég óend- anlega þakklát. Það eru ótrúleg for- réttindi, þegar vegir lífsins verða manni torfærir, að vita og finna fyrir því að maður á sér fyrirbiðjanda sem heldur manni uppi og umvefur mann með daglegum bænum sínum. Þess verður sárt saknað að geta ekki beð- ið mömmu „að hringja í hana Öllu Jónu og biðja hana að biðja fyrir þessu og hinu.“ En það er víst þannig í lífinu að enginn getur ráðstafað tímanum á morgun, því að enginn veit hvaða tíma hann á meir. Og þannig varð það hjá okkur Öllu Jónu – allt í einu áttum við ekki meiri tíma. Ekki ór- aði mig fyrir því þegar við mamma lögðum af stað í útréttingar í frá- bæru sumarveðri, fyrir rúmri viku, að skugga ætti fljótt eftir að draga fyrir sólu. Við vorum staddar á Gullinbrúnni þegar síminn hringdi og ég heyrði strax á mömmu að eitthvað skelfilegt hafði gerst. Samt hélt ég satt að segja að heyrn- in væri að svíkja mig þegar hún lagði á og sagði svo hryggri röddu að hún Alla Jóna væri dáin. Tíminn stóð í stað, umferðardynur borgar- innar hljóðnaði og eitt og eitt tár trillaði niður kinnarnar. Samt gat þetta nú hreint ekki verið satt – hún var svo ung og svo var ég nýbú- in að hitta hana fjallhressa fyrir austan. Fyrir tæpum mánuði höfðu hún og Halldór komið að heim- sækja okkur fjölskylduna í tjaldið okkar austur í Reykholti. Þau höfðu tekið mömmu með sér og þarna áttum við yndislega dag- stund saman. Ekki grunaði mig þá að það væri kveðjustund. Við töl- uðum einmitt um að hittast á Kot- móti – að þá myndu þau hjónakorn- in kíkja við í kaffi hjá okkur. Já, við vissum ekki þá að næst þegar við myndum öll hittast yrði það í betri stofunni heima hjá Jesú. Og þó svo að ég geti vissulega samglaðst Öllu Jónu og unnt henni þess að eyða sumrinu á ströndum eilífðarinnar – þá er höggvið skarð í líf mitt og margra annarra sem ekki verður svo auðveldlega fyllt. Við og mamma höfðum einmitt ráðgert að eiga nokkra daga í Eyjum í ágúst – þar sem þær stöllur hefðu eflaust brallað og föndrað ýmislegt. Ekki kom það okkur til hugar að sú ferð yrði farin til þess eins að kveðja. En þannig er það og nú stöndum við hér og kveðjum. Kveðjum mæta konu, frábæran vin og trúfastan fyrirbiðjanda. Kveðjum með sárum söknuði en um leið þakklæti fyrir ómetanlega vináttu og yndislega samveru. Í stríðum straumum renna tárin, þau bera vott um hjartasárin. Er þarf ég nú að kveðja þig, sem ævinlega gladdir mig. Mér finnst það hreinni furðu sæta að fá ei framar þér að mæta. Þú sem áttir að fylgjast með elli minni, meðan gleddist ég yfir æsku þinni. Nú ég veit þú hvílist á betri stað. Það breytir samt furðu litlu um það, hve sárt ég syrgi og sakna þín, hjartans kæra vinkona mín. Elsku Halldór, Halli, mamma og aðrir aðstandendur, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar og söknuði. Megi friður Hans, sem er æðri öllum skilningi, umvefja ykkur. Elsku Alla Jóna – hjartans þakkir fyrir að vera sú sem þú varst! Við hlökkum til að hitta þig yfir kaffi- bolla í betri stofunni á himnum. Elín B. Birgisdóttir og fjölskylda. ✝ Kristborg Krist-insdóttir fæddist í Reykjavík 8. októ- ber 1962. