Morgunblaðið - 30.08.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 C 33
Seljendur
Sölusamningur – Áður en fast-
eignasala er heimilt að bjóða eign til
sölu, ber honum að ganga frá sölu-
samningi við eiganda hennar um
þjónustu fasteignasala á þar til gerðu
samningseyðublaði. Eigandi eignar og
fasteignasali staðfesta ákvæði sölu-
samningsins með undirritun sinni. All-
ar breytingar á sölusamningi skulu
vera skriflegar. Í sölusamningi skal
eftirfarandi koma fram:
Tilhögun sölu – Koma skal fram,
hvort eignin er í einkasölu eða al-
mennri sölu, svo og hver söluþóknun
er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind-
ur eigandi eignarinnar sig til þess að
bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum
fasteignasala og á hann rétt til um-
saminnar söluþóknunar úr hendi selj-
anda, jafnvel þótt eignin sé seld ann-
ars staðar. Einkasala á einnig við,
þegar eignin er boðin fram í maka-
skiptum. – Sé eign í almennri sölu má
bjóða hana til sölu hjá fleiri fast-
eignasölum en einum. Söluþóknun
greiðist þeim fasteignasala, sem selur
eignina.
Auglýsingar – Aðilar skulu semja
um, hvort og hvernig eign sé auglýst,
þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða
með sérauglýsingu. Auglýsingakostn-
aður skal síðan greiddur mánaðarlega
samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjón-
usta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar
er virðisaukaskattskyld.
Gildistími – Sölusamningurinn er
uppsegjanlegur af beggja hálfu með
fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera
þarf það skriflega. Ef einkasölusamn-
ingi er breytt í almennan sölusamning
þarf einnig að gera það með skrif-
legum hætti. Sömu reglur gilda þar
um uppsögn.
Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en
eignin er boðin til sölu, verður að út-
búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal
leggja fram upplýsingar um eignina,
en í mörgum tilvikum getur fast-
eignasali veitt aðstoð við útvegun
þeirra skjala sem nauðsynleg eru.
Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk
beins útlagðs kostnaðar fasteignasal-
ans við útvegun skjalanna. Í þessum
tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:
Veðbókarvottorð – Þau kosta nú
900 kr. og fást hjá sýslumannsemb-
ættum. Opnunartíminn er yfirleitt
milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók-
arvottorði sést hvaða skuldir (veð-
bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing-
lýstar kvaðir eru á henni.
Greiðslur – Hér er átt við kvittanir
allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem
eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem
á að aflýsa.
Fasteignamat – Hér er um að
ræða matsseðil, sem Fasteignamat
ríkisins sendir öllum fasteignaeig-
endum í upphafi árs og menn nota
m.a. við gerð skattframtals. Fast-
eignamat ríkisins er til húsa að
Borgartúni 21, Reykjavík sími
5155300.
Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða
gjaldheimtur senda seðil með álagn-
ingu fasteignagjalda í upphafi árs og
er hann yfirleitt jafnframt greiðslu-
seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna-
gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna
greiðslu fasteignagjaldanna.
Brunabótamatsvottorð – Vott-
orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem
eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin
eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um
greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt
brunabótamat á fasteign, þarf að
snúa sér til Fasteignamats ríkisins og
biðja um nýtt brunabótamat.
Hússjóður – Hér er um að ræða yf-
irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu
húsfélags um væntanlegar eða yf-
irstandandi framkvæmdir. Formaður
eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út-
fylla sérstakt eyðublað Félags fast-
eignasala í þessu skyni.
Afsal – Afsal fyrir eign þarf að
liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er
hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom-
andi sýslumannsembætti og kostar
það nú kr. 100. Afsalið er nauðsynlegt,
því að það er eignarheimildin fyrir
fasteigninni og þar kemur fram lýsing
á henni.
Kaupsamningur – Ef lagt er fram
ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að
leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það
er því aðeins nauðsynlegt í þeim til-
vikum, að ekki hafi fengist afsal frá
fyrri eiganda eða því ekki enn verið
þinglýst.
Eignaskiptasamningur – Eigna-
skiptasamningur er nauðsynlegur, því
að í honum eiga að koma fram eign-
arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af-
notum af sameign og lóð er háttað.
Umboð – Ef eigandi annast ekki
sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs-
maður að leggja fram umboð, þar sem
eigandi veitir honum umboð til þess
fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl
vegna sölu eignarinnar.
Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir
eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, um-
ferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl.
þarf að leggja fram skjöl þar að lút-
andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf-
irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.
