Morgunblaðið - 30.08.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 30.08.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 C 31 mbl.is/fasteignir/fastis EINBÝLI - PAR - RAÐHÚS FLÓKAGATA Vorum að fá í einkasölu nýlegt 272 fm par- hús á þessum vinsæla stað sem er kj. og 2 hæðir ásamt 38 fm bílskúr. Eignin skiptist m.a. í stofu. borðstofu. sólstofu. 4 svefn., herb., eldhús., baðherb., gestasnyrtingu. Geymsla í kjallara sem mætti nýta sem litla íbúð eða viðb. herb. Fallega gróinn garður með verönd í suður. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofu ER LÖGGILTUR FASTEIGNASALI AÐ SJÁ UM ÞÍN MÁL? HJÁ FASTEIGNASÖLU ÍSLANDS ER ÞAÐ LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SEM SKOÐAR ALLAR EIGNIR, VERÐMETUR ÞÆR OG SÉR UM ALLA KAUPSAMNINGA OG AFSÖL. ÞETTA TELJUM VIÐ VERA GRUNDVALLARATRIÐI Í FASTEIGNAVIÐSKIPTUM Í DAG. VANTAR GÓÐAR EIGNIR Á SKRÁ. 4ra - 6 HERBERGJA SKELJAGRANDI - BÍLSKÝLI Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölbýli. Stofa með sér suðurverönd, 3 svefnherb. Um 20 fm sér- geymsla í kj. Stæði í bílskýli með nýju þaki. Fallegur garður, nýtekinn í gegn. Verð 14,8 millj. BLÁSALIR - ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu 125 fm 4ra herb. útsýnisíbúð í nýju viðhaldsfríu fjölbýli með stæði í bíla- geymslu. Vandaðar innréttingar. Gott skápapláss. Fullfrágengin með parketi og flísum. 2 lyftur. Ákv. sala. HÆÐIR BREKKULAND - MOSÓ Vorum að fá í sölu efri sérhæð í tvíbýlishúsi í Mos- fellsbæ. Skjólgóður gróinn garður um- hverfis húsið með góðum sólpalli. Fjögur svefnherbergi. Sérinng. Þakið er nýlega endurnýjað, nýlegar hitalagnir í íbúðinni. Opið mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-17. LANDSBYGGÐIN SELFOSS - EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu fallegt einb. á 1. hæð ásamt tvöföldum bílskúr m. hita, vatni og 3 fasa rafmagni. Stofa, 5 svefnherbergi með skápum, endurnýjað baðherbergi. Hús og þak er nýlega yfirfarið og málað. Fallegur gróinn garður. Húsið er vel staðsett í enda á botnlangagötu og er stutt í skóla og þjónustu. Góð eign. Laust mjög fljótlega. 2ja HERBERGJA VESTURBÆRINN Vorum að fá í sölu litla 2ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Nýl. parket. Áhv. um 2,7 millj. húsbréf. Góð fyrstu kaup. Verð 6,9 millj. 3JA HERBERGJA SUÐURHÓLAR Vorum að fá í einka- sölu fallega mikið endurn. 3ja herb. íb. á 2. h. Í litlu fjölbýli. Sérinng. Eldhús og bað nýl. endurnýjað. Borðkrókur. Bað með baðkari og glugga. l.f. þvottav. og þurk ara. Góð stofa með suðursvölum, trúlega mætti byggja sólskála. Húsið er nýlega málað að utan svo og sameign að innan og gaflar klæddir. ÆSUFELL Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb., 92 ferm. íb. í lyftuhúsi. Parket og flísar. Góðar suðvestursvalir. Áhv. um 6,5 millj. húsbr. ÁKV. SALA. VESTURBERG Vorum að fá í einka- sölu 3ja herb. útsýnisíbúð í lyftuhúsi. Stofa með suðaustursvölum. Nýl. plastparket á gólfum. Áhvíl. um 9,5 millj. Verð 10,4 millj. VANTAR 2-3JA HERBERGJA ÍBÚÐIR. MIKIL EFTIRSPURN. NÁNARI UPPL. Á SKRIFSTOFU. Í SMÍÐUM MIÐSALIR Vorum að fá í