Morgunblaðið - 26.08.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 26.08.2004, Síða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna ÁsdísSophusdóttir fæddist á Drangs- nesi 23. desember 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sophus Sal- omon Magnússon, f. 19. október 1893 og Sigurey Guðrún Júl- íusdóttir, f. 24. nóv- ember 1901. Jó- hanna var næst yngst fjögurra systra. Hinar voru: Matthildur látin, Ósk, búsett í Reykjavík og Laufey, búsett í Reykjavík. Jóhanna ólst upp á Drangsnesi hjá foreldrum sínum. Hún fór í húsmæðraskólann á Löngumýri veturinn 1948–1949. Starfaði í Reykjavík í nokkur ár og vann við ýmis störf. Hún gift- ist Lúðvík Björnssyni 23. desem- ber 1956. Þau bjuggu allan sinn búskap á Akranesi. Þau eignuð- ust 3 börn. 1) Sigurey, búsett á Akranesi, f. 20. nóvember 1957, maki Þorsteinn Jóhannesson. Börn þeirra eru þrjú: a) Lúðvík, maki Nanna Sigurð- ardóttir, eiga þau tvö börn saman og hún átti tvö börn áð- ur; b) Jóhann, c) Rúna Dís. 2) Björn, býr á Akranesi, f. 27. nóvember 1960, maki Þórunn Sveina Hreinsdóttir. Börn þeirra eru tvö, Sig- urbjörn og Ólafur. 3) Fjóla, býr á Akra- nesi, f. 25. ágúst 1965, maki Jóhann Þór Sigurðsson. Börn þeirra eru tvö, Sigrún Dóra og Sigurður Jón- atan. Jóhanna stundaði lengst af húsmóðurstörf, en auk þess vann hún við fiskvinnslu og vann í eld- húsi verslunarinnar Skagaver. Hún tók þátt í félagsskap KFUM og K. Einnig var hún sem ung kona í Hjálpræðishernum. Jó- hanna var gædd listrænum hæfi- leikum, þess bera vott margir fal- legir munir sem eftir hana liggja. Jóhanna verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún amma er dáin. Eftir margra mánaða baráttu við krabbamein þá er dauðinn henni líkn. Við vitum að Guð tekur á móti henni opnum örm- um. Þó við söknum hennar sárt þá er það huggun í þessari miklu sorg að vita að nú líður henni vel hjá Guði. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa á Vallarbraut. Þau byrjuðu alltaf á því að spyrja okkur hvort við værum ekki svöng. Það fór enginn svangur frá ömmu. Hún stjanaði svo sannarlega við okkur. Alltaf var gaman að koma upp í sumarbústað til ykkar. Þá var fund- ið upp á ýmsu til að hafa fyrir stafni, t.d. að hita steina á kam- ínunni og bræða síðan vaxliti á steinunum í öllum regnbogans lit- um. Það var ýmisleg fleira brallað því amma fann oft upp á skemmti- legum hlutum þegar við vorum hjá henni. Amma bar alltaf velferð okk- ar fyrir brjósti og við þökkum henni fyrir það. Elsku amma, við vitum að þú vakir yfir okkur. Blessuð sé minn- ing þín. Elsku afi, þú hefur misst mikið. Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Barnabörnin. Elsku amma mín, nú þegar þú ert farin langar mig að segja frá einni sterkri minningu um þig, þegar ég kom að gista hjá þér og afa þá baðstu alltaf fyrir mér, signdir yfir mig og sagðir; Í nafni guðs föður, sonar og heilags anda. Amen. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Takk fyrir, amma. Ólafur Björnsson. JÓHANNA ÁSDÍS SOPHUSDÓTTIR ✝ Baldvin Bjarna-son fæddist á Reykjum í Tungu- sveit í Skagafirði 29. ágúst 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga miðviku- daginn 18. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sveinsdóttir húsmóð- ir, f. að Ytri-Kotum í Skagafirði 1885, d. 1967, og Bjarni Kristmundsson bóndi frá Ásbjarnarnesi í Vesturhópi í Húna- vatnssýslu, f. 1889, d.1954. Bald- vin var fimmti af fimmtán systk- inum. Látin eru: Gíslína, Páll, Ingibjörg, Sigríður, Guðmundur, Sveinn, Emil, Pétur, Eyþór og Að- alsteinn. Á lífi eru Elín, Krist- mundur, Sólborg og Sólveig. Baldvin kvæntist 6. desember 1946 Sigurbjörgu Jónatansdóttur, f. 3. september 1915, d. 12. júní 2002. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: drengur og stúlka, f. og d. 3. júní 1947, Viðar, f. 13. júní 1948, kona hans Haf- dís Austfjörð Harð- ardóttir, búsett á Húsavík, Unnur, f. 7. september 1951, maður hennar Henry Berg Johan- sen, búsett í Reykja- vík, Guðfinna Krist- ín, f. 10. júní 1954, maður hennar Stefán Sigurður Stefánsson, búsett á Húsavík. Afa- börn Baldvins eru níu. Þau Baldvin og Sigurbjörg bjuggu lengst af á Garðarsbraut 35a á Húsavík. Útför Baldvins fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku afi minn, nú ertu búinn að kveðja þennan heim og hef ég verið síðustu daga að rifja upp þær stundir sem ég átti með þér. Flest- ar minningarnar koma upp þegar þú og amma bjugguð á Garðars- brautinni, þar sem ég kom oft sem lítil stelpa og var hjá ykkur ömmu í pössun, við spiluðum í eldhúskrókn- um og oftar en ekki gisti ég í litla herberginu uppi hjá ykkur. Yfirleitt þegar ég kom sat amma og prjónaði í stólnum sínum eða var eitthvað að bauka inni í eldhúsi og þú sast í þín- um stól og