Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 45 Íslandsmótið í höggleik Keppnin í hámarki! Um helgina lýkur Íslandsmótinu í höggleik á golfvelli Leynismanna á Akranesi. Komdu og fylgstu með bestu kylfingum landsins berjast um titilinn. Fjórða mótið í Toyota mótaröðinni stendur yfir á Garðavelli, Akranesi, fram á sunnudag 25. júlí. Keppnin hefst kl. 8 báða dagana. Garðavöllur, Akranesi 22.-25. júlí ÍS LE N SK A A U G L‡ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 38 1 0 7/ 20 04 TOYOTA MÓTARÖÐIN TOYOTA MÓTARÖÐINTOYOTA MÓTARÖÐINTOYOTA MÓTARÖÐIN TOYOTA MÓTARÖÐIN TOYOTA MÓTARÖÐIN TOYOTA MÓTARÖÐINTOYOTA MÓTARÖÐINTOYOTA MÓTARÖÐIN TOYOTA MÓTARÖÐIN NÝ ÍSLENSK kammerópera eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem nefnist Grettir verður frumflutt í Bay- reuth sunnudaginn 22. ágúst nk. Óperuflutningurinn er hluti af menningarhelgi sem fram fer í Bayreuth dagana 20.–22. ágúst og er skipulögð af dr. Guðmundi Em- ilssyni að beiðni forsvarsmanna Festival junger Künstler Bay- reuth. Að sögn Guðmundar var hátíð ungra tónlistarmanna í Bay- reuth stofnuð fyrir rúmum fimm- tíu árum af finnska tónskáldinu Jean Sibelius og öðrum framá- mönnum í evrópsku tónlistarlífi. „En markmið hátíðarinnar var að styrkja samband ungra tónlistar- manna við tónlist Wagners og þeirra listamanna sem starfa í Bayreuth á vegum Wagner- hátíðarinnar.“ Meðal þess sem boðið verður upp á menningarhelgina eru fyr- irlestrar um íslenskar fornsagnir og tengsl þeirra við tónlist Wagn- ers og síðari tíma tónskálda, sýn- ing á eftirprentunum á forn- handritum og ljósmyndasýning um Drangey í Skagafirði þar sem Grettir lét lífið. Menningarhelg- inni lýkur með frumflutningi á Gretti, kammeróperu Þorkels Sig- urbjörnssonar við texta Böðvars Guðmundssonar, í svonefndum Evrópusal í Bayreuth. Leikstjóri uppfærslunnar er Sveinn Ein- arsson og hljómsveitarstjórn í höndum Guðmundar Emilssonar. Að sögn Guðmundar kemur um fjörutíu manna hópur að hátíðinni, þar af eru fimm ungir íslenskir einsöngvarar og kammersveit skipuð ungum íslenskum hljóð- færaleikurum sem fram koma í Gretti. Þess má geta að þegar er orðið uppselt á frumsýninguna og opna lokaæfingu. Flutningurinn verður endurtekinn mánudaginn 23. ágúst í Rheinisches Landes- museum í Bonn. Að sögn Guð- mundar hefur fjöldi innlendra og erlendra aðila styrkt þetta fram- tak og kann hann þeim bestu þakkir. Ópera | Ný íslensk kammerópera eftir Þorkel Sigurbjörnsson frumflutt í Bayreuth Grettir í háborg Wagners Guðmundur Emilsson Sveinn Einarsson Böðvar Guðmundsson Þorkell Sigurbjörnsson Æ GLEGGRA kemur í ljós, sem betur fer, að fleira fær ginnt er- lenda ferðamenn til höfuðborg- arinnar en tilhugsunin um „dirty weekend“ í Reykjavík. T.a.m. er menningarferðamennska stöðugt þyngri á metunum. Eitt lítið dæmi sást í Iðnó á fimmtudagskvöld, þar sem lokkandi klassískir tónar löð- uðu að túrista einn af öðrum utan úr sumarblíðunni við Tjörnina. Þökk sé framtaki nýstofnaðs kammerhóps fjögurra ungra klass- ískt menntaðra hljómlistarkvenna sem kennir sig við forystufugl þjóðtrúar og hefur rambað á þá efnilegu uppskrift að bjóða í bland upp á sígilda tónlist á grunni ís- lenzkra þjóðlaga. Notalegt innhverfi Iðnós, með hljómgóðum sal þar sem sitja mátti bæði í stólaröðum og við kaffiborð, féll vel að tiltölulega léttri en fjöl- breyttri dagskrá hópsins. Eftir ein- falda en skemmtilega útsetningu hans á Krumma í klettagjá við naprar norðanhviður úr flautu og kunnuglegt ungverskt þjóðlag fékk sellóið frí í dreymandi Aríu (Largh- etto) eftir J. Ibert. Viðamikinn þátt úr Dúói Kodálys f. fiðlu & selló Op. 7, Allegro serioso, vantaði að vísu bravúru-herzlumuninn, enda líka fullhægur, en skilaði samt safaríkri lagvísi ungverska þjóðlagafröm- uðarins. Allegro rustico f. flautu og píanó sýndi síðan óvænt létta hlið á Sofiu Gubaidulinu. E.t.v. æskuverk, enda ekki laust við að minna á kennara hennar Sjostakovitsj, en bráðskemmtilegt eftir sem áður og leikið af bæði þokka og manískum krafti þegar það átti við. Þrjú stutt lög „úr íslenzkum handritum“ í afstrakt tímalausum ljóðrænum útsetningum Snorra S. Birgissonar fyrir selló og flautu (í stað upphaflegrar söngraddar) glitruðu tær sem dropar af grýlu- kerti í heiðbjartri túlkun Melkorku og Gyðu. Rímnadansasyrpa Jóns Leifs undir rondóformi birtist síðan í útsetningu Atla Heimis Sveins- sonar fyrir blandaðan píanókvintett (þ.e. hópinn ásamt Grími Helgasyni á klarínett) í tápmiklum anda „sal- on“-útfærslna Jóns fyrir Þýzka- landsmarkað, að viðbættum fútúr- ískum litum Atla er tengdu rammfrónsku stemmurnar skemmtilega við síðari helming 20. aldar. Loks tóku Helga, Gyða og Ástríður fyrir hið magnaða Píanó- tríó Sjostakovitsjar nr. 2 Op. 67 – nánar tiltekið tvo þætti af fjórum (eins og hefði mátt koma fram) – með innlifuðum tilþrifum, er lofuðu fögru um framhald hópsins ef elja og úthald endast í samræmi við vænlega byrjun. Krumma- gull TÓNLIST Iðnó Kammerhópurinn Krummi (Melkorka Ólafsdóttir flauta, Helga Þóra Björgvins- dóttir fiðla, Gyða Valtýsdóttir selló og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó). Gestur: Grímur Helgason klarínett. Fimmtudaginn 22. júlí kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.