Teikningar – Leggja þarf fram sam-
þykktar teikningar af eigninni. Hér er
um að ræða svokallaðar bygging-
arnefndarteikningar. Vanti þær má fá
ljósrit af þeim hjá byggingarfulltrúa.
Minnisblað
YRSUFELL
FLÓKAGATA - SÉRHÆÐ
SUÐURGATA 8a - EFRI HÆÐ
LINDARGATA - GLÆSILEGT TVÍBÝLI
SPORHAMRAR 8
BÓLSTAÐARHLÍÐ
VEGHÚS - LYFTUHÚS
LISTHÚS V. ENGJATEIG
BIRTINGAKVÍSL
ÚTHLÍÐ + BÍLSKÚR
STÓRHOLT
SUÐURLANDSBRAUT V. FAXAFEN
Til leigu er 77 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð (í bláu húsunum) við Suðurlandsbraut.
Mjög glæsilegt og vandað húsnæði með aðgang að móttöku, fundarherbergi og kaffi-
stofu. Laust nú þegar.
GRENSÁSVEGUR-LAUS
140 fm verslunar-/þjónustuhúsnæði þar sem áður var rekinn pizzastaður. Allt til stað-
ar til veitingarekstrar þ.m.t. innbyggður kæliklefi, starfsmannaaðstaða o.fl. LAUST NÚ
ÞEGAR. Verð 13,5 millj.
RAUÐHELLA Í HF.
Mjög góð iðnaðarhúsnæði 220 fm (2 einingar), 330 fm (3 einingar) og 400 fm (3 eining-
ar). Mjög góðar 4,4 m innkeyrsludyr. Lofthæð er u.þ.b. 7 metar undir mæni. Gott úti-
svæði. Góð lán geta fylgt. Húsnæðið er laust við samning.
SMIÐJUVEGUR
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð ( 3. hæð að norðanverðu en gengið inn að
sunnanverðu) í þessu vandaða nýlega húsi neðst á Smiðjuveginum með sérlega
góða vegtengingu, sýnileika frá götu og óviðjafnanlegt útsýni yfir Reykjavík og sund-
in. Til viðbótar þessu húsnæði má tengja það tæplega 200 fm á sömu hæð sem einnig
er til sölu.
VIÐARHÖFÐI
Einstaklega gott vel skipulagt atvinnuhúsnæði á frábærum stað. Húsið er steinsteypt
og mjög vandað. Skiptist upp í u.þ.b. 1.500 fm sali með allt að 8 metra lofthæð og síð-
an tvær skrifstofueiningar á jarðhæð og 2. hæð sem eru hvor um sig u.þ.b. 130 fm að-
alsalur hússins er 18 x 75 metrar að stærð og á honum eru í dag fjórar 5 metra háar
innkeyrsludyr. Húsið hentar vel fyrir hverskonar lagernotkun og vörudreifingarstarf-
semi. Aðkoma með gáma og stæði fyrir þá er einstaklega góð. Á húsinu er 5 háar inn-
keyrsludyr sem gefa möguleika á bestu mögulegu vöruafgreiðslu. Lofthæð hússins
býður upp á hvort sem er nýtingu fyrir háar bifreiðar eða gríðarlegt magn af „euro“-
brettum í rekkum. Hlutfall skrifstofuhúsnæðis, þ.e. u.þ.b. 15% af fermetrum er einnig
mjög hagkvæmt. Húseigninni má einnig auðveldlega skipta upp í allt að 4 einingar í
sölum og tvær skrifstofueiningar. Á eignina eru settar 145 milljónir eða kr. 82.000 á
fermetra sem er mjög hagstætt verð fyrir jafn góða húseign og hér um ræðir.
KLETTHÁLS - NÝBYGGING
Húsið verður stálgrindaeiningahús framleitt af Astron Building systems commercial
intertech S.A. í Luxemborg. Um er að ræða 3 einingar sem skárðar eru 366,2 fm, 550,2
fm og 366 fm eða samtals 1.282 fm en auk þess er gert ráð fyrir 360 fm steyptu milli-
lofti. Húsið sem er hannað og teiknað á sökkul hússins er stálgrindahús.
SÍÐUMÚLI
Í mjög vel staðsettri húseign á horni Ármúla og Síðumúla er til sölu mjög gott skrif-
stofuhúsnæði. Húseignin sem skiptist upp í kjallara, tvær skrifstofuhæðir og rishæð
er samkvæmt fasteignamati talið vera 924,1 fermetrar en er í raun 1130 fermetrar.
