Morgunblaðið - 26.08.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.08.2004, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga GÆSAVEIÐITÍMINN hófst á föstudaginn var og lýkur ekki fyrr en 15. mars á næsta ári. Á meðan er langöruggast fyrir gæsir að halda sig í þéttbýli enda fáar hættur sem bíða þeirra þar, nema ef vera skyldi ógætilegur akstur ökumanna. Morgunblaðið/Árni Torfason Hólpin Reykjavíkurgæs MJÖG góður ufsaafli hefur fengist á Hala- miðum, norðvestur af Vestfjörðum, síðustu vikurnar. Eru dæmi um að aflinn hafi farið upp í eitt tonn á mínútu og segir Guðmund- ur Freyr Guðmundsson, skipstjóri á frysti- togaranum Akureyrinni EA, að skipin hafi stundum fengið of stór höl. Hann segir nokkuð hafa dregið úr aflabrögðunum síð- ustu daga en síðustu vikur hafi verið nánast samfelld mokveiði. „Fyrstu dagana var hér ævintýralegt fiskirí, við fengum mjög stór höl og stundum hreinlega of stór. Þá þurfti bara að dýfa trollinu smástund í sjó og þá fylltist allt, aflinn fór allt upp í tonn á mín- útuna.“ Guðmundur Freyr segir verð á ufsanum frekar í lægri kantinum en afkoman verði viðunandi þegar aflabrögðin eru góð. „Þetta sleppur fyrir horn þegar hægt er að búa til verðmæti með magninu. Það er líka gaman þegar vel fiskast og ekki skemmir veðrið fyrir, hér hefur verið logn, sól og hiti allan mánuðinn,“ segir Guðmundur Freyr. Mokveiða ufsa á Halanum Tonn á mínútu  Ævintýralegt/D1 STÖÐUG ofveiði í langan tíma leiðir til erfða- breytinga í fiskistofni sem torveldar uppbygg- ingu hans til muna. Þetta er mat kanadíska líffræðiprófessorsins Jeff Hutchings, sem er einn fremsti fræðimaður Kanadamanna á sviði þorskrannsókna og hefur hann m.a. rannsak- að þátt veiða í hruni þorskstofnanna við Kan- ada. Hutchings segir að of miklar veiðar á þorsk- stofnum við Kanada hafi valdið erfðafræðileg- um breytingum á lífsmynstri þorsksins. Með gegndarlausri ofveiði áratugum saman hafi þorskurinn brugðist við með því að verða kyn- þroska fyrr á lífsleiðinni og hann verði þar af leiðandi ekki nærri eins stór. Smærri fiskar skili ekki af sér eins mörgum og lífvænlegum afkvæmum og eldri og stærri fiskar. Svokallaður norðurstofn þorsks við Kanada var á sínum tíma einn stærsti þorskstofn í heimi, í lok 7. áratugarins voru veiðar úr þess- um stofni um 2% af öllum heimsaflanum, árs- aflinn varð mestur um 810 þúsund tonn. Núna er stofninn hins vegar ekki nema svipur hjá sjón, enda hefur hann minnkað um 99,9% frá því að hann var sem stærstur að sögn Hutch- ings. Hann segir að nú sé til fordæmi um það hvað getur í versta falli komið fyrir fiskstofn og þá megi jafnvel koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig í öðrum þorskstofnum. Hann bendir á að kanadíski þorskurinn sé náskyldur þeim íslenska, beri svipuð einkenni varðandi aldur, stærð og kynþroska. „Íslendingar þurfa hins vegar ekki að gera annað en að líta til Kanada til að sjá hvernig á ekki að gera hlut- ina,“ segir Jeffrey Hutchings. Ofveiði veldur erfðabreytingu  Þorskstofninn/D2–D3 Þorskur við Kanada verður smávaxnari INNAN nokkurra missera verður allt grunnnám í viðskipt- um við Háskólann í Reykjavík á ensku, segir Þorlákur Karlsson, nýráðinn forseti viðskiptadeild- ar skólans, í viðtali við Við- skiptablað Morgunblaðsins í dag. Þorlákur segir að tekin hafi verið upp nokkur fleiri nám- skeið á ensku í BS-náminu og nú sé hátt í þriðjungur námskeiða þar á ensku. Nú þegar fer allt MBA-nám í HR fram á ensku. Viðskipta- nám HR á ensku  Allir ættu/C8 „ÞETTA var metdagur sumarsins, það veiddist 101 lax í dag,“ sagði Einar Lúð- víksson, framkvæmdastjóri veiðifélags Eystri-Rangár, í gærkvöldi. Þar með var áin fyrst til að rjúfa 2.000 laxa múrinn og reyndar gott betur en það en alls hafa 2.053 laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Metið á einu sumri er tæplega 3.000. Ein- ar segir að laxinn hafi skilað sér fremur seint í sumar og með sama áframhaldi verði metið örugglega slegið. Hann er ekki viss um hvaða ástæður liggi að baki þessari miklu veiði en bendir á að í fyrra hafi fleiri seiðum verið sleppt við ána en áður. Hann hefur á hinn bóginn enga skýringu á því hvers vegna laxinn hafi ver- ið seinna á ferðinni en áður. „Þessi fiskur er mjög vænn og fallegur. Hann hefur kannski bara verið úti í sjó að éta,“ segir hann. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Eystri-Rangá fyrst yfir 2.000 laxa múrinn TÖKUR hófust á kvikmynd leik- stjórans Baltasars Kormáks og framleiðandans Sigurjóns Sig- hvatssonar, A Little Trip to Heav- en, í Laugardalnum á þriðjudag. Þá hefur þekktur bandarískur leikari, Peter Coyote, tekið að sér stórt hlutverk í myndinni, en hann hefur m.a. leikið stór hlut- verk í stórmyndum á borð við E.T., Erin Brockovich og Bitter Moon eftir Roman Polanski. Því er búið að ráða alla leikara mynd- arinnar, sem er eitt stærsta verk- efni íslensks leikstjóra til þessa, með kostnaðaráætlun upp á 900 milljónir íslenskra króna. Coyote kemur til landsins í september. A Little Trip to Heaven fjallar um látinn mann með milljón dala líftryggingu, en systir hans (Julia Stiles) og eiginmaður hennar (Jeremy Renner) blandast í málið ásamt tryggingarannsóknarmanni (Forest Whitaker) og yfirmanni hans (Peter Coyote)./45 Tökur hafnar í Laugardalnum Morgunblaðið/Árni Torfason Bandaríski leikarinn Peter Coyote til liðs við A Little Trip to Heaven Baltasar Kormákur ræðir við Forest Whitaker, aðalleikara myndarinnar, og Sigurjón Sighvatsson, framleiðanda A Little Trip to Heaven.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.