Morgunblaðið - 26.08.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.08.2004, Qupperneq 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG FANN EKKI HATTINN MINN... EN SÍÐAN ÁTTAÐI ÉG MIG Á ÞVÍ AÐ ÉG Á ENGAN HATT ÞANNIG AÐ ÉG NOTAÐI HANN EKKI NÚ MAN ÉG AF HVERJU ÉG VILDI EKKI FARA FRAM ÚR Í MORGUN ÉG FYRIRGAF HONUM... EN Í FRAMTÍNNI ÆTLA ÉG AÐ FELA LITABÓKINA MÍNA ÞEGAR HANN KEMUR! OG EF ÞAÐ ERU ENGAR SPURNINGAR ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ FARA YFIR NÆSTA KAFLA ÉG ER MEÐ SPURNINGU JÁ, KALVIN, HVAÐ GET ÉG GERT FYRIR ÞIG? HVER ER TILGANGUR TILVISTAR OKKAR HÉR Á JÖRÐINNI? ÉG VAR AÐ TALA UM SPURNINGAR VARÐANDI EFNIÐ Ó! ÉG VIL SAMT HELST FÁ SVARIÐ VIÐ ÞESSARI SPURNINGU ÁÐUR EN ÉG EYÐI ORKU Í EITTHVAÐ FLEIRA © DARGAUD Bubbi og Billi VEISTU HVAR ÉG FANN ÖLL ÞESSI BEIN BILLI? Í GARÐINUM AUÐVITAÐ. HVAR ANNARS STAÐAR? ÞÚ EYÐILEGGUR ALLT GRASIÐ, GRÆNMETIÐ, BLÓMIN OG TRÉN! GERÐU ÞAÐ SEM ÞÚ VILT VIÐ ÞAU, EN ÉG VIL EKKI HAFA ÞENNAN SÓÐASKAP Í MÍNUM GARÐI! GÓÐUR ÞESSI! HVAR ANNARS STAÐAR FINN ÉG GÓÐAN JARÐVEG FYRIR BEININ MÍN? Í ÞETTA SKIPTI GETUR HANN EKKI SAGT AÐ ÉG SÉ AÐ EYÐILEGGJA GRASIÐ BILLI!! HANN EYÐILAGÐI NÝJU TÚLÍPANANA MÍNA! SÁ SKAL SKO FÁ AÐ HEYRA ÞAÐ! Dagbók Í dag er fimmtudagur 26. ágúst, 239. dagur ársins 2004 Víkverji gisti í umvikutíma á nýju tjaldstæði þeirra Ak- ureyringa að Hömr- um, rétt innan við bæ- inn. Tjaldstæðið er líklega eitt hið stærsta á Íslandi og aðstaða þar öll til fyrirmyndar og skemmtileg leik- svæði fyrir börn. Þá er sérstakt hlið sem bílar þurfa að fara um til þess að komast inn á tjaldstæðið og umferð bíla bönnuð yfir nótt- ina sem er hið besta mál. Sá eini galli var á gjöf Njarðar að mjög vindasamt virðist vera á Hömrum, kannski einmitt vegna hamranna sem eru fyrir ofan tjaldstæðið. Neyddist Víkverji tvisvar sinnum til þess að fella tjald sitt svo það fyki ekki um koll þá daga sem hann dvaldi þar en mun lygnara var hins vegar inni á Akureyri. Þetta kann að lagast þegar tré, sem þarna hefur verið plantað, verða orðin nokkru metrum hærri. x x x Víkverji dvaldi á tjaldstæðinu umverslunarmannahelgina með konu sinni og unglingi og var þó ekki laust við að hann hefði nokkrar áhyggjur af því að óróasamt yrði þar og kannski drykkjulæti fram eftir nóttu. Sá ótti reyndist hins veg- ar vera algerlega ástæðulaus því eftirlit virtist vera alveg til fyrirmyndar. Ungling- ar undir 18 ára aldri fengu ekki að tjalda þarna nema í fylgd með forráðamönnum og virðist hafa verið gengið strangt eftir því. Á tjaldstæðinu var því eingöngu fjöl- skyldufólk og var hegðun þess að mörgu leyti til fyrirmyndar. Fólkið grillaði á kvöldin og saup á bjór eða rauðvíni og skellti sér síðan kannski með strætó, sem gekk til og frá tjald- stæðinu, á hátíðahöldin á Akureyri eða sat bara fyrir utan tjöldin og tjaldvagnana og spjallaði. Stöku sinnum heyrðist söngur í kvöld- kyrrðinni en alveg undantekn- ingalaust var komin ró yfir tjald- stæðið svona einhvern tíma upp úr miðnætti þannig að þeir sem kusu að fara snemma í háttinn fengu ótrufl- aðan svefn. Víkverji hefur satt að segja ekki upplifað stilltari versl- unarmannahelgi innan um svona margt fólk áður. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Skyndibitafíkill | Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, stóðst ekki mátið þegar María Einarsdóttir pylsusali kallaði á eftir honum „heimsins bestu pylsur“ og fékk hann sér eina með sinnepi. Það orð fer líka af Clinton að hann sé æði veikur fyrir skyndibita hvers konar og að sögn Maríu var hann bara sáttur við þennan frægasta skyndibita Íslands, borðaði pylsuna með bestu lyst og þakkaði fyrir sig með handabandi. Morgunblaðið/ÞÖK „Eina með sinnepi“ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Heyr þú á grátbeiðni mína, er ég hrópa til þín, er ég lyfti höndum mínum til Hins allrahelgasta í musteri þínu. (Sl.. 27. 2.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.