einkasölu fallegt einb. á 2 hæðum m. innb. bílskúr, 260 fm. Mjög stórar svalir. Afh. tilb. til innréttinga að innan eða lengra komið, fullfrág. að utan. Teikningar og nánari uppl á skrifstofu. ATVINNUHÚSNÆÐI EIRHÖFÐI Vorum að fá í sölu 1150 fm atvinnuhúsnæði á 3 hæðum, mjög vel staðsett á góðri lóð. Húsið býður upp á marga möguleika; sali með innkeyrsludyr- um, skrifstofur og óinnréttað rými. Glæsi- legt útsýni. Nánari uppl. veitir Haukur Geir. MIÐSVÆÐIS Til leigu um 200 fm skrif- stofuhæð í góðu steinhúsi miðsvæðis í Reykjavík. Laust strax. Nánari uppl. á skrifstofu. INGÓLFSTRÆTI Vorum að fá í sölu eða til leigu í hjarta bæjarins um 325 hús- næði sem er að mestu á jarðhæð. Þetta er áhugaverð eign. Nánari uppl. veitir Haukur Geir. TIL LEIGU Um 275 fm skrifstofuhús- næði á 3. hæð við Skúlatún LAUST STRAX. SKÚLATÚN - SALA Til sölu 3 skrif- stofuhæðir í sama húsi, 151 fm, 275 fm og 275 fm eða samtals um 700 fm. Tvær hæðanna eru í leigu. Nánari uppl. gefur Haukur Geir. SUMARBÚSTAÐIR LÓÐ Í KJÓS Góð sumarhúsalóð við Sandá í Kjós hjá Meðalfellsvatni. Allt tilbú- ið fyrir sumarhúsið þitt. Innkeyrsla, 2200 L rotþró, Ný girt. Slétt tún. Uppl. á skrifstofu. VANTAR SUMARBÚSTAÐI OG LÓÐIR Á SKRÁ. NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SKRÁ HJÁ OKKUR. VANTAR ALLAR GERÐIR AF EINBÝLUM. MIKIL EFTIRSPURN. NÁNARI UPPL. Á SKRIFSTOFU. Þ egar keypt er notað hús- næði er það oft gert með því hugarfari „að það sé hægt að gera það upp í ró- legheitunum“. Sú var raunin hjá eig- endum eldhússins sem hér er sýnt. Hjónin hafa verið að dunda við breytingar og endurbætur á íbúðinni um nokkurra ára skeið, svo sem að skipta um gólfefni, smíða varanlegar innréttingar og nú síðast var skipt um eldhúsinnréttingu. Það er vægt til orða tekið að segja að um byltingu sé að ræða. Í stað gamallar en þó snyrtilegrar innréttingar, sem var barn síns tíma, er komin sprautu- lökkuð nýtískuinnrétting, með öllum nýjustu tækjum og ljósabúnaði. „Það sem er kannski óvenjulegast hér,“ segir hin ánægða húsmóðir og eigandi eldhússins, „er það að gólf- flísarnar eru látnar halda áfram upp gluggavegginn og alla leið upp í loft, en þær eru einnig lagðar inn í gluggakistuna. Ég valdi aflangar flísar frá Agli Árnasyni, bæði vegna þess að mér finnst þær fallegri, en ekki síður vegna þess að ég held að þær láti eldhúsið virka breiðara. Flísalögn tókst alveg sérstaklega vel og er stolt heimilisins, en Freysteinn Björgvinsson sá um hana fyrir okk- ur,“ segir hún. Gamla innréttingin var þessi dæmigerða u-innrétting, en stærsta breytingin er líklega sú að opna að gluggaveggnum. Þessi leið var valin til að gera eldhúsið bjartara og ramma gólfflötinn ekki of mikið af, en fyrir vikið virkar rým- ið bæði stærra og bjartara. Flísarn- ar frá Álfaborg, sem eru á milli skáps og bekkjar, eru í sandhvítum lit og tóna skemmtilega við gólfflís- arnar. Létt yfirbragð Innréttingin er að mestu leyti hönnuð af Jóhanni Haukssyni smið, en hann lagði út frá óskum eig- endanna sem höfðu nokkuð mótaðar hugmyndir um það hvernig innrétt- ingin átti að líta út. „Ég vildi fá mikið skápapláss og bjart og gott eldhús sem þægilegt væri að vinna í,“ segir húsmóðirin. „Maður áttar sig kannski ekki á því í upphafi, að þótt maður hafi einhverj- ar mótaðar hugmyndir um útlit hef- ur maður ekki þekkingu til að útfæra þær á skynsamlegan hátt. Þess vegna er svo mikils virði að hafa reyndan fagmann sem getur ráðlagt manni. Jóhann smiður reyndist okk- ur afar vel í þessu sambandi og ég vil meina að hann sé algjör snillingur,“ segir hún. „Ég vildi ekki hafa við í innréttingunni vegna þess að mér fannst vera kominn svo mikill viður inn í íbúðina hjá okkur. Ég held líka að eldhúsið hefði virkað þunglama- legra ef sú leið hefði verið farin. Sprautulakkaða innréttingin býður einnig upp á þann möguleika að geta skipt um lit ef maður verður leiður á honum. Það þarf í raun ekki annað en skrúfa höldurnar af og láta sprauta hurðirnar upp á nýtt.“ Einn skápurinn er með sandblás- inni glerhurð og það var gert til þess að tengja eldhúsið betur við gang og borðstofu, þar sem fyrir er sérsmíð- aður skápur með sandblásnu gleri sem Jóhann smíðaði einnig fyrir nokkru. Öllu er afar haganlega komið fyrir í eldhúsinu. Allar hirslur fyrir neðan vinnuborð eru útdraganlegar og skúffur fyrir potta og pönnur eru sérstaklega breiðar. Efri skápar ná alla leið upp í loft. Stálísskápurinn nýtur sín sérstaklega vel með bláa litnum í innréttingunni, en hann er einnig í stíl við tækin sem öll eru með áferð burstaðs stáls. Til hliðar við eldhúsið var gamall búrskápur og það eina sem hann þurfti til að komast í nýjustu tísku voru nýjar hurðir í stíl við innréttinguna. Punkturinn yfir i-ið Ónefnd er lýsingin í eldhúsinu sem eigendur segja að sé með ein- dæmum vel lukkuð. „Helgi í Lúmex aðstoðaði okkur við að útfæra alla lýsinguna og útkoman er hreint út sagt stórkostleg,“ segir húsmóðirin. „Ég þoli illa flúrperulýsingu og því ráðlagði Helgi okkur að velja litla kubba með birtustilli sem vinnulýs- ingu undir efri skápana. Þeir eru ekki bara góðir til síns brúks, heldur alveg einstakt augnayndi. Baldur Björgvinsson rafvirki sá um raflagn- irnar, sem voru miklar og fólu m.a. í sér talsvert múrbrot. Lokafrágangur eldhússins er ekki alveg búinn. „Við eigum eftir að skipta út eldhúsborðinu og ganga frá nokkrum listum, en það eru smáat- Eldhús fær andlitslyftingu Morgunblaðið/ÞÖK Ótrúlegt en satt. Ný innrétting, skápar og bekkur undir eldhúsglugga eru horfin, ný tæki og lýsingin er í aðalhlutverki. Morgunblaðið/Jim Smart Gamla eldhúsinnréttingin var dæmigerð U-innrétting og dramatískasta breyt- ingin er kannski sú að nú er bekkurinn undir glugganum horfinn og gluggavegg- urinn er flísalagður. riði miðað við það sem búið er. Það eina sem hefur valdið mér heilabrot- um núna upp á síðkastið er að velja gardínur fyrir eldhúsgluggana, en mér finnst að ég megi til með að hlífa nágrönnunum við því að horfa alltaf inn í fallega eldhúsið mitt,“ segir húsmóðirin. „En ætli ég fái mér ekki bara einhverjar fallegar einfaldar felligardínur í ljósum náttúrulit úr þunnu hörefni.“ gudlaug@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.