Húsið er steinsteypt og klætt að utan með Steniklæðningu.
GRETTISGATA + 2 BÍLASTÆÐI
ÓLAFSGEISLI 24 - BEST STAÐSETTA HÚS Í REYKJAVÍK?
ATVINNUHÚSNÆÐI
eða veruleiki?
við mat á þínu málum.
Þórhildur Sandholt
lögfr. og lögg. fastsali.
Gsm 898 8545
Gísli Sigurbjörnsson
sölumaður
FAX 568 3231
HÆÐIR
LANGHOLTSVEGUR
Hæð og ris í fallegu tvíbýlishús, íbúðin
172,1 fm ásamt 32,7 fm bílskúr. Á hæð-
inni er skáli, 2 samliggjandi stofur með
stórum svölum, 2 herb. eldhús, búr og
gestasnyrting. Í risi eru 4 rúmgóð herbergi
og baðherb. Sérgeymsla og þvottahús á
neðri hæð. Góður garður. Áhvíl. ca 10,6
millj. Verð 25 millj.
4RA HERBERGJA
RJÚPUFELL MEÐ BÍLSKÚR
Gullfalleg 4ra herb. íbúð á jarðhæð með
sólstofu, afgirtri sérverönd og bílskúr. Ný-
leg innrétting í eldhúsi. Sérþvottaherb.
Flísar á holi og eldhúsi og vandað parket
á stofu. Falleg verönd frá sólstofu. Bílskúr
í bílskúralengju. Verð 14 millj.
3JA-4 HERBERGJA
SÓLVALLAGATA
110,4 fm íbúð í góðu fjölbýli. Skiptist í
skála, stóra stofu með suðursvölum, 2
svefnherb. möguleiki á því þriðja, eldhús
með borðkróki og þvottahúsi. Flísalagt
bað. Parket, flísar og korkur á gólfum.
Laus strax.
3JA HERB.
VEGHÚS MEÐ BÍLSKÚR
Gullfalleg 3ja herb. íbúð 77 fm á jarðhæð
með sérgarði og bílskúr. Fallegar innrétt-
ingar. Parket og flísar á gólfum. Áhvíl. 6,5
millj. Verð 14,2 millj.
SKIPHOLT
Stór 3ja herb. íbúð 96,4 fm á jarðhæð
með sérinngangi. Skiptist í forstofu, sér-
þvottahús, hol með fataskápum, rúmgóða
stofu og herbergi inn af stofunni. Stórt
svefnherbergi með fataskápum. Eldhús
með snyrtilegri innréttingu og tengingu
fyrir uppþv.vél. Flísalagt bað. Sérgeymsla
í íbúðinni. Verð 12 millj.
KLEPPSVEGUR
3ja herb. íbúð 82,7 fm á 4. hæð í lyftuhúsi.
Stofa og 2 svefnherb., eldhús og bað.
Suðursvalir. Sérgeymsla og sameiginlegt
þvottahús og þurrkherb. í kjallara. Íbúðin
þarfnast endurbóta. Skuldlaus eign. Verð
11 millj.
BREIÐAVÍK Gullfalleg 3ja herb. íbúð á
2. hæð með sérinngangi af svölum. Stór
og björt stofa með útgangi á svalir. Fallegt
eldhús. Tvö svefnherbergi með skápum.
Flísalagt baðherb. með baðkari og sturtu.
Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á
gólfum. Laus fljótlega. Áhvíl. húsbr. 8,2
millj. Verð 15,2 millj.
LANDSBYGGÐIN
LAUGAVATN
Nýtt endaraðhús á einni hæð 108 fm á
fallegum stað við Laugavatn. Timburhús
með STENI-klæðningu og sólpalli. Skipist
í 3 svefnherb. stofu, eldhús, baðherb. og
þvottaherb. Áhvíl. húsbr. 9,8 millj. Verð
14,4 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
HLÍÐARSMÁRI
Nýlegt 134,8 fm verslunar- eða skrifstofu-
húsnæði á jarðhæð með góðum gluggum,
kaffistofu og snyrtingu. Parket á gólfum.
Góð lageraðstaða bakatil. Til afhendingar
strax. Verð 14,5 millj.
KÁRSNESBRAUT
Iðnaðarhúsnæði á jarðhæð 88,9 fm skipt-
ist í vinnusal, kaffistofu og snyrtingu.
Góðar innkeyrsludyr og göngudyr. Loft-
hæð u.þ.b. 3,7 m. Laust strax. Áhvílandi
3,4 millj.