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 14. júlí síðast- liðinn. Kristborg ólst upp í Stykkis- hólmi og átti heima þar alla sína tíð. Foreldrar hennar eru Þórhildur Magnúsdóttir, f. 30. nóvember 1941 og Kristinn Ólafur Jónsson, f. 5. ágúst 1940, búsett í Stykkishólmi. Kristborg var elst af sínum systkinum, en þau eru; Magnús Þór, f. 1965, Fanný, f. 1968 og Hjalti, f. 1981. Sambýlismaður Kristborgar er Egill Egilsson, f. 18. ágúst 1956, sonur Egils Hinrikssonar Hansen, f. 1. nóv- ember 1929 og Guð- rúnar Rannveigar Guðmundsdóttur, f. 14. nóvember 1931. Kristborg og Eg- ill eiga einn son, Egil, f. 15. október 1991 en áður átti Kristborg soninn Kristin Ólaf, f. 23. desember 1984, en faðir hans er Smári Hjaltason, fyrri sambýlismaður Kristborg- ar. Útför Kristborgar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú varst einstök og það gleymist ekki þrátt fyrir þær sáru breytingar sem hafa orðið. Það er ekki hægt að gleyma móttökunum, ferðalögunum sem við fórum saman, vinskapnum, viðmótinu, heilindunum og öllu sem gerðu þig að þeirri frábæru mann- eskju sem þú varst. Jákvæðni þín var alltaf til fyr- irmyndar og þú lést þig skipta líðan og hamingju okkar hinna. Það var stundum eins og við hin ættum erf- iðara en þú. Elsku Egill, synir, foreldrar og systkin. Ykkar missir er mikill en það er trú okkar að góðar minn- ingar hjálpi ykkur til að draga úr sársaukanum. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafsteinn, María og Hilmar Örn. 14. júlí síðastliðinn var höggvið stórt skarð í fjölskylduhópinn minn, þegar elskuleg systurdóttir mín og vinkona, Kristborg Kristinsdóttir, var hrifin burt frá okkur, langt um aldur fram. Kristborg var hávaxin kona en hún var svo miklu stærri á allt ann- an hátt. Það er ekki skrúðmælgi að tala um það hve dugleg og þrifin hún var, ósérhlífin, hjálpsöm og ör- lát. Um þetta geta allir vitnað sem þekktu hana. Hennar starfsævi var við þjónustustörf og vann hún hér í verslun, lengi á Hótelinu og síðast á ferjunni Baldri, þar sem hún var kokkur. Á Baldri líkaði Kristborgu vel, enda vildi hún vinna þar sem taka þurfti til hendinni, og þangað dreymdi hana um að komast aftur til starfa. Hennar var alls staðar saknað úr vinnu og héldu gamlir vinnufélagar tryggð við hana, ekki síst karlarnir á Baldri sem biðu eftir því að hún kæmi aftur um borð. Kristborg átti erfitt með að sitja aðgerðalaus þegar kraftar leyfðu, og tók hún sér þá fyrir hendur ým- iss konar föndur, sem auðvitað var jafn vel gert og allt annað sem hún gerði. Núna síðast tók hún upp á því að fara að mála steina sem nú prýða garðinn við heimili hennar, Egils og strákanna þeirra, að Borgarbraut 12 í Stykkishólmi. Ekki vildi hún státa sig af listrænum hæfileikum en steinarnir eru fallegir. Garðurinn var hennar líf og yndi síðustu mán- uðina, og gekk hún stundum fram af mér með atorkusemi við gróður- setningu, slátt og aðra umhirðu við garðinn. Hún var orðin ákaflega stolt af garðinum sínum þó ýmislegt fyndist henni ógert enn, sem hún og Egill ætluðu að láta bíða betri tíma. Kristborg var fimm árum yngri en ég og áttum við því ekki beint sam- leið á uppvaxtarárunum, þar sem mér fannst hún bara smábarn þegar ég þóttist fullorðin. En þegar við vorum báðar orðnar búsettar konur hér í bæ höfðum við alltaf samband, þó mismikið væri. Síðastliðið ár átt- um við þó margar samverustundir og síðustu mánuðina nærri upp á hvern dag. Við vorum báðar frá vinnu og því hentaði okkur vel að fara saman út að ganga með Tinnu, hundinn hennar eða í heitu pottana þegar sólin