last, enda held ég að þú hafir verið búinn með allt bókasafn- ið einu sinni og kominn annan hring. Þú varst góður maður, afi, sem vildir öllum vel, gast þó stundum verið þrjóskur, duglegur að vinna og sparsamur með aurana þína þar sem þú þekktir vel fátækt og að eiga ekki fyrir mat. Nægjusamur varstu og ef spurt var hvað þú vild- ir í jólagjöf eða afmælisgjöf svar- aðir þú yfirleitt að þú þyrftir ekk- ert, ættir nóg af öllu. Einnig man ég að þegar mamma var að bjóða ykkur í mat, sagðir þú oftar en ekki að þú og amma ættuð nógan mat, sem við vissum mæta vel, en vildum fá ykkur til okkar. Svo komuð þið keyrandi á Lödunni og man ég allt- af að það leyndi sér nú ekki hver væri að renna í hlað svo mikill var hávaðinn, enda var oft brosað út í annað þegar þið amma voruð að koma og svo fara aftur heim. Eftir að ég flutti að mestu leyti til Reykjavíkur reyndi ég að hringja reglulega í þig og heyra í þér hljóðið, þá töluðum við saman í dágóða stund og þú varst alltaf svo duglegur að fylgjast með, spyrja hvernig gengi í skólanum og hvern- ig nýja íbúðin mín væri og hvað ég ætlaði mér að gera í framtíðinni. Ég veit að mér á eftir að finnast skrýtið að enginn afi kemur til okk- ar annaðhvort á jólunum eða á gamlárskvöld eins og þið amma gerðuð alltaf, en lífið er þannig að eitt sinn verða allir menn að deyja og nú ertu kominn á góðan stað til hennar Sigurbjargar þinnar. Ég veit að þú saknaðir hennar eftir að hún kvaddi okkur og varst stundum einmana. Síðast þegar ég sá þig var nýbúið að leggja þig inn á sjúkrahúsið á Akureyri og þegar ég kom varstu hálfsofandi í rúminu með þína sléttu og fallegu húð, ég vakti þig, afi, og þú brostir þínu bjarta brosi þegar þú sást mig. Þar töluðum við aðeins saman og síðan kvaddi ég þig og þá flaug að mér sú hugsun að þetta væri kannski í síðasta skipti sem ég myndi sjá þig í þessu lífi og sú varð raunin. Elsku afi, þú varst yndislegur maður sem ég kveð með söknuði, ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu og ég veit að þú og amma munuð vaka yfir mér. Takk fyrir allt. Þín Sigurbjörg. BALDVIN BJARNASON Guðbjörg, kona föð- ur míns og móðir hálf- systkina minna, er nú látin, eftir erfiða bar- áttu við krabbamein. Ég man hvað pabbi minn varð GUÐBJÖRG SIGNÝ RICHTER ✝ Guðbjörg SignýRichter fæddist í Hafnarfirði 17. júlí 1947. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. júlí síðastliðinn og var jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 29. júlí. hamingjusamur þegar þau kynntust og ég veit að lítilfjörleg orð mín breyta engu um söknuð hans og harm og hálf- systkina minna. En ég veit að örin gróa smátt og smátt þótt þau hverfi aldrei. Ég bið al- mættið að veita þér, pabbi minn, og hálf- systkinum mínum styrk til að ganga í gegnum þessa erfiðu tíma. Þinn sonur Jóhann Guðmundsson. Eiginmaður minn, KRISTJÁN ÁSGEIRSSON, verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju föstu- daginn 27. ágúst nk. kl. 14.00. Jarðsett verður að Svalbarði. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á safnaðarheimili Þórshafnarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Ólína Leósdóttir. Ástkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR hjúkrunarkona, Bergþórugötu 16a, er látin. Svanur Karlsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GEIRSSON frá Reyðará, síðast til heimilis í Gullsmára 8, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju, Höfn, laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Skaftafellskirkjugarði, Lóni. Ásta Guðlaugsdóttir, Ásgeir Grétar Sigurðsson, Þorgerður Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson, Sólveig Edda Bjarnadóttir, Anna Dóra Sigurðardóttir, Hafliði Magnús Guðmundsson, Þrándur Sigurðsson, Rakel Guðmundsdóttir, afabörn og langafabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐJÓN ÁRNASON bifreiðastjóri, Melgerði, Lundarreykjadal, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugar- daginn 28. ágúst kl. 11.00. Jarðsett verður í Lundarkirkjugarði. Kolbrún Elín Anderson, Sigurjón Árni Friðjónsson, Berglind Long, Fanney Erla Friðjónsdóttir, Stefán Rafn Vilhjálmsson, Hafdís Húnfjörð, Steinar Heiðar Vilhjálmsson, Petra Prussmeier og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KORMÁKUR INGVARSSON fyrrum bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn 24. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sólveig Erla Brynjólfsdóttir, Jóhann B. Kormáksson, Esther Guðjónsdóttir, Erla Jóhannsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Ingvar Jóhannsson. Elskuleg móðir okkar, HELGA HERMUNDSDÓTTIR, Eyrargötu 6, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar aðfara- nótt mánudagsins 23. ágúst sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.