Morgunblaðið - 26.08.2004, Page 24

Morgunblaðið - 26.08.2004, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LANDSBANKI OG ÍSLANDSBANKI Undanfarna mánuði hefurnefnd starfað á vegum við-skiptaráðherra að undirbún- ingi löggjafar um hringamyndun í ís- lenzku viðskipta- og atvinnulífi. Gera má ráð fyrir að niðurstöður nefnd- arinnar liggi fyrir innan tíðar. Mark- mið ríkisstjórnarinnar með þessu nefndarstarfi hefur verið að kanna leiðir til þess að setja viðskiptalífinu hér einhvern starfsramma og koma þannig í veg fyrir að örfáar stórar viðskiptasamsteypur kaupi upp allt sem máli skiptir í atvinnulífi okkar. Markmiðið með fjölmiðlafrumvarp- inu og fjölmiðlalögunum, sem Alþingi hafði samþykkt áður en til afskipta forseta Íslands kom var hið sama á afmörkuðu sviði. Ætla verður að ríkisstjórnin eigi eftir að leggja tillögur sínar í þessum efnum fyrir Alþingi í haust eða vetur. Í ljósi þessa er óskynsamlegt af forráðamönnum Landsbanka Íslands og Burðaráss, en þessi tvö fyrirtæki eru í ráðandi eigu sömu aðila, að sýna merki þess, að þessir aðilar hyggist eignast eða eiga stóran hlut í Íslands- banka. Að vísu segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, í samtali við Morgunblaðið í gær að ekkert hafi verið ákveðið um, hvort Burðarás eigi til frambúðar hlutabréf í Íslands- banka, sem félagið hefur keypt af Orra Vigfússyni, bankaráðsmanni í Íslandsbanka. Það eru óljós svör. Þá vekur það athygli í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í dag að erfitt reynist að fá skýrar upplýsingar um þau viðskipti, sem fram hafa farið síðustu daga á milli Burðaráss og Urriða ehf., sem átti umrædd bréf. Það ýtir undir sjónarmið, sem voru til staðar í upphafi um forsendur við- skiptanna. Það liggur alls ekki beint við, að sameining Landsbanka og Íslands- banka yrði þjóðfélagi okkar til fram- dráttar. Þeir sem eiga ráðandi hlut í Landsbanka og Burðarási eru í for- ystu fyrir annarri af tveimur öflug- ustu viðskiptasamsteypum landsins. Morgunblaðið hefur ítrekað undir- strikað það sjónarmið, að engu skipti hvað fyrirtækið heitir eða hver eigi það þegar um er að ræða stóru við- skiptasamsteypurnar og stöðu þeirra í samfélaginu. Fyrir nokkrum miss- erum reyndi annar hópur að ná und- irtökum í Íslandsbanka. Það tókst ekki. Ef Landsbanki/Burðarás stefn- ir nú á yfirráð yfir Íslandsbanka er sami leikur á ferðinni. Vel má vera, að forráðamenn beggja bankanna geti sýnt fram á það með tölum, að æskilegt sé að bankarnir verði stærri og þess vegna sé sameining þeirra rökrétt framhald af þeirri þróun, sem orðið hefur. KB banki hefur sýnt, að það er hægt að stækka með útþenslu í öðrum lönd- um. Það þarf ekki að kaupa upp allt, sem fyrir verður hér heima fyrir. Forráðamenn Landsbanka/Burð- aráss eiga ekki að ögra umhverfi sínu með þessum hætti. Þess vegna eiga þeir að selja bréfin í Íslandsbanka. Í HÓPI ÞEIRRA BESTU Í HEIMINUM Ekki er hægt annað en fyllast stoltiyfir frammistöðu tveggja íþrótta- manna okkar Íslendinga á Ólympíu- leikunum í Aþenu, þeirra Þóreyjar Eddu Elísdóttur, stangarstökkvara, og Rúnars Alexanderssonar, fimleika- manns. Með einstakri einbeitingu, metnaði, dugnaði og þrotlausum og greinilega skynsamlegum undirbúningi, tókst