Morgunblaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 C 33 Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölu- samningsins með undirritun sinni. All- ar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og á hann rétt til um- saminnar söluþóknunar úr hendi selj- anda, jafnvel þótt eignin sé seld ann- ars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem selur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýsingakostn- aður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjón- usta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamning þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borgartúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna- gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríkisins og biðja um nýtt brunabótamat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom- andi sýslumannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsynlegt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim til- vikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af- notum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, um- ferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lút- andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf- irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.  Teikningar – Leggja þarf fram sam- þykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar bygging- arnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá byggingarfulltrúa. Minnisblað YRSUFELL FLÓKAGATA - SÉRHÆÐ SUÐURGATA 8a - EFRI HÆÐ LINDARGATA - GLÆSILEGT TVÍBÝLI SPORHAMRAR 8 BÓLSTAÐARHLÍÐ VEGHÚS - LYFTUHÚS LISTHÚS V. ENGJATEIG BIRTINGAKVÍSL ÚTHLÍÐ + BÍLSKÚR STÓRHOLT SUÐURLANDSBRAUT V. FAXAFEN Til leigu er 77 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð (í bláu húsunum) við Suðurlandsbraut. Mjög glæsilegt og vandað húsnæði með aðgang að móttöku, fundarherbergi og kaffi- stofu. Laust nú þegar. GRENSÁSVEGUR-LAUS 140 fm verslunar-/þjónustuhúsnæði þar sem áður var rekinn pizzastaður. Allt til stað- ar til veitingarekstrar þ.m.t. innbyggður kæliklefi, starfsmannaaðstaða o.fl. LAUST NÚ ÞEGAR. Verð 13,5 millj. RAUÐHELLA Í HF. Mjög góð iðnaðarhúsnæði 220 fm (2 einingar), 330 fm (3 einingar) og 400 fm (3 eining- ar). Mjög góðar 4,4 m innkeyrsludyr. Lofthæð er u.þ.b. 7 metar undir mæni. Gott úti- svæði. Góð lán geta fylgt. Húsnæðið er laust við samning. SMIÐJUVEGUR Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð ( 3. hæð að norðanverðu en gengið inn að sunnanverðu) í þessu vandaða nýlega húsi neðst á Smiðjuveginum með sérlega góða vegtengingu, sýnileika frá götu og óviðjafnanlegt útsýni yfir Reykjavík og sund- in. Til viðbótar þessu húsnæði má tengja það tæplega 200 fm á sömu hæð sem einnig er til sölu. VIÐARHÖFÐI Einstaklega gott vel skipulagt atvinnuhúsnæði á frábærum stað. Húsið er steinsteypt og mjög vandað. Skiptist upp í u.þ.b. 1.500 fm sali með allt að 8 metra lofthæð og síð- an tvær skrifstofueiningar á jarðhæð og 2. hæð sem eru hvor um sig u.þ.b. 130 fm að- alsalur hússins er 18 x 75 metrar að stærð og á honum eru í dag fjórar 5 metra háar innkeyrsludyr. Húsið hentar vel fyrir hverskonar lagernotkun og vörudreifingarstarf- semi. Aðkoma með gáma og stæði fyrir þá er einstaklega góð. Á húsinu er 5 háar inn- keyrsludyr sem gefa möguleika á bestu mögulegu vöruafgreiðslu. Lofthæð hússins býður upp á hvort sem er nýtingu fyrir háar bifreiðar eða gríðarlegt magn af „euro“- brettum í rekkum. Hlutfall skrifstofuhúsnæðis, þ.e. u.