skein. Þó ekki berðist ég við illvígan sjúkdóm, var það ég sem leitaði eftir styrk og þreki hjá henni, til að halda áfram baráttunni. Það að vera ná- lægt henni og tala við hana, gerði það að verkum að sporin heim voru léttari. Nú geng ég ein um holtin fyrir utan bæinn okkar, Stykkis- hólm, sem hún unni öllu framar og vildi hvergi annars staðar vera. Ég get aldrei þakkað henni allt sem hún gaf mér en minningin um hana er minn dýrasti fjársjóður. Elsku Þórhildur systir mín, Kiddó, Egill, Kiddó yngri og Egill yngri, Magnús, Fanný, Hjalti og all- ir aðrir aðstandendur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni og lýsa upp minningu Kristborgar. Guðrún Erna. Í lítilli veislu í fjölskyldunni í vet- ur skar Kristborg sig úr. Brosið var falleg, augun hlý og yfirbragðið æðrulaust og glaðlegt. Hún talaði um sumarið sem þá var enn ókomið og var óttalaus og bjartsýn; ekki bjartsýn eins þeir sem búast bara við hinu besta heldur eins og þeir sem vita að hvað sem gerist er gott. Það er erfið glíma að horfast löngum stundum í augu við dauð- ann. En þegar við hugsum um Kristborgu getum við ekki trúað að dauðinn sé endir heldur hljóti hann fremur að vera skil. Þótt líkaminn veiktist þá styrktist Kristborg; varð skýrari, bjartari og fallegri. Það er eins og hún hafi séð eitthvað eða skilið og með því unnið sig upp. Hvert sem hún var að fara; þar hlýtur að vera gott að vera. Megi Guð vernda og hugga Agl- ana tvo, Kiddóana, Þórhildi og systkinin. Smári, Alda Lóa, Davíð og Auður Anna. Kæra vinkona. Þegar ég hugsa til baka þá flæða fram minningar, bæði ljúfar og sárar. 20 ár eru liðin frá því að ég kynntist þér, nýflutt í Stykkishólm. Þó þú værir níu árum yngri en ég náðum við strax vel saman, þó ólík- ar værum. Vinir eru ákaflega mik- ilvægar manneskjur, í okkar tilfelli var það þannig að við höfum hlegið og grátið saman og aldrei þurft að biðja afsökunar á því. Sannur vinur fer í ísskápinn og bjargar sér, setur yfir kaffi ef hann vaknar á undan, hvort sem var á mínu heimili eða þínu, þá var það þannig. Og þó ein- hver tími liði á milli þess sem við hittumst eða töluðum í síma var bara eins og við hefðum talað saman í gær en sögðum kannski aðeins meira í einu. Þegar þú veiktist fyrst varstu hjá mér í kringum meðferðir og er það ljúfsár tími að hugsa um. Það er gott eftir á að hafa átt þann tíma með þér. Einnig vil ég þakka fyrir árið 96/97 sem var erfitt en þökk sé þér og Agli sem voruð svo dugleg að gera það bærilegt. Allar stundirnar sem við höfum setið fram á morgun og talað í borðkróknum hjá mér eða þér, og Egill tilbúinn að stjana við okkur, snilldarkokkurinn, og umbar okkur, það var og er ómetanlegt. Svo er maður svo eigingjarn, þar sem ég hef alltaf gist hjá þér þegar ég hef komið vestur, að hugsun mín var: Hvar á ég nú að gista á Dönsk- um dögum? Svona erum við fljót að endurreisa okkur og gera okkur grein fyrir því að lífið heldur áfram. Egill, Egill og Kiddó, foreldrar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. En munum að lífið heldur áfram og reynum að lifa því með reisn, og berum okkur vel eins og Kristborg var svo lagin við. Kveðja María Helga. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Í dag er borin til hinstu hvílu Kristborg Kristinsdóttir. Eins og svo oft finnst manni þetta ekki tíma- bært. En kallið var komið og við ráðum víst engu um það. Það gerir aðeins sá sem öllu ræður. Það var yndislegt að fá að hitta Kristborgu í smástund á þriðjudagskvöldið og fá að halda í höndina hennar og biðja alla góða vætti að vera með henni og vaka yfir. Hún var dugleg frá fyrsta degi, og tók þessum hræðilega sjúk- dómi með æðruleysi og sinni sér- stöku kímnigáfu. Hún lét aldrei deigan síga og bar sig vel á öllum stundum. Við erum ekki stór árgangurinn sem fæddur er 1962 í Stykkishólmi, og þótt við séum ekki öll alltaf að hittast, þá hefur alla tíð verið kært með okkur. Við stelpurnar hittumst þó um páskana, borðuðum saman, slógum á skemmtilega og létta strengi og skoðuðum gamlar mynd- ir. Það er erfitt að vera fjarverandi í dag og geta ekki fylgt henni síðasta spölinn, en hugurinn er heima, þú ert í bænunum mínum og ég bið al- góðan Guð að vera með drengjun- um, þeim Kiddó og Agli, svo og eig- inmanni, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum. Guð geymi þig. Áslaug I. Kristjánsdóttir. Elsku Kristborg. Það er margt sem kemur upp í huga okkar þegar við minnumst þín, fyrst er þó að nefna dugnað þinn og baráttu við sjúkdóminn sem að lagði þig nú 14. júlí, en það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þér, bjartsýn og glaðvær fram að síðustu stundu. Ýmsar góðar minningar frá því að við unnum saman á hótelinu og sam- verustundir í frítímum. Og margar stundir nú síðari ár eftir að við vor- um allar komnar með fjölskyldur, símtöl þegar við vorum fluttar úr Hólminum og heimsóknir þegar heim var komið þar sem oft var set- ið yfir mörgum kaffibollum. Svo eru þær dýrmætar minningarnar frá öllum föndurkvöldunum þar sem okkar mikli listræni partur fékk að njóta sín, var þá ekki minna hlegið en föndrað. Með þessum línum viljum við þakka þér það sem þú varst okkur: Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Kæra fjölskylda, missir ykkar er mikill og söknuðurinn sár en með tímanum verður söknuðurinn mild- ari og góðu minningarnar yfirsterk- ari. Guð veri með ykkur. Elsku Kristborg, guð blessi minn- ingu þína um ókomin ár og sofðu vel. Þínar vinkonur Gerður, Snæborg og Sædís. KRISTBORG KRISTINSDÓTTIR Blessuð sé minning þín, Kristborg. Hetjulegri bar- áttu þinni er lokið. Æðruleysi þitt var einstakt. Þrátt fyrir erfið veikindi brostir þú við öllum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér. Enda- lokin urðu ekki umflúin. Það er svo stutt síðan þú tókst á móti okkur í Hólminum, glöð og falleg. Þá var ekki mögu- legt að ímynda sér að svo stutt væri eftir. Alltaf spurð- ir þú um líðan annarra, gleymdir ekki öðrum þó þín barátta væri sú harðasta. Kjarkur þinn og auðmýkt báru þér fallegt vitni. Á stundu sem þessari leit- ar hugurinn mest til manns- ins þíns, sona, foreldra og systkina. Megi algóður Guð styrkja alla syrgjendur. Fal- leg og góð kona er gengin og hennar er saknað. Sigurjón og Kristborg. HINSTA KVEÐJA Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR STEFÁNSSON frá Sleðbrjót, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egils- stöðum, sunnudaginn 11. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Stefán Geirsson, Bergljót Stefánsdóttir, Björgvin V. Geirsson, Sigrún M. Jóhannsdóttir, Eysteinn Geirsson, Guðfinna S.B. Hjarðar, Björg Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.