þeim báðum að komast í úrslit í sinni grein og varð Þórey Edda í 5. sæti í stangarstökki kvenna í Aþenu á þriðjudagskvöld og Rúnar varð í 7. sæti í æfingum á bogahesti á sunnu- dagskvöld. Með þessum árangri hafa þau Þórey Edda og Rúnar skipað sér í raðir þeirra bestu í heiminum, í sínum grein- um og það er stórkostlegur árangur. Skærustu stjörnur okkar á Ólympíu- leikum hingað til hafa verið Vilhjálmur Einarsson, sem setti Ólympíumet í þrí- stökki í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Metið féll að vísu á sömu leikum, en Vilhjálmur fékk engu að síður silfur- verðlaunin, sem var frábær árangur; Vala Flosadóttir, stangarstökkvari, sem hlaut bronsverðlaun á Ólympíu- leikunum í Sydney fyrir fjórum árum, fyrsta og eina íslenska konan hingað til, til þess að stíga á verðlaunapall á Ólympíuleikum; Bjarni Friðriksson, júdókappi, sem hlaut bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og karlalandslið Íslands í handbolta, sem lék til úrslita við Frakka um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Barcelóna 1992, en tapaði þeirri viðureign og hafnaði í fjórða sæti. Allir þessir einstaklingar hafa snert taug þjóðarstolts okkar Íslendinga með eftirminnilegum hætti og upp- skorið þakklæti þjóðarinnar fyrir eigin frammistöðu. En á hinn bóginn vill það oft gleym- ast hér heima, við hvers konar ofurefli okkar litla örþjóð getur átt að etja, þegar komið er á vettvang stórleika eins og Ólympíuleika. Þá gerist það og hefur einatt gerst, að ofurmannlegar kröfur eru gerðar til íþróttamanna okkar, um að þeir strjúki nú þjóðar- stoltinu rétt. Ofantöldum og ýmsum öðrum, hefur á góðum stundum tekist það, en ekki alltaf og þá er viðkvæðið jafnan, að þennan einstakling eða hinn, þetta lið- ið eða hitt hefði aldrei átt að senda ut- an. Auðvitað er slíkt umtal um frammi- stöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta dæmigert nú, eftir að þeim tókst einungis með erfiðismunum að tryggja sér 9. sæti á Ólympíuleikun- um. Væntingarnar um frammistöðu liðsins, voru allt aðrar, afar miklar og að líkindum ekki fyllilega réttmætar. Þó má ekki gleyma því, að handbolta- landsliðið sjálft, þjálfarar og liðsstjórn höfðu ótrauðir lýst því yfir að þeir stefndu hærra og áttu þannig þátt í að byggja upp meiri vonir en efni stóðu til. Eftir að Magnús les eittljóða Matthíasar, bæði áíslensku og ensku, býðurstjórnandinn gest sinn velkominn og spyr hvort hann hefði komið áður til Edinborgar. „Já,“ segir Matthías. „Ég kom sem sjómaður. Var á skipi sem flutti frosinn fisk frá Íslandi til Leníngrad og við stoppuðum hér á leiðinni. Ég var strákur. Ég fór upp á Princess Street og hafði aldrei séð annað eins. Mér fannst borgin eins og úr æv- intýri. Hér var kastali og ég spurði sjálfan mig: hvers vegna eru engir kastalar á Íslandi? Ég man þó best eftir hestunum, þeir voru risastórir, eins og hestar Tolkiens raunar. Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Man eftir augn- blöðkunum á hestunum og ég man ég hugsaði hve hamingjusamir þeir hlytu að vera að sjá einungis ákveðna hluti. Svo fórum við til Leníngrad. Þetta var skömmu eftir stríð; fólk þar hafði engar augnblöðkur en hugsaði samt eins og þær væru fyrir hendi. Eftir þetta var ég ekki sérlega hrif- inn af Stalín. – En þú varst svolítill marxisti í þér, var það ekki, segir Magnús. „Ég hugsaði um það. En svo fór ég til Sovét-Rússlands Stalíns. Það var góð lækning.