þ.b. 15% af fermetrum er einnig mjög hagkvæmt. Húseigninni má einnig auðveldlega skipta upp í allt að 4 einingar í sölum og tvær skrifstofueiningar. Á eignina eru settar 145 milljónir eða kr. 82.000 á fermetra sem er mjög hagstætt verð fyrir jafn góða húseign og hér um ræðir. KLETTHÁLS - NÝBYGGING Húsið verður stálgrindaeiningahús framleitt af Astron Building systems commercial intertech S.A. í Luxemborg. Um er að ræða 3 einingar sem skárðar eru 366,2 fm, 550,2 fm og 366 fm eða samtals 1.282 fm en auk þess er gert ráð fyrir 360 fm steyptu milli- lofti. Húsið sem er hannað og teiknað á sökkul hússins er stálgrindahús. SÍÐUMÚLI Í mjög vel staðsettri húseign á horni Ármúla og Síðumúla er til sölu mjög gott skrif- stofuhúsnæði. Húseignin sem skiptist upp í kjallara, tvær skrifstofuhæðir og rishæð er samkvæmt fasteignamati talið vera 924,1 fermetrar en er í raun 1130 fermetrar. Húsið er steinsteypt og klætt að utan með Steniklæðningu. GRETTISGATA + 2 BÍLASTÆÐI ÓLAFSGEISLI 24 - BEST STAÐSETTA HÚS Í REYKJAVÍK? ATVINNUHÚSNÆÐI eða veruleiki? við mat á þínu málum. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 HÆÐIR LANGHOLTSVEGUR Hæð og ris í fallegu tvíbýlishús, íbúðin 172,1 fm ásamt 32,7 fm bílskúr. Á hæð- inni er skáli, 2 samliggjandi stofur með stórum svölum, 2 herb. eldhús, búr og gestasnyrting. Í risi eru 4 rúmgóð herbergi og baðherb. Sérgeymsla og þvottahús á neðri hæð. Góður garður. Áhvíl. ca 10,6 millj. Verð 25 millj. 4RA HERBERGJA RJÚPUFELL MEÐ BÍLSKÚR Gullfalleg 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sólstofu, afgirtri sérverönd og bílskúr. Ný- leg innrétting í eldhúsi. Sérþvottaherb. Flísar á holi og eldhúsi og vandað parket á stofu. Falleg verönd frá sólstofu. Bílskúr í bílskúralengju. Verð 14 millj. 3JA-4 HERBERGJA SÓLVALLAGATA 110,4 fm íbúð í góðu fjölbýli. Skiptist í skála, stóra stofu með suðursvölum, 2 svefnherb. möguleiki á því þriðja, eldhús með borðkróki og þvottahúsi. Flísalagt bað. Parket, flísar og korkur á gólfum. Laus strax. 3JA HERB. VEGHÚS MEÐ BÍLSKÚR Gullfalleg 3ja herb. íbúð 77 fm á jarðhæð með sérgarði og bílskúr. Fallegar innrétt- ingar. Parket og flísar á gólfum. Áhvíl. 6,5 millj. Verð 14,2 millj. SKIPHOLT Stór 3ja herb. íbúð 96,4 fm á jarðhæð með sérinngangi. Skiptist í forstofu, sér- þvottahús, hol með fataskápum, rúmgóða stofu og herbergi inn af stofunni. Stórt svefnherbergi með fataskápum. Eldhús með snyrtilegri innréttingu og tengingu fyrir uppþv.vél. Flísalagt bað. Sérgeymsla í íbúðinni. Verð 12 millj. KLEPPSVEGUR 3ja herb. íbúð 82,7 fm á 4. hæð í lyftuhúsi. Stofa og 2 svefnherb., eldhús og bað. Suðursvalir. Sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús og þurrkherb. í kjallara. Íbúðin þarfnast endurbóta. Skuldlaus eign. Verð 11 millj. BREIÐAVÍK Gullfalleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Stór og björt stofa með útgangi á svalir. Fallegt eldhús. Tvö svefnherbergi með skápum. Flísalagt baðherb. með baðkari og sturtu. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Laus fljótlega. Áhvíl. húsbr. 8,2 millj. Verð 15,2 millj. LANDSBYGGÐIN LAUGAVATN Nýtt endaraðhús á einni hæð 108 fm á fallegum stað við Laugavatn. Timburhús með STENI-klæðningu og sólpalli. Skipist í 3 svefnherb. stofu, eldhús, baðherb. og þvottaherb. Áhvíl. húsbr. 9,8 millj. Verð 14,4 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI HLÍÐARSMÁRI Nýlegt 134,8 fm verslunar- eða skrifstofu- húsnæði á jarðhæð með góðum gluggum, kaffistofu og snyrtingu. Parket á gólfum. Góð lageraðstaða bakatil. Til afhendingar strax. Verð 14,5 millj. KÁRSNESBRAUT Iðnaðarhúsnæði á jarðhæð 88,9 fm skipt- ist í vinnusal, kaffistofu og snyrtingu. Góðar innkeyrsludyr og göngudyr. Loft- hæð u.þ.b. 3,7 m. Laust strax. Áhvílandi 3,4 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.