Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 51

Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 51 Kimarnir í tónlist eru margirvestan hafs og skemmti-legastir þegar menn eru aðhræra saman tónlist úr ólíkum áttum. Spunakennd tónlist er oft kölluð improv þar í landi, en sá merkimiði gangast ekki nema miðl- ungi vel, enda nær hann yfir ótelj- andi stefnur og strauma, ekki síst þegar menn fara að blanda djass inn í málið eða klassík. Ágætt dæmi um þróun í spunatónlist eru þrjár hljóm- sveitir sem leika mjög ólíka tónlist en þó með sterkan samhljóm þegar betur er að gáð, Kinski, Sub- Arachnoid Space og Cul de Sac, en allar gefa þær út á merkinu Strange Attractors Audio House, sjá: www.strange-attractors.com/, sem varð til upp úr samnefndum útvarps- þætti í Portland í Oregon. Cul de Sac Cul de Sac var stofnuð í árslok 1990 og sendi frá sér fyrstu plötuna 1991. Tónlistin var að mestu án söngs og féll undir það sem menn nefndu og nefna síðrokk. Innblást- urinn var þó öllu fjölbreyttari en hjá síðrokksveitum öðrum, enda Cul de Sac-liðar mjög gefnir fyrir gamalt sýrurokk, brimrokk, íhugunartónlist frá Mið-Austurlöndum, þjóðlaga- tónlist og þýskt framúrstefnurokk áttunda áratugarins. Höfuðpaurar sveitarinnar eru þeir Glenn Jones, Robin Amos og Chris Guttmacher; Jones á gítar, Amos á rafeindatól og Guttmacher slagverk, en síðan slóst í hópinn bassaleikarinn og kvikmyndaskáldið Chris Fujiwara. Guttmacher gekk úr skaftinu eftir tvær plötur en í hans stað kom Jon Proudman sem lék inn á þriðju plötu Cul de Sack. Vendipunktur í sögu Cul de Sack, og fleiri sveita reyndar, var sú hug- mynd framámanna hjá Geffen- útgáfunni, sem græðst hafði mikið fé á að selja Nirvana-plötur, að gefa út plötu með þeim ágæta listamanni John Fahey, sem var þá búinn að vera óstarfhæfur í áratug vegna taugasjúkdóms. Fahey var einna þekktastur um miðjan sjöunda ára- tuginn, merkilegur brautryðjandi í tilraunatónlist sem steypti saman löngum spunaköflum, ragtime og blús. Upphaflega stóð til að liðs- menn Sonic Youth, Beck og Cul de Sac myndu spila með Fahey, en áður en upptökur hófust var Geffen búið að missa áhugann. Cul de Sac-menn gáfust þó ekki upp og á endanum tók sveitin upp plötu með Fahey, The Epiphany of Glenn Jones, sem tekin var upp í nóvember 1996. Upptökurnar gengu ekki þrautalaust, Fahey var við- skotaillur að vanda og mjög reyndi á samstarf innan Cul de Sac, svo mjög reyndar að það brast og áður en platan kom út var Proudman rekinn úr sveitinni. Samstarfið við Fahey hafði ekki bara áhrif á mannaskipan í sveitinni, en sú saga verður ekki frekar rakin hér, heldur heyrist vel á plötunum sem komu út eftir þetta að tónlistin var orðin nokkuð breytt. Annað sem haft hefur áhrif á sveitina er sam- starf við Can söngvarann gamla Damo Suzuki, en hann leitaði til Cul de Sac um að spila inn á plötu með sér og ferðast um Bandaríkin. Kinski Kinski er öllu þyngri en Cul de Sac, meira af síðrokki og meira af þýsku tilraunarokki, ekki bara Can og Amon Duul II heldur líka Neu! og breskar sveitir eins og Spacemen 3 og My Bloody Valentine. Kinski er fimm ára gömul hljóm- sveit, sendi frá sér fyrstu plötuna sem tríó 1999, Chris Martin á gítar, Lucy Atkinson á bassa og Dave Weeks á trommur. Annar gítarleik- ari, Matthew Reid-Schwartz, slóst í hópinn árið 2000 og næsta plata kom svo út 2001, heitir Be Gentle with the Warm Turtle og er mikil snilld. Í seinni tíð hefur Kinski unnið mikið með Mokoto Kawabata og hljómsveit hans, furðuverkinu magnaða Acid Mother’s Temple, og meðal annars fóru sveitirnar í tón- leikaferðir saman um Bandaríkin og Japan. Í einni slíkri ferð, um Japan rétt fyrir jól 2001, tóku þær upp saman klukkutíma spuna í heima- húsi sem varð að tíu mínútna lagi í hljóðveri og þrjú lög voru tekin upp til viðbótar. Síðasta haust kom út platan Kinski Acid Mothers Temple með lögunum fjórum. Frábær plata. SubArachnoid Space SubArachnoid Space er einna venjulegust þessara sveita, spilar nokkuð hefðbundið spunakennt síð- rokk, lögin sum löng og flókin, önnur stutt og hnitmiðuð og laglínur jafnan traustar, sem vill annars vera vanda- mál hjá álíka hljómsveitum. SubArachnoid Space var stofnuð sem tríó 1996, en annar gítarleikari bættist snemma við. Sveitina skipa í dag Melynda Jackson og Chris Con- es sem leika á rafgítara, Chris Van Huffel á trommur og Diego Gonzal- ez á bassa. Fyrsta smáskífan, Char- Broiled Wonderland, kom út 1996 og fyrsta breiðskífan, Delicate Membr- ane, seinna það ár. Plöturnar eru orðnar sjö, sú síðasta Also Rising sem er besta verk sveitarinnar, þó allar séu plöturnar vel þess virði að hlustað sé á þær. Þeir sem falla fyrir SubArachnoid Space ættu svo að kíkja á Bardo Pond, til að mynda með því að næla sé í plötuna Tigr- is~Euphrates frá 2002 sem sveit- irnar skiptu með sér. Ný plata SubArachnoid Space, The Red Veil, er á næsta leiti. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Skemmtilegur spuni Tilraunakenndur spuni hljómar kannski ekki aðlað- andi fyrir flesta tónlistaráhugamenn, en hann getur þó verið býsna skemmtilegur eins og sannast á sveitunum Kinski, Cul de Sac og SubArachnoid Space. SubArachnoid Space Kinski Cul de Sac www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Yfir 40 þúsund gestir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. T o p p myndin á íslandi Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sýnd kl. 2 og 4. m/ísl.tali. Mjáumst í bíó! www.laugarasbio.is T o p p myndin á íslandi Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Umtalaðasta mynd ársins sem vann Gullpálmann í Cannes. Myndin sem allir verða að sjá til að geta verið með í umræðunni. Ó.H.T Rás2 S.K., Skonrokk „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL Í Stepford er eitthvað undarlegt á seyði Frábær gamanmynd með toppleikurum Kr. 500 „ ...mynd þar sem áhorfendur skella ærlega upp úr og jafnvel hneggja af hlátri.“ Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk CHRISTOPHER WALKEN BETTE MIDLER FATHE HILL CLENN CLOSE NICOLE KINDMAN MATTHEW BRODERICK Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.