“ Þarna hlógu áhorfendur innilega, í fyrsta skipti af mörgum meðan á dagskránni stóð. – Það sem við Matthías eigum sameiginlegt, segir Magnús, er að við erum nokkurn veginn jafngamlir – nema hvað hann er mun yngri, þremur mánuðum yngri – og sú staðreynd að báðum erum við blaða- menn sem hættir eru störfum. En ég er smeykur um að fleira sé ekki líkt með okkur vegna þess að Matth- ías er, samhliða því að hafa alla tíð starfað sem blaðamaður, eitt fremsta nútímaljóðskáld Íslendinga. Magnús segist vita að blaðamenn óttist ekkert, margir hverjir, að taka sér skáldaleyfi endrum og sinnum en að vera blaðamaður og ljóðskáld sé allt annað. Í rúm 40 ár, frá 1959 til 2001, hafi Matthías verið ritstjóri helsta dagblaðsins á Íslandi, Morg- unblaðsins, og afkastamikill rithöf- undur. Bækur hans séu orðnar fleiri en 50; ljóðabækurnar 20, hann hafi skrifað leikrit, bæði fyrir svið og út- varp, sent frá sér safn smásagna, rit- gerðir og skáldsögur auk samtals- bóka. Í gær var kynnt ný bók skáldsins, New Journeys, sem til- einkuð er bókmenntahátíðinni í Ed- inborg. Um er að ræða úrval ljóða úr fyrri bókum Matthíasar auk nokk- urra nýrra, en óbirtra ljóða á ís- lensku. Þýðendur eru Marhall Brement, Bernard Scudder og Joe Allard. Magnús spyr: Hvernig í ósköp- unum hafðirðu líka tíma til þess að ritstýra dagblaði? Matthías brosir og segir: „Þetta er hægt ef maður sjálfur er ritstjór- inn. Þá er enginn ritstjóri sem segir manni fyrir verkum!“ Eftir að hlátur áheyrenda þagnar, bætir Matthías því við að hann hefði ekki getað hugsað sér að starfa ein- ungis sem blaðamaður – en sem rit- stjóri hefði hann getað stjórnað sín- um eigin tíma, gert það sem hann vildi á blaðinu, og einnig sinnt þeirri löngun sinni að semja ljóð, leikrit og þar fram eftir götunum. „Sá sem er blaðamaður verður að ganga í hvaða verk sem er. Það þýðir ekki að neita ákveðnum verkefnum. Ég sagði einu sinni við ungan blaða- mann, sem nú er fjármálaráðherra, að ef hann vildi sleppa við að gera eitthvað sem honum líkaði ekki yrði hann að hætta í blaðamennsku. Og hann hætti í blaðamennsku og varð fjármálaráðaherra!“ II Eftir hlátrasköll í salnum þegar Matthías hafði sagt frá unga blaða- manninum Geir H. Haarde fer Magnús á byrjunarreit og segir frá bernsku Matthíasar. – Hann fæddist 1930 í Reykjavík. Föðurafi hans og nafni var kaup- maður frá Bergen í Noregi sem flutti til Íslands um 1870 og opnaði verslun í Reykjavík. Móðurafi hans var al- þingismaður í 30 ár og forseti Al- þingis um tíma. Pólitískur ferill hans var að miklu leyti helgaður barátt- unni fyrir sjálfstæði Íslands, sem varð svo að veruleika 1944. Faðir hans var aðalgjaldkeri Landsbanka Íslands, einnig mikill sjálfstæð- issinni og félagi í Sjálfstæð- isflokknum. Magnús segir svo; barnæska þín snerist að töluverði leyti um sjálf- stæðið, var það ekki, Matthías? „Jú. Ég var þegn konungs Dan- merkur alveg þangað til ég varð fjór- tán ára. Við vorum í raun í sömu sporum og ríki þriðja heimsins eru í dag; nú erum við rík þjóð og ég held að þriðji heimurinn gæti öðlast bjartsýni með því að kynna sér sögu þessarar litlu en gömlu þjóðar, sem mikið hefur þjáðst. Ísland var ný- lenda í 500 ár en þrátt fyrir það varð- veitti þjóðin rætur sínar, tungu- málið, arfleifðina.“ Magnús segir frá því að fimm ára hefði Matthías veikst illa af skarlats- sótt, hefði verið við dauðans dyr, og vegna hættu á smiti hefðu þurft að brenna alla persónulega muni sem hann hafði í herbergi sínu. „Þetta krafðist mikillar baráttu. Maður skynjaði dauðann allt í kring- um sig,“ segir Matthías. „Skarlats- sótt í þá daga var eins og Svarti dauði. Fólk var sett í einangrun. Mamma vildi ekki senda mig í ein- angrun á spítala og sá því um mig sjálf. Þá var ekki til penisilín, en nú er veikin læknuð með því á tveimur dögum. En ég skynjaði vissulega dauðann.“ Magnús spyr hvort það komi fram í ljóðum hans? „Já, að sjálfsögðu,“ svarar þá Matthías. „Ég var að skoða sýningu á verkum Munchs í einu safnanna hér í gær. Hann er mikill listamaður og ég skynjaði að myndir hans eru um ást og dauða. Ég leiddi þá hug- ann að því að ég hef líka ort um ást og dauða og spurði sjálfan mig hvers vegna svo væri. Og ég geri mér bara grein fyrir því núna að það gæti ver- ið vegna þess sem þú nefndir áðan. Ljóðskáld veit ekki hvað það er að skrifa hverju sinni; ljóðskáld er tré. Ljóðskáld er tré sem stendur þarna og bíður eftir einhverju sem það veit ekki hvað er. Tréð veit ekkert, en skyndilega hefur það upp raust sína og byrjar að syngja. Og það Fuglarnir syngja í trénu en ekki hvers vegna.“ Magnús upplýsir að Matt numið forníslensku og bókm Háskóla Íslands, síðan bókm og leikbókmenntir í Kaupm höfn. – Þig dreymdi ætíð um að bókmenntamaður, að verða skáld, segir Magnús. En til þér inn peninga fórstu að sk Morgunblaðið. Meðan þú dv Danmörku varstu fréttarita ins þar – en svo var ritgerði Háskólanum, ritgerðin um sögu, gefin út og þar með m að draumurinn hafi ræst. Þ orðinn bókmenntamaður. Magnús greinir frá því að ías hafi stefnt á Þýskalands ar hann var beðinn um að k heim til starfa á Morgunbla – Svo varðstu ritstjóri. Þú aðeins 29 ára… „Og er enn!“ segir þá Ma snöggt, við góðar undirtekt Magnús spyr þá hvort þa ekki sett honum skorður að við hlið þriggja annarra rits blaðinu, allt frammámanna stæðisflokknum. „Nei, það var frábært. Þe allt vinir mínir og þeir voru fundum á Alþingi svo ég ha ar hendur!“ Og nú hlær Matthías sjál III Eftir að Magnús les anna berst talið að íslenskri ljóðg mennt. Hún var ákaflega he bundin þar til í seinna stríði hann. Að miklu leyti óskilja ómögulegt að þýða ljóðin. En svo kom stríðið. Ljóðskáld e Jafnaldrar og blaðamenn. Johannessen, skálds og fy Tveir menn á sviði, nokkrir tugir í sal. Þetta er í gær; sérstök dagskrá er um ís- lenskt skáld í fyrsta skipti á alþjóðlegu bókahátíðinni í Edinborg í Skotlandi, stærstu bókahátíð heims. Skapti Hall- grímsson hlýddi á kynningu á lífi og list Matthíasar Johannessen, skálds og fyrr- verandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem sjónvarpsmaðurinn, rithöfundurinn og þýðandinn Magnús Magnússon stýrði. Dætur Magnúsar, Sally (se hægri, voru meðal áheyre sínu eftir að